Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V I S I R
Þriðjudaginn 1. október 1946
VIS
DAGBLAB
Útgefandir
BLAÐAUTGÁFAN VlSlR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðslar Hverfisgötu 12.
Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
______Félagsprentsmiðjan h.f._____
Askorun Breta.
IItanríkisráðuneytið gaf út bá fréttatilkynn-
" ingu í gær, að þvi hefði borist tilkynning
frá brezku ríkisstjórninni, þar sem áherzla
er lögð á, að illa muni það mælast fyrir í
Bretlandi, ef ríkisstjórn og Alþingi samþykki
ckki það samningsuppkast við Bandaríkin,
sé'm' nú liggur fyrir, og hindri þannig að
ástæðulausu mjög nauðsynlegt samband við
setulið Bandaríkjanna í Þýzkalandi.
Hér er um mjög athyglisverða og ef til vill
óvenjulega yfirlýsingu að ræða af háli'u
brezkrá stjórnarvalda, sem vert er að athuga
nokkru nánar. Ganga verður út frá því, scm
gef'nu, að yfirlýsingin hefði ckki verið birt,
nema því aðeins að fyrir liggi sarnþykki Breta
til slíkra aðgerða. Slíkt samþykki hlýtur aftur
að opinbera hve ríka áherzlu brezka stjómin
Ieggur á það, að samningur þessi takist, og
vcra um leið einskonar leiðbeining til íslenzku
þjóðarinnar í heild um afgreiðslu málsins. Þá
cr örðalag yfirlýsingarinnar svo bert, að eng-
um marini getur dulizt, að brezka ríkisstjórnin
telur ekki að íslenzka þjóðin stofni sjálfstæði
sínu eða frelsi á nokkurn hátt í voða með
þessari samningsgerð, þar sem svo er að orði
komizt, að hindrað verðí að ástæðulausu sam-
band heimaþjóðarinnar við bandaríska her-
jnn í Þýzkalandi.
Kommúnistar hafa látið í það skýna, að
iiíanríkismálaráðherra hafi ekki kynnt sér á
iiokkurrT hátt skoðanir Breta eða annarra
þ.jóða á samningsuppkasti því, sem fyrir Al-
þingi liggur"Einhverjír kunna að hafa lagt
írúnað á þetta, og hvað sem þessu líður, ætti
cngum að dyljast hugur brezku stjórnarinn-
Sir lil þessa máls, þar sem fyrir liggja óvenju
]ung tilmæli af hennar hálfu um að samn-
ingurinn verði gerður, og þannig afstýrt á-
stæðulausum óþægindum í alheims vandamál-
um. Skilningur brezku stjórnarinnar á ákvæð-
prn samningsins ætti jafnframt að vcra ís-
lenzku ])jóðinni trygging fyrir, að frelsi og
sjálfstæði þjóðarinnar cr á engan hátt stcfnt
í voða, nema síður sé.^Ef til vill má orða það
svo, að samningurinn. skapi okkur rneirá ör-
yggi, en við nytum, cí' samningurinn væri
ckki gerður. Er það vafalausl á ói'riðartímum
©g þarf ekki skýringar við, en einnig á frið-
artímum, sem mótast af nokkrum óróa, ér
náin samvinna við cngil-saxnesku ])jóðirnar,
austan hafs og vestan, íslenzku þjóðinni lífs-
skilyrði. Fullyrðingar kommúnista, sem ganga
í öfuga ált, hafa ekkert raunhæft gilrii og að
svo nriklu leyti, sem þær leiða til æsing.a og
áróðurs, eru þær þjóðinni beinlínis háskasam-
íegar og bera vitni um meiri ómenningu, cn
raunverulega þróast mcð ])jóðinni. Kommún-
isíar haí'a að undanförnu pantað mótmæla-
samþykktir frá ýmsum samtökum launastétt-
unna, gegn samningsuppkastinu um Kcflavík-
urflugvöllinn. Þótt slíkar samþykktir hafi ver-
ið birtar gleiðletraðar, standa tillölulega fáir
itnenn að þeim, enda cr allur þorri manna and-
Stæður slíkum áróðri í viðkvæmustu utanrík-
ismálum. Kommúnistar og hjálparkokkar
þeirra, sem sumir hverjir hafa kastað grím-
unni í þetta skipta, munu engan sóma hafa
af málinu, cn fullann wsóma, en jafnframt mun
heillarík framtíð þjóðarinnar verða tryggð án
þeirra atbeina.
50 ára sfarfsafmælL
í dag á einn mætasti iðnað-
armaður þessa bæjar fimin-
tíu ára starfsafmæli. Er það
Ágúst Eiríksson skósmiður.
Fyrir nákvæmlega 50 áram
eða 1. október 189(5 réðst
Agúst sem nemandi til hins
þjóðkunna skósnriðs, Lárus-
ar G. Lúðvígssonar og hefir
hann unnið á vinnuslofu L.
G. L. alla tíð síðan og mun
það vcra fágætl að iðnaðar-
inaður byr.ji nám sit.t og
vinni hjá sama fyrirtækinu í
liálfa öld.
Agúst er fæddur 30. ágúsl
1878 'að Sólheimum í Ilruna-
mannahreppi i Árnessýslu.
Fluitisl til Reykjavíkur er
hann hóf nám sitt sem fyrr
er sagt hjá L. G. L. 1896 og
hefir verið búsettur og starf-
að hér í bæ í 50 ár.
Skósmíðavinnustofa Lár-
usar G. Lúðyigssonar hefir
jafnan verið ein stærsta og
þekktasta skósmíðavinnu-
stofa landsins. Aðtir fyrr, áð-
ur en vélarnar komu lil sög-
unnar, munu hafa unnið að
jafnaðí á vinnustofu L. G. L.
1()—12 menn, enda var það
svo,v.að það þótti venjulega
bezt borgið þeim skósmið, er
komst inn á vinnustofu L. G.
L. Þá var vinnu háltað á þann
veg, að á veturna var jafnan
unnið mikið að nýsnriði og
þá aðallega fyrir sjómenn-
ina, sjóstigvél. Var það erfitt
verk og ekki nema fyrir harð-
duglega menn að vinna að
smíði sjóstigvéla.
Ágúsl Eiriksson yar einn
afkastamesli skósniiður í
nýsmíði ög ióv mikið frægð-
arorð af vinnu hans meðal
skósmiða. Þrátt fyrir þennan
langa starfstínia og þótt
Agúst sé nú konrinn á full-
orðinsár, hann varð 68 ára í
ágúsl síðastliðnum, þá eru
starfskraitárnir þeir sömu og
þeir voru.
Er eg minnist Agústs Ei-
ríkssbnar og lians langa
starfstíma ])á verður mér á
að minnast þeirra tveggja
manna. er lengst unnu með
honum á vinnustofu L. G. L.,
en ])að eru þeir Magnús Þor-
steinsson skósmiður, er var
búinn að vinna á vinnustofu
L. G. L. i yfir 40 ár er hann
hætti að vinna við skcsmíði,
og Agústs heitins .Tónssonar,
er aridaðist síðastliðinn vet-
ur, en hann var þá búinn að
vinna hjá Lárusi G. Lúðvigs-
syrii í 43 ár. Þessir þrir felag-
ar, cr búnir voru að sitja
saman hlið við hlið milli
40 og 50 ár »g unnu hús-
bændum sínum af þeirri trú-
mennsku og skyldura'kni,
sem þeir cinir gera, sem
hafa alizt upp við það að
vinna sjálfum scr öðrum til
heilla. Þeir voru orðnir svo
samrímdir og óaðskiljanleg-
íf við þetta fyrirtæki, sem
þeir voru'búnir að vinna hjá
í um hálfa'öld að það er al-
veg óliaHt að fullyrða það,
að þeirra eigin hagur var
hagur vinnuslofunnar. Á 25
ára starfsafmæli þeirra var
þcim afhent gullúr að gjöf
fyrir mikið og gott starf hjá
L. G. L. og munu það vera
einu skósmiðirnir á landinu
svo eg viti til að beri slíka
heiðursgjöf frá húsbændum
sínum fyrir starfið.
Ágúst Eríksson er kvænt-
ur Sigriði Bjarnadóttur; er
hún ættuð frá Miðengi í
Grímsnesi og eiga þau frið-
samt og fallegt heimili að
Bergsstaðastræti 31. Frænd-
mörg eru þau hjónin, enda er
oft mannmargl á heimili
þeirra og gott er að sækja
þau heiin. Þar situr íslenzk
gestrisni  ávallt i fyrirrúmi.
Eg, sem þessar línur rita,
minnist þeirra hjóna jafnan
með hlýhug frá ])ví eg var
drengur og bjó i nágrenni
víð þau. Eg minnist þess, að
alltaf var jafn gott að lita inn
lil þeirra — gamansemin hjá*
húsbóndanum og lrinar alúð-
legu móttökur hjá húsfreyj-
unni.
Ágúst Eiríksson heí'ir
aldrei gengið heill lil skógar,
því þegar hann var ungur,
þá fatlaðist hann á fæti og
hefir hann borið þess benjar
alla tíð,. en þrátt fyrir það
hefir karlmennskan verið sú
sama, vinnuþrekið, vinnu-
gleðin og glaðværðin hefir
jafnan setið í fyrirrúmi.
Það er langur starí'slími,
Framh. á 8. síðu.
Merkilegt afmælL
Landssíminn varð fertugur á sunnudaginn,
hóf starfsemi sína þann 29. september árið
1906. Það er orðinn talsvert hár aldur, þegar
um slíka nútimastofnun er að ræða hér á landi
og verður vart annað sagt með sanngirni, en
að síminn hafi fylgzt með tímanum, þróuninni
úti um heim. Má meira að segja halda því
fram, að hann sé á undan samtíðinni í öðruht
löndum á sumum sviðum, þó að menn geri
sér þess ef til vill ekki grein í fljótu  bragði.
Langur spotti.
geta fengið þriflcga og
lctta vcrksmiðjuvinnu nú
þegar. -- Uppl. í kvöld kl.
5—7. — A.v.á.
i
Hjón, sem gætu tckið að
sér bústjórn á búi í Borg-
arfirði óskast nú þegar.
Uppl. í kvöld og annað
kvöld kl. 7—9 á Víðimcl
63 1. hæð.
Símalínurnar, sem liggja umhverfis landiö.
fram til sjávar og upp til fjalla, eru til dæmis
orðnar all-verulegur spotti. Þær munu vera
hvorki meira né minna en 16.500 kílómetrar
eða tveir fimmtu hlutar ummáls jarðarinnar
við miðjarðarlínu. Þetta er í rauninni ekki
svo lítil vegalengd, þegar þess er gætt, að vega-
lengdir hér á landi eru ekki svo ýkja langar,
þótt þær sé seinfarnar og vaxi monnum því í
augum. En síminn styttir þær, eins og margt
annað.
Fyrir 40 árum.
Ætli það hefði ekki þótt talsverð og jafnvel
brosleg bjartsýni fyrir fjörutíu árum, ef ein-
hver hefði haldið því fram, þegar síminn var
fyrst telcinn í notkun, að hann yrði svona al-
mennur og „víðförli", eftir aðeins fjögurra ára-
tuga starf? Það er hætt við því, enda vart við
því að búast, að menn beirra tíma byggjust við
stórkostlegum stökkum í framförunum. Állt var
svo hægfara í þann tima, deyfð og drungi enn
yfir  mönnum,  þótt þjóðin  væri  að  vakna.
AHt er íertugum fært.
, Eitt nýjasta orðtækði í málinu segir, að allt
sé fertugum fært. Það virðist vel mega heim-
færa upp á Landssíma íslands fertugan, því
að hann hefir eflzt svo á þesSHm liðnu ára-
ugum, að honum virðist flest fært. Hann get-
ur gefið mönnum kost á að tala svo að segja
hvert um heim sem er, og þeir eru fáir, ís-
lendingarnir, sem um höfin sigla, sem geta
ekki „hringt upp" til vina og vandamanan
eða  fe.ngið  upphringingu  frá  þeim.
Annað afmælL
Þeir, sem lesið hafa vestfirzku blöðin síð-
ustu dagana, munu hafa séð í þeim frásögn
af öðru merku fertugsafmæli^ I septembermán-
uði 1906 var nefnilega samþykkt að stofna hér-
aðsskólá að Núpi við Dýrafjörð. Skólinn tók
til starfa í janúarmánuði árið eftir, og er hann
elzti héraðsskóli landsins. Það má víst líklega
segja um hann einnig, að hann -sé einn þekkt-
asíi héraðsskóli Iandsins og að líkindum sá,
sera mest orð  hefir af farið sem menntasetri.
Starfsmaður í 24 ár.
Við nafn skólans verður alltaf tengt nafn
eins stofnandans, síra Sigtryggs Guðlaugsson-
ar, sóknarprests að Núpi, sem gegndi, auk prest-
skaparins, skólastjórastörfum í nærri aldar-
fjórðung eða fram til Í930. Voru þarna nem-
endur hans margir, ef ekkl flestir, þeirra Vest-
firðinga, sem síðar hafa orðið forvígismenn
landsfjórðungsins á ýmsum sviðum.
Fagur skrúðgarðör. ,
Sr. Sigtryggur hefir annars getið sé(r orð fyr-
ir fleira en skólastjórnina á Núpi, því að þar
hefir hann gróðursett og ræktað skrúðgarð, sem
er einhver fegursti garður hér á landi og vafa-
laust sá fegursti, þar sem útlærður og mennt-
aður garðyrkjumaður hefir ekki verið að verki.
Þann stað munu vafalaust margir heimsækja
á næstu árum, þegar Vestfirðir verða komnir
í fullkomið vegasamband við aðra Iandshluta
og skemmtiferðafólkið getur ferðazt bar eins
greiðlega og til annarra fagurra  héraða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8