Vísir - 31.10.1951, Blaðsíða 2

Vísir - 31.10.1951, Blaðsíða 2
2 V 1 S I R Miðvikudaginn 31. október 1951 Hitt og þetta Ilja Ehrenburg hinn kunni rússneski höfundur er fullur af hatri til Vesturlanda og geng- ur mjög fram í því að láta þetta innræti sitt í ljós. Hann fylltist bræði við einn af starfsbræðr- um sínum, sem kom úr „sæl- únni“ til Vesturlanda og flutti með sér þessa sögu: Mikil bókmenntahreinsun var nýlega framkvæmd í Rúss- landi og að henni lokinni gerðu höfundar í Ukraine með sér samkomulag um þessar starfs- reglur: 1. Þú skalt ekki hugsa. 2. Ef þú hugsar, skaltu ekki tala. 3. Ef þú talar, skaltu ekki skrifa það sem þú hefir sagt. 4. Ef þú skrifar, skallt þú ekki gera það opinbert. . 5. Gerirðu það opinbert, skalltu ekki gera það undir þínu nafni. 6. Ef svo skyldi fara að eitt- hvað kæmi út undir þínu nafni, skaltu þegar lýsa því yfir að það sé fölsun og lýgi. TryggingamaSur kernur að máli við náunga, sem hann von- ast til að vilji kaupa líftrygg- ingu: , Já, eg veit að .þér sögð- uð í gær, að þér hefðuð engan hug á að kaupa líftryggingu. En eg vonaðist til þess að þér værttð vitrari í dag, þar sem þér eruð þó dálitiö eldri.“ Rithöfundur, sem var að reyna að brjótast áfram kom til útgefanda, til að spyrjast fyrir um handrit, sem hann hafði sent þangað. „Þetta er svo sem vel rituð bók,“ sagði útgefandi, „en við gefum aðeins út bækur þekktra manna. Nöfn þeirra verða að vera öllum kunn.“ „Það var fyrirtak," sagði höf- undur, í háa lofti af fögnuði. „Nafn mitt er öllum kunnugt. Eg heiti Jón Jónsson.“ €im Aimi Var.... ■ Um þetta leyti fyrir 30 árum mátti m. a. lesa eftirfarandi í Bæjarfréttum Vísis: Stórviðri með aftaka snjókomu gerði á Seyðisfirði aðfaranótt 19. f. m. Rafljósaþræðir slitnuðu um all- an bæ og jafnvel tvöfaldir ljósa- stólpar kubbuðust og slokkn- uðu öll rafmagnsljós í bænum. Segir svo í bréfi frá Seyðisfirði 24. f. m., að aðgerð muni ekki lokið fyrr en undir mánaðamót. Innanhúss-símar eru víðar hér i bænum en í húsi Éimskipafélags- íslands, ■ sem minnzt var í grein J. G. í Vísi í gær, t. d. 'hjá Nathan og Olsen og víðar. E.s. Þórólfur kom hingað héííu 0g höldnú’ laust eftir kl. 5 síðdegis í gær. Miðvikudagur, 31. október, — 304. dagur ársins. Sjávarföll. Árdegisflóð var kl. 5.30. — Siðdegisflóð er kl. 17.55. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 16.50—7.30. Næturvarzla. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörð- ur er i Reykjavíkur Apótekið, sími 1760. Ungbarnavemd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðjud. kl. 3.15—4 og fimmtud. kl. x.30—2.30. Flugið: Loftleiðir1 dág veröur flogiö til Akureyr.ar, Hólma- vikur,. Isafjarðar og Vest- mannáeýjá. Á.morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vest- mannaeyja.' Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Gautaborg í fyrradag til Reykjavikur. Dettifoss fór frá ísafirði i gærkvöld til Flateyr- ar, Bildudals og Patreksfjaröar. Goðafoss, Gullfoss, Tröllafoss og Bravo eru i Reykjavík. Lag arfoss fór frá Reykjavík í nótt til New York. Reykjafoss er í Hamborg. Selíoss fór frá Húsa- vík 26. þ. m. til Delfzyl í Hol- landi. Rikisskip : Hekla var vænt- anleg til Reykjavikur í nótt að vestan úr hringferð. Esja fór frá Akureyri í gær á austurleið. Herðúbreið fór frá Reykjavik í gærdag til Breiðafjarðar. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á morgun til Skagafjarðar- og Eyjafj. Þyrill er á leið til Hol- lands. Árntann fer frá Reykja- vílc siðd. í dag til Vestmanna- eyja. Skip SÍS : Hvassafell losar kol á Akureyri. Arnarfell fór frá Malaga 26. þ. m. áleiðis til Reykjavikur. Jökulfell fór frá Cardenas á Cubu 29. þ. m. á- leiðis til New York. Eftirtaldar gjafir hafa borist til kaupa á geisla- KtO'&Ágáta m. Í466 ' |g* s ! J % m 1 IZ ,5 * t* IS Lárétt: 2 setgagn, 5 fugl, 6 öskra, 8 átt (útl.), 10 öldungar, 12 jaka, 14 flani, 15 tjóns, 17 ósamstæðir samhljóðar, 18 borg í írak. Lóðrétt: 1 eftirsóttur málm- ur, 2 í eldhúsi, 3 halla, 4 jarð- efnið, 7 keyra, 9 olíufélag, 11 andi, 13 dönsk eyja, 16 átt. Lausn á krossgátu nr. 1465: Lárétt: 2 Judas, 5 Eger, 6 stó, 8 ýt, 10' apal, 12 tak, 14 soð, 15 alir, 17 au, 18 raniur. Lóðrótt: 1 Semítar, 2 Jes, 3 íírtaiJ'SvoÍdur, ý óþsfj tala, 11 AOA, 13 Kim, 16 RU. lækningatækjunum: I. K. kr. 1000, Ásgeir Stefánsson, Hafn- arfirði, 1000, B. J., Hafnarfirði, 100, starfsfólk Slysavarnafélags íslands 835. — Beztu þakkir. — F. h. Krabbameinsfélags ís- lands, Gí.sli Sigurbjörnsson, gjaldkeri. Gjafir til Krabbameinsfélags Reykja- víkur afhent frú Sigr. J. Magn- ússon, til kaupa á ljóslækninga- tækjum ; Rut Pétursdóttir kr. 100, M. J. 100, S. A. til minn- ingar um Margréti og' Stefaniu Arnórsdætur 500, J. S. Þ. 500, Sigriður Bjarnadóttir, til rriinn- ingar um Sigríði Guðmunds- dóttur 200, G. Einarsson til minningar unt Sigríði Guð- mundsdóttur 100, Sigurður Sigurðsson 100, Jón Bjarnason 4000. — Innilegar þakkir flytj- urn vér öllttm gefendum. Krabbameinsfél. Reykjavíkur, stjórnin. útvarpið í kvöld: 20.30 Útvarpssagan: „Epla tréð“ eftir Jolm Galsworthy; V. (Þórarinn Guðnason lækn- ir). 21.00 Tónleikar (plöttir). 21.35 Vettvangur kvenria: Frú Sigríður J. Magnússon o. fl. ræðast við um skattamál hjóna. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Frarn á elleftu stund“, saga eftir Agöthu Christie; II. (Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur). 22.30 Svavar Gests kynnir djassmúsik. Kvenfélag Fríkirkjttsafnaðarins í Rvk. heldttr hazar þriðjudaginn 6. nóv. n. k. — Félagskonur og aðrir velunnarar félagsins eru vinsamlega beðnir að kotna gjöfum sínttm til undirritaðra: Ingibjargar Steingrímsdóttur, Vesturgötu 46 A;. Bryndísar Þórarinsdóttur, Melhaga 3; Elínar Þorkelsdóttur, Freyju- götu 46 og Kristjönu Árna- dóttur, Lattgavegi 37. Veðrið. Veðurhorfur. Faxaflpi: Suð- austan kaldi og síðanr stinn- •ingskaldi í dag og dálítil rign- ing síðdegis, en suðvestan kaldi eða stinningskaldi og skúrir i kvöld og' nótt. í blaðinu í gær var birt klausa í dálkinum „Einú sinni var ....“ og var undirskriftin Jónas Gíslason. Könnuðust ýrnsir gamlir lesend- ur Vísis við nafn þetta í gær og hringdu til ritstjórnarinnar vegna þess. Það var Þórður Sveinsson, bankaritari, setn rit- aði undir nafni þessu, og vöktu greinar lians og klattsur jafnan verðskuldaða athygli. n Niðursetningurmn" frumsýndur í Nýja Bíó á laugardag. Y > 1 Agœtlega gerð kvikmjnd Lofts (riidiuundssoiiar Ifósmyndara. Næstkomandi laugardag frumsýnir Loftur Gu8- mundsson Ijósmyndari kvik- myndina „Niðursetninginn“, og mega bæjarbúar búast við góðri skemmtun. Loftur bauð í gær frétta- mönnum blaða og útvarps að sjá þessa kvikmynd, sem bann hefir haft í smíðum undanfarið. Bersýnilegt er,. að Loftur jhefir lagt milda vinnu og natni i að gera þessa kvik- mynd sem bezt úr garði, og verður ekki annað sagt, en að honutti hafi vel tekizt. Á þessu stigi málsins þykir ekki rétt að birta gagnrýni á ttiyndinni, lieldur láta frum- úýninguna fara fram fyrst. jEn ef almenningur verður jafn-ánægður með myndina ;og fréttamenn virtust vera í gær, má liann vel við una. Aðalhlutverkið, niðursetn- inginn, fer Brynjólfur Jó- hannesson með, aðrir aðal- leikendur eru: Bi’yndis Pét- ursdóttir, Jón Aðils, Valur Gíslason, Jón Leós, Anna Guðmundsdóttir og Rúrik Haraldsson. Loftur hefir sjálfur telcið myndina, en tæknilegur ráðunautur hans um talið í myndinni hefir Valdemar Jónsson, sýningarstjóri, ver- ið, og unnið gott starf. Kvikmyndin er að verulegu leyti tekin uppi í Kjós, en ó- hætt er að segja, að Loftur hefir liér unnið sigur á sviði íslenzkrar kvikmyndagerðar. Frumsýningin verður á laugardag, eins og-fyrr grein- ir, í Nýja Bíó, en auk Niður- setningsins, sýnir Loftur stutta gamanmynd með þeim Alfred Andréssyni og Har- aldi Á. ^3 CjiíclaóLd Ícmuín : er mdde^iálajji meci lieimaíöluÉum lölum S 5 KRDNUR - ÞJONUSTUGJALD INNIFALIÐ GILDASKÁLINM H.F. AÐALSTRÆTI 9 - SÍMI BDB7U SiJBi isfÞhkðs Seljum vér með niðursettu verði: Eitt par á kr. 20,00. 2 pör á 37,50. 6 pör á 100,00. Góðir litir. , \Jeita L.j. Lauyavegi ‘40. m Reykvikingar j M U m Tökum aftur á móti fötum í kemiska hreinsun og - ■ pressun. : ■ ■ ■m m Efnalaugin BJÖRG Sólvallagötu 74, áður Barmahlíð 4. ; ínniregar þakkir fyrir auSsýnda samúð og kluttekningu við fráfall og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, Maríusar A. Ruiiólíssoiiai’ vélstjóra Marta Maríusdóttir, Guðrún Maríusdóttir, Guðmundur Maríusson, tengdabörn og baimabörn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.