Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Miðvikudaginn. 14. maí 1952
V 1 S I R
Sheila  Ííaye-Smith
KAT RIM
þurfti konan hans ekki léngur að nauða á honum að taka þetta
skref.
En börnin ásökuðu hann. Hann hafði búizt við, að þau myndu
gera slíkt hið sama og hann sjálfur, og það kom ónotalega við
hann, er hann sannfærðist um hversu rótgróin þau voru í
þeim jarðvegi, sem hann hafði slitið sjálfan sig upp úr. En hann
var maður rólyndur og góðvildin sjálf og er hann hafði reynt
— af fremur veikum mætti — að beita hörðu nokkrum sinn-
um — lét hann kyrrt liggja og lofaði þeim að fara sínar götur.
Þegar allt kom til alls, hugsaði hann, þá er ekki langt þangað
til þau verða lögráða, og þá væri ekki hægt að gera hann ábyrg-
an fyrir gerðum þeirra. En það hafði verið þungt áfall fyrir
hann, þegar Símon, einkasonur hans og erfingi Alardeignanna,
fór með leynd úr landi, til þess að nema guðfræði í Rómaborg,
en með því að gerast kaþélskur prestur, fyrirgerði hann rétti
sínum til þess að erfa enskar jarðeignir, ef hann kæmi aftur
— og með því tefldi hann lífi sínu í hættu.
í samanburði við þetta mátti segja, að Katrín hefði enga
erfiðleika bakað honum. Enginn gat litið þrákelkni stúlku, sem
var að komast á örvæntingaraldurinn jafnalvarlegum augum
og mótspyrnu karlmanns eða jafnvel giftrar konu. Honum var
nokkur styrkur í þessu að hinum voldugu ættingjum sínum,
er tekið höfðu trú mómælenda, og hann vissi, að meðan hann
hafði nokkurn veginn taumhald á telpu sinni, þurfti hann ekki
mikið að óttast. Hann hafið í rauninni mestar áhyggjur af því,
að hún var ógefin — og þar næst af því, hve mjög henni varð
tíðrætt um trúmál.
Hún var að hlýða á Robert Douce á þessu augnabliki um
leið og hún neytti súpunnar allgíruglega, því að ekki skorti
lystina eftir útiveruna, en hann var nú tekinn að segja þá sögu,
sem hann aldrei þreyttist á að endurtaka, er harðneskju pápista
bar á góma,— hvernig hann flýði frá París daginn eftir blóð—
baðið, með hvítt bindi um handlegginn, berandi körfu, sem í
var ungbarn, Marta litla, hulin kálblöðum.....Katrín var oft
búin að heyra þessa sögu, en hún var reiðubúin sem jafnan
til langra viðræðna, sem upp af þessu spruttu, um sögu- og
trúarleg mál. Bæði voru þau börn síns tíma og þau mundu
masa klukkustundum saman. En Alard dauðleiddist að heyra
þvælt um trúarbrögð og trúarleg efni, sem voru á allra vörum.
Og hann varð sárfeginn, er mikill og vaxandi gnýr barst allt í
einu til þeirra út úr eldhúsinu.
„Guð verndi okkur," hrópaði Elisabet Alard. „Eiginmaður
minn — við hljótum að hafa háværasta þjónalið í öllu land-
inu."
„Eg ætla að fara og sjá hvað um er að vera," sagði Kit
Oxenbrigge.
„Já, það er bezt að reka þá aftur fram í eldhúsið. Eg hefi
margoft fyrirskipað, að aðeins hinir einkennisklæddu þjónar
megi koma inn í forsalinn."
Oxenbrigge f ór og kom brátt aftur glottandi.
„Fólkið vill, að þér komið, herra, — það segir, að í eldhúsinu
sé staddur endurskírnarmaður, og vilji spá fyrir okkur."
„Endurskírnarmaður," endurtók Elisabet í fyrirlitningartón.
„Slíkt atferli væri brot á lögum," sagði maður hennar. „Mig
furðar á,að hann skuli dirfast að koma í hús yfirvalds. Leiðið
hann inn hingað og eg dæmi hann í gapastokk."
„Já, gerðu það," sagði Katrín.
„En eg hefi aldrei heyrt getið um endurskírnarmenn, sem
lögðu það fyrir sig að segja fyrir örlög manna," sagði Robert
Douce, og mælti hægt að vanda með erlendum hreim.
Oxenbrigge fór. og kom brátt aftur og var þá í fylgd með
honum þreytulegur og útslitinn manngarmur, klæddur sem
efnalítill smákaupmaður, fötum úr heimaunnu éfiii'. í annari
hendi hélt hann á þvældum hatti, í hinni á sykurtoppslöguð-
um hatti úr stinnu pergamenti, svör.tu á lit og voru á hann
límdar silfurstjörnur. Að baki honum var þjónaliðið, menn og
konur, með augun uppglent af forvitni.
„Hér hafa mistök orðið," sagði Oxenbrigge, „maðurinn er
ekki  endurskírnarmaður,  heldur  stjörnuspámaður."
„Eg get lagt eið út á það," sagði maðurinn, „að eg er eins
sannur mótmælandi og nokkur ykkar hér. Eg kom aðeins til
þess að finna Bess Hallaker, sem er vinnustúlka hér, og leggja
blessun mína yfir, að hún hefir heitið eiginorði John Fuller,
sem er þjónn hinna heiðruðu húsráðenda hér, en eg er móður-
bróðir stúlkunnar, en faðir hennar látinn, og móðir hennar
— afsakið —¦ langt gengin — á von á því áttunda. Eg er kerta-
steypari og hefi búið í Hastings, en nú eru allar búðir lokaðar,
og öllum klukkum hringt til þess að boða sigur þann, sem unn-
izt hefir, og því datt mér í hug, að labba upp í sveit og heim-
sækja systurdóttur mína, með heimspekingshattinn minn og
spá fyrir henni. Árum saman hefi eg spáð fyrir fólki — eftir
stjörnum og skjaldarmerkjum — aldrei gert illt og ekki hafði
eg illt í huga með hingaðkomu minni."
„Svo má vel vera, en það er brot á lögum, og get látið þig
mæta fyrir dómþinginu, þar sem úrskurður er felldur yfir
sakamönnum," sagði Alard.
„Guð minn góður, guð minn góður," kveinaði maðurinn og
féll á kné.
Oxenbrigge og Elisabet Alard hlógu hátt, en Katrín kenndi
í brjósti um hann, er hún sannfærðist um, að hann var ekki í
flokki þeirra, sem gerðu gys að mönnum fyrir þá trú, sem var
þeim helg.
„Vertu ekki hra?ddur," sagði hún, „þér verður ekki mein gert.
Settu upp heimspekingshattinn og spáðu fyrir okkur. Og eftir
á skaltu fá mjöð til að svala þorstanum."
„Herra trúr," sagði faðir hennar. „Þú fyrirskipar, að lögin
skuli brotin í húsi mínu. Þú tekur þér húsbóndavald —"
„Þetta er leikur einn, faðir minn. Gamli maðurinn er kom-
inn til þess að skemmta heimamönnum, og nú höfum við gert
hann dauðskelkaðan."
„Þetta er alveg satt, lávarður minn. Og eg hefi skemmt mönn-
um bæði á heimilum alþýðunnar og aðalsins með þessu. Eg
spáði fyrir Wildigos óðalsbónda í Iridge og sagði honum, að
hann ætti von á erfingja, og — viti menn, hann kom eftir tvo
mánuði."
„Og hversu gild var konan hans orðin, þegar þessu Aiar spáð?"
sagði Katrín hlæjandi. „En mundu nú, að haga orðum þínum
gætilega. Því að þótt eg hafi tekið málstað þinn, skaltu minn-
ast þess, að faðir minn getur látið setja þig í gapastokkinn."
„Vissulega, lafði góð, vissulega. Hér um slóðir vita állir, að
eg er heiðarlegur maður, og að eg spái heiðarlega. Þegar eg
spái fyrir aðalinn nota eg skjaldarmerkin sem leiðarvísi minn,
en þegar eg spái fyrir alþýðuna, stjörnurnar. Þegar hefi eg
spáð systurdóttur minni því, að þegar hún leggst á sæng í
annað sinn, eignast hún tvíbura."
Við þessi orð rak Bess Hallaker, sem stóð út við dyr, upp
píkuskræk mikinn.
„ViB vitum öll, að bann er lagt við því að spá," sagði Eíisa-
bet, „og við vitum líka af hverju. Það er vegna þess, að ein-
hver heimskingi spáði eitt sinn drottningunni bráðum dauða."
„Við skulum ekki fjölyrða svo mikið um, að þetta sé bann-
að, — eg gugna þá kannske á að leyfa þetta undir mínu hús-
þaki," sagði eiginmaður hennar.
Sannleikurinn var sá, að í hjarta sínu kenndi hann nokkurs
beygs við spár spákarlsins — en í aðra röndina hreifst hann
með, er hann varð var eftirvæntingarinnar hjá öðrum, sem nær-
staddir" voru. Oft hafði hann langað til þess að láta spá fyrir
sér, en sennilega var það beygurinn við spána frekar en af-
leiðingar lögbrotsins, sem. gerði það að verkum, að ekketr hafði
orðið úr þessu.
„Jæja, jæja, þetta er græskulaust gaman," sagði hann og
andvarpaði dálítið.

Pu
rænar
ir
„beneian  stein  skaltu
bera  í  18  ár."
segja, að hann bæri hann. Var
hann hafður til að binda' við
ólrha hesta. Við þá áreynslu
bilaði síra Ólafur í öðru lærinu.
— Nóttina eftir dreyiíiir hann,
að ókunnug kona kemur til
hans, grípur hart á meiðslinu,
svo að hann mátti varla óæþandi
þola, og segir með kuldaþjósti:
„Þennan stein skaltu bera í 18
ár". — Svo hvarf hún, en hann
vaknaði með óþolandi verk.
Hann varð aldrei jafng'óður í
þau 18 ár, sem hann lifðí síð-
an." (Þjs. S. S.).
„Göða nótt, ísland."
Veturinn 1857 lágu tvö skip
á Reykjavíkurhöfn. Hét annað
þeirra  Sæljónið  og var póst-
skip.  Stielhof hét skipstjórinn
á því.  Sæljónið átti að sigla
þaðan vestur um landið. Hitt
skipið gerði út reiðari sem Bjer-
ing hét. Sama kvöldið seni Sæ-
Ijónið átti að sigla frá Reykja-
vík var Stielhof í boði hjá Hall-
dóri   Kristjáni   Friðrikssyni
lærðaskólakennara  ásamt  frú
sinni. Á meðan þau voru.þar
inni datt myndaspjald Ofan af
vegg niður þar sem Stielhof sat,
án þess nokkuð kaémi sjáahiega
við það, og söng við hátt með
skerandi hljóði í glerinu. Skip-
stjóra  brá  hastarlegá við og
taldi þetta slæman fyrirboða.
Um kvöldið várð veður ískyggi-
legt.  Skipstjóramir  höfcSu'nú.
áður komið sér saman um að
verða samferða út þetta kvöld
og yildi  sá  á  skipi  Bjérings
halda áfram með það. En Stiel-
hof bað hann bíða.þess að batn-
aði útlit, að minnsta kosti til
morguns. Hinn lofáði því, en
efndi það eigi og lét úr höfn
síðar um kvöldið. Þegar Stiel-
hof  vissi  það  reiddist  hann
brigðmælum hins, en þótti eigi
hæfa að póstskipið, Sæljónið,
lægi inni, þegar hitt lét í haf.
Kvaddi hann þá í landi og'lét
setja sig út í póstskipið, en sagði
með áherzlu um leið og hann
fóf:
„Góða nótt, ísland!"
Síðan hvarf Sæljónið á eftir
hinu.
£ ^. SuftsPtífk&
TARIAN —
i^  -"•
IB2
Enn var dansinn stiginn kringum
eldinn. — Verðirnir áttu sér einskis
ills von.
Með snöggu heljartaki greip Tarzan
um háls beggja svo að þeir gátu engu
hljóði upp komið og dró þá aftur    fram  f
fyrir varðhúsið.                      nefnda
Meðan Murivo og Musa geystust    verðina
aði Tarzan hinuHi síðar-
pna dyrnar. „Við bindum
skiljum þá eftir inni."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8