Vísir - 31.07.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 31.07.1943, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar ] Blaðamenn Siml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, laugardaginn 31. júlí 1943. *?r 172. tbl. Fullkomið öngþveiti á Italíu. ■■■ ....... .. ......... ■ / Italibi herinn neitar að §kjóta á kröfugröngru i Hílanö. meðan \ ÞYZKI HERINN TEKUR FIUME OG TRIESTE. Badoglio lofar fjölskyldum her- manna kjarabótum — svíkur um lausn pólítískra fanga. Herinn í mílanó hefir gert uppreist gegn yfirboðuriim sínum og neitað að hlýðnast þeirri skipun að sk jóta á almenning. í borginni fóru fram mjklar kröfugöngur og múgfundir, og hefir ekkert lát orðið á. Aðal-kröfurnar, sem bornar eru fram, eru þær, að stríðinu verði hætt þegar í stað, svo að ítalskir fangar fái að koma heim. Hershöðinginn í Mílanó, Canali, liefir verið sviptur stöðu sinni og Rudero hershöfðingi, foringi Alpaherdeildarinnar, skip- aður í hans stað. Til að ráða bót á almennu samgönguverkfalli, hefir Badogho skipað hernum að taka allt flutningakerfi lands- ins i sínar hendur. Badoglio hefir ekki staðið við það loforð sitt að láta alla póli- tíska fanga lausa. Enn er fjöldi þeirra í fangelsum og fangabúð- um, og hefir þetta vakið gremju almennings. Hinsvegar hefir Badoglio lofað því, að greiðslur til fjöl- skyldna hermanna skuli liækkaðar að mun, en sá böggull fylgir skammrifi, að hækkunin kemur ekki til framvæmda, fyrr en eftir stríðið. livarpid Útvarpið í kvöld. Kl. 19,25 Hljómplötur: Sam- söngur. 20,30 Hljómplötur: a) Són- ata fyrir flautu og strokhljóðfæri eftir Scarlatti. b) Tríósónata eftir Schubert. 20,45 Upplestur (ungfrú Arndís Björnsdóttir leikkona). — 21,15 Hljómplötur: a) Dúettar og terzettar úr óperum. b) Klassiskir dansar. 22,00 Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun. Kl. 11,00 Guðsþjónusta í dóm- kirkjunni, síra Sigurbj. Einarsson. 19,25 Hetjutilbrigðin eftir Beetho- ven. 20,20 Óskar Cortes, fiðlusóló: Mansöngur eftir Braga, Menúett eftir Kuhlau og Romansa í c-dúr éftir Árna Björnsson. 20,35 Hallgr. Jónasson kennari: Töfrar Noregs- fjalla. 20,55 Norðurlandasöngvarar. 21,15 Andrés Björnsson cand. mag. les kvæði eftir Stefán frá Blvítadal. 21,30 Valsar af hljómplötum. 22,00 Danslög til kl. 23. Útvarpið á mánudag. Kl. 20,30 Kvöld Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur. 21,10 Útvarps- hljómsveitin leikur lög eftir Sigfús Einarsson. Þorsteinn Hannesson syngur lög eftir Inga T. Lárusson. • Ameríska útvarpið. f dag: Kl. 16,00 Pianókonsert í b-dúr eftir Brahms JVladimir Ho- rowitz). Á morgun: Kl. 10,00 Guðs- þjónusta. 13,00 Hljómlist, Jascha Heifetz leikur á fiðlu. 13,30 Kath- ryn Overstreet, píanó. Úr óperunni „Boris Godunov“. Á mánudag (2. ágúst) : Kl. 16,00 Lágfiðlukonsert eftir Hándel. Á þriðjud. Kl. 16,00 8. symfónía Beethovens. Síðan sam- tal um ísland. Tónlist. Það er sérstök ástæða til að benda á ýmsa ágæta dagskrárliði, eink- um tónlist. Eru þessir helztir: í kvöld kl. 20,30 verður yndisleg són- ata fyrir flautu og strokhljóðfæri eftir ítalska meistarann Scarlatti og síðar tríósónata eftir Schubert, lög úr óperum og klassiskir dansar. Á morgun kl. 19,25 verða tilbrigði eft- ir Beethoven, og kl. 20,20 leikur hinn efnilegi fiðluleikari Óskar Cor- tes þrjú einleikslög. Hið síðasta er rómansa eftir Árna Björnsson, einn bezta tónsmið ungra íslendinga. Á mánudag verða svo íslenzk sönglög eftir Sigfús Einarsson og Inga T. Lárusson. Þá býður ameríska út- varpið upp á ágæta hljómlist. Kl. 16,00 í dag leikur Horowitz píanó- konsert eftir Brahms, og á morgutj leikur hin vinsæla píanóleikkóna Kathryn Overstreet úr Rauða Kross- inum Chopin-tónverk. Á mánudag kl. 16,00 verður m. a. konsert fyr- ir lágfiðlu (viola) eftir Hándel. Á eftir hinni fögru tónlist verður að venju jass, og er því um að gera að vera handfljótur að skrúfa fyrir. „Við heimtum Toscanini“. Meðal annara slagorða, sem Mílanóbúar nota nú í kröfu- göngum sínum, er „Við heimt- um Toscanini heim“, en Tosc- anini, liinn stórkostlegi hljónir stjóri Scala-óperunnar, er nú landflótta í Ameríku, sakir ó- samkomulags við fasista. Fregnir herma að múgur hafi tekið einn fasista af lífi án dóms og laga í borg einni á Norður- Ítalíu. Harðsnúin sveit fasista verst enn í byggingu „Popolo d’ltalia“ blaðsins í Milano. Herinn gerir harða hríð að byggingunni og skorar á fas- ista að gefast upp. í borg einni reif múgurinn niður standmynd af Mussolini, lók af henni höfuðið og af- skræmdi en bar síðan í göngu um bæinn. Að því loknu var myndin grýtt. I Forli, fæðingarborg Musso- lini, sem er um 50 km. fyrir suð- austan Bologna, kont til átaka milli fasista og hersins. Herinn neyddi fasista til að gefast upp. Roosevelt forseti hefir varað stjórnir lilutlausra ríkja við að liýsa Mussolini eða aðra stríðs- glæpamenn. Rússar hafa beint samskonar aðvörun til Svía og Tyrkja. í útvarpsfréttum frá Svíþjóð á mánudaginn var skýrl frá því, að þýzka lögreglan, sem gætir landamæra Svíþjóðar og Nor- egs, hafi bannað alla umferð á svæði, sem nær 300 metra frá landamærunum inn í Noreg. Hafa íbúar þessa svæðis þegar verið fluttir á brott þaðan. Þegar bardögum lauk i Tunis komust bandamenn að því, að Þjóðverjar liöfðu flutt rússneska fanga þangað, til að vinna þar að viggirðingum og þvilíku. Myndin sýnir fangana, þegar þeir eru fluttir á brott úr fangabúðunum þýzku. Siðan voru þeir sendir áleiðis til Rússlands. Andrews hershöfðingja látnum veitt heiðursmerki. Frank Maxwell Andrews. Hermálaráðuneyti U. S. A. hefir veitt hinum framliðna Lieutenant General Frank M. Andrews eikarlaufsorðuna. Áð- ur hafði hann fengið The Dis- tinguished Service. Medal. Bri- gadier General Charles II. Barth yngri hefir látnum verið veitt The Distinguished Service Me- dal. Þeim var báðum sýndur þessi virðingarvottur fyrir starf i þágu Evrópuhers Banda- ríkjanna. Andrews, sem áður var yfir- hershöfðingi á Evrópuhernað- arsvæðinu og Barth, er áður var yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna í Evi* *ópu fórust 3. maí í fiugslysi á Islandi. Tveir þýzkir flugbátar voru skotnir niður úti fyrir Skot- 'andsströndum i fyrradag. ★ Þýzka stjórnin hefir lagt und- ir sig fjölda íbúða um allt Pól- land, og verða þær notaðar handa húsvilltu fólki úr borg- um þeim, sem bandamenn hafa gert harðastar loftárásir á. Loftárásin á Hamborg í fyrri- nótt var sú sjöunda á 120 klukkustundum og þriðja árás- in þar sem meir en 2000 smá- lestum sprengja var varpað yfir borgina á minpa en klukku- stund. I árásinni var varpað nið- ur að meðaltali meir en 50 smálestum á minútu, eða tæp- lega smálest á sekúndu. Brezki flugherinn hefir því á viku kastað meira sprengju- magni á Hamborg en Þjóðverj- ar *.vörpuðu yfir London á 11 mánuðum veturinn 1940—41. Brezki flugherinn flaug aftur íil árása á Þýzkaland i nótt. Sikiley: Dregur til lokasóknar Á Sikiley virðist nú draga til lokasóknarinnar. Kanadamenn sækja hægt fram norðaustan Leonforte og Bandaríkjamenn eru komnir fast að San Stefano á norðurströndinni. Við Cataníu eru engar mikilvægar breyting- ar. Loftárásir eru í sífellu gerðar á borgir þær, sem Þjóðverjar hafa enn á valdi sínu, Messínu, Milazzo og Riposto, og einnig á borgir liandan sundsins. Loftherinn hefir einnig gert loftárásir á borgir á Mið-Ítalíu. Skipalest bandamanna, sem í voru 12 skip og fylgdarskip, lenti i orustu við létta þýzka flotasveit úti fyrir Cherbourg í íyrrad. Fvlgdarskipin hröktu þýzku skipin á flótta og sökktu einu þeirra. Viðureignin átli sér stað innan skotmáls frá strand- virkjum Þjóðverja. Þjóðverjar tóku 5 kafbáta í Fiume — og börðust við ítalska herinn. ÞJÓÐVERJAR HAFA HERTEKIÐ Fiume og Trieste, ítölsku flotahafnimar fyrir botni Adría- hafs. Borgirnar liggja sín hvoru megin Istría- skaga og heyrðu báðar Austurríki til fyrir siðasta ófrið. — Þ jóðver jar virðast hafa séð sig tilneydda að her- nema borgir þessar, til þess að fyrirbyggja að banda- menn geti sótt mótstöðulaust inn í Balkanlönd, þegar þeir ráðast inn á ítaliuskaga. * ttalski herinn er sagður hafa veitt mótspyrnu og kom til nokkurra bardaga. Meðal annars lierfangs, sem Þjóðverjar tóku, voru fimm ítalskir kafbútar á höfninni í Fiume. Fregnin heir vakið óliemju gremju á Ítalíu þar sem vin- sældum Þjóðverja var ekki fyr- ir að fara. Hafa kröfugöngur og múgfundir magnazt um allan lælming, síðan er }>etta fréttist. Er nú svo komið, að ekld má á milh sjá, hvorir sæta meir hatri almennings, Þjóðverjar eða fasistar. Það er ekki ljóst af fréttum, hvort Þjóðverjar hafa tekið all- an Istria-skagann, niilli Fiume og Triese, en það verður að teljast líklegt að þeir stefni að því að koma öllu héraðinu und- ir vald sitt, þótt þeir hafi það kannske ekki allt ennþá. Rússland: , Þýzk sókn í Donetz. Þjóðverjar hafa byrjað sókn á Donetz-vígstöðvunum, segir í herstjórnartilkynningu Rússa í gærkveldi. Tefla þeir fram fjölda fótgönguliðs og skrið- dreka. Rússar hafa hrundið öll- um árásum þeirra. í gær sóttu Rússar enn fram til Orel og tóku 20 bæi og þorp. Rússar gera nú tangarsókn að undanhaldsleið Þjóðverja, en ekkert ber á því að Þjóðverjar ætli að freista undanhalds. Álit- ið er að 400—500 þúsund manna her Þjóðverja verjist hjá Orel. Bleytur og rigningar eru á þess- um slóðum, og beita Rússar riddaraliði í sókninni, ásamt vélaherdeildum. í fyrx-adag tóku Rússar 40 bæi og þoi-p. Hátíð Vestur-íslend- inga á mánudag. Hem-ik Sv. Björnsson, aðal- ritarl islenzka sendii-áðsins í Washington, sonur Sveins Björnssonar ríkisstjóra, flytur aðah’æðuna á íslendingadegi Vestur-Islendinga annan ágúst að Gimli, Manitoba. íslendingar frá Winnipeg og úr öllum byggðum Nýja-íslands fjöl- menna venjulega á þessi ái’legu hátiðahöld, og eru oftast nær frá 3.000 til 5.000 viðstaddir. Hinrik og kona hans munu dvelja í boði Vestur-Islendinga i Winnipeg og þar í gx’ennd. Hann mun halda ræðu sína um líkt leyti. Hafa Vestur-íslend- ingar lialdið 2. ágúst hátíðlegan um rúmlega 60 ára skeið. fréttír V í s i r keniur ekki út á mánudag, sem er fridagur verzlunarmanna og prentara. Næsta blað kemur því á þriðjudag. Hjúskapur. í dag verða gefin sáman í hjóna- band í Stykkishólmi af síra Sig- urði Ó. Ldrussyni ungfrú Sigrí'Öur B. SigurÖardóttir, Sólbergi og Guð- mundur Laxdal. Heimili ungu hjón- anna verður fyrst um sinn á Fram- nesvegi 58A, Reykjavík. Helgidagslæknir. Á morgun Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Á mánu- daginn Pétur H. J. Jakobsson, Rauðarárstíg 32, sími 2735. Næturakstur. í nótt Litla Bílstöðin, simi 1380. Aðra nótt Bifröst, sími 1508. Að- faranótt Jxriðjudags Hekla, sími I5I5- Næturvör&ur. Lyfjabúðin Iðunn. Síðnstu fréttir Bretar til skarar EINKASKEYTI FRÁ U. P. — London í morgun. Brezká herstjórnin, sem kom saman í gær, mun halda fundum áfram, og fer enginn ráðherr- anna úr borginni um ágúst- helgina. Ekki er talið, að komin sé friðarbeiðni frá ftölum, heldur mun herstjórnin hafa verið að ræða úrslitakosti bandamanna til Itala á fundi sínum í gær. „Daily Telegraph“ telur þó efni fundarins frekar hafa verið yfirvofandi hernaðaraðgerðir herráðs bandamanna annars- staðar. Styður blaðið þá skoðun sína með því, að herstjórnin væntir fleiri funda, sem auðvitað verða til að ræða um skjótar aðgerðir, vegna hins nýja viðhorfs, sem skapazt hefir, síðan Þjóðverjar hernámu Tieste og Fiume. „Daily Express“ skýrir frá því, að Eden hafi í gær átt tal við utanríkisráðherra þeirra bandamannastjórnar, sem að- setur hafa í London, og kváð- ust þeir að loknum fundinum vera ánægðir með aðgerðir þær, sem fyrirhugaðar eru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.