Vísir - 17.09.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 17.09.1945, Blaðsíða 4
4 V I S I R Mánudaginn 17. september 1945 VlSIB DAG6LAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrífstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Einkennileg stjómar- samvinna. fjamkoniulag stjórnarflokkanna virðist vera furðulega erfitt um þessar mundir. Hörð- ust er þó viðureignin milli kommúnista og Alþýðuflokksins, og svo virðist sem þar kasti þeir einir grjóti, er í glerhúsi búa. Viðureign þeirra er með fádæmnm óvönduð, liæði að orðavali og efni. Ráðherrum flokkanna er kennt um í háðum hlöðunum, að þeir standi á bak við deilúrnar og Jilási að glóðunum. Sýnist ]>á sem samvinnan í innsta hringnum —- ríkisstjórninni sjálfri — hljóti að vera önnur en ó kristilegu kærleiksheimili. Gera verður þójráð fyrir, að stjórnarsamvinmumi verði ekki slitið af þessum sökum, enda verð- ur oft ekki aftur snúið, er komið er út í kviksyndi. Jafnhliða þessu halda kommúnjstar uppi Iátlausum árósum á Sjálfstæðisflokkinn, en ])ó einkum meirihluta hæjarstjórnar Reykja- vikur. 1 Iivéi*]u einasta blaði, sem út er gef- ið' af Þjóðviljanum, er haldið uppi látlaus- um áróðri gegn ráðamönnum bæjarins og þörfum fyrirtækjum, sem til hefur verið stofnað innan bæjarfélagsins, hvað þá ef fyr- irtækin kynnu nú að vera misjafnlega þörf. Kommúnistar munu vafalaust halda því fram, að samvinnan við Sjálfstæðisflokkinn nái að- •eins til ríkisstjórnarinnar, en baráttunni sé haldið áfram um hæjarmálefnin, og fer það að vonum, með því að bæjarstjórnarkosning- ar standa nú fyrir dyrum. Hinsvegar virðast talsmenn Sjálfstæðisflokksins hlífast mjög við, er kommúnistar eiga í ldut, og undrar það margan góðan flokksmann. Deilur stjórnarflokkanna hafa verið /íáðar með því ofurkappi og missögnum sitt á hvað, að ráðherrar, sem slaðið hafa utan við deil- nrnar, liafa séð sig knúða til að gefa út opin- berar yfírlýsingar varðandi málflutninginn, til ])ess að leiða almenning í allan sannleika, bæði varðandi menn og málefni, með því að deiluaðilar vilja leggja yfirlýsingarnar út á þann eina veg, sem þcim hentar, cnda yfir- lýsingarnar ekki tæmandi. Atvikin hafa hagað því svo, að aðallega hefur verið deilt á ]>á menn, sem falin hafa verið trúnaðarstörf fyrir ríkið og fjalla um viðkvæmustu utanríkismál. Er þetta mjog óheppilegt og ógeðslegt athæfi að almanna- dómi, enda beinlínis íagað tií að skaða þjóð- arheildina og hagsmuni hennar á erlendum vettvangi. I sjálfu sér harmar enginn, að flokkar heyi harðar deilur, en öll eru tak- mörk sett, — einkum er ábyrgir stjórnar- flokkar ciga í hlut. En á mcðan stuðningsflokkar rikisstjórn- arinnar heyja þessi hjaðningavig, cr verðlag stórlega hækkað á innlendum afurðum, jiannig að útlit er fyrir að vísitalan hljóti að Jiækka mjög vcrulega, og nálgist þrjú hundr- uð stig, cða geti jafnvel farið þar nokkuð yfir. Er þá svo komið, að vcrði ekki gripið til róttækra ráðstafana, hlýtur af því að leiða stöðvun í ýmsum atvinnugreinum. Ekki er imnt að halda helztu neyzluvörum almenn- ings til lengdar utan við grundvöll vísiföl- unnar, þótt það hafi verið gert um stund, en vafasamt virðist að stjórnarflokkarnir gcli borið gæfu til að leysa þessi mál vegna jnnbyrðis sundurlyndis. 20 ára starfsafmæli Lofts liósmyndara. Loftur Guðmundsson Ijós- myndari á 20 ára sfarfsaf- mæli um þessar muridir pg hefir hann nú opnað ljós^ myndastofu sína að nýju, en hún hefir um alllangt skeið verið lokuð vegna breytinga. „Eg byrjaði að ljósmynda 1925“, sagði Loftur við tíð- indamann Visir í morgun. „Þegar eg byrjaði fyrst hafði eg aðeins cina ljósperu; seinna bætti eg tvéimur við og hafði strax ])á svo mikið að gera, að eg varð að. Iiafa sjö manns í vinnu. Aðrir ljósmyndarar hér í bænum höfðu um þær mundir 2—3 manns í vinnu. Fólk tók cflir myndum sem eg slillti út og veitti því um leið athygli að svi])ir fólksins á myndunum voru frjálsmannlegir og hlæjandi — og fólkið strevmdi lil mín.“ „HVar hafið þér lært?“ „Eg naut nokkurrar til- sagnar hjá kgl. Ijósmyndar- anum Elfelt i Kaupmanna- Iiöfn og hjá Kodak. Síðan afl- aði eg mér véla og áluflda, auðvitað upp á „krit“, og fékk svo lánaða stófuna uppi á lofti á Nýja híó, þar sem eg hefi ávallt dvalið síðan. Hafa þeir Guðmundur Jens- son og_ Bjarni Jónsson bíó- eigendur orðið að þola mig i návist sinni síðan, enda þótt þeir hafi sannarlega haft not þeirra herhergja, sem eg hefi fengið, og nú hafa þeir lofað mér húsrými i nýju bygg- ingunni. En það eru margir aðrir góðir menn, scm hafa reynzt niér vel, og það er því ekki að furða þó eg sé oft í goðu skapi.“ „Þér hafið lika siglt siðan til að kyriria yður I jósmynda- tækni ?“ „Já, árið 1937 var eg hoð- inn til Kehlet’s, viðurkends barnaljósmyndara i Kaup- mannaliöfn og í fyrra dreif eg mig til Bandaríkjaiina á vegum Easlman-Kodak’s, en það ljósmyndafirma sýndi mér alll miili hiinins og jarð- ar, er lýtur að Ijósmynda- tækni, bæði í Rochester, New York, Washington, Los Ang-. eles og Hollytwood. Eg lærði þar margt nýstárlegt en mér skilst á fólki, að það ætlist til ýmislegs af mér, sem eg treysti mér ekki til, eins og 1. ci. að þegar eg tek mynd af ófríðum kvenmanni ætlast hún máske til að komi út bráðmyndariegur karhnaður. Nei, svo gáfað er mitt gráa höfuð ekki. Og spyrjið mig svo * ekki meira, því að nú þarf eg að „plata“ einn ná- unga niðri á ljósmvndastof- unni.“ Tekjj uskattiir lækkar í Á§tralíu. Samkvæmt því er segir í fréttum frá Ástralíu, hefir tekjuskattur þar í landi þeg- ar verið lækkaður nokkuð frá er áður var. Fjárhagsúæthmin fyrir næsta fjárhagstiniabil gerir ráð fyrir að tekjuskatturinn lækki um átlundahluta frá því er áður var eða um 12Vá af hundraSj. Framh. af 3. síðu. Hemon, þýtt hefir Karl ís- feld ritstjóri, íslendingasög- ur (Egils saga) búin til prent- unar af Guðna Jónssyni mag. art. og ennfremur Homers- kviðurnar í þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar, en þær hefir búið undir prentun Kristinn Ármannsson yfir- kennari og dr. Jón Gíslason. Tjtog So i.iotjsji.i IIOSSUUJ31S Þessari útgáfu munu fvlgja bæði kort og myndir. — Þá áframhald af sögu íslandinga og Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar, en nokk- urt hlé hefir orðið á þeirri útgáfu vegna þess að ekki þótli ráðlegt að flytja hand- iitin lieim frá Ameríku styrjaldarárin. Síðast en ekki sízt er svo ákveðið að gcfa út ritsafn Jóns , heitins Sigurðssonav forseta. Verður ])etta vönduð lieildarútgáfa af öllurn rit- smíðum hans, þar með talin bréf, allar ræður hans og rit- gerðir með rauðsynlegum skýririgum. Hefir útgáfu- stjórnin farið fram á að veitt- ur verði sérstakur styrkur til þesrarar úgáfu á næstu fjár- lögum. Vilhjálmur Þ. Gísla- son hefir gert áætlun um hversu ritsafn þetta murii verða stórt. Gerir hann ráð fyrir að það verði alls tólf bindi, 30 arka, í stóru broti. Útgáfan lióf starfsemi sína árið 1940 með samvinnu Þjóðvinafélagsins og Menn- ingarsjóðs. Fyrstu fjögur áriri var fé- lagsgjaldið 10 krónur. Nú er það 20 króriúr. Á ])cssu tímabili hefir lit- gáfan gefið út 27 bækur, sem félagsmenn hafa fengið fyrir félagsgjaldið. IJefir það á sama tímá numið alls 60 kr. á fléaga. — UpiTIag bókanna hefir verið frá. rúmu hálfu þrettánda þúsundi upp i j.rettán. — Féíagsbækurnar frá 1940 og 1941 eru nú all- flestar uppseldar. Umboðsmenn úlgáfunnar um allt land eru nú 173. Ann- ast þeir um dreifingu bók- anna og liafa reynzt mjög vel vfirleitt og skilvísir í bezta lagi. Hefir það verið útgáf- unni til ómetanlegs sluðnings í alla staði að eiga á að skipa svo mörgum samvizkusöm- um umbjóðendum um allt land. Olíubruni í Texas. Stórbruni varð ií olíu- geymslusuæði borgarinnar Houstons í Texas í gær. ■ Bruninn byrjaði með þeim hætti, að eldurinn komst i geymi með hráölíu. Tólcst ekki að slökkva eldinn strax og barst hann þá yfir í ben- zíngeymi, sem sprakk og þeýttist benzínið langar Ieið- ir. Kviknaði við það í mörg- um húsuin í grennd við géymslustöðina og var ekki búið að kæfa eldinn fyrr en eftir 18 klst. Tjón nenmr tæplega milljón dollurum. — 'Uutfdettur Wtnalda — Flestum þykir gaman áð lesa frásagnir um fjarlægar slcðir, hafa ánægju af ævin- týrum, sem gerast eða eru látin gerast langt frá héimkynnum lesfandans. í ])ví sambandi þarf ekki annað en minna á Þúsund og eina nótt, sem hefir þótt hið skemintilegasta lestrarefni hér á landi. Um helgina las eg bók, sem mér þótti ákaflega gaman að. I>að var fvrsta bindið af „Listamannaþingi" Helgafellsútgáfunn- ar, „Nóá Nóa“ eftir Paul Gauguin, sem Tómas skáld Guðmundsson hefir islenzk- að. Framan við ritverk þessa heimsfræga listmálara er löng ritgerð um liann, sam- in af Tómasi, en bókln er prýdd mörgum ljósmyndum af málverkum Gauguin og eru sumar þeirra litprentaðar. Ferill Gauguin hefir löngum þótt um- tálsverður og ævintýralegur og' örlög hans og endalok stórfengleg og ömurleg. Hann var fæddur í París 1848, sleit barns- skónum í Suður-Ameríku, var sjö ára, þegar móðir lians fluttist aftur með hann lil Frakklands, seytján ára, er liann réðst sem skipsljórnarlærlingur á kaupfar, sem sigldi milli Evrópu og Braziliu og síðan undirstýrimaður á hérskipi, er lagði Ieið sína um norðurhöf. Tuttugu og eins árs slendur hann uppi einn sins liðs, en kemst þá í þjónustu kaupsýslumanns og verður það lil þess, að næstu tólf árin stundar hann verðbréfasölu og kaupliallarviðskipti og gerisl ötull á því sviði, græðir allmikið fé, kvænist ágætri konu danskri og getur við henni fimm börn. í tómstundum sin- um æfir hann lmefaleik og skilmingar, leikur á gítar og l'leiri hljóðfaeri, Ieggur stund á tréskurð og málverk, er tiður gest- ur á lisiasöfnum og málverkasýningum og safnar myndum „kíessumálara“, séni síðar urðu frægir og vclmetnir. Þegar Gauguin er 35 ára verða uihskipti í lífi lians. Þá ákveður hann að helga sig lisíinni einni. Kona bans reynir að fylgja honuin á þeirri örðugu braut, en efni þeirra gariga til þurrðaá-, allar vonir bregð- ■>st hebna í Frakklandi, hún gengsl. fvrir því, að þau flytja til Kaupmanuahafnar og þar revnir hún að hafa ofan af fyrir [þein! með kennslu, en fullur sárra von- brigða snýr Gauguin aftur til Parisar og séi' ekki konu og börn sín nema einu sinui eftir það. Iiann málar og málar og býr við hin aumustu lvjör, með vcikan son sinn, er iiann liafði hjá sér. Gauguin fer til Panama og eyjerinrnr Martinique, en vérður að hrökklast þaðan aftur eftir skannna dvöl og halcia barátt- unni áfram heima í Frnkklandi, unz hann ákveður að fara til Tahití og dvelja þar meðal „villimannanna“ og upp í þá för lagði liarin vorið 1891 og kom þangað eftir sextíu og þriggja daga siglingu. Þar dvaldi liann í tvö ár að því sinrii og Nóa Nóa er endurminningar frá þeirri dvöl lians i þessu fagra og yndislega landi. En þrátt fyrir unaðslega og lærdómsrika daga á eyjunni, verður bann fyrir ýmsum von- brigðum og lieldur aftur heim til Frakk- lans. Þar hlýtur hann það liapp að erfa þrettán þúsund franka. En svo verður liann fvrir því að beinbrotna og beið ])ess aldrei bætur. Hann ákveður að hverfa aft- ur til „villimannanna“ og 1895 leggur liann upp í liina lörigu ferð yfir hafið og kom aldrei lil Frakklands aftur, enda and- aðist liann átía árum síðar, vorið 1903, og var enginn jrfir lionum, er liann dó. Franskir trúboðar hirtu líkið og báru það til grafar. Þetta eru í örfáum og ófullkomnum dráttum lielztu æviatriði þessa heimsfræga listamanns, en þræðinuiii i NóaNóadettur mér ekki í hug að réyna að lýsa í þessum rúmlilla dálki minum, enda mundi það gcfa mjög lélega hugmynd um verkið. Frásögnin er víða litauðug og heillandi, ákaflega fróðlegt að kynnast lýsingum Gauguin á lífi eygjaskeggja og trúarbrögð- um og persónuleika lians sjálfs, eins og liann birtist í þessári stuttu bók. Hér er sagt frá lífi og náttúru, sem er gjörólíkt þvi, er við ])ekkjum af eigin revnd, svo að •það víkkar sjónadeildarliringinn og setur liugmyndafiugið á hreyfingu. Maður fpr ósjálfrátt að gera samanburð á staðhált- um og störfum og áhugamálum fólks á eyjunum tveimur, Tahití í Kyrrahafinu og íslandi i Atlantshafi og hrosir þá stundum í kampinn og kemur jafnvel i hug þessi fræga setning: „.... vera þar, ó, hvílíkt mun þar . . . .“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.