Vísir - 08.12.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 08.12.1952, Blaðsíða 8
1 &ÆKNAR OG LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyfjabuðinni Iðunn,;sími 7911, WBMW.WL LJÓSATÍMI bifreiða er 15,00 til 9,35. Næst verður flóð í Reykjavík kL 22.00. Mánudaginn 8. desember 1952 8. dagur veirkfaSlsins: Verkfallinu beint að Reykjavik? 3fe«« fara sér ha>tjí á ísafirði of/ Noröiirði. Á laugardag gerðist það í verkfallinu, að samrtinganefnd vérkalýðsfélaganna hélt útifund á Lækjartorgi. Var einna mest klappað fyrir ræðu AB-formannsinsk Hannibals, enda hótaði kann því að láta loka fyrir rafmagnið í Reykjavík, svo að bæjar- buar yrði að sitja myrkrinu og gætu ekki velgt ofan í sig sopa. Einnig var hótað að stöðva landhelgisgæzluna. Ekki mundu Bretar harma það! ★ Svo lítur nú út fyrir að verkfallinu sé aðallega stefnt gegn Reykjavík. Engir aðrir staðir á Iandinu hafa verið spenntir sömu tökum. Hér hefur nær allt verið stöðvað nema hiti og rafmagn og mjólk til ungbarna og sjúkra. Nú hefur verið hótað að taka mjólkina af þessum hjálparvana og þjáðu meðlimum þjóðfélagsins, ef samningar takast ekki næstu 2—3 daga. Mun ekki þekkjast að slíku vopni Iiafi verið beitt í verkfalli hjá nokkru siðuðu þjóðfélagi. Kjördæmi Hannibals (ísafjörður) hcfur ekki flýtt sér út í verkfallið. Þegar verkamenn hér í Rvík hafa verið í verkfalli tvær vikur ætla Isfirðingarnir hans Hannibals að leggja niður vinnu, en þá verður kannske verk- fallinu lokið, svo þeir þurfa engu að tapa. Verkamenn á Nörð- firði, sem kommúnistar stjórna, eru vanir því, að vinna meðan aðrir gera verkfall, en ganga svo inn í kjarabæturnar þegar deiian er unnin. Hyggnir menn. *. ★ Enn liafa farið bréfaskipti milli ríkísstjórnarinnar og verk- fallsnefndar verkalýðfélaganna. Ásakar nefndin stjórnina fyrir það að hafa ekki gert ráðstafanir til að afstýra stöðvun atvinnu- lífsins, áður en verkfallið kom til framkvæmda. Stjórnin bendir á, að sjálft Alþýðusambandið hafi ekki gert ráð fyrir verkfalli strax þótt samningum væri sagt upp. Ennfremur telur hún það algera nýjung ef til þess er ætlast, að ríkisvaldið taki að sér lausn vinnudeilu, án þess að deilu-aðilar komi þar til. Auðséð er á öllu að verkfallsnefnd vill fyrir hvern mun gera ríkis- stjórnina að aðila í deilunni sökum þéss að nefndin mun nú vonlaus um að fá nokkra úrlausn hjá sínum rétta mótaðila, vinnuveitendum. ★ Á því ber nokkuð manna á milli, að sumum finnst sjálfsagt að ríkisstjórnin skerist í leikinn. Undir sérstökum kringum- stæðum getur það að vísu verið nauðsynlegt. En hvarvetna er litið svo á og verkalýðsfélögin halda því jafnan fast fram, að um kaup og kjör verði að yera frjálsir samningar milli verka- Iýðsfélag.-og vinnuveitenda, án íhlutunar ríkisvaldsins. Hvor- ugur aðili hefur óskað þess að ríkisstjórnín leysi deiluna og engar tillögur hafa verið fyrir hana Iagðar. Sáttasemjarinn er skipaður af hinu opinbera til þessa að leiða deilur til lykta. Þess vegna er ekki við því að búast að ríkisstjórnin hafi af- skipti af deilunni meðan að'ilar hafa ekki til hennar Ieitað. F Jársvikarar Millilandaflugvélín sHekla* stöðvuð í nétt. Ennfraanur var neitað um afgreiðslu pésts úr henni. Austin-bílar í iapan. Austin-bílasmiðjurnar ætla að láa setja saman 2000 bifreiðar í Japan á næsta ári. Verður unnið að samsetningu bifreiðanna í Jokohama. — Fé- lagið ráðgerir að tífalda sölu sína á bifreiðum í Japan á næstu ,7 árum. Lundúnaráðstefn- an gengur vel. London. (A.P.). — Samveld- isráðstefnan brezka ræddi í gær fullkomnari hagnýtingu auðlinda samveldisins. Butler, fjármálaráðherra Bretlands sagði að fundinum loknum, að byrjunarstörfin á ráðstefnunni hefðu gengið mjög að óskum. í dag sitja for- sætisráðherrarnir á ráðstefn- tmi fund með krýningarnefnd- inni. dæmdir í Moskvu. Moskva (AP). — Sex em- bættismenn „hænsnahrings- ins“ í Moskvu hafa verið dæmdir fyrir fjársvik. Höfðu þeir dregið sér sem svarar hálfri milljón króna af fé fyrirtækisins. Tveir voru dæmdir í 25 ára fangelsi, en aðrir í minni refsingu. -----♦.... Bera fram vantraust á Churchill. London (AP). >— Brezkir jafnaðarmenn hafa borið fram tillögu um vantraust á ríkis- stjórnina. í greinargerð segir, að beitt sé óforsvaranlegum aðferðum til þess að knýja mál gegnum þingið. — Ekki hefir verið til- kynnt hvenær umræða fer fram. „Ágirnd“ at- huguð nánar. Tekin a£ sýningar- skrá £ gær. Það hefur vakið nokkra eftir- tekt í bænum, að „Ágirnd“, þög ul kvikmynd Óskars Gíslason- ar, sem ákveðið hafði verið að sýna í Tjarnarbíó í. gær á öll- um sýningum, var tekin af sýn- ingarskrá. Vegna þessa hefur Vísir afl- að sér upplýsinga. Barnavernd- rnefnd hafði fyrir sitt leyti gef- ið leyfi til þess, að myndin yrði sýnd, en börnum innan 16 ára bannaður aðgangur. Eftir frum sýningu í vikunni sem leið birtu sum blöð harðorða gagn- rýni á kvikmyndina, þar sem hún var talin ósmekkleg og vafasamt sýningarefni. — Lög- reglustjóri fór þess þá á leit við Óskar á laugardagskvöld, að hann léti ekki sýna myridina í gær, og. varð Óskar við þeir; i • beiðni. í dag eða á morgun mun væntanlega verða tekin á- kvörðun um, hvort felldur skuli úr myndinni einhver hluti her.n ar, og þykir sennilegt, að sú lausn verði á. ■... ♦ Kona hverfur. Auglýst hefur verið eftir konu héðan úr bænum, sem fór að heiman síðd. í gær og ekk- ert hefur spurzt til síðan. Konan heitir Ingibjörg Jóns- dóttir, Vesturgötu 52, 45 ára að aldri. Hún mun hafa farið að heim- an síðdegis í gær, en þeir sem kynnu að hafa orðið hennar varir síðan, eru beðnir að til- kynna það lögreglunni. Einkaskeyti frá AP. New York í morgún. I morgun snemma hófst ráð- stefna Eisenhowers og ýmissa helztu ráðunauta hans á beiti- skipinu Helena, sem nú Iiggur undan Wake-ey, á Kyrrahafi. Meðal ráðunauta hans eru fjórir menn, sem gegna munu mikilvægustu ráðherraembætt- um í stjórn Eisenhowers, er við tekur í janúar — Wilson, sem verður landvarnaráðherra, én hann fór til Kóreu með Eisen- hower, John Foster Dulles, sem verður utanríkisráðherra, Humphrey, væntanlegur fjár- málaráðherra, og McKaye, sem verður innanríkisráðherra. — Hinir þrír síðastnefndu fóru flugleiðis til Wake-eyjar, en þaðan voru þeir fluttir í heli- kopter út í beitiskipið. Þegar millilandaflugvél Loft- Ieiða, „Hekla“j kom til Reykja- víkur í nótt, neituðu verkfalls- menn að hún fengi benzínaf- greiðslu og þar með er för lienn- ar vestur um haf heft. Hekla var á leið frá Evrópu með 52 ameríska hermenn sem voru á leið heim til sín í jóla- leyfi. Kom Hekla kl. 4 í nótt og var áætlun hennar að fara héðan aftur tveimur klukku- stundum síðar.,. Þes smá geta að Loftleiðir hafa sjálfar nægilegt benzín í sínum vörzlum og þar eð eng- inn starfsmaður félagsins er í Hæstu vinningarnir. 150.000.00 kr. nr. 10987, 25.000.00 kr. nr. 10814, 15.000.00 kr. nr. 38654, 10.000.00 kr. nr. 15561, 5.000.00 kr. nr. 14158, 2.000.00 kr. nr. 24480, 1.000.00 kr. nr. 1666. — 500.00 kr. komu á nr. 12666, 16928, 25321, 28364 og 200.00 kr. á nr. 2824, 7631, 11773, 13885, 16664, 18149, 27827, 33300, 37582, 38499. — Birt án ábyrgðar. -------♦------- Bonn (AP). Dagbók Dönitz flotaforingja, sem var æðsti maðus þýzka flotans á stríðs- árunum, verður gefin út á prenti bráðjega. Dönitz situr í fangelsi í Berlin, ásamt fleiri forsprökkum názista. Kunnugt er, að á ráðstefn- unni verður fjallað um ýmis vandamál, fyrst og fremst um þau vandamál, sem varða Kóreu. Að ráðstefnunni á beitiskip- inu lokinni heldur það áfram til Hawaii með Eisenho.wer, én ekki er getið um hvort ráð- herrarnir 3, sem flugu til Wake-eyjar, fari sjóleiðis eða loftleiðis heim. Eisenhower flýgur frá Honolulu til San Francisco. Kunnugt er orðið, að meðan Eisenhower dvaldist í Kóreu, gerðu kommúnistar mestu til- raun sína til þessa til loftárásar á Seoul og var Eisenhower þar þá. Flugvélanna varð vart í ratsjám í tæka tíð, og tókst engri þeirra að komast inn yfir borgina. verkfaHi taldi félagið sér heimilt að afgreiða sjálft ben- zín á flugvélina, svo sem bif- reiðastjórum helzt uppi að af- greiða benzín á sín eigiri’ farar- tæki ef þeir geyma sjálfir ben- zínið. # En er til þess kom að fylla átti benzíngeyma vélarinriar neituðu verkfallsverðir að það yrði gert. Hefur félagið kært yfir þessu og bíður eftir að fá úrskuró T málinu í dag. Þykir því óhag- ræði rnikið að sitja hér uppi með hálft hundráð manria þar sem ill — eða ógjömingur er að fá handa þeim húsnæði á hótelinu. Þá neituðu verkf allsihenn einnig um afgreiðslu á pósti. En síðast er Hekla kom hing- að var þó leyft bæði að afgreiða póst og flutning úr flugvélinni, enda eru það störf áhafnar flugvélarinnar. Var póstur og varningur allur látinn upp í flugvélina aftur að boði verk- fallsmanna, en samtals voru um 250 kg. af Evrópupósti í véUnni sem hingað áttu að fará'. - Eftir nokkra stund leyfðu verkfalls- menn samt að hvorttveggja yrði tekið úr vélinni, gegn því að það yrði innsiglað í faráng- ursgeymslu Loftleiða á flug- vellinum og ekki hreyft þaðan. Þegar póstbíll var sendur, laust eftir kl. 8 í morgun út á flugvöll til þess að sækja póst- inn voru þau svör gefiri að hann yi’ði ekki afgreiddur. Nokkru áður var búið að neita póst- stjórninni um leyfi til þess að senda póst héðan með Heklu til Ameríku. Ekkért hefur ennþá gerzt í sambandi við afgreiðslu pósts- ins úr Gullfossi og í nótt kom Dettifoss frá Bandaríkjimum og er talið að sama verði látið gilda um afhendingu pósta úr honum. ♦ ---- Sundmeistaramót í kvöld. Hið áilega sundmeistaramót Rvk. verður háð í Sundhöllinni í kvöld og hefst kl. 8.30 síðd. Á þessu sunnmóti má búast við mjög skemmtilegri og spennandi keppni í mörgum greinum, þar sem allir beztu sundmenn bæjarins taka þátt í því. T. d. Pétur Kristjánsson, Ár- manni og Gylfi. Guðmundsson, Í.R., er þreyta með sér 100 m. skriðsund karla. í 100 m. baksundi karla má nefna methafann Hörð Jóhann- essön, Ægi, meðal þátttakenda. Mótinu lýkur með því, að úrslitaleikur sundknattleiks- meistaramóts Rvk. fer fr; m milli Ármanns og K.R. Eisenhower og væntanlegir ráöherrar ræða Kóreumál. Þeir hittust hjá Wakeeyju í morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.