Vísir - 20.05.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 20.05.1952, Blaðsíða 1
42. árg. Þriðjudaginn 20. maí 1952 112. tbl. Wluýjsiajsið ek Eygatjaiíagöisli: Flokkar björgunarsveítar komnar í bæinn. /> Osennilegt, að nokknr flngmann- anna §é enn á líli þótt þeir keiðn lifað árelistnrinis. Eins og skýrt var frá í Vísi í gœr, komst leitarflokkur undir stjórn Árna Stefánssonar að flaki bandarísku björgunarflug- vélarinnar í gær, en síðar var tilkynnt, að eitt lík hefði fundizt hjá flakinu. Orðrómur gekk um að þrjú lík hefðu verið grafin upp, en hann reyndist ekki á rökum reistur. Allan daginn í gær og fram á nótt unnu leitarmenn að því að grafa í kringum flakið og tókst þeim að ganga úr skugga um, að enginn maður var í stjórnklefa vélarinnar. Allmik- ið blóð var þar, og því greini- legt, að einhver af áhöfninni hafði slasazt. Þegar leið á daginn báðu íeit- armenn, er fyrstir komu að flakinu, um aðstoð, og var varp- að niður til þeirra skóflum og öðrum áhöldum og annar flokk- ur manna var sendur þeim til aðstoðar. Alls voru um skeið 13 menn á slysstaðnum, en önnur lík, en þetta eina, fund- ust ekki. Um kl. 4 í nótt var veður orð ið mjög slæmt uppi á jöklinum og héldu þá leitarmenn niður og komu flestir til bæjarins snemma í morgun. Munu Banda ríkjamenn nú taka við og mun 5 manna rannsóknarnefnd væntanlega fara að flakinu, þegar veður leyfir, en hún á að gera athuganir sínar og reyna að komast að orsök slyssins. Tveir íslendingar, Arnór Hjálmarsson og Jóhann Vil- hjálmsson, urðu eftir austur frá sem tengiliður milli Bandaríkja manna og flugumferðarstjórn- arinnar, ef um frekari aðgerðir verður að ræða í dag eða síðar. Ekki er líklegt að íslendingar sendi fleiri flokka á jökulinn, nema þá einn til tvo leiðsögu- menn til aðstoðar Bandaríkja- mönnum, sem nú hafa tekið jnálin í sínar hendur. Það þykir mjög ósennilegt að nokkur áhafnarinnar sé enn á lífi, því að í gær var gott skyggni með köflum og gátu flugvélar flogið lágt yfir jökul- inn. Sást enginn maður þar uppistandandi. Jökullinn er víða varhugaverður og má vera að sá eða þeir, sem lifandi voru eftir áreksturinn, hafi fallið í gljúfur eða gjár. Auk þess hef- ir veður verið mjög slæmt yfir- leitt, síðan björgunarvélin fórst, dimmviðri og þó nokkuð frost. Fundurinn í epasrkveleii: 1 Sjáífstæðisféfögin hylla sr. Bjarna og heita honum stuðningi. Bidgway í Washington. Einkaskeyti frá A.P. Washington, í morgun. Ridgway hershöfðingi kom hingað í gær og ræddi þegar eftir komuna við Truman for- seta. Ridgway situr fund hermála- nefndar öldungadeildarinnar nú í vikunni, en í næstu viku fer hann til Parísar og tekur við af Eisenhower. Samningarnfr vii Bonnstjörnma breyta engu í Berlín. 3 atriði samninganna enn óútkljáð. Einkaskeyti frá AP. — Berlín í morgun. Hernámsstjóyar Vesturveldanna afhentu í gær yfirborgar- stjóra Vestur-Berlínar yfirlýsingu, þess efnis, að Vesturveldin afsöluðu sér ekki neinum réttindum eða ábyrgð, er samningarnir um afnám hernámsins ganga í gildi. Tekið er fram í yfirlýsing-1 unni, að yfirborgarstjórninni: verði jafnan veitt eins mikið sjálfræði og athafnafrelsi og frekast sé unnt. Samningarnir um afnám hernámsins hafa því engin áhrif á aðstöðu Vestur- veldanna í Vestur-Berlín, sem hafa þar áfram herlið, þar til friðarsamningar hafa verið gerðir. Stjórnarfulltrúar Vesturveld anna og dr. Adenauer héldu 8 klst. fund í Bonn í gær og náð- ist samkomulag um öll atriði, nema 3, en þau eru: 1. Skipting fjárframlags Vest ur-Þýzkalands til land- varnanna. 2. Gildistaka vissra ákvæða samninganna. 3. Staða belgiskra og franskra hersveita sem eru í Vest- ur-Þýzkalandi og teknar verða í Evrópuherinn. Nýr fundur verður að lík- indum haldinn á morgun (mið- vikudag), en náist ekki sam- komulag þá um ofangreind at- riði, skera utanríkisráðherrarn- ir úr. Schumacher, aðalleiðtogi jafn aðarm. í Vestur-Þýzkalandi, flutti ræðu í gær, og kvað samn ingana mundu verða til þess að hindra einingu Þýzkalands. Rússnesk varðskip hafa tek- ið tvö japönsk fiskiskip í jap- anskri landhelgi og flutt til rúsneskrar hafnar. Feikna urkomur í Bretíandi. London í morgun (AP). Feikna úrkoma var í Bret- landi í gær. Gekk á með úrhell- isskúrum, þrumum og elding- um. Á Kingston-þjóðveginum vár 4 feta dúpt vatn eftir úrkom- una og víðar var allt á floti. j takmarkanirnar við Noreg, Mest var úrkomaij í suðurhluta | væri málið nú til rækilegrar at- landsins, en einnig mikil norður jhugunar í stjórninni, eftir að í Lincolnshire og sums staðar í'.svar ísledinga hefði borizt við, Skotlandi. imótmælaorðsendingu Breta Svar Islendinga athugað. Landhelgin ra;d«I í brezka þinginu. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Hin nýja landhelgisreglugerð íslendinga var rædd nokkuð j neðri málstofu brezka þingsins í gær. Voru bornar fram fyrirspurn ir og varð Selwyn Lloyd ráð- hera fyrir svörum. Kvað hann hér vera um næst- um því eins alvarlegt mál að ræða fyrir Breta og fiskveiða- Kvaðst Selwyn Lloyd því ekki vilja ræða málið ítarlega á þessu stigi. Tom Williams fyrrverandi landbúnaðarráðherra spurði hvort stefna íslendinga, ef ekki yrði á henni breyting, kynni að hafa áhrif á landanir á íslenzk- unt fiski í brezkum höfnum, og kvað Selwvn Lloyd íslending- um hafa verið bent á afleiðing- arnar, sem ráðstafanir þeirra kynnu að hafa. Ráðherrann kvað ríkisstjórn- ina samhuga um að gæía í hví- Einn fjölnieiinasii fuudur §em Iialdiitu Iiefur verið i $jálf§íæði§- hú§inu. í gærkveldi héldu Sjálfstæð- isfélögin Vörður, Hvöt, Heim- dallur og Oðinn sameiginlegan fund í Sjálfstæðishúsinu. Hefir þar sjaldan sést jafn- fjölmennur fundur enda var hús ið troðfullt út úr dyrum. Hefir þarna líklega verið 5—600 manns þegar flest var. Fundin- um lauk rétt fyrir miðnætti. Á fundimyn töluðu m. a. all- ir ráðherrar flokksins. Frummælandi var Ólafur gegna því embætti af drengskap og réttsýni. Aðrir sem töluðu voru Ólöf Kristjánsdóttir ljósmóðir, Ás- geir Pétursson, lögfr., Gunnar Þorsteinsson, hæstar.lögm., Er- lendur Ó. Pétursson, forstjóri, Friðleifur Friðriksson bifreiðar- stjóri og Guðbrandur Jónsson, prófessor. Allir lýstu ræðumenn yfir eindregnu fylgi við framboð séra Bjarna og voru undirtektir Thors, ráðhérra. Kom hann víða fundarmanna á þann veg að sér_ við í ræðu sinni. Hann sagði m. a., að stjórn flokksins, sem í eru um 80 menn, hefði nær ein- róm heitið stuðningi sínum við framboð séra Bjarna Jónsson- ar og á þeim grundvelli hefði hann verið fen'ginn til að bjóða sig fram. Heiður og æra flokks- ins, móttur hans og samheldni væri í veði fyrir því að við þetta heit flokksins væri nú staðið. Björn Ólafsson sagði meðal annars, að eins og málum væri nú komið, væri forsetakjörið orðið að stórmáli fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, styrkleika hans og einingu. Margir af andstæð- ingum hans gerði sér þær von- ir, að hægt væri að sundra hon- um í þessu forsetakjöri svo að flokkurinn gengi ekki heill til skógar í næstu þingkosningum. En þeirri hættu gætu Sjálfstæð ismenn bægt frá með því að ganga sameinaðir til forseta- kjörsins. Bjarni Benediktsson sagði m. a. að Sjálfstæðisflokkurinn hefði í lengstu lög beitt sér fyrir því að almennt samkomulag gæti orðið um forsetakjörið en slíkt samkomulag hefði ekki náðst, meðal ánnars vegna þess, að sumir menn teldu sig sjálf- kjörna til að gegna æðsta em- bætti þjóðarinnar. Séra Bjarni hefði, aftur á móti, ekki sótzt eftir þessu starfi en látið til- leiðast að gefa kost á sér. Eng- inn væri líklegri en hann að Minnkandi fyfigi De Gaullista. Kosningaúrslit í Frakklandi sýna, að fylgi De GauIIista og róttæku flokkanna hefir hrak- að. Hinir hægfara miðflokkar hafa hins vegar aukið fylgi sitt og unnu a. m. k. 8 sæti frá fylg- ismönnum De Gaulle. Fullnað- vetna hagsmuna Breta í málinu. I arúrslit verða sennilega ekki jkunn fyrr en í næstu viku. stætt getur talist, í fylgi sínu við Bjarna Jónsson. I lok fundarins var sam- þykkt tillaga þess efnis að fund armenn sendu séra Bjarna kveðju sína og hétu honum ein- dregnum stuðningi. Mestur gróður undir Eyjafjöllum. Gróðri fer nú hvarvetna vel fram, síðan brá til úrkomu og hlýinda, en langbezt á veg kominn undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Þar er nú kominn ágætur gróður, en skemmra á veg kom- inn á Síðu. Eru menn farnir að láta út kýr í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum, enda mun gróður þar hálfum mánuði á undan en annars staðar. Konu rænt í Berlín, en steppt veejna wnátneeela Ætreta- Einkaskeyti frá AP. Berlín í morgun. Þýzkri konu var rænt á götu í brezka hernámshlutanum í Berlín í gær og var henni ekið í rússneskri bifreið inn í Aust- ur-Berlín. Brezki hernámsstjórinn sendi rússneska hernámsstjóranum mótmæli, og kvaðst ekki mundu þola slíkan yfirgang á umráðasvæði sínu og skipti það ekki máli hér, aðkonan ætti heima í Austur-Berlín. Hótaði hann viðeigandi ráðstöfunum, ef mótmælunum yrði ekki sinnt fyrir helgi. Svo brá við, að konunni var sleppt fljótlega, en þá var búið að yfirheyra hana og saka um njósriir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.