Vísir - 28.05.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 28.05.1952, Blaðsíða 1
$2. árg. Miðvikudaginn 28. maí 1852 118. tbl. HóHa? laxveiðiihtsrfur ialdar i EliiðaáreuiBi. Mlkið vatii og væiifr fiskar i kistu. Kunnugir telja, að góðar liorfur sé á að talsvert verði um lax í Elliðaánum — að minnsta kosti framan af. Að þessu sinni er til dæmis um miklu meira vatn að ræða en um sama leyti í fyrra, raun- ar yfirfullt fyrir ofan uppistöð- una við Elliðavatn, svo að þess vegna er sýnt, að meira vatn verður í ánum fyrst um sinn en í fyrrasumar. Þá hefir lax- veiðimaður, sem fylgist með Nýfasistar sigruðu í NapóSí. Einkaskeyti frá AP. Fregnir af kosningunum sýna, að flokkur De Gasperis — kristilegir lýðræðissinnar — hefir gengið verr en ætla mátti eftir úrslitunum, sem kunn voru í gær. Miðflokkarnir hafa sameigin- lega mest fylgi, þar næst kom- múnistar og þriðju nýfasistar, en fylgi þeirra hefir vaxið í- skyggilega, og mun það setja svip sinn á ítalskt sjórnmálalíf næstu ár því að þeir fengu meirihluta í Napoli. Fullnaðarúrslit kosninganna eru enn ekki kunn. Miðflokkarnir hafa haldið meirihlutaaðstöðu í Rómaborg, og í 11 af 20 stærstu borgunum út um land, hægri flokkarnir undir forystu nýfasista í 5 og róttækir undir forystu kom- múnista í 4. ánum, skýrt blaðinu svo frá, I að á mánudagsmorgunnn haí'i þrír laxar verið komnir upp í kistu í ánum, og voru það dá- vænir fiskar, og megi eitthvað af því dæma, virðist það einn- ig gefa góðar vonir um það; að afli geti orðið sæmilegur. Veiðar mega hinsvegar ekki hefjast fyrr en á hvítasunnu- dag, það er næstkomandi sunnudag', en Vísir hefir haft tal af nokkrum duglegum veiðimönnum og er kominn í þá mikill veiðihugur, eins og ævinlega, þegar að því líður, að þeir geti farið að týgja sig „í verið“. Þeir, sem til þekkja, vita, að veiðigarparnir eru fyr- ir nokkru byrjaðir að taka fram tæki sín, athuga þau og eftir- líta, til þess að allt verði í full- komnu lagi, þegar stundin mikla rennur upp, að hægt verði að renna. ©fst nýtt taugasfríð eft- Ir undirritun samniiiganna? Norðanátt næsta sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við norðanátt um allt land næsta sólarhring. Yfirleitt hefir norðanáttin gengið niður víðast, en var þó nokkuð hvass sums staðar á Austurlandi. Snjókoma var nokkur í nótt fyrir norðan og austan og frostlaust, en sums staðar var hitinn við frostmark. Fyrstu brúagerðir á landinu eru nii hafnar. Stærstu verkefnin í sumar brýrnar yffr Jökulsá í Lóni og Laxá hjá Laxamýri. Viðtal við Árna Pálsson yfirverkfræðing. Brúarsmíðar eru nú hafnar á nokkrum stöðum á landinu og aðrar hefjast hvað úr hverju. Samkvæmt upplýsingum er Vísir fékk hjá Árna Pálssyni yfirverkfræðingi á Vegamála- skrifstofunni í gær var byrjað á fyrstu brúasmíðunum fyrir 10 •—12 dögum. Ein fyrsta brúin sem byrjað var á í sumar var yfir Djúpá í Vestur-Skaftafellssýslu. Er það 44 metra löng stálbrú og verður lokið við að smíða hana í næsta mánuði. Djúpá var mikill og illfær farartálmi austast í Vest- ur-Skaftafellssýslu, en þegar brúin kemst upp verður bílfært alla leið austur að Núpsstað. Þegar smíði Djúpárbrúar er lokið fara vinnuflokkurinn og brúarsmiðirnir þaðan að tJren- |læk í Landbroti. Grenlækur liggur á leiðinni frá Skaftárbrú niður í Landbrotið og getur ver- ið torfær farartækjum í leys- ingum og á vetrum. Stærsta brúargerðin, sem enn hefir verið byrjað á er steypt bogabrú yfir Laxá hjá Laxamýri með 52 metra löngu gólfi. Þessi brú er byggð í stað gamallar járnbrúar, sem þarna var fyrir, en er of veik til þess að þola flutning á þungum véla- hlutum, sem nú þarf að flytja til Laxárvirkjunarinnar nýju. Er brúin í senn breiðari og gerð fyrir miklu meiri þunga en gamla brúin. Verður þetta mikið mannvirki, og er búíst við að því verði lokið í ágúst- Framhald á 8. síðu. Leit al selveil- urum hætt Allri leit að norsku selveiði- skipunum er nú hætt og err síðustu leitarskipin á leið til Noregs. Fiskimálaráðuneytið norska hefir gefið leyfi til að birta nöfn þeirra, sem farizt hafa. Almenn fjársöfnun er hafin í Noregi til þess að styrkja þær fjölskyldur, sem verst eru staddar og hefir almenningur brgðizt mjög vel við hjálpar- beiðninni. Meðal þeirra sem fórust var 34 ára sjómaður; hann lét eftir sig konu og sjö börn. Kownm,únisiar umstan járntjnMs steynir óííts. „Öryggislíelti^ við laBadamærin upp- fiaf gagnráðstaíana. Tékkar eru að hefja fram- íeiðslu þrýstiloftsflugvéla fyrir Rússa. Konurnar æf a ról- ur af kappi. Þrjár eða fjórar sveitir kvenna munu taka bátt í kapp- róðri á sjómannadaginn — þann 15. í röðinni — sem hald- inn verður hátíðlegur b. 8. júní. Eru þær þegar byx-jaðar, og æfa af kappi. Eru konur þessar úr félögum, sem starfandi eru að nokkru leyti í sambandi við stéttarfélög sjómanna, svo og KSVÍ. Ætlunin var að fá leyfi bæjarstjórnar til að hafa kapp- róður kvenna á tjörninni, en hún vildi ekki leyfa það. Þó mun stjórn Sjómannadagsráðs- ins gera tilraun til þess að fá bæjarstjórn til að breyta þeirri ákvöðrun. Ekki er enn vitað, hversu mörg skip verða í höfn þ. 8. júí, en hátíðahöldin verða mjög fjölbreytt eins og venjulega. Dagur er í Kefla- vík vegna velurs. Strákarnir hinir hressustn. V.b. Dagur lá inni í Kefla- vík í gær og fer út aftur, þegar er lægir. Gæftir hafa verið stirðar. Drengirnir eru allir hinir hressustu og una vel hag sín- um. — Það fer nú að styttast hjá þeim útivistin, því að Dag- ur á að koma hingað fyrir.næstu helgi, og fara þeir þá á land, en annar flokkur fer síðar. Drengirnir biðja fyrir kveðj- ur heim. Einkaskeiyti frá A.P. London í morgun. Fulltrúar Norður-Atlants- hafsríkjanna í París og fram- kvæmdastjóri þeirra, Ismay lávarður, auk Achesons og Edens, voru viðstaddir undir- ritun samninganna í París í gær um varnarsamtök Vestur- Evrópu. Times og fleiri blöð telja undirritunina marka tímamót og varnarsamtökin byltingar- kennda tilraun í þjóðasam- skiptum, sem of snemmt sé að segja um hversu gefist. Mörg brezku blöðin leggja áherzlu á hversu hratt sé unnt að efla þessi samtök, svo að þau dugi, ef til Rússneskrar ofbeldisárás- ar kæmi. Önnur blöð leggja á það megináherzlu, að varnar- samtökin hafi verið til þess að sýna Rússum, að samtakamætti yrði beint gegn ofbeldi hvaðan sem það kæmi, og hyggilegast væri því fyrir alla, að farnar væru samkomulagsleiðir til þess að leiða deilumálin til lykta — og þessar leiðir bæri enn að fara. Vestrænu lýðræð- isþjóðii'nar ættu, segja blöð eins og Daily Mirror og Daily Express, að gei'a allt sem í þeirra valdi stendur til þess að samkomulag náist um deilu- málin við Rússa. Yfirstjórn Evrópuhersins verður í höndum herstjórnar NA-varnarsamtakanna og jatn- an tæknilega og á annan hátt I nánum tengslum við þau. Hin stærx'i aðildarríki leggja til 12 herfylki hvert í Evrópu- íerinn. Þeii'ra meðal Vestur- Þýzkaland, eða 300.000 menn. Kommúnistar í Austuv- Þýzkalandi eru nú all tauga- óstyrkir, þótt friður sé vís, nema árás yrði gerð úr austri. Hafa þeir fyrirskipað að austan landa- mæra Vestur- og Austur- Þýzkalands skuli vera ör- yggissvæði allhreitt og eins með ströndum fram við Eystrasalt. — Þarna mun verða komið fyrir ýmsum varnarvopnum, haft aukið lið o. s. frv., enda verður umferð takmörkuð. Þegar Rússar hófu að stöðva umferð um vegi á landamærum Vestur- og Austur-Þýzkalands fyrr í vikunni, var í rauninni um upphaf að heilli röð öryggis- ráðstafana að ræða, að því er fréttaritarar telia. — í Vestur- Berlín og víðar búast menn mjög almennt við harðnandi taugastríði, eftir að allar til- raunir til að hindra undirritun samninganna misheppnuðust. Lítið varð úr því, að komm- únistar í París gerðu uppsteit í gær eins og þeir höfðu hótað. Tvö blöð þeirra hvöttu enn í morgun til múgæsinga, í sam- bandi við komu Ridgways, en — voru gerð upptæk. Kúbumenn hafa brennt 900 lestir af tóbaki, til að halda verði uppi. Rússar tilkynna, að í landinu sé 8000 blöð, er komi út í 40 milj. eint. Oliur og eldsneytí liðurinn í innflutningi okkar. Kaupverð þess 53,5 millj. kr. á 4 mánuðum. Á fjórum fyrstu mánuðum yfirstandandi árs liafa Islend- ingar flutt út vörur fyrir rösk- ar 183 milljónir króna. Stærsti liðurinn í útflutnings- verzluninni var á þessu tíma- bili freðfiskur, sem við seldum fyrir 70 millj. króna. Þar næst kemur svo ísfiskur fyrir 2? millj. kr., þurrkaður saltfiskur fyrir 14% millj. kr. og óverk- aður saltfiskur fyrir 12 millj. kr. Aðrir liðir eru yfii'leitt smærri, en næst að verðmæti komast síldarmjöl, gærur og fiskimjöl. Á sama tíma kaupum við frá útlöndum vörur fyrir röskar 278 millj. kr. Langstærsti lið- urinn er eldsneyti, smurnings- olíur og þess háttar, sem við flytjum inn fjóra fyrstu mán- uði ársins fyrir 53% milljónir króna. Þar næst kemur álna- vara, garn og vefnaðarvörur fyrir 32.4 millj. kr. rafmagnsá- höld fyrir 19 millj. kr., vélar 16% millj. kr., korn og korn- vörur fyrir rúmlega 15 millj. kr. málma fyi'ir 12 millj. kr. málmvörur 11 millj. kr. papp- írsvörur 11.8 millj. kr. og vörur úr ómálmkenndum jarðefnum rösklega 10 millj. kr. Aðrir liðir eru smærri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.