Vísir - 31.05.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 31.05.1952, Blaðsíða 1
/ Borgarhöfn í sömu svéit. í Höfn urðu engar skemmdir. WMim "WW"' ý -■W 12 hvalir á íæpri viku. Hvalveiðibátarnir voru í gær búnir að fá 12 hvali, en ]>eir hafa nú verið tæplega viku aS veiðum, — fóru út sl. sunnu- dag kl. 3. Af hvölum þeim, sem skutl- aðir hafa verið eru 11 steypi- reyðir og 1 langreyður. Veður var óhagstætt fyrst í stað, en hefir verið sæmilegt seinustu daga. Hefir verið mun betra djúpt úti epf við land. Hvalkjöt er þegar komið á markaðinn og munu margir fagna því. zt fniitiii' eftir o > Hús fuku á S A - landi. I A.-Skaftafellssýslu var vonskuveður í byrjun vikunna. Peningshús og hlaða fuku ; Hala í Suðursveit og hlaða Kaupmannahafnarbúar ráku nýlega upp stor augu, pvi ao vj. ingar voru komnir í heimsókn til borgarinnar. Heldur voru þei þó friðsamir, því að hlutverk þeirra var aðeins að auglýs: víkingahátíðina, sem lialdin er árlega í Frederikssund. Myndis sýnir víkingaskipið á Peblings-vatni í Khöfn, kontnmnista mótmælt. Hernámsstjórar Vesturveld- anna hafa borið fram mótmæli í tilefni af umferðar- og síma- höralum þeim, sem austurþýzka stjórnin hefir gripið til, og far- ið fram á það við rússneska her- siámsstjórann, að hann ógildi Jsessar ráðstafanir. Ráðstafanir þessar eru taldar óheimilar og ekki gerðar með hagsmuni þýzku þjóðarinnar í huga. Muni þær ekki leiða til einingar og lausnar á vandamál unum. Símayfirvöldin í Vestúr-Ber~ lín hefir hafnað tillögum síma- yfirvaldanna í Austúr-Berlin, um nýtt fyrirkomulag á sam- tengingu talsímakerfa borgar- hlutanna. Ef fallist væri á til- lögur þessai' væri hvert orð, sem sagt er í síma í Vestuv- Berlín, háð eftirliti kommún- ista í Austur-Berlín. Frá og með sunnudegi næst- komanda verða póst- og far- þegaflug í þrýstiloftsflugvélum auknar milli London og Jó- hannesarborgar í Suðúr-Afríku. í Krýsuvík er borunum 'ialdið áfram eftir jarðgufu og eru sem stendur tvær holur í borun, Önnur er þegar orðin 100 m. djúp, en hin, 50 m. Verður ekki farið dýpra með dýpri holuna að svo stöddu, og ekki fyrr en búið er að tryggja hana með fóðurrörum. Þessi fóðurrör eru 8” járnpípur; þær eru ófáan- legar sem stendur, en von á þeim áður en langur tími líð- ur. Við landskjálftana að und- anförnu, sem urðu næsta mikl- ir einmitt í Krýsuvík, var ótt- ast að einhverjar* breytingar yrðu á borholunum og að gufu- myndu e. t. v. minnka. En sú hefir ekki orðið raunin á, nema síður sé, og gosin eru að minnsta kosti jafn kröftug og áður. Gosin hafa sem sé haldizt óbreytt í meira en heilt ár að því er Valgarð Thoroddsen rafveitustjóri hefir tjáð Vísi. Er þar ekkert lát á og gera menn sér ákveðnar vonir um að þau verði varanleg. Hafnarfjarðarbær hefir sótt um virkjunarleyfi og ábyrgð ríkissjóðs fyrir lánum til virkj- unarinnar, en undir lok síð- asta Alþingis var lagt fram frumvarp um þetta, en það náði ekki afgreiðslu og verður væntanlega tekið upp að nýju á næsta þingi. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að ríkissjóður gæti orðið aðili að virkjuninni að leyti, svipað og gegnir um Sogsvirkjunina þar sem ríki og bær hafa samvinnu um hana. Kostnaður við gufuvirkj- unina í Krýsuvík er þar áætl- aður 22 millj. kr. fyrir 5500 kílówatta virkjun og að með- töldum háspennulínum til Hafnarfjarðar. Svo sem áður iiefir verið get- ið, verður eingöngu notuð gufa til virkjunarinnar, en afgangs /erður vatn, allt að suðumarki, ■■em hægt væri að nota til hita- /eitu. Standa nú yfir athugan- Framhald á 8. síðu. Faxaborg fær 990 skötur. Lúðubátar hafa yfirleitt afl- að Htið á lúðumiðunum, en einn þeirra, Steinunn gamla kom hingað í gær með 4% lest. Bjarnarey frá Hafnarfirði fékk um miðja vikuna um 200 lúður á einum degi. Faxaborg hefir verið við Kollál og veitt talsvert af stórskötu, alls um 900 stykki og 30 stprlúður. Sylfs dreglnn tf! iretfands bráölega. B.v. Gylfi verður innan skamms dreginn til Bretlands, þar sem viðgerð á fram að fara á skipinu. Eins og mönnum er í fersku minni, stórskemmdist slcipið af eldi ei'gi alls fyrir löngu, og var dregið hingað. Að því er Vísir hefir fregnað, verður lagt af stað með skipið mjög bráðlega, og mun dráttarbátur lagður af stað frá Englandi eftir því. Kanadiskar þrýsíiloftsflug- vélar fara hér m. í dag eru væntanlegar til Keflavíkur 20 kanadiskar þrýstiloftsvélar, ef veður leyfir. Lögðu vélarnar upp í gær frá Ottawa, og voru væntanlegar hingað í dag, sem fyrr segir, en ætlunin varð, að ferðinni yrði haldið áfram til Englands sam- dægurs, ef vel viðraði þar. Tillögur íéem sam- Ráðgjafarnefnd Evrópuráðs- ins samþykkti í dag tillögur Edens I grundvallaratriðum, en samkvæmt þeim verða varn- arsamtök Vestur-Evrópu og Schumanáætlunin tengd Ev- rópuráðinu. 99 fulltrúar greiddu atkvæði með tillögu hér að lútandi, en enginn á móti. 11 sátu hjá. |fyrri sigra. sifpra Breta í skotkeppni. í fyrradag fimmtudaginn 29. h. m. fór fram skotkeppni milli sjóliða af H.M.S. Romola og Skotfél. Rvíkur. Keppnin fór fram í íþrótta- húsinu Hálogalandi og skotið á 25 metra færi liggjandi með rifflum, cal. 22. Hver kepp- andi skaut 20 skoturn og mögulegur stigafjöldi hvers 200 stig. Jafnmargir menn, eða 8 voru í hverri sveit. Sveit Bretanna var undir forystu A. H. Roberts skip- stjóra, en sveit Islending- anna var skipuð þessuni mönnum: Benedikt Eyþórs- syni, Bjarna R. Jónssyni, Erlendi Vilhjálmssyni, Hans Christiansen, Leo Schmidt, Magnúsi Jósefssyni, Ófeigi Ólafssyni og Robert Schmidt. Mögulegur stigafjöldi hvorrar sveitar var 1600 stig. Leikar fóru hannig að sveií íslendinganna vann með 1345 stigum, Stigafjöldi Breta var 979. iarlzf um heimsteteist- aratitil í júní. Einkaskeyti frá AP. New York. í gær. Ákveðinn hefir verið bardagi um heimsmeistaratignina í miðþungavigt þ. 23. júní n.k. Keppnin fer fram í New York og verður milli Ray Robinsons, titilshafa, og Joey Maxim, sem stendur honum næstur veg'na Islendingar keppa í skák á órir keppendnr, ank varamaiuis. Það er nú fullráðið að ís- lendingar taki þátt í skák- keppni á Olympíuleikunum í Helsingfors í sumar. Alls verða sendir 4 þátttak- endur til keppni auk farar- stjóra sem jafnframt yrði þá varamaður. Hefir stjórn Skák- sambandsins þegar tilkynnt þátttöku í Ólympíuleikunum. Keppnin á Ólympíuleikúnum fer fram í 2 riðlum og verður teflt í 19 umferðum. Síðan keppa f jórir efstu menn í hvor- um riðli til úrslita. Óvíst er að nokkru, hverj- ir taka þátt í keppninni af ís- lands hálfu, en þó má telja nokkurn veginn öruggt að þeir Friðrik Ólafsson, Lárus Jo'an- sen og Guðjón M. Sigurðsson verði sendir. Hins vegar er allt í óvissu hver verður sá fjórði og eins hver verður fararstjóri. Einvígi þeirra Friðriks Ólafs- sonar og Lárusar Johnsen sem. var frestað á dögunum vegna komu hollenzka skákmannsins L. Prins, heldur áfram strax eftir hvíttsunnuna. Hollenzki skákmaðurinn L. Prins er nú farinn af landi burt eftir nokkura dvöl bæði hér í Reykjavík og á Akureyri. Prins háði hér þrenn einvígi og fór jafn út úr þeim. Hann sigraði Baldur, tapaði fyrir Guð jóni en gerði jafntefli við Ás- mund í blindskák. Auk þessa tefldi hann margar fjölskákir og vann að meðaltali 70—80% jþeirra, sem teljast verður ágætt. 42. árg. Laugardaginn 31. maí 1952 121. tbl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.