Vísir - 28.04.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 28.04.1945, Blaðsíða 2
VISIR 2 Laugardaginn 28. april 1945J Kodak eyðiz 60,000,000 ltr. aí vatni og 2 tonnnm aí silfri á dag. 40 þús. starfsmenn í 200 stérbyggingum. Loftur Guðmundsson ljósmyndari skýrir frá heimsókn sinni í verksmiðjurnar. Loftur Guðmundsson Ijósmyndari segir í tíftirfarandi þætti lesendum kvikmyndasíðunnar frá heimsókn sinni til Iíodak, stærsta ljósmyndafyrirtækis jarðarinnar. Seinna mun Loftur ef til vill segja frá ýmsu öðru varðandi ljós- mynda- og kvikmyndatækni Ameríkumanna. Ameiíski flugheiiim tekur kvikmyndir. Ameríski flugherinn hefir ráðizt í kvikmyndafram- leiðslu í stórum stíl. Hermálaráðuneytið hcfir sagt, að kvikmyndatökudeiíd flughersins í Gulver City í Kaliforníu framleiði meira af kvikmyndum en nokltuð ann- að kvikmyndafélag í Banda- ríkjunum. I júlí 1942 hóf hin barn- unga kvikmyndadeild starf sitt í gömlum vinnustofum, sem aðrir voru hættir að nota. Yfirhiaður deildarinnar var Owcn E. Crump, og að- stoðarmaður hans var Oren E. Haglund. I fyrstu átti deildin mjög erfitt uppdrátt- ar og voru afköstin ekki mik- il, eins og vænta mátti. Fékk nóg að gera. En þetta stóð þó allt til lióta. Inúan skamms var deildin hýin að koma sér upp fullkomnum kvikmyndatöku- sölum ög búin að afla sér fyrsta flokks kvikmynda- tækja, og koma á fót ýms- um deildum, sem höfðu sitt sérstaka verkefni, s. s. raf- mágnsdeíld, Ijósadeild, deild, sem sá um búninga o. s. frv. Fyrsta myndin, sem ver gerð, hét „Lifið og nemið“. Sú lcvikmynd var i 6 þáttum. Nú fékk deildin fyrst nóg að starfa. Það þurfti að kvik- mynda er i'lugvélar tóku sig á loft, settust, og yfirleitt allf, sem viðkom flugi, cins og það er raunverulega,- Kennslukvikmynd gerð. Deildin gerði kennslukvik- mynd, sem var tekin i eðli- legum litum. Einnig var gerð kvikmynd, sem kenndi flug- nemum að átta sig á dulmál- uðum stöðum, svo og að dul- mála sjálfir. Þá hefir deildin sína sérstölui hljómlistar- deild, sem sér um að setja tónlist í myndirnar. Ein veigamésta kvikmynd, sem deildin hefir gert, er „Memphis Belle,“ og hefir sú kvikmynd verið sýnd hér í Reykjavík. Sýndi hún glögg- lega livaða markmið deildin hefir. (UP.) Tjarnarbíó Gráklæddi maðuriim og Sjéliðar. Tjarnarhíó sýnir um hclg- ina tvær myndir. Á sýning- unni kl. 7 og 9 verður Grá- klæddi maðurinn, áhrifamik- il og spennandi mynd, er ger- ist í Englandi í upphafi 19. aldar. Aðalhlutverk leika James Mason, Margaret Lock twood og Pliyllis CalVert. — Á fyrri sýningum, kl. 3 og 5, verður Sjóliðar (Tþc Navy Way),. er lýsþyá sl^mmtileg- an hátt’ æfíngastöð ameríska flotans við Vötnin miklu, cn það mun vera mesta æfinga- stöð í heimi. Aðalhlutverk leika Robert Löwery, Jean Parker og Bill Henry. Eastman Kodak Company, sem í daglegu tali er kalláð „Kodak“, hefir í Rochester N. Y. yfir 200 stórbyggingar, og starfa þar uiri 40 þús. nianns. Rochesfer-horgin hefir hezta vatnið, sem neytt er í Banda- ríkjunum, en þó ekki líkt því eins gott og við höfum hér á Islandi. Stór á rennur í gegn- um Rochester og cr horgin byggð yfir liana. Kodak hefir sina eigin vatnsveitu og nota verksmiðjurnar um 60 millj- ónir lítra af vatni á dag. — Kodák hefir oft hlaupið undir hagga og hjálpað bprginni um vatn, þegar þess hefir þurft. Lánar silfur til myntsláttu. 2 tonn af sill'ri á dag nota verksmiðjurnar , í . filmur, plötúr, pappír o. 11. 2000 manns vinna við skriftir á aðalskrifstofunni, auk mörg þúsund annara á öðrum skriístofum í verksmiðjun- um. Kodak hefir, þegar svo hef- ir staðið á, lánað ríkinu silf- ur til myntsláttu, en eg sct þetta hér fram til þess að les- andinn géti hetur gert sér hugmynd um livað hann eif að handfjatla, þegar hann er að hlaða eða afhlaða ljós- myndavélina sína. 165 km. af pappír á dag. Til jiess að leséridur géti gert sér dálitla grein fyrir framleiðslu aðeins á pappír, þá skal eg geta þess, að verk- smiðjurnar framleiða papp- írsrúllur ,sem eru 103 cm. hreiðar og til samans yfir 165 kílómetrar á lengd daglega, eða með öðrum orðum: Ko- dak hýr til rúmlega meters breiðan pappírsrenning dag- lega, sem mundi ná alla leið frá Reykjavík og aiistur að Skógarfossi undir Eyjafjöll- um, með því að leggja liann eftir veginum allar þær krókaleiðir, sem þarf að fara. Verksmiðjurnar þurfa svo auðvitað að skera þessar breiðu rúllur niður i allaí mögulegar stærðir, sem cinn og annar Ijósmyndari finnur upp á að hiðja um. Síðan eru svo búnar til öskjur og um- slög utan um hver 12, 24, 50, 100 og 144 stykki, — pakkað inn og límdir á miðar tilsvar- andi pappírsfjölda og tegund- ar. — Dans- og kvikmynda- sýnirigar í matartímanum. Eg vil taka það frarri, að eg hefi ekki leyfi til að segja frá öllu, sem eg liefi séð og heyrt, svo eg verð að stikla á aðeins nokkrum upplýsingúm urn þetta lieimsfræga firma. Eg gat um, að í aðalskrifstof- j unum störfuðu 2000 manns, og er gert allt til þéss að ' þessu starfsfólki líði vel, eins og líka er gert við verk- smiðjufólkið. — T. d. fara þessar 2000 í hádegismat kl. 12 og hafa 1V2 tíma til af- nota. Starfsfólkið fer ekki heiiri, heldur hefri Kodalc á einrii hæðinni (en þetta skrif- stofuhús er mjög stórt, 19 hæðir, með fjölda af lyftum) matsölusali og horða þar þessir 2000 manns. — Eftir horðhaldið má fólkið fara á aðra hæð og dansa, eða þeir sem vilja horfa á kvikmynd, eða livorttveggja. A morgn- ana bíður fólkið eftii; því, að komast irin á xéttrim tíma. Þar þéídrist ekki að mæta of seinf, eins .og hér tíðkast um óf. Eg gerði það oft að gamni mínu að vera fyrir utan þessa stórbyggirigu og ho.rl'a á fólk- ið, þegar jiað koin út kl. 5 á daginn, en þá hætti það, — og það tók ekki nema cai '5 mínútnr að tæma húsið. Var Jiað einna líkást blómaflóði, þegar fólkið streymdi út, því litirnir á kjólunum voru margvíslegir. Bannað að fara með eldspítur. Mér var boðið að sjá allt sem eg óskaði í verksmiðj- unum, tilbúning véla, linsu- gerð, pappír, filmur o. fl. — Ennfremur framleiðir Kodak allskonar mælitæki og silki- vörur fyrir lierinn, og sér- staklega merkilega hluti í flugvélar. Eg má ekki hér hafa þetta of langt, ekki held- ur fyrir alla að skilja það, þótt eg færi að reyna að lýsa ýmsu í verksmiðjunum, enda ekki gott að setjá það í letur svo að vel fari, — en eg vil þó geta eins, sem eg hefi leyfi til, og það er að segja frá einni af verksmiðjunum, sem l'ramleiðir „filmur“. I þessa verksmiðju var konunni minni einnig hoðið. Þegar að aðalbyggingunni kom, sem kölluð er „Kodak-Park“, var híllinn stoppaður af vopnaðri lögreglu, — en umhverfis hvert hús er sterkur lögreglu- vörður, og eins inni í öllum byggingunum. Þarna úrðum við að láta af hendi eldspítur og annað, sem ske kynni að gæti orðið til þess að við ó- viljandi gætum eyðilagt eitt- hvað með. Er þetta auðvitað gert í varúðarskyni, þar sem svo mikið er í húfi. — Þessi eina bygging af verksmiðjun- um er margra hæða liús og í ummáli eins og Austurvöli- ur. Voru okkur fyrst sýndár hyggingarnar, þar sem þær voru þéttastar, og vorum við í langan tíma að keyra í bíl innan um og umhverfis þær. Framh. á 4. síðu. KROSSGÁTfl nr. 17. r-'o i Pó'nxrsæ >: SKYRINGAR: Lárétt: 1. Vökvi. 8. brak, 9. vigtaði. 11. fé. 12. Jagarmál. 13, lofttegund. 15. aur. 16. flón. 17. fugl. 18. mýri. 20. bustuðu. 21. liljóðstafir. 22. verztunarmá). 14. út, 25. líkamshlutarnir. 27. liannyrðirnar. Lóðrétt: 1. Foss. 2. nútíð (fornt). 3. greinir. 4. karldýr. 5. samstafa. 6. fanga- mark. 7. íþróttir. 10. hljóða. 12. vopn. 14. berja. 15. linun, 19. vopn. 22. óðagot. 23. son. 25. tvihljóði. 26. ónefndur. RÁÐNING Á KROSSGÁTU NR. 16. Lárétt: 1. Skartar. 8. fláir. 10. af. 12. ann. 13. F. S. 14. fas. 16. löt 17. framreiða. 18. agg. 19. mun. 20. Na. 21. bak. 23. R. N. 24. mótar. 26. dónaleg. Lóðrétt: 2. Iv. F. 3. ala. 4. Ránargata. 5. tin. 6. ar. 7. Ivaffana. 9. ostanna. 11. farga. 13- föður. 15. sag. 16. lim, 21. bón. 22. kal. 24. mó. 25. R. E. BRIDGE Það cr ekki síður nauðsyn- legt að vera góður í vörri en sókn, og verulega góður spilamaður getur enginn tal- izt, nema sá, sem er nokkurn- veginn jafnvígur á hvoru- tveggja. Það er oft mikill vandi að spila vel i vörninni, og það er ekki óalgengt, að sjá menn, sem hafa orð á sér fyrir að vera góðir spilarar, gera yillur í varnarspilum, sem verða til þess að sagn- hafinn vinnur spil, sem átti að tapast. Þetta stafar máske að einhverju leyti af því, að það er oft meiri vandi að spila vel í vörn og svo hinu, að mönnum þyki ekki . eins gaman,, að vera með hund- ana“ eins og að spila sjálfir á góðu spilin, en þó eru þeir til, sem njóta þess hezt að spila í vörninni, þótt þeir séu færri. Það er einnig einkenni þeirra, sem verðskulda að nefnast góðir spilamenn, að þeir hafa nær því alllaf á- nægju af þeim spilum, sem þeir halda á, þeir sjá alltaf eitthvað skemmtilegt við þau og þá möguleika, sem þau skapa, þótt aðrir, sem helzt ekki vilja líta við öðru en ásum og mannspilum, vor- kenni þeim að halda á þeim. Það eru oft ýmsar leiðir til að „hnekkja“ spili, sem í fljótu hragði virðist „upp- lagt“, og það þarf oft und- arlega lítil spil í vörninni, ef legan er hagstæð, en sá, sem hefir sanna ánægju af að verjast, er oft ótrúlega fund- vís á veilui blettiria lijá and- stæðingunum. I eftirfarandi spili fóru sagnir þannig: Norður er opnarinn og seg- ir 1 lauf. Hann á ö1/^ háslag og góðan tvísegjanlegan lit. Austur segir 2 hjörtu. — Hann á að vísu tæplega nógu marga háslagi til þess að krefja, en hjartaliturinn er mjög góður og talsverðar lík- ur til að liann eigi tyo tígul- slagi. Hann getur ennfremur búist við því, að meðspilari sinn muni eiga litið eða ekk- ert lijarta og eigi því mjög erfitt um svar, ef hann segir aðeins 1 í litnum. Suður segir pass; liann er sjálfkjörinn til að þegja. Vestur 2 grönd. Hann hef- ir 1 háslag og smávegis styrlc þar að auki, en það er meira en nægilegt til þcss að halda sögnirini opinni. Norður segir pass. Hann vonast eftir að Austur og Vesfur endi -í gröndum, og hann vill engu hætta, þar eð miklar líkur eru til að hann geti henkkt sögninni, jafn- vel þótt meðspilari lians eigi lítið eða ekkert. Austur segir 3 hjörtu, hann getur ekki farið hærra fyrst svar Vesturs var ekki beisn- ara en þetta og hann liafði sjálfur sagt hið allra mesta, sem spil lians leyfðu. Vestur segir 4 hjörtu. Hann langar í „game“ og þykir hart að bæta ekki fjórða hjartanu við, ef ske kynni að hægt væri að vinna hálfleik. AÁ632 ¥ 5 ❖ Á 5 4 * K D G 10 7 A 10 9 7 ¥ ÁKDG109 ♦ K D 2 * 9 A KG4 ¥ 8 6 3 2 0 G 9 8 7 <?» 8 2 A D 8 5 ¥ 74 ♦ 10 6 3 A A 6 5 4 3 N V A 1. slagur: Suður spilar út laufáttu, liæsta spilinu í sagn- lit meðspilara síils. Vestur tekur þáriri slag með laiif- ásnum. 2. slagur: Tígulþrist er spilað frá Vestri (hlind), Norður lætur fjarkann, en Austur tekur með kóngnum. 3., 4., 5. og 6. slagur: Aust- úr spilar út ás, kóng, dömu og gosa í trompinu. 7. slagur: Austur lætur spaðatíú. Sriður tekur með kórignum. 8. slagur: Suður sþilar lauftvisti, Austur trompar. 9. slagur: Austur spilar spaðasjöi. Nú kemur alvöru- Framh. á 6. síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.