Vísir - 17.11.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 17.11.1952, Blaðsíða 4
Mánudaginn 17. nóvember 1952. VlSIR D4GBLAÐ Bitstjórar: Kristján Guðiaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur. Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. MINNINGARORÐ sö'ngkennari. Kröfur verkalýðsfélaganna. Samninganefnd verkalýðsfélaganna hefur sent dagblöðunum fréttatilkynningu, varðandi kjarabótakröfur, sem nefndin hefur komið sér saman um, fyrir hönd 60 verkalýðsfélaga, er sagt hafa upp samningum frá dg með 1. desember nk. Verka- lýðsfélögin hafa gert með sér samkomulag um samstöðu við væntanlega samningagerð og kosið 11 manna samninganefnd, en formaður hennar er fulltrúi verkamannafélagsins Dagsbrún- ar. Með samkomulagi því, sem orðið hefur hjá verkalýðsfélög- unum „um samstöðu“, er athyglisvert, að eitt félag getur stöðvað eða hafnað tillögum til lausnar deilunni, enda heita félögin því öll og hvert fyrir sig að gera ekki samninga né sam- komulag við atvinnurekendur, nema með samþykki félaganna allra. Þetta þýðir m. ö. o. að verkamannafélagið Dagsbrún, eða önnur félög, sem sagt hafa upp samningum, en eru háð valdi og Vilja kommúnista, geta stöðvað samningaumleitanir og hafn- að samkomulagi, ef þeim býður svo við að horfa. Hafa komm- únistar hlunnfarið keppinauta sína innan verkalýðsfélaganna með slíkum ákvæðum og fengið í hendur sjálfdæmi um samn- ingana. 1 Kröfur verkalýðsfélaganna eru í aðalatriðum þær, er hér . greinir: Allt grunnkaup í samningum hækki um 15 af hundraði, þó þannig að grunnkaup karla við almenna vinnu sé hvergi lægra en kr. 10,63 á klst. Qg grunnkaup kvenna verði samræmt og hækki þannig, að bilið milli þess og grunnkaups karla minnki frá því, sem nú er. Verðlagsuppbót verði greidd á allt . grunnkaup mánaðarlega samkvæmt framfærsluvísitölu næst.a mánaðar á undan, en í þessu felzt krafa um að horfið verði að •öllu að ófremdarástandi því, sem ríkjandi var á styrjaldarárun- um. Þá er þess krafist að atvinnurekendur greiði 4% af fjárhæð vinnulauna, er renni í atvinnuleysistryggingarsjóð viðkomandi , stéttarfélags. Lágmark orlofs lengist úr 12 virkum dögum í 18 virka daga á ári, enda hækki orlofsfé samkvæmt því úr 4% í 6 % á greidd vinnulaun, eftir sömu reglum og gert er ráð fyrir í orlofslögunum. Loks fer samninganefndin fram á að athugaðir verði möguleikar á framkvæmd 40 stunda vinnuviku og að . samið verði um kaup iðnnema, þannig að það miðist að hundr- aðstölu til við kaup sveina og fari hækkandi, eftir því sem á námstímann líður. Samkomulag það, sem verkalýðsfélögin hafa gert sín á milli • og Alþýðusambandsstjórn virðist hafa stuðlað að fyrir sitt ley.ti, miðast fyrst og fremst við það, að til stöðvunar komi með verk- fallsyfirlýsingu félaganna 'allra. Gert er jafnframt ráð fyrir að leitað verði til erlendra verkalýðssamtaka í því augnamiði að. ; stöðvuð verði afgreiðsla á skipum og öðrum farartækjum erlendis, en jafnframt leiti ASÍ eftir fjárhagslegum stuðningi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga handa verkalýðsfé- lögunum, komi til verkfalls. Er þessi þáttur yfirlýsingarinnar • athyglisverður að því leyti, að hér virðast kommúnistar hlut- . gengir á við aðra, þótt samband frjálsra verkalýðsfélaga hafi ■ einmitt byggt starfsemi sína á sérstöðu gagnvart kommúnist-. iskum samtökum. Kommúnistar virðast því ætla sér að nota aðstöðuna út í yztu æsar, með velþóknun og blessun Alþýðu- . sambandsstjórnar, hvernig sem slíkt tiltæki verður séð hjá alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga. Sunnudaginn 9. þ. m. lézt að heimili sínu, Sólvallagötu 6 hér í bær, einn elzti stjórnandi og forystumaður lúðrasveita á ís'- landi, Hallgrímur Þorsteinssoh söngkennari og tónskáld, hátt á níræðis aldri. Flestir Reykvíkingar er komn- ir eru til vits og ára sinna, munu minnast Hallgríms frá: því hann var meðal aðalsöng- og orgelkennara bæjarins, en kunnari mun hann þó hafa ver- ið fyrir sitt mikla og ósérplægna stai'f í þágu íslenzkra lúðra- sveitarmála. Ungur nam Hall- grímur orgelleik hjá Einari' Einarssyni, bónda, og síðar hljóðfæraleik hjá Helga heitn-i um Helgasyni tónskáldi, sem fyrstur stofnaði lúðrasveit á ís- landi. Upp frá því vann Hall- grímur af miklum dugnaði og fórnfýsi að stofnun og velgengni lúðrasveita og mætti með sanni segja, að hann hafi verið faðir flestra ef ekki allra núverandi lúðrasveita hér á landi. Hér í bæ gekkst hann fyrir stofnun lúðrasveitarinnar ,,Svanir“, er starfaði innan góð- templarareglunnar, „Sumar-; gjafarinnar“, er starfaði innan K.F.U.M. og lúðrasveitanna „Hörpu“ og „Gígjunnar“, sem síðar sameinuðust, er Lúðra- sveit Reykjavíkur var stofnuð, 7. júlí 1922. Hallgrímur vann einnig að stofnun lúðrasveita víðs vegar um land, m. a. stjórnaði hann Lúðrasveit Vest- mannaeyja um skeið og var kjörinn heiðursfélagi hennar. Árið 1930 átti Hallgrímur mikinn þátt í stofnun Lúðra- sveitarinnar Svanur og var hann fyrsti kennari og stjórn- andi hennar, og lét sig síðan miklu varða starfsemi Svans. Hallgrímur var kjörinn fyrsti heiðursfélagi Lúðrasveitarinnar Svanur í viðurkenningarskyni fyrir sitt mikla og óeigingjarna starf í hennar þágu. Einnig starfaði Hallgrímur í þágu ýmissa söngkói'a, svo sem Kennarakórs Reykjavíkur er hann stjórnaði 1934 við góðan orðstír. Um mörg ár kenndi Hallgrímur orgelleik og var kirkjuoi'gelleikari bæði hér í bæ og víðar. Margir okkar -mikil- hæfustu söngvai'a hlutu sína fyrstu söngmenntun hjá honum. Með alli’i þessari stayfsemi sinni hefur Hallgrímur eflt mjög tón- listarlíf Reykjavíkur, og munu þeir áreiðanlega margir hinir íslenzku hljómlistarmenn, sem hlotið hafa síná fyrstu tilsögn undir handleiðslu hans. Þ. á. m. meðal má nefna Karl Runólfss., tónskáld og' núverandi stjórn- anda Lúði'asveitarinnar Svan- ur. Hallgrímur átti mikið safn innlendra og erlendra tónverka og samdi sjálfur mörg lög, þó ekki hafi nema fá þeirra birzt á prenti. Fyrir nokkrum árum, er út- hlutun listamannafjár var í höndum listamanna sjálfra, var Hallgrími veitt smá viðurkenn- ing fyrir unnin tónlistarstörf. Ef saga tónlistarinnar á íslandi veiður einhvern tíma í letur fæi'ð, verður Hallgrími vafa- laust ætlaður þar veglegur sess við hlið brautryðjendanna, þeirra Péturs Guðjohnsen og Helga Helgasonar. Undiri'itaður átti því láni að fagna að kynnast Hallgrími ungur að aldri. Fyrst í Miðbæj- arbarnaskólanum, er Hallgrím- ur kenndi þar söng, og síðar innan Lúðrasveitarinnar Svan- ur og hafði um mörg ár náið og ánægjulegt samstarf við hann um málefni þess félags, og getur því af reynslu vitað um hans mikla og ódrepandi á- huga við raddsetningar og kennslu, sem oftast var í té lát- in gegn lítilli þóknun eða engri. í dag verður Hallgrímur Þor- steinsson jarðsettur frá dóm- kirkjunni. Félagar Lúðra- sveitai'innar Svanur fylgja hon- um með lotningu til hinztu hvíldar, þakka honum ánægju- legar og heillaríkar samveru- stundir, og flytja eftirlifandi konu hans og börnum fyllstu samúðai'kveðj ur. Þökk fyrir fyrstu sporin, sem þú kenndir okkur að ganga. Hreiðar Ólafsson. Gœfan fylglr hringunum frc SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Margar gerðir fyrírlíggjandi. ♦ BEBGMAL ♦ Sáttaumleitanir. 'VTafalaust hefjast viðræður milli atvinnurekenda og verka- " lýðsnefndar mjög fljótlega, ef vera mætti að til samkomu- iags dragi, þannig að afstrýrt yrði verkfallsboðun samninga- nefndarinnar. Þykir ólíklegt að ói’eyndu, að samkomulags- . grundvöllur geti verið fyrir hendi, með því að atvinnurekstur- fnn hefur dregist svo saman og býr við slíkar aðstæður, að allar líkur benda til að gera verði sérstakar ráðstafanir til þess ■eins að halda uppi venjulegum atvinnurekstri í landinu. Má í því sambandi minnast samþykkta og yfirlýsinga nýafstaðins fundar útvegsmanna og fleiri ályktana af hálfu atvinnurekenda. Á þessu stigi málsins er ekki tímabært að taka afstöðu til jþeirra krafna, sem fram eru bornar af hálfu verkalýðsfélag- anna, enda ekki vitað hver alvara fylgir þeim. Venjulega eru átrustu kröfur gerðar í upphafi, til þess að unnt sé að slá hæfi- lega af við endalega samninga. Eftir því sem línurnar skýrast við umræður deiluaðíla, má dæma þann þátt, sem hvor þéirra um sig vill eiga að blómlegu atvinnulífi í landinu, sem nú er hauðsyn á að þrífist. Fyrir tæpu ári var stofnað hér félag í bænum, sem hefir það að markmiði, að leitast við að styðja og styrkja lamað fólk og fatlað. Hlaut félagið nafnið Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra. Um þetta félag hefir verið hljótt frá stofnun þess, þótt þess hafi verið getið í fréttum blaða á sínum tíma og seinast í fyrradag, vegna hljómleika brezku hljómsveitarinnar af beitiskipinu Swiftsure í gær í Austurbæjar-bíói. Þarft félag. ' Félagsstofnun þessi var þörf og spor í rétta átt, en víða um land ,og þó allra helzt hér í höfuðstaðnum er allmargt fólk, sem hefir tapað að meira eða’ minna leyti vinnuorku vegna lömunar eða fötlunar. En reynslan sýnir að fólkið, sem hér um ræðir, gefur sig ekki fram af sjálfsdáðum, og nauð- synlegt er að bindast samtök- um til þess að ná til þess og vinna að því, að skapa því betri lífsskilyrði en það oft hefir. Læknir fer um landið. Fyrsta verk félagsins var að fá lækni til þess að ferðast um landið til að safna skýrslum um fólk, sem svo er ástatt um, að það er lítt sjálbjarga vegna lömunar eða annarrar fötlun- ar. Ferðaðist læknir félagsins um Vesturland í sumar, og mun fara um aðra landshluta næsta sumar. Þegar skýrslu- söfnunum læknisins er lokið fæst fyrst nákvæmt yfirlit um þetta fólk, og verður þá fyrst hægt að skipuleggja nánar framtíðarstarfsemina. Æfingarstöð fyrir sjúka. Það mál, sem er mest aðkall- andi í sambandi við stuðning við hið lamaða fólk, er að upp rísi sem fyrst æfingastöð fyrir fólkið, en fram til þessa hafa einstaklingar, sem viljað hafa leita sér lækninga orðið að taka á sig dýr ferðalög til annarra landa til þess að komast á slík- ar æfingastöðvar. í öðru lagi þarf að fá hjúkrunarkonur, sem hlotið hafa sérstaka þjáífun í að meðhöndla lamað fólk. Og' er nú í undirbúningi að senda út hjúkrunarkonur til þess að kynna sér meðferð lamaðra sérstaklega. Snúið sér til almennings. Vegna þess að mikill kostn- aður er samfara öllum undir- búningi og framkvæmdum þessa máls hefir félagið nú snú- ið sér til almennings og heitir á hann að styðja þetta málefni, eins og hann hefir styrkt svo mörg önnur mannúðarmál. Ýmsar fjáröflunarleiðir eru á prjónunum, t. d. sala sérstakra eldspýtustokka, sem verða dýr- ari en venjulegir stokkar, en mismunurinn mun renna til styi'ktar lömuðum og fötluð- um. Styrktarfélagar geta menn og líka orðið og öll aðstoð í hvaða mynd sem er, er þakk- samlega þegin. Það er ástæða til að vekja eftirtekt almennings á þessu málefni. — kr. Gáta dagsins. Nr. 302: Eikur tvær á einum hól eg hef litið standa, önnur föl og ellimóð, en önnur vel í blóma stóð. Svar við gátu nr. 301: Hugurinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.