Vísir - 20.09.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 20.09.1952, Blaðsíða 4
VlSIR Laugardaginn 20. september 1952 DXGBL&B Bltstjórar: Krlstján Guðlaugsson, Hersteinn PáliiMB, Skrifstofur Ingólfsstrætl S. ■j Utgefandi: BLAÐAtJTGÁPAN VÍSIR H.S. | KfgraiCsla: Ingólfsstræti 3. Simar 1660 (fimm línurj, Lausasala 1 króna. rélagsprentsmiðjan huf. Víða borið niður? lejmurinn er orðinn lítill og auðvelt að fara á skömmum tíma „heimsendanna á milli“. Þó þykir það nokkrum tíð- Sndum sæta, er íslendingar leggja leið sína austur til Asíu, til þess að kynnast menningu gula kynstofnsins, sem er ævaforn og stórmerkileg á mörgum sviðum. Hafa ferðasögur frá slíkum slóðum verið víða lesnar og vel séðar, allt frá endurminningum 4Jóns indíafara og til Sigurðar kennara Magnússonar, scm kynnti lesendum þess blaðs ástand og horfur í Asíulöndum nú i sumar, ■en lýsti þó öðru frekar því, sem fýrir augu bar í skyndikynningu. Fimm manna flokkur er lagður af stað héðan til Kínaveld- :is. Óvíst er um tilefni, en líkur benda til að hópi þessum hafi 'verið boðið til fararinnar með fyrirgreiðslu Sameiningarflokks alþýðu — sosialistaflokksins, — enda eru hinir útvöldu mjög vel séðir í þeim herbúðum og flestir flokksbundnir. Sagt er að vísu að kommúnistar hafi borið víða niður og viljað fá ein- hvern hlutlausan mentamann með í leiðangurinn, en atvik höguðu þvl svo, að þeir menn, sem leitað var til áttu ekki heim- an gengt og varð þá að grípa til flokksgæðinganna hér og er- lendis. f Gert er ráð fyrir að flokkurinn muni verða tvo mánuði í förinni og sagt er að honum sé ætlað að fara víða um Kína- veldi kommúnista, en svo sem kunnugt er mun þar margur spölurinn reynast drjúgur, og um verulega kynningu getur tæpast orðið að ræða, né heldur hitt að ferðalangarnir verði einráðir um ferðir sínar eða athuganir. Varla geta þeir haft tal af kinverskum almenningi að neinu ráði, þótt þeir hafi vel til nokkkurrar fræðslu unnið í kínverskri tungu, eftir svo langt ferðalag. En mállízkurnar eru margar þarna eystra, enda Kína- veldi stórt. Þrátt fyrir allt þetta verður vafalaust margt í rfrásðgu færandi, er heim kemur. Kommúnistar austur í Kína þykjast hafa fest sig í sessi, ■enda munu þeir minnast tíu ára valdatöku sinnar í norðurhér- uðum landsins um þessar mundir. íslenzku leiðangursmönnun- um mun ætlað að verða viðstaddir hátíðahöldin og ekki er að efa að þau verða í stíl þjóðhátíðadags Ráðstjórnarríkjanna, þegar þau sýna heralfa sinn yfir rauða torginu í Moskva, og vissulega hljóta kínverskir kommúnistar að hafa yfir nokkrum her- gögnum að ráða vegna „friðarbaráttu“ sinnar heima fyrir og í Kóreu. Verður ekki óskemmtilegt að heyra hvernig friðar- dúfan er á litinn þarna eystra, er sendinefndin kemur heim til íslands aftur. Heræffngar Atiantshafsríkjanna. “Tjessa dagana standa yfir heræfingar Atlantshafsríkjanna i Norðursjó og Eystrasalti, en vel er fylgst með þeim um aíl- ■ an heim. Óveður hefur hamlað nokkuð fyrirhuguðum fram- kvæmdum, þótt æfingarnar hafi að öðru leyti farið fram eftir áætlun. Erlend blöð herma að komið hafi í ljós, bæði í Norður- sjó og Eystrasalti, að Ráðstjórnarríkin fylgjast vel með öllu því, sem fram fer. Þannig er því lýst, að margir rússneskir togarar hafi sézt á æfingasvæði Atlantshafsríkjanna, einkum við Noreg, en auk þess hafa Rússar gefið nákvæmar gætur að flotaæfingum þeim, sem fram fara í Eystrasalti. í sjálfu sér verður slíkur fréttaburður ekki undrunarefni, þegar þess er gætt, að Rússar hafa gerzt svo heimaríkir í Eystrasalti, að engu er líkar en að þeir telji hafsvæði þetta rússneskt innhaf, þar sem þeir geti farið öllu því fram er þá lyst- ir. Þess eru mýmörg dæmi, að rússnesk eítirlitsskip hafa tekið friðsöm fiskiskip dönsk og sænsk og flutt þau með valdi til rússneskra hafna. Hefur skipum og skipshöfnum verið haldið þar vikum og mánuðum sarnan án þess að nokkrar fregnir hafi af þeim borist, en sum skipin hafa horfið með öllu og ■ ekkert til þeirra spurtzt. , Fyrir skömmu réðust rússneskar fíugvélar á sænskar her- ílugvélar, óvopnaðar, sem voru að æfingaflugi í nánd við Álandseyjar. Var hér um ivær sænskar flugvélar að ræða, sem báðar voru gerðar „skaðlausar", — önnur skotin niður með allri áhöfn, að því sem talið er, en hin neydd til að lenda, eftir -að margar árásir höfðu verið á hana gerðar með vélbyssu- skothríð og áhöfnin stórlega særð, auk þess sern vélin eyði- iagðist. Slíkar aðfarir gefa auga leið um að heræfingar At- fantshafsríkjanna séu ekki vel séðar af rússnesku herstjórn- inni, en vafalaust hefur hún einnig gott af að kynnast styrk .þessara ríkja, ef vera skyldi að friðvænlegra gerðist á Eystra- usalti, en verið hefur til þessa vegna ofbeldis þess, sem að ofan ■er lýst. Ungur Reykvíkingur heldur söngskemmtun á næstunni. Guðmundur Baldvinsson syngur opinbedega í næsfá mánuði. I næsta mánuði mun mönn- um gefast kostur á að hlusta á söng ungs Reykvíkings, Guð- mundar Baldvinssonar, sem stundað hefur söngnám á Ítalíu undanfarin ár. Guðmundur er gamall kunn- ingi Vísis-manna frá þeim tíma, er hann var einn röskasti sölu- drengurinn,' sem bauð vegfar- endum blaðið til sölu á ýmsum stöðum í bænum. Það var því ekki nema eðlilegt, að blaðið spyrði hann frétta, er hann leit inn í ritstjórnarskrifstofurnar í vikunni. Guðmundur lærði fyrst sörig hjá Pétri Á. Jónssyni óperu- söngvara og frú Irmu Weile- Bai’kany Jónsson, en síðan fór hann utan um áramótin 1948— 49 og hélt þá til Íalíu. Hafði hann meðferðis meðmælabréf frá frú Jónsson til de Ryskys baróns, sem búsettur er í Róm, en er af ungverskum ættum. Fyrir tilstilli de Ryskys hóf Guðmundur nám hjá prófessor Lauru Valente, og stundaði nám þar í nokkra mánuði. Söng í útvarp eftir sex daga. Fannst henni þegar svo mik- ið til söngraddar Guðmundar koma, að hún lét hann syngja opinberlega í útvarp aðeiris tæpri viku eftir að hann kom á hennar fund. Var það við út- varp á vegum Páfaríkisins, en útvarpið var frá kirkjunni San’ Andrea de la Valle, og komu þar fram böm sendiherra og starfsmanna sendisveita í páfagarði. Koma þar oft fram frægir söngvarar. Söngs Guðmundar var getið í blöðum daginn eftir, og farið lofsamlegum orðum um hann. Tveim mánuðum síðar hóf Guðmundur svo nám hjá þekktu tónskáldi, Guglielmo Cecconi, en Gigli hefur m. a. sungið mörg lög eftir hann og lært. óperuhlutverk undir handleiðslu hans. Hjá honum var Guðmundur í eitt ár, og sótti þá — fyrir hans tilstilli — um inngöngu í elzta tónlist- arháskóla landsins, San Pietro Maiélla í Napoli. Stóðst hann prófið og var einn 15 söngvara, sem teknir voru í skólann, en 150 reyndu að komast í söng- deildina. Síðan hefir Guðmundur stundað nám við skóla þenna, og sótzt vel, svo að hann hljóp yfir beklc við síðasta próf, og er það vel af sér vikið. Áður en Guðmundur sneri sér fyrir alvöru að söngnám- inu, var hann einn af áhuga- sömustu mönnum í hópi svif- flugmanna hér í bænum, og munu margir kannast við hann vegna þeirrar starfsemi lians, en hann var einnig um skeið framkvæmdarstjóri vélflugu- deildar Svifflugfélags íslands, og lærðu þá margir að fljúga hjá honum. Söng hann þá oft á skemmtunum félagsins, og einu sinni söng hann heima bjá Guðbrandi Magnússyni for- stjóra, sem alla tíð hefur verið mjög áhugasamur um svifflug- ið, en þá hvatti Guðbrandur hann til þess að læra að syngja — og reið það eiginlega bagga- muninn, því að það var þá að brjótast í Guðmundi, hvort hann ætti að taka stökkið. Auk þess hefir hann notið mikils stuðnings Agnars Kofoed-Hansens, flugvalla- stjóra, Jóhanns Þ. Jósefssonar alþingismanns og Hálfdáns Bjarnasonar, aðalræðismanns í Genúa. Þorsteinn Hannesson heldnr söngskemmtaBiir. Þorsteinn Hannesson óperu- söngvari mun halda þrjár söng- skemmtanir hér í bæ í næstu viku. Verða tveir þeir fyrstu —. fyrir styrktarmeðlimi Tónlist- arfélagsins — á þriðjudag og fimmtudag, og mun Þorsteinn þá flytja 4 lagaflokka: Vissa hjartans eftir enska tónskáldið Michael Tippett, sem er ungur maður og mjög um talaður. Um ást og dauða, þrjú lög eftir Jón Þórarinssori við kvæði eftir C. G. Rossetti. Til ástmeyjar í fjarlægð eftir Beethoven og Ást skáldsins eftir Schumann. Eru þetta alls rúmlega 30 lög. Óráðið er, hvort þriðjá söng- skemmtunin — fyrir almenn- ing — verður á föstudag eða sunnudag, en þá verður önnur söngskrá. Oftar gefst mönnum ekkíi kostur á að hlýða á Þorstein Hannesson að sinni, þar sem hann er á förum til Englands, en hann hefur starfað við Cov- ent Garden-óperuna undan- farin 4 ár. Er hann ráðinn þar sem hetjutenór og hefur sung- ið mörg þekkt og vandasöm hlutverk. „Málverndarmaður“ hefur ritað ThS bréf vegna þess, sem sagt var á sínura tíma í Vísi um undarleg orðtök í máli sumra þeirra, sem rita um knattspyrnu í dagblöð bæjar- ins. ThS hefur sent Bergmáli bréfið, enda fer bezt á því, að umræður um slíkt fari fram í Bergmáli. Bréí „Málverndar- manris“ er svo hljóðandi: Nokkur nýyrði. „Þegar að rætt er um það, á meðal knattspyrnumanna „að drifla í gegn“, mun vera átt við það, að einhver leikmaður leiki knettinum „í gegnum fylk- ingu“ mótherjanna. Einkurn fellur þetta í hlut útherjanna að reka knöttinn, og köllum vér þann leikmann knattreka, sern sýnt er um knattrekstur. Alveg eins og þann leikmann, sem oftast skora mörk; köllum vér góðan skotmánn. En þá köllum vér skilamenn, sem jafnan skila knettinum á ákveðinn stað (oftast fyrir fætur samherja síns), sem svo leikur knettin- um áfram, áleiðis að marki mótherjanna. í knattspyrnu- máli er réttara að tala um mót- herja, en ekki andstæðing. Þakkavert. Þótt hið bóklega knatt- spyrnumál sé ágætt (sbr. knatt- spyrnulögin), þá er því miður ekki eins vel skrifað um knatt- spyrnu hér í blöðunum, og æskilegt væri. Og . ber sannar- lega að þakka það, þegar að blaðamenn vilja leiðrétta það, sem miður fer. Margt fleira mætti um þetta segja og skrifa, eins og það t. d., þegar menn hrópa enn í dag hástöfum, að einhver leikmað- Ur sé „of side“, þótt það heiti á réttu máli, að sá leikmaður sé rangstæður. Bergmál getur ekki fallizt á tillögur „Málverndarmanns“ ó- breyttar. En það er aftur á móti ágætt, að hann hefur vakið máls á þessu efni. Vísar Berg- mál tillögunum til orðhagra mgnna, og vonast til að mega héyra aðrar tillögur um, heiti yfir hvaðeina, knattspyrnuleik. sem snertir - kr. Esjuberg — ekki Berg. Eg hef heyrt að bærinn hafi keypt húseign við Þingholts- stræti, er áður hét Esjuberg, en nú kallað Berg, fyrir bæjar- bókasafnið. Mér finnst sjálfsagt að bærinn láti húsið heita sínu upprunalega nafni, Esjuberg, enda er það miklu fegurra nafn en hið sviplitla heiti, Berg, þó ekki sé það ósnoturt. Veit ég áð fjöldi fólks er mér sammála. Sem sagt, Esjuberg skal húsið heita, það er vel íslenzkt og staðarlegt nafn. S. Sv. Nr 245. Fögur mær er fædd við skóg og fram um sveitir, stikar drjúgt og ferðum fleytir, [>ú finnur ekki spor, þótt leitir. Svar við gátu nr. 244: Reykjarkaf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.