Vísir - 19.09.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 19.09.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: kCristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3.«hæð) 34. ár. Vopnahlé Finna og Rússa undir- ritað. Sænska blaðið Dagens Ny- heter segir, að vopnahléssamn- ingar Finna og Rússa hafi verið undirritaðir í Moskva. Engin staðfesting liefir feng- izt á þessari fregn. Innanríkisráðherra Finna gaf þær upplýsingar í gær, að þýzk- ir liðhlaupar, menn sem not- uðu hrottflutning hersins til að sleppa úr honum, liafi verið af- vopnaðir í S.-Finnlandi og settir í fangabúðir. Hann skýrði og frá þvi, að Þjóðverjar hefði brennt þorpið Soumussalmi til grunnæ Skipum Þjóðverja sökkt á Eyjahafi. Bretar hafa sökkt mörgum skipum, sem voru við herflutn- inga á Eyjahafi. Þrjú skip voru stödd við eyj- una Melos, þegar hrezka beiti- skipið Áróru bar þar að, réðst á þau og sökkti þeim öllum. Annars staðar á Eyjahafi liafa flugvélar ráðizt á skip Þjóð- verja og sökkt fimm að auki síðustu dagana. Bretar gefa Ungverjum heilræði. Brezka útvarpið útvarpaði í gærkveldi aðvörun til Ungverja um að hætta hjálp við Þjóð- verja. Ungverjum Aar heitið þvi, að þvi mundi eklci gleymt við samningaborðið,- ef þeir þver- skölluðust við aðvörunum bandamanna og héldu áfram að hjálpa Þjóðverjum. Banldamenn liafa liert loft- sóknina gegn Ungverjalandi um helgina. I gær réðust amerískar flugvélar á Budapest, en Rússar réðust á Debresjen og Satu Mare. Þær horgir eru báðar við járnbrautina frá Budapest aust- ur til Transylvaniu. Reykjavík, þriðjudaginn 19. september 1944. Ritstjórar 1 Blaðamenn Simii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 211. tbi Loftflutta liðið fær mikil her^ gögn. Svíþjóð: Kommúitistar vinna á t í kosningum. Síðastliðinn sunnudag fóru fram kosningar til neðri deildar sænska þingsins. Sosial-demokratar töpuðu talsverðu atkvæðamagni i kosn- ingunum og samtals 19 þingsæt- um, en þingmannafjöldi komm- únista jókst úr þrem upp í fimmtán. Eftir þessar kosn- ingar hafa sosiahstar helming þingsæta í neðri deild, en milc- itm meiri hluta í efri deild. Ýmsar líkur þykja benda til þess, að Svíar muni nú hverfa frá þjóðstjórnarfyrirkomulag- inu, þegar svo er komið, að séð. verður fyrir stríðslokin. Sóknin í Taransylvaníu. Hersveitir Rúmena og Rússa halda áfram sókninni inn í Transylvaníu. Hafa Þjóðverjar og Ungverjar gert gagnárásir á nokkurum stöðum, en þeim hefir jafan verið hrundið. Rússar gerðu mikla loftárás á borgina Satu Mare, scm cr 8 km. frá landamærum Ungverja- lands og 25 frá landamærum Rutheníu. Bretar hafa ef til vill náð brúm á Rínarfljóti. Nazistaforingjum skipað að láta ekki taka sig. HimmSer og Bor- mann fyrirskipa eyðileggingn allra skjala. 3. ameríski herinn kominn inn í Þýzkaland. Jókn Breta norður eftir Hol- landi gengur mjög vel eft- ir að loftflutta liðiS hóf hern- aðaraðgerðir að baki Þjóð- verjum. Her Breta hefir brotizt norð- ur fyrir Eindhoiwen og er barizt umhverfis borgina á þrjár hlið- ar. Framsveitir Breta hafa náð sambandi við þær loftfluttu i sveitir, sem sendar voru niður þarna. Þær hersveitir, sem settar voru niður hjá Nijmegen, virð- ast þó hafa náð enn hetra ár- angri. Hafa þær meðal annars náð þrettán þorpum, fjórum brúm og nokkurum mikilvæg- um vegamótum. Engin nöfn eru nefnd í þessu sambandi, en vist er talið, að þrýr þessar sé á ein- hverjum ál Rínar, sem greinist þanra í margar kvíslar. Liðsauki. Mikill liðsauld var fluttur í gær í svifflugum og herflutn- ingavélum til hersins, sem þarna er. Flugvélalestin, sem flutti þenna liðsauka var samtals um 100 km. löng og þess er getið, að nú hafi verið hægt að flytja þyngri hergögn en áður, því að ekki liafi þurft að leggja eins mikla áherzlu á mannflutninga. 35_40 km. frá Köln. 1. ameriski lierinn heldur á- fnun sókn sinni auslur frá Aachen og er næsta horg á leið- inni Ðúren. Er talið, að fram- sveitir BandaríkjáSnanna sé 35—40 km. frá Köln, sem er næsta stórborgin, þegar komið er framhjá Aachen og Duren. Þjóðverjar veita harða mót- spyrnu, en húri getur aðeins tafið framsókn Bandarikja- manna, ekki stöðvað hana. * Metz nærri umkringd. Þriðji ameriski heririn hefir nærri umkringt Metz, en auk þess liefir fylking úr þessum her farið yfir landamæri Lux- emhurg syðst og inn í Þýzkal. Var farið yfir landamærin hjá borginni Remicli, sem stendi*,' við Mosel. V Vimereux tekin. Kanadamenn liafa tekið horg- ina Vimereux, sem er rétt norð- an við Boulogne, en þar standa sakir þannig, að Kanadamenn hafa hrotizt niður að höfninni og verjast Þjóðverjar aðeins á fáum stöðum. Frá 23. júlí—15. sept. tóku Kanadamenn 53,000 l'anga. Kína: Bandaríkjamenn yfirgefa flugstöð. Bandaríkjamenn hafa orðið að yfirgefa að mestu kínversku borgina Kweilin. ’ Við borg þessa var ein af stöðvum ameríska flughersins í Kína og hafa Japanir sótt að henni úr tveim áttum. Voru flugbrautirnar sprengdar upp með 100 kg. sprengjum og að- eins ein braut eftir fyrir orustu- flugvélar. Japanir sækja að borginni að norðan, meðfram járnbrautinni frá Jangtse, og einmg frá Hong Kong. Þýzk flotadeild á sveimi við Álandseyjar. Fregnir frá mjög áreiðanleg- um heirúildum í Stokkhólmi herma, að þýzk herskip sé á sveimi í grennd við Álandseyj- ar. — Þetta hefir vakið mikinn ugg og lcvíða í Finnlandi og Svíþjóð og býst setulið Finna á eyjun- um við því versta, en ekki mun hafa komið til átaka ennþá. — Dagens Nyheter segir, að í flotadeild þeirri, sem hér um ræðir, sé beitiskipið Admiral Hipper og nokkrir tundurspill- ar. Morgontidningen í Stokk- hólmi segir í morgun, að finnsk- ir kafbálar ogdundurspil'.ar hafi í nótt áökkt Ihpper við Álands- eyjar. í MtJckhólmi er jn'ssi fregn talin mjög ótrúleg Um 9 millj. kr. skattar verða greiddar með dráttarvöxtum. Fyrstu vikuna í september- mánuði, eða dagana 1.—8. þ. m. greiddu Reykvíkingar samtals 11,116 þús. kr. í skatta hjá toll- stjóra, en það var síðasta vik- an áður en krafizt var dráttar- vaxta af ógoldnum sköttum. Áður var búið að greiða 7,007 þús. kr., svo að alls var búið að greiða rúmlega 18 milljónir kr. í skattgreiðslur áður en dráttar- vaxtagreiðslur hófust. Álagðir skattar, fyrir utan útsvör, eru samkvæmt Skatt- skránni liátt á 28. milljón kr. 1 þessu sambandi ber þess þó að gæta, að hér eru ófrádegnar lækkanir, sem gerðar hafa verið eða gerðar verða af skattstof- unni, yfirskattanefnd og ríkis- skattanefnd, sVo að líkur eru til, að álagðar skattgreiðslur fari ekki mikið fram úr 27 millj. kr., er skattayfirvþldin hafa lokið störfum. Hæsta greiðsla, sem einn skattgreiðandi innir af hendi á þessu ári, er skattur Kveldúlfs h/f, að upphæð 1,832,301 kr., og er sá skattur þegar greiddur. Mesta skattgreiðsla, sem nokkuru sinni hefir fram farið á einum degj í skattstofunni, var daginn áður en dráttarvext- ir hófust í fyrra, en þá voru samtals greiddar nokkuð á 6. millj. kr. ¥erkföll kommiiffBÍsta Ólík hlutskipti. Gióði kommúnista. Kommúnistar eiga bróður- partinn í’ einu fyrirtæki hér, sem héitir „Nafta“ og selur benzín. Hlutaféð er 105 þús- und krónur. Einar Olgeirs- son er einn hluthafinn og á y7 hluta félagsins eða 15 þús- und krónur. Hann er einn af valdamestu mönnum komm- únista. Nefnt félag hefir til skamms tíma verið minnsta benzín-sölufélagið á landinu. Nú er bað orðið hið stærsta. Það selur nú allt benzín í Reykjavík. Það gerðist með þeim hætti, að kommúnistar skipuðu nokkrum starfs- mönnum hinna olíufélag- anna að gera verkfall og nú er þessum starfsmönnum greitt kaup frá verkalýðsfé- lögunum til þess að þeir geti haldið verkfallinu áfram, því að á meðan selur Nafta allt benzínið. Gróði þessa félags á verkfallinu er ekkert smá- ræði. Talið er, að sala þess sé ekki minni en 4 0 t o n n á dag. Á hverju tonni hefir það í nettó hagnað ekki minna en 200 krónnr. Hagnaður á hverjum degi er því átta þúsund krón- u r, en á hverjum mánuði, sem verkfallið stendur, er hagnaðurinn 240 þúsund k r ó n u r. Ef verkfallið stendur til áramóta, mundi gróðinn verða u m e i n milljón krónur. — Kommúnistar láta greiða þeim kaup, sem eru í verk- fallinu, svo að það geti hald- ið áfram. Þetta eru menn, sem kunna að halda á spil- unum! Tap verksmiðjufólks. Það er nú á allra vitorði í bænum, að mikil óánægja er ríkjaridi meðal verksmiðju- fólksins, sem nú hefir geng- ið atvinnulaust í hálfan ann- 'an mánuð. Kommúnistarnir, sem hafa forustu í félagi þess, höfðu fullyrt, að ekki þyrfti annað en hóta verk- falli til að ná hærra kaupi. Fólkið trúði þessu og eðli- lega hafði það ekki á móti því að fá hærra kaúp. Stúlk- ur, sem vinna ákvæðisvinnu í verksmiðjunum hafa tals- vert hærri laun á þann hátt en fastakaupið er. Þær höfðu fæstar hugmynd um að þeim var sagt að leggja niður vinnu til þess að fá lægra fastakaup en þær höfðu í á- kvæðisvinnunni. Ólíklegt er, að fólkið hefði nokkurn tíma lagt niður vinnu, ef það hefði ekki trúað fleipri kommún- ista, að kauphækkunin væri viss. Nú tapar fólkið * því meira sem lengur líður. Þótt það fengi kauphækkunina nú, þyrfti það um t v ö á r til þess að vinna upp tapið, sem komið er. Verksmiðju- fólkið hefir nú tapað í vinnu- launum samtals um 15 0 0 þúsundum kr.óna vegna ráðsmennsku komm- únistanna. Vinnulauna-tapið er áætlað um eina milljón króna á mánuði. S v a r fólksins til komm- únistanna ætti að vera það, að fara nú þegar að vinna, hvað sem þeir segja, og láta eigi lengur hafa sig aÓ leiksoppi í þeirra pólitíska valdabrölti. Horfumar alvarlegar, segja Þjóðverjar. Ilimmler og Bormann, sem tók við stöðu Hess í Naz- istaflokknum, hafa fyrirskip- að nazistaleiðtogunum að láta ekki taka sig lifandi. Stokkhólmsfréttaritari Daily Telegraph hefir haft tal af ferðá- manni, sem var í viðskiptaer- indum í Ruhr. Sagði. ferðalnað- urinn, að skipun þessi hafi vcrið gefin eftir að bandamenn kom- ust á þýzka grund. Nazistaf^ringjum er iafn. framt fyrirskipað að eyðileggja öll skjöl, sem sé i fórum þeirra, og toks heri þeim að undirhúa ieynistaifsemi nazista að haki bandamönnum, hver í sínu hér- aði, og eigi leynifélögin að berj- ast gegn baudamönnum með öllum meðölum. Alvarlegar horfur. Fi’éttamaður þýzka útvarps- ins Iiefir verið á ferð um héruð- in neðarlega við Rín og i gær lýsti hann för sinni í útvarp. Sagði hann, að fólk á öllum aldri ynni að þvi að koma upp víggirðingum meðfram vestur- landamærúnum og í andlit allra væri greypt alvara þeirra tima, sem nú stendur yfir. Kvikmyndir Lofts Guðmundssonar hafa tekizt með ágætum. Hann nýtur afbraqds góðra móttakna kjó Kodaka Samkvæmt skeyti, sem Vísi hefir borizt vestan um haf, hafa bæði Reykjavíkurkvikmynd svo og lýðveldishátíðarkvikmynd Lofts Guðmundssonar heppnazt me ðágætum, en eins og kunn- ugt er, fór hann með þær báð- ar til Ameríku til að láta fram- kalla þær þar. Loftur hefir að undanfömú dvalið vestra í boði Kodak- verksmiðjanna, sem eru stærstu ljósmyndatækjaframleiðendur í lieimi. Hefir Loftur ekki aðeins kynnt sér þar alla nýjustu tækni í andlitsmyndagerð, þ. á m. myndatöku í eðlilegum litum, heldur hefir hann og ferðast ura á milli útibúa fyrirtækisins viðsvegar um Ameríku, skoðað þau og kynnt sér vihmihrögo öll. Ein af þessum Kodak-stofn- unum eru vinnustofurnar í Ro- cliester, þar sem 40 þúsund manns starfa og þar sem dag- lega er notað um 2 tonn af hreinu silfri til ljósmyndanotk- unar. Aðrir staðir, sem Kodak hefir boðið Lofti til, eru New York, Washington, Los Angeles og Hollywood. Auk þessa hefir Lofti verið boðið í skemmtiferð til Niagarafossanna. — Lætur hann hið bezta yfir dvöl sinni vestra og segir að móttökurnar hjá Kodák séu alveg með af- brigðum góðar. Til landflótta Dana, afh. Vísi: 1000 kr. frá Ragnhildi og Kristjáni Siggeirssyni. Ahoit á Strandarkirkju, afh. Visi: 10 kr. frá S. G., 5 kr. frá eldri konu, io kr. frá P. S., 55'kr. frá konu. kjötsins kr. fiJkiJ23.il Eftir þann tíma er allt i óvissu um kjötverðið. Atvinnumálaráðherra, Vil- hjálmur Þór, kvaddi sér hljóðs í Alþingi í gær, áður en gengið var til dagskrár í sameinuðu þingi. Skýrði ráðherrann frá bréfa- skiftum, sem fram hafa farið milli ráðuneytisins og ltjötverð- lagsnefndar um verðlagningu dilkakjötsins nýja. Kvaðst ráðherrann hafa skrif- að kjötverðlagsnefnd þ. 15. *þ. m. og bent á nauðsyn þess, að verðleggja kjötið nú þegar. En í svari nefndarinnar telur hún miklum vandkvæðum bundið að ákveða kjötverðið að svo stöddu. Telur nefndin að verðið á kjötinu á innanlandsmarkaði þurfi að vera ca. kr. 11.07 pr. kg., ef bændur eigi að bera það úr býtum, sem sex manna nefndin gerði ráð fyrir. En þá yrði einnig að greiða uppbætur úr ríkissjóði á útflutt kjöt. En ef nú útflutta kjötið yrði ekki verðbætt úr ríkissjóði, heldur færi fram verðjöfnun milli þess og kjötsins, sem selt Frh. á 2. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.