Vísir - 14.11.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 14.11.1952, Blaðsíða 4
« VlSIR Föstudaginn 14. növemner 1952 ÐAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guöiaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Brotin rúða á bakhEiðlnni. Alþýðusambandsþíng fer í hönd, en þótt kommúnistar hafi þar tiltölulega fámennum hópi á að skipa, hafa þeir ekki gefið enn upp alla von um, að þeir geti haft einhver áhrif á gang þingmála. Á sínum tíma vakti það talsverða athygli í Bretlandi, að þótt vinstri sinnaðir jafnaðarmenn, — sem margir eru hreinræktaðir Moskvudindlar, — væru í algjörum minni- hluta á þingi flokksins, gátu þeir þó komið fram ólíklegustu tillögum með lævísi og bellibrög'ðum. Á þann veg virðast kom- múnistar hafa í huga að haga baráttunni og fara ekki leynt með, að þeir muni „brjóta nokkrar rúður á bakhliðinni", til þess að eiga betur innangengt á Alþýðusambandsþingi. Að undanförnu hafa kommúnistar víðsvegar um land beitt .'sér fyrir að samþykktir yrðu gerðar á verkalýðsfundum, er .skyldu vera fulltrúum félaganna veganesti á Alþýðusambands- þingi. Beinast tillögur þessar fyrst og fremst gegn trúnaðar- mönnum Alþýðuflokksins, sem kallaðar eru „erindrekar at- vinnurekenda“, svikarar við verkalýðinn“ og öðrum álíka gælu- nöfnum. Þá er kommúnistum einnig ljóst, að vart mun koma til mála, að þeir fái viðurkennt kjör nokkurra fulltrúa fyrir Dagsbrún, með því að sá háttur er þar á hafður, að við kjör til Alþýðusambandsþings eru fulltrúar þar taldir þriðjungi fleiri, en við venjulegt stjórnarkjör innan félags. Slíkt ósam- ræmi getur ekki talist réttlætanlegt, en hentar hinsvegar meiri- hluta kommúnista innan félagsins, með því að við stjórnarkjör þurfa þeir að svifta sem flesta atkvæðisrétti til þess að halda meirihlutanum, en við kjör til Alþýðusambandsþings, sem fram fer á fundum félagsins, er tryggt að kommúnistar fá alla full- trúa kjörna og er þá um að gera að hafa þá, sem flesta, þótt <ekki uppfylli slík hentistefna lýðræðislegt kjör innan félagsins. Þar, sem kommúnistar eiga von á einhverri gagnrýni, vegna ofangreinds framferðis, hugsa þeir sér að láta krók koma á móti bragði. Bera þeir fram kærur um „ólýðræðislegar kosningar" eða jafnvel beina atkvæðafölsun í öðrum félögum, og beinast nú spjótlögin inn um bakgluggann. Þannig telja þeir að kjör matreiðslu og framleiðslumanna til Alþýðusambandsþings, hafi ekki verið með lýðræðislegum hætti og hafa lagt fram kæru hjá . stjórn Alþýðusambandsins vegna þessa. Byggist kæran á því fyrst og fremst, að 34 menn segist hafa kosið lista kommúnist.a, en hinsvegar hafi aðeins 30 atkvæði komið fram. Er þetta mjög furðuleg kæra, með því að jafnvel kommúnistum mætti vera ljóst, að þeir flokksmenn, sem horfnir eru frá villu síns yegar <og greiða kommúnistafulltrúum ekki atkvæði lengur, veigra ,.sér sumir við að láta slíkt í ljósi opinberlega, enda er kosningin leynileg. Þessir menn þekkja mætavel baráttu og ofsóknir ikommúnista, þar sem þeir fá slíku við komið, og kjósa því að vonum, að láta ekki uppi um hugarfarsbreytingu sína. En kommúnistar skirrast ekki við þeirri óráðsýju, að fara -að hætti lítt löghlýðinna borgara, sem ekki standa á of háu þroskastigi, og „brjóta bakglugga11 til þess að öðlast gæði, sem þeim ber ekki að réttum lögum. Slíkar ofbeldisaðgerðir munu hefna sín, svo sem annað óráðvandlegt athæfi, þótt kommún- rastar kunni lítils skil á réttu og röngu í iélagsstarfseminni. Kaupkröfur eia kjarabætur? Oamþykktir þær, sem kommúnistar hafa beitt sér fyrir í verkalýðsfélögum úti um landsbyggðina, beinast öðru frekar að kauphækkunum, sem verkalýðnum beri að knýja rfram með samtakamætti sínum. Hinsvegar er það hverjum rmanni ljóst, að kauphækkanir reynast skammgóður vermir, er -verðlagið fylgir í kjölfar þeirra. Kauphækkunar kröfur og kjara- 'bótakröfur fara hér ekki saman. Vildu verkamenn tryggja sér kjarabætur, ættu þeir að leggja áherzlu á aukinn kaupmátt, en Zfainsvegar ekki aukna krónutölu, þótt kommúnistar hafi þar mokkra sérstöðu af flokkslegum sökum. Alþýðusambandsþing það, er nú sezt á rökstóla, ætti að eiga :rfrumkvæði að samningaumleitunum milli framleiðenda og neyt- -enda, er beindust að því að skapa viðunandi verðlag landbún- Æðarafurða og aukinn kaupniátt, sem tryggði landbúnaðarafurð- um sölumarkað til frambúðar. Bændum er ekki hagnaður að aukinni framleiðslu, reynist varan óseljanleg, og verkalýðnum er enginn hagur að kauphækkunum, ef kaupmátturinn rýrnar að sama skapi. Beztu og varanlegustu kjarabæturnar, báðum þessum stéttum til handa felast í gagnkvæmum skilningi og skynsamlegri samningsgerð, sem löggjafinn gæti síðar byggt á lagasetningu til viðreisnar. Þetta mega kommúnistar að vonuin <Skki heyra, en hinsvegar allir aðrir. IN MEMORIAM - r * Arni Pálsson Árni Pálsson prófessor er borinn til moldar í dag. Er þar höfuðkempa hnigin að foldu, sem förunautum verður minnisstæð, enda kvaddi Árni sér ungur hljóðs á orðaþingi á þann veg að eftirtekt vakti. Gáfur og ræðusnilld hafði hann að erfðum hlotið, en faðir hans var Páll Sigurðsson þrestur og sltáld, síðast í Gaulverjabæ, og' móðir Margrét Þórðardóttir sýslumanns Guðmundssonar. Árni var fæddur 13. september 1878 og var þannig 74 ára er hann lézt, en hafði um nokk- urt skeið haft litla ferlivist og hljótt var um hann síðustu árin. Stúdent varð Árni 1897 og kandidatsprófi í heimspeki lauk hann við Kaupmannahafnarhá-: skóla 1898. Las hann sögu við Hafnarháskóla mörg ár, án þess að ljúka þar prófi, sem vafalaust hefði verið honum leikur einn. Hann kaus hins- vegar að hverfa heim til kennslu- og ritstarfa. Árið 1911 var Árni settur aðstoðarbóka- vörður við Landsbókasafnið, en fyrsti bókavörður var hann skipaður árið 1919. Jafnframt hafði hann með höndum kennslu við Menntaskólann á árunum 1922—1929, en skipaður var hann prófessor við Háskól- ann árið 1931 og gegndi því starfi um 12 ára skeið. ítitstjóri Skírnis var Árni í mörg ár, og skrifaði þar greinar ýmislegs efnis, sem mikla athygli vöktu meðal þjóðarinnar og mótuðu skoðanir hennar á marga lund. Prófessor Árni Pálsson var ekki að sama skapi fríður og hann var höfðinglegur. Hvar sem hann fór, hlaut hann að vekja athygli. Enginn var hann sundurgerðarmaður í klæða- burði, en persónan sjálf var svo mikilúðleg og hátternið svo sérstætt, en þó prúðmannlegt, að engum duldist að þar fór höfðingi í fornum stíl. Gáfurn- ar voru miklar og sérkennileg- ar, en andagiftin reis yfir ís- lenzka hveravallaflatneskju eins og gosstrókur. Héldust þar skáldskapargáfan, kunnátta móðurmálsins og kjamyrðin i hendur. Árni Pálsson tók skýra afstöðu til allra mála, sem áttu huga hans, og einnig sömu af- stöðu til manna, sem hann mætti. Var hann þó mannúð- legur og' mildur og orðvart góð- menni, sem hvers manns vand- ræði vildi leysa, ef því var að skipta. Nokkur ljóð Árna Páls- sonar eru landskunn, enda mjög fögur að formi og efni, en litla rækt lagði Árni þó við listina og hélt ljóðum sínum og ritum lítt til haga. Á efri árum sínum gaf hann út ritgerða- safn, en entist ekki til að ganga frá útgáfu verka sinna í heild. Óvíst er að Ámi Pálsson hafi fellt sig við sögukennslu, ein? og hún gekk og gerðist í Menntaskólanum á hans árum, en jafnvíst er hitt að kennsla hans verður nemöndum ó- gleymanleg. Hann gekk ríkt eftir að menn héldu kunnáttu sinni til skila, jafnvel í trúar- bragða sögu, sem hann mat þó ekki mikils, en varð gjarna stórlega hneykslaður, ef van- kunnáttu gætti í kristilegum fræðum. „Þegar raust hans þrumdi römm þótti skár að hlýða. Ungum lýð við leti og vömm leizt ei ráð að bíða“. Þetta kvað Matthías um Bjarna rektor, en eins vel gat það átt við Árna Pálsson og okkur nemendur hans. Við virtum hann og dáðum á flesta iund, enda var kennsla hans svo lifandi og fjöri gædd, að flestar sögustundirnar voru fljótar að líða. Árni var jafn- framt félagi okkar, lagsbróðir og vinur, sem hélt tryggð við okkur alla ævi, ávallt reiðu- búinn til að leiðbeina okkur, eða ræða við okkur um lands- ings gágn og nauðsynjar og' var þá stundum ómyrkur í máli. Lítið eitt gaf Árni sig að stjórnmálum og fór nokkrum sinnum í framboð í vonlausum kjördæmum. Gerðust þar margar og minnisstæðar sögur, sem landfleygar eru, en allar vitna um orðheppni hans og gamansemi. Bindindismaður var Árni ekki og þótti lítt til þeirra manna koma, sem streittust við að neyta ekki áfengis um ævina. Átti hann oft skemmti- legar orðræður yfir gullnum veigum, og snérist þá ræðan að skáldskap eða fögrum list- Framhald á 5. síðu ♦ BEItGMÁL ♦ Það er vitað mál, að íslenzkur iðnaður á erfitt uppdráttar af ýmsum sökum, en skiljanlegt er að í fæstum greinum getum við keppt við erlendan iðnað, sem hefur betri skilyrði, nema ríkisvaldð veiti þá hjálp, sem sjálfsögð sýnist, t. d. með því að tolla mjög vægt hráefni til iðnaðar eða alls ekki. Vegna mikils framleiðslukostnaðar, hárra launa o. s. frv., eru líka fá dæm þess að íslenzkar iðn- aðarvörur séu fluttar á erlend- an markað, þegar flytja verður inn hráefnið til þeirra. Vísir til úíflutnings. Þess vegna er mjög leitt til þess að vita, þegar ekki er reynt að greiða götu þeirra, sem hafa skapað sér skilyrði til' útfl., þótt í smáum mæli sé, og jafn> Vel þeim gert erfiðara fyrir af hreinu skilningsleysi. í fyrra var silfursmiðja hér í bæ búin að afla sér sambanda í New York, og seldi til einnar stór- verzlunar silfurmuni, er hér voru smíðaðir. Þóttu gripirnir góðir og leit helzt út fyrir, að hægt væri að selja áfram silf- urmuni til Bandaríkjanna og skapa þannig gjaldeyri fyrir íslenzka vinnu. Kyrktur í fæðingu. Tilraunin var á byrjunarstigi, þegar hrásilfrið til smíðanna Var sett á bátagjaldeyri, og þessi vísir til iðnvöruútflutn- ings kyrktur í fæðingunni. Með því að leyfa aðeins innflutning á hrásilfri á bátagjaldeyri, var verðið orðið alltof hátt og ekki lengur samkeppnisfært. Enn- fremur var tollurinn 10 af hundraði og fékkst ekki endur- greiddur, þótt um útflutning væri að ræða. Svo fór um sjóferð þá. Þegar iðnaðarmaðurinn mætti ekki meiri skilningi hjá ríkis- Valdinu varð hann auðvitað að hætta við þessa tilraun, til þess að skapa svolítinn útflutning — sem hefði getað orðið meiri. Þannig er sagan í stuttu máli. í Danmörku er hráefni til silf- ursmíði tollfrjálst, enda eru danskir silfurmunir fluttir út um allan heim, og eru viður- kenndir. Sýnist vera ástæða til þess að athuga, hvort ekki sé rétt að endurgreiða tolla á hrá- efnum til iðnaðar, sem fram- leiðir til útflutnings. Ætti að vera einfalt að áætla magnið, sem fer til útflutningsins, ef varan er að einhverju leyti seld á innlendum markaði. íslenzkir vinnuvettlingar. Samkvæmt fréttum frá Fél. ísl. iðm'ekenda er nú möguleiki á því að selja í Noregi vinnu- vettlinga, sem framleiddir eru hér. Norskir sjómenn munu taka íslenzku framleiðsluna fram yfir þá norsku. Ekki er ótrúlegt, að hér geti verið um allverulega atvinnuaukningu að ræða, ef.af þessum útflutn- ingi verður, og óskandi að ekk- ert stæði honum fyrir þrif- um. — kr. Gáta nr. 300. Einhvcrju sinni voru tvær konur; þær sáu, hvar tveir menn komu, þá sögðu kon- urnar: „Þar koma okkar menn og oltkar mæðra menn og okkar feður. Svar við gátu nr. 299: Gröf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.