Vísir - 12.07.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 12.07.1944, Blaðsíða 2
I VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján'Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm linur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f._ Eyiaivinna. þEGAR konur og karlar fyrir fjörutíu árum báru kol og salt á baldnu við uppskipun hér í bænum, var það kölluð „eyrar- vinna“. Ennþá er mestöll vinna hér við höfnina nefnd þessu nafni, þótt vinnuaðferðirnar hafi breytzt mjög til batnaðar og engin kona hafi nú í nokkra áratugi sézt vinna við uppskip- un. Breytingin á eyrarvinnunni hefir orðið mjög mikil og að- staðan breytzt til hins betra. En það er eitt, sem litlum breytingum hefir tekið. Það er öryggisleysi þeirra, sem þessa vinnu stunda. Um aldamót var þetta ígripavinna, stund og stund eða dag og dag, en þó byggðu margir alla lífsafkomu sína á þessu starfi. Svo er það enn. Munurinn er aðeins sá, að nú lifa því fleiri menn á þessari lausavinnu sem fólkið er fleira í bænum nú en um aldamót. Eyrarvinnan stendur öllum opin, þótt þeir, sem hana stunda eingöngu árum saman, muni ganga fyrir þeim, sem nýir eru. En einmitt vegna þess, að þessi atvinna stendur öllum opin og engrar sérstakrar liæfni er kraf- izt, leita miklu fleiri menn eft- ir vinnu á „eyrinni“ en þörf er fyrir. Árangurinn verður sá, að vinnan getur ekki fætt allan þann f jölda, starfið verður stop- ult og afkoman erfið. Þein, sem stunda eyrarvinnu, lifa í sífelld- um ótta við það, að tekjurnar verði of stopular og hrökkvi ekki fyrir því nauðsynlegasta. Það er kominn tími til að breyta þessu. Þetta öryggisleysi við eyrarvinnuna verður að hverfa. Þeir, sem vinna við höfnina, eiga að hafa föst viku- eða mánaðarlaun og daglauna- vinnan á að falla niður að mestu. Þetta mundi leiða af sér tvær höfuðbreytingar. Það mundi bæta vinnubrögðin stór- kostlega og þar með gera vinn- una raunverulega miklu ódýr- ari en hún er nú. Og það mundi hindra hina óeðlilegu og óheil- brigðu aðsókn, sem nú er að eyrarvinnunni, vegna þess að hún stendur öllum opin, og sá hópur manna, sem á venjuleg- um tímum er atvinnulaus hálft árið, vegna þessarar stopulu vinnu, mundi leita annað sér til bjargar. Til þess að koma þessu í framkvæmd verða allir þeir að- ilar, sem nota vinnukraft við höfnina, að sameinast i eitt vinnuveitendafélag, sem ræður til sín alla verkamennina og sér um alla vinnu við höfnina, hverju nafni sem nefnist. Stærstu aðiljarnir eru Eim- skipafélagið, Skipaútgerðin, togarafélögin og önnur útgerð- arfélög. Nú vinna þessir aðiljar hver í sínu lagi, sjálfum sér til skaða og verkamönnunum til ó- þæginda. Þeir, sem alltaf eru svartsýn- ir og aldrei vilja neinu breyta, munu segja að þetta sé ófram- kvæmanlegt. Þetta er ekki ó- gerlegt. Það er vel framkvæm- anlegt og það ætti að byrja þegar í stað að undirbúa þetta. Það væri stórt skref í áttina til skilnings og samúðar milli verkamanna og vinnuveitenda. VISIR Reykvíkingar byggja nú meira en nokkuru sinni. tveimur undanförnum árum hefir meira verið byggt í Reykjavík en nokkru sinni fyrr, aS því er Sigurður Pétursson byggingafulltrúi hefir skýrt Vísi frá, og heil hverfi hafa risið upp af verksmiðju- og iðnaðarbyggingum hin síð- ustu árin. Þrátt fyrir dýrtíðina og ýmsa örðugleika á efnisflutningi frá útlöndum hefir aldrei verið byggt jafn mikið hér í höfuð- borginni sem nú síðustu árin. Aðeins eitt ár frá eldri timum nálgast byggingaframkvæmdir síðustu ára, en það var árið 1929. Á þessum síðustu árum hefir t. d. meira verið byggt af verk- smiðju- og iðnaðarbyggingum en dæmi eru til áður. Heil liverfi af slíkum byggingum hafa risið upp á tveimur und- angengnum árum. Þá er það áberandi livað miklu meira hefir verið byggt af einbýlis- húsum en áður hefir þekkzt, sem er bein afleiðing af bætt- um efnahag fólks. Sýnishorn af þessum smáhúsahverfum eru Höfðahverfið og Kleppsholtið, sem hvort um sig mundi þykj a all álitleg kauptún úli á landi. Þess utan hefir verið unnið meira að endurbótum eldri húsa en áður og yfirleitt fer mjög i vöxt áhugi manna fyrir því að prýða umhverfi og út- lit híbýla sinna. Einna athyglis- verðast í því sambandi er það, að gömlu geymsluskúrarnir, er áður fyrr var hrúgað upp víðs- vegar á húsalóðum í bænum, eru nú smám saman að hverfa. Það er ekki aðeins að þessir skúrar liafa verið og eru til mikillar óprýði heldur hafa þeir og reynzt einhverjar mestu og illræmdustu rottu-gróðrar- stíur, sem til eru í bænum, í rauninni miklu verri en noklcr- ir öskuhaugar. Hefir það kom- ið i ljós, þegar skúrar þessir hafa vérið rifnir, að undir þeim hafa verið rottuhreiður við hreiður. Þarf liér ákveðinna ráðstafana við og verður að gera gangskör að því að rífa alla þessa skúra, bæði af feg- urðar- og heilbrigðisástæðum. Byggingafulllrúinn kvaðst tæplega búast við að hugmynd sú sem bæjarbúar hefðu gert sér um gróðurhús við hús sín Þetta mál ætti að vera verð- ugt verkefni fyrir Alþýðusam- bandið og Vinnuveitendafélag- ið. En það væri óskynsamlegt að búast við slíku frumkvæði frá þessum tveimur neikvæðu stofnunum, sem aldrei tala sam- an nema þegar þær deila. Þær hafa Verið settar upp til þess að gæta hagsmuna, sem raun- verulega eru sameiginlegir, en ekki er vitað að þessir aðiljar hafi nokkurntíma talað saman í bróðerni um það, hvernig þeir gæti bezt sameinað hagsmuni vinnunnar og framleiðslunnar. Þeir mætast aldrei nema á jökl- um kulda og úlfúðar. Þessir tveir aðiljar ættu nú þótt verkfall sé ekki fyrir dyr- að taka upp jákvæð vinnu- brögð, með því að tala saman, ekki til að deila, heldur til að draga línurnar að betra sam- komulagi og gera stórhuga á- ætlanir um bætt skilyrði og aukið öryggi fyrir verkafólkið og aukin vinnuafköst, þar sem því verður við lcomið fyrir framleiðsluna. Þetta mundi bæta hag beggja til frambúðar. Það gera deilurnar ekki. En meðan eingöngu er unnið á nei- kvæðum grundvelli, er ekki annars að vænta en þess ófrjóa starfs, sem þessir áðilar hafa undanfarið af hendi leyst. í sambandi við hitaveituna, mundi eiga framtíð fyrir sér. ★ Fyrir síðasta fundi bygging- arnefndar, sem haldinn var 30. júní síðastliðinn, lágu 56 mál. Meira en helmingur þeirra var um nýbyggingar, en hin voru beiðnir um leyfi til að breyta teikningum eða fyrirkomulagi á húsum. Til fróðleiks má geta þess, að fundurinn tólc fyrir 27 umsókn- ir um byggingarleyfi einlyftra húsa, tíu tvílyftra og tveggja þrílyftra. Hin smærri Iiús eru nú mjög oft smíðuð úr vikur- holsteini, sem hefir rutt sér til rúms síðustu árin. Þrír menn hafa enn fengið viðurkenningu til að standa fyrir húsasmíði sem trésmiðir. Þeir eru Sveinbjörn Sigurðs- son, Laugavegi 30, Ríkarður Ingibergsson, Bergstaðastræti 52 og Magnús Bergsteinsson, Hringbraut 48. Þá hafa alls 29 menn fengið leyfi til að standa fyrir húsasmíði hér í bæ. Búnaðarbankinn ætlar að byggja stórhýsi. í ráði er nú hjá Búnaðar- banka Islands að reisa stórliýsi fyrir starfsemi hans, þar sem jafnframt yrði ællað húsnæði fyrir Búnaðarfél. íslands, bún- aðarþing og ef til vill fleiri stofnanir. Hefir bankinn nú fest kaup á lóðunum Austur- stræti 5 og Ilafnarstræti 6. Er þegar byrjað að teikna hið fyrirhugaða hús. Verður það fjögurra hæða og er aítlunin að hef ja bygginguna næsta vor. Verðuppbætur á kartöflur. Ákveðið hefir verið að greiða verðuppbætur á kartöfluupp- skeruna í fyrra, þá sem Græn- metisverzlun ríkisins hefir veitt móttöku eða umboðsmenn hennar. Nema verðuppbæturnar kr. 22.50 á hver 100 kg. og er því fullnaðarverð kartaflanna 106 krónur á hver 100 kg. áður höfðu verið greiddar kr. 83.50. Verkamannafél. Akur- eyrar bóðar verkfall, í gær tilkynnti Verkamanna- félag Akureyrar bæjarstjórn- inni þar, að vinnustöðvun myndi hef jast þ. 19. þ. m. í allri verka- mannavinnu hjá bænum, ef samningar væru ekki komnir á þá milli verkamanna og Akur- eyrarbæjar. Deila sú, sem er upp risin hér er út af því, að meðlimri Verka- mannafélagsins vilja fá for- gangsrétt til vinnu hjá Akur- eyrarbæ, en verkalýðsfélögin eru tvö á Akureyri og heitir hitt Verkalýsfélag Akureyi-ar. Samningar þeir sem undir- ritaðir voru á Akureyri 30. júní s. 1. voru felldir í bæjarstjórn, sem ekki gat fallizt á það, að Verkamannafél. hefði neinn forgangsrétt og út af þvi, eins og fyrr segir, stendur deilan. í dag verður fundur í bæjar- stjórn Akureyrar og þar verður sennilega tekin endanleg ákvörðun um þetta mál. Emil Thoroddsen tónskáld Næturakstur: •Hreyfill, sími 1633. Hafnarfjörður. Dregið hefir verið í happdrætti Iþróttanefndar Hafnarfjarðar. — Upp kom nr. 9687. Vinningsins sé vitjað til Lofts Bjarasonar eða Jóns Magnússonar. Það er eins og sumir menn geti allt. Þeir virðast gæddir mildu dýpra og ríkara skiln- ingi en fjöldinn á flestu eða öllu, sem fyrir augu eða eyru ber og hafa einnig meðfædda smíðagáfu í hinum víðtækasta skilningi. Við dáum verk hag- leiksmannsins, sem skapar fagra og aðlaðandi gripi úr hrjúfu og óformuðu efni. Við metum verk skáldsins, sem gef- ur hugsunum sínum og tilfinn- ingum æðra líf í ljóði eða lín- um. Við dáum þessa smíði vegna þess að við liöfum glímt við sömu viðfangsefnin og orðið að viðurkenna vanmátt okkar. Hinir eru færri, sem meta kunna störf tónskáldsins, af þvi að þeir eru miklu færri, sem dunda við að koma saman söng- lagi en þeir, sem glíma við smíð- ar eða skriftir. Þó er störfum tónskáldsins á svipaðan hátt varið. Tónsmiðurinn skapar sín verk úr óunnum efnivið, glím- ir af þolinmæði og verkkunn- áttu við að sniða hann eftir reglum listarinnar, eigin smekk og vandvirkni. Þegar maður sér fagran grip eða les tilkomumikið Ijóð, verð- ur manni fyrst að spyrja hver gert hafi. Oft veldur persónu- leiki höfundar því, að eigi er um að villast. Það köllum vér frumleik. Frumleikur getur birzt í vankantaðri sérvizku og lítt fegrandi flúri, en með hin- um sanna listamanni kemur hann fram í þeirri sérstöku tjáningu persónuleikans, sem almennt er nefnd stíll. Emil Thoroddsen, • sem vér kveðjum í dag, var frábærlega og óvenjulega vel gefinn mað- ur. Hann var þúsund þjala smiður í listum. Tónlist hafði hann stundað frá unga aldri, enda var hann af mikilli tón- listarætt kominn. Um langt skeið var hann eini píanóleikari, 1 sem til mála kom við opinbera ! hljómleika. Hélt hann þá ýmist ■ hljómleika einn eða með öðrum, ! /---------- Scrutator: <P TloAAbi aÉnmnm^s Bragð af loftinu. Reykvíkingar, sem bregSa sér út úr bænum hafa oft orð á hve loftitS sé sterkt og menn hitar í andlit er heim er komið, eftir venjulegan eSa óvenjulegan sól- bruna. Kona ein úr Dalasýslu, sem stödd var hér í bænum hafði orS á því er hún kom til Þingvalla, aö nú finndi hún fyrst bragð af loft- inu í Reykjavík virtist henni þaö þragðlaust. Vafasamt er aS viS Reykvíkingar höfum þó gert okk- ur grein fyrir til fulls, hve gifur- legri breytingu hitaveitan hefir valdið, — jafnvel aS sumarlagi þegar tiltölulega lítiS er um kynd- ingu. Nú er loftiS yfir bænum hreint og tært og sólskinið nýtur sín til fulls, — nema þegar rykiS þyrlast hátt upp í himinhvolfiS. í Kaupmannahöfn og öSrum borg- um, sem kolakyndingu hafa er allt öSru máli aS gegna. Geislar sólarinnar komast varla í gegnum kolarykiS, sem liggur í loftinu. Því var þaS aS Niels Finsen naut lítillar sólar, — nema því aSeins aS hann kæmist út fyrir borgina, — en þessa er getiS í nýútkominni ævisögu hans. Danir og íslendingar. Niels Finsen var af dansk-ís- lenzkum ættum, svo sem kunnugt er, komin í karllegg af Hannesi biskupi Finnssyni. FaSir hans varS hinsvegar embættismaSur í Fær- eyjum og kvæntist danskri konu. Niels Finsen stundaSi aSallega nám í Menntaskólanum i Reykja- vík. SkólabræSur hans töldu hann hægan og prúSan pilt, samvizku- saman námsmann og vel gefinn, en nfáliS li’áSi honum nokkuS, enda var rik áherzla lögS á góSa ís- lenzku-kunnáttu af kennaranum Halldóri FriSrikssyni, sem þótti nokkuS harSur í horn aS taka er því var aS skipta. Niels Finsen varS heimsfrægnr vísindamaSur, og í hans hlut féllu NobelsverS- launin mjög snemma. BlóSblönd- un Dana og Islendinga hefir yfir- leitt gefizt ágætlega. Þannig mætti rekja meÖ ættfærslu aS margir afreksmenn Dana hafa átt til Is- lendinga aS telja, þótt forfeöur þeirra hafi ílenzt í Danmörku þar sem þeir nutu fulls borgararéttar. Myndhöggvarinn frægi Bertel Thorvaldsen var sonur Islendings- ins Gottskálks Þorvaldssonar, sem stundaSi tréskeraiSn í Kaup- mannahöfn, kvæntist danskri konu og bjó viS frekar þröngan kost. íslenzka og danska þjóöin eru svo nátengdar aS erfitt mun aö finna íslending, sem ekki er að einhverju leyti danskt blóS í, og fjöldi Dana mun geta rakiS ættir sínar til Is- lands. Jón biskup Helgason ritaSi bók, sem nefnist Islendingar í Danmörku og út var gefin á veg- um dansk-íslenzka félagsins, og er þar gerS grein fyrir fjölda Islend- inga, sem ílentust þar og eiga þar afkomendur, þótt ekki væri þetta rakiS tæmandi á n'okkurn hátt. Þjóðrækni. Einkennileg þjóSrækni er kom- in upp í sumum mönnum, jafnvel þeim, sem stært hafa sig mest af að vera alheimsborgarar og eiga ekkert sérstakt fööurland. 1 barna- skólunum og æSri skólum öllum, er rík áherzla lögS á tungumála- nám, meS því aS þess þurfum viS meS í lífsstarfi okkar. Fjöldi manns er felldur árlega á prófum fyrir aS kunna ekki nægjanlega mikiS í tungumálum, og hefir þetta verið talinn sjálfsagður hlutur. Nú virSist hinsvegar vera talinn stór- háski, ef börn eSa konur geta sagt nokkrar setningar óbrjálaSar á er- lendum tungum. VandrataS gerist þá meðalhófið. Skólaæskan hefir ekki orSiS óþjóSlegri viS aS læra erlendar tungur, og þjóSin mun ekki heldur verða það. Reynslan mun undantekningarlítiS vera sú, aö þeir sem flytjast inn á vegu annarra þjóða, læra mál þeirra og samlagast þeim. Þegar af þeirri ástæðu ætti hættan elcki að vera mikil; en þegar þar viS bætist aS hér er aSeins um stundarfyrir- brigði að ræða, virðist hættan alls engin, — sé ípáliS athugaS æsinga- laust 0g án ástæSulausra hleypi- dóma. Einstaka menn ræSa um aö óviðfelldiS verSi ef ensk nöfn kom- ist inn í íslenzkuna af eðlilegum styrjaldarástæSum. ÞaS kann aS vera, en jafnvel skírnarnöfnin okk- ar eru mörg af enskum uppruna og hafa samlagazt íslenzkunni prýði- lega. Málinu ætti ekki að vera hætta búin af þeim sökum, enda koma börnin ekki úr móðurlífi tal- andi „Englatungu". Því læra börn- in málið aS þaS er fyrir þeim haft. Hitt er svo aftur rétt, aS íslend- ingar eiga aS standa vörS um öll forn verSmæti og varast aS glata eða vanviröa tungu sína eSa þjóö- areinkenni. Flitt bæri vott um mik- inn væskilshátt, ef forystumenn þjóðarinnar óttuSust óholl erlend áhrif af stundardvöl setuliðs í land- inu, — jafnvel þótt nýir heims- borgarar bætist lítiS eitt í hópinn, sem sennilega verður erfitt aS koma i veg fyrir. ÞjóSrækni manna á ekki aS lýsa sér i ótta, heldur i skynsamlegu vali, en þaS kemur fram i því aS viS veljum og hagnýtum okkur þaS bezta í menningu erlendra þjóöa, en verndum á sama hátt allt sem ís- lenzkt er og þjóSlegt og menning- arlegt gildi hefir. en aðstoðaði líka við allflesta hljómleika einsöngvara eða ein- leikara, sem fram komu í Reykjavík. Sem tónskáld vakti hann fyrst verulega athygli 1930, er hann hlaut verðlaun og mjög lofsamleg ummæli fyrir Alþingishátíðarkantötu sína. Átti bezta tónskáld Norður- landa, Carl Nielsen, sæti í dóm- nefndinni. Nokkru síðar samdi hann lög við leikritið „Piltur og stúlka“, er hann bjó fyrir leiksvið upp úr hinni vinsælu skáldsögu afa síns. Má óefað telja það ein- hverja yndislegustu leiksviðs- músík, sem hér á landi hefir verið samin, enda hafa lögin úr „Pilti og stúlku“ komizt á allra varir. Það yrði of langt mál að telja upp allar tónsmíðar Emils heit- ins, enda verður jafnvel í stuttri grein heldur ekki gengið fram- hjá rithöfundarferli hans. Hann þýddi fjöldann aílan af erlend- um leikritum fyrir Leikfélag Reykjavíkur, og báru þau öll einkenni mikillar vandvirkni og hæfileika til að setja fram hnit- miðaðar setningar á látlausu talmáli. Á síðustu árum samdi hann í félagi við aðra nokkra bráðskemmtilega og hnittna gamanleiki' og „revýur“, þar sem kýmnigáfa hans og æfing i meðferð hins talaða máls nutu sín sérstaklega vel. Þótt flest úr tónlistinni við þessa leiki væri fengið að láni, leyndi sér ekki handbragð hans í efnisvali og meðferð. Það var vinum hans og kunn- ingjum því talsvert áhugamál, að hann semdi óperettu, og raunar mun liann hafa gert ým- Vil kaupa V Ö R U B I L, 2—3 tonna, nýlegan, með eða án vélsturta. — Tilgreinið verð, smíða- ár, tegund og hvað mik- ið keyrður. — Tilboð, merkt „Strax“, sendist afgreiðslunni. Tommustokkar teknir upp í dag. Geysir fa.f. Veiðarfæradeild. Radio grrammofonn Marconifónu er til sölu og sýnis í Bankastraiti 3, frá kl. 5—8 í kvöhl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.