Vísir - 17.11.1949, Síða 4

Vísir - 17.11.1949, Síða 4
4 V I S I R Fimmtudaginu 17. nóvember 1949 insiE DAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐAUTGAFAN VlSIR H/E, Ritítjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur), Lausasala 50 aurar, Félagsprentsmiðjan h.f. Réttui neytendanna. Samkvæmt tilkynningu, sem út var gefin í gær af í'or- setaritara, hefur forseti falið formanni Framsóknar- flokksins, Hermainni Jónassyni, að gera tilraun til stjórn- armyndunar, er styddist við meiri hluta á Alþingi. Hefur hann tekið þetta að sér, en innan fárra daga er gert ráð fyrir svari um hvort tilraunin hafi tekist. Ýmsir mögu- leikar virðiast vera fyrir hendi, en talið er, að Hermann muni kjósa frekast þann kostinn, að efna til samvinnu við kommúnista, eða tryggja sér hlutleysi þeirra. Yrði það að teljast varhugavert, aðallega af tvennum sökum. Annarsvegar yrði aðstaða í'íkisstjórnarinnar mjög veik innan þingsins, þar ,scm tæpast væri unnt að telja, að hún slyddist þar við meiri liluta, en hinsvegar er vitað, að kommúnistar munu cnga stjórn styðja og ei heldur veita lilutleysi sitt, nema því aðcins, að vikið verði í verulegum atriðum frá þeirri stefnu, sem ríkjandi hefur verið að und- anförnu í utanríkismálum, en segja má, að af því gæti stafað heinn háski. Eftir að kosningaúrslitin urðu kunn, mátti um margt deila varðandi árangurinn, en um eitt var ekki deilt: Utan- ríkismálastefna ríkisstjórnarinnar naut stuðnings algjörs meiri hluta þjóðarinnar, sem kaus vestræna samvinnu og taldi, að þær ráðstafanir, sem gerðar höfðu verið á kjör- tímabilinu í þessum efnum, hefðu verið sjálfsagðar eða réttmætar.'' Færi svo ólíklega, að formaður Framsóknar- flokksins teldi eðlilegt, að hann veitti ‘’stjórn foryslu, sem væri gersamlega liáð afskiftum eða afskiftaleysi kommún- ista, þá bryti hann með því í bága við yfirlýstan vilja þjóð- arinnar, sem engum hefur dottið í hug að deila um til þessa. Færi það ennfremur svo, að orðið yrði við kröfum kommÚRÍsta í meðferð utanríkismála, myndu hinir sigruðu reynast sigurvegarar, með því að hera vilja algjörs meiri- hluta þjóðarinnar fyrir borð. Á slíku yrði engri ríkisstjórn stætt til lcngdar. Framsóknarflokkurinn lýsti yfir því í kosningabarátt- unni, að hann vildi, að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að hyggja atvinnurekstri í landinu starfsgrundvöll. Ræddi flokkurinn gengislækkun sérstaklega í því sambandi, sem hann virtist telja sjálfsagða. Kommúnistar börðust gegn slíkum kenningum Framsóknar og kváðust mundu berjast gegn þeim með öllum ráðum, jafnvel þótt tclja mætti víst, að Alþýðuflokkurinn væri ekki hreinn í andstöðu sinni gegn gcngislækkun og hefði jafnvel samið um það fyrirfram, að styða Framsókn til óhappa- verkanna. — Verður því að telja ósennilegt, að svo gerólík sjónarmið fái samræmst í stjórnarsamvinnu eða í skjóli einhverskonar lilutleysis. Ráðstafanir til viðreisnar atvinnuvegunum verða því vafalaust ekki gerðar af þess- um flokkum sameiginlega, en hitt er ekki ólíklegt, að þeir gætu sameinast í beinum skemmdastörfum, svo sem aukn- um skattaálögum og heinum árásum á hagsmuni neytend- anna, sem flest hafa þolað möglunarlítið til þessa, Sú stjórn, sem nú tekur við störfum ætti öðru frekar að gæta hagsmuna hins fjölmenna neytendahóps í landinu, með því að leitast við að lækka skatta og tolla sem og af- urðaverð eða verð á neýzluvarningi yfirleitt. Gróðabralli og gullæði styrjaldaráranna eru talanörk sett, og víst er að þeir, sem grætt hafa verða að sætta sig við þá staðreynd, að gróðamöguleikar þeirra þrjóta um leið og greiðslu geta- an þverr hjá almenningi. Unnið hcfur verið kappsamlega að því, að eyða kaupmættinum og greiðslugetunni allt til þessa, en svo geiur farið, að slík stefna leiði fyrr enn varir til beinnar kreþpu í athafnalífinu öllu. Skattaáþjá'nin hefur vafalaust gengið nú þegar of Iangt, en hún hefur örfað kaupkröfugerðir öðru frekar og sundrað þeim grundvelli, heilbrigður atvinnurekstur gat byggt starfrækslu sína á. Þjóðin í heild og þá þingskörungarnir fyrst og fremst, ættu nú að leggja meginkapp á að bjarga þeim vérðmætum, sem safnast hafa, en koma þá jafnfrámt í veg fyrir, að niðuri’ifsstefnur fái þrifist eða dafnað í skjóli borgaralegs veikleika, sem einkennir alla aðstöðuna innan þingsins Jiessar vikurnar. Frú Ingibjörg Magnúsdóttír MINNINGARQRÐ Frú Ingibjörg Magnús- dóttir, kona Sigurðar Hall- dórssonar trésmiðameistara, andaðist liér í bænum 8. þ. m. og er jarðsett í dag. Hún var merkiskona, fædd í Keflavik 2. mai 1880, dóttir Magnúsar Engilbertssonar og Önnu Gísladóttur. Faðir liennar, duglegur sjómaður og smið- ur, var Rangæingur, en móðir liennar vestan úr Dölum. Frú Ingibjörg ólst upp í Keflavík, en giftist fyrra manni sínum, Eyvindi Ey- vindssyni, 1905, en hann drukknaði eftir stutta sam- búð þeirra, i mannskaðanum mikla 1906. Þau Ingibjörg og Sigurður Halldórsson gift- ust 17. júni 1916 og bjuggu siðan allan sinn búskap í Þingholtsstræti 7 hér í bæn- um. Heimili þeirra er mörgum kunnugt. Þar hefir verið mið- stöð og fundarstaður fyrir margvisleg störf. Sigurður Halldórsson hefir komið víða við í bæjarlífinu hér, en eink- um látið mjög til sín taka fé- lagsmál iðnaðarmanna og Fríkirkjusafnaðarins og ver- ið þar í fararbroddi. Einnig kom liann mjög við stjórn- mál um eitt skeið. Á seinustu árum hefir hann starfað mikið í Reykvíkingafélag- inu. Ilann liefir haft mikla Uinsýslu og mörgu að sinna. Kona hans studdi hann ræki- lega; lnin var skörungur og vel gefin og stýrði heimih þeirra af prýði. Hún var góð hannyrðakona, félagsrækin kirkjurækin og heimilisræk- in. Hún var fyrst og fremst góð húsmóðir, þó að hún ætti einnig nokkurum störf- um að gegna út í frá, einkum í Kvenfélagi Fríkirkjusafn- aðarins. Margt ungra manna var oft á heimili þeirra Sig- urðar, lærhngar og aðrir, og í mörgu var að snúast og glatt á lijalla, en röð og regla í öllu. Einn pilt, Inga, ólu þaU hjón upp. Síðasta árið lá frú Ingi- björg að mestu rúmföst, og oft þjáð, í sjúkrahúsi. Með henni er til moldar gengin góð kona og skyldurækin í sínum verkahring. V. Þ. G. Fréttamaður frá Visi átti viðtal við Sidney Ransom að Hótel Borg í gær og spurði hann um eitt og ann- að af starfi lians og livernig honum líkaði dvölin hér. Ramsom er raffræðingur áð mennt, en snéri sór snemma að guðspekinni og hefir að mestu helgað henni lif sitt. Hann hefir i tugi ára ferðast um heim- inn og flutt fyrirlestra um guðspekileg efni. Ransom sagði að sér hefði verið mik- il ánægja í þvi að koma tií íslands enda taldi liann sig hafa verið mjög heppinn bæði mcð veður og val vina hér á landi. Ilann sagði þó að íslendingar kæmu sér þannig fyrir sjónir, að stult fyrirlestraferð væri ekki nægilegur tími til þess að kynnast þeim til hlitar. — ^Vegna þess hve stutt Ran- som stendur við liefir hann ekki átt þess kost að ferðast neitt að ráði um landið, en hann hefir komið til Þing- valla og varð hann mjög hrifinn af náttúrufegurð staðarins og sagði að koman þangað hefði verið sér „and- leg upplyfting". Hér er um þessar munaír á ferðinni brezkur guðspek- ingur, Sidney Ranson að nafni, sem kunnur er viða um heim, en hann hefir ha.ld ið fyrirlestra um guðxpeki- leg efni í hér um bil öllum löndum heims og meðal annars oft á Norðurlöiulum nema Islandi, cn þella er fyrsta ferð hans hingað. Brezki guspekingurinn kemur hingað á vegum Guð- spekifélags íslands og hefir þegar haldið hér 6 fyrir- lestra og hafa sumir þeirra verið vel sóttir. Hann er nú á förum héðan, en mun halda sjöunda og siðasta fyr irlestur sinn í guðspekifé- lagshúsinu i kvöld. London (UP). —"Nokkr- ar eyjar i Brezka heimsveld- inu hegða sér afar e 'nkemii- lega, segir David Rees-Willi- ams, .aðstoðarráðherra ný- lendumáúa. J Hann liefir skýrt svo fró, að smáeyjarnar Fou og I Avocaire i St. Brandonklas- anum á Indlandshafi, svo og | Falcon í Tóngaklasanum á Kyrrahafi sé ýmist að sökkva í sæ eða koma úr kafi á ný. Falcon hefir sokkið og komið upp áftur þrisvar undanfarið, en er nú í kafi. Avocaire hefir leikið þetta einu sinni, hvort tveggja og Fou hefir ekki sézt síðan á s. 1. ári. ♦ BERGMAL ♦ Um eitt-letyið í fyrradag tóku þeir, sem voru að fara í strætisvögnum frá Lækjar- torgi, eftir því, að undarleg- ir umferðarhnútar mynduð- ust við hornið á Lækjargötu, þrátt fyrir nýju ljós-merkin. Varð af þessu nokkurra mín- útna óvænt töf, enda var umferðinni að nokkuru beint um aðrar götur. * En þessir ,,hnútar“ voru ekki hinum ágætu ljósmerkjum að kenna, eins og brátt vitnaðist, Þeir stöfuðu af því, aö ofurlítil og látlaus athöfn fór fram í sambandi við það, að eystri ak- braut Lækjargötu hinnar nýju var tekin í notkun. Þarna hefir þá, eftir alveg óvenju snarleg liandtök og vinnubrögð, sem allir hlutaðeigandi mega vera hreyknir af, myndazt lang- glæsilegasta gata þessa bæjar, eina gatan, sem ef til vill væri unnt að nefna „breiðgötu“. að minnsta kosti í miðbænum Hvað sem annars líöur þ'eim ráöstöfunum að skerða Mennta- skólalóðina, senr ekki þýðir að fárast út af nú, þá er gatan bænum til hins mesta sóma. * Þessi nýia gata, þvf eng- inn þekkir gömlu Lækjar- götuna í hinu nýja gerfi, táknar ekki einungis nýjan og glæsilegan drátt í ásjónu höfuðstaðarins, og jafnframl verulega bót á umferðarmál- um miðbæjarins, heldur er hún einnig táknræn íyrir þau nýtízku og snarlegu vinnu- brögð, sem nú er óðum verið að taka upp hér í bæ. •fi Þegar þess er gætt, aö ekki var hafizt lianda um breyting- una á götunni f}rrr en síðast i júlí í sumar, má heita alveg undravert, hversu til hel'ir tek- izt um framkvæmdir allar. Bygging Lækjargötunnar má skoða sem „klassiskt“ dæmi um það, hver munurinn er á hin- um stórvirku vinnuvélum, sem þarna hafa verið að verki, sem oft vöktu furðu og aðdáun veg- farenda, rneðan á verkinu stóð. farenda, meöan á verkinu stóð og hefðbundnum seinagangi gamla timans. Einkum varð fölki starsýnt á malbikunarvélina frægu, sem lagði malbikið eftir þvi, sém vörubifreiöir óku bikinu til- búnu að henni, og höfðu þeir varla undan. Hins vegar er ekki rétt, að þakka þessa miklu samgöngubót, er varð á svo skömmum tíma vélunum einum sainan, heldur einnig líka öllum þeim, er þarna lögðu hönd á plóginn. Þarna voru menn að verki, sem unnu og uiinu írá- bærlega vel.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.