Vísir - 01.02.1958, Blaðsíða 1

Vísir - 01.02.1958, Blaðsíða 1
q k\ i y i 18. árg. Laugardaginn 1. febrúar 1958 26. tbl. Uin 35 þiisuiid íslendingar stunda nám í skólum. iiiiiBlt Myndin er af „Queen Elisabeth“, er hún var til árlegs eftirlits í Soutliampton nýlega. Myndin sýnir vel „fallegar línur“ !i)essar drottningar hafsins. Eisenhower skrifar þinginu um viðskipti. ‘ * * Oskar framlengingar gildandi heimildar uin 5 ára skeið. Fregnir frá Washington lierma, að Eisenhower forseti hafi sent þjóðþinginu tilmæli um fimm ára framlengingu á gildandi fyrirkomulagi tun gagnkvæm viðskipti, en það gengur úr gildi við lok þessa fjárhagsárs 30. júní. m í sérstökum boðskap forset- ans til þjóðþingsins um þetta efni segir m. a., að viðskipta- málaráðherrann muni síðar senda þinginu tillögur í þessu efni, þar sem nánari grein verði gerð fyrir áformum um viðskipti. (í tilkynningum ut- anríkisráðuneytisins og við- skiptamálaráðuneytisins í des- eniber var frá því skýrt, að for- setinn mundi einnig fara fram á, að lækka innflutningstolla um 5% árlega næstu 5 ár). yc Bandaríska stórskotaliðið í Suður-Kóreu hefir nú til umráða fallbyssur útbún- ar til þess að skjóta kjarn- orkuyddum kúlum. Slíkar fallbyssur standa öllum • Nató-þjóðum til bo?Ía. Af þeim má einnig skjóta venjulegum kúlsam. Ekkert var látið uppskátt um hve- nær fallbyssuE.' af þessari ger'ð voru fimttajr tsl Kó.reu. í boðskap sínum segir for- ■setinn nú, að alveg sérstök á- stæða sé til komin til stuðnings framlengingu umræddrar heim ildar, og það sé hið efnahags- lega samstarf sem sé að koma til sögunnar í Evrópu. Nauð- synlegar verði samkomulags- umleitanir við þennan sameig- inlega rnarkað, er verði næstum eins mikill og Bandaríkin (mið- að við íbúatölu) og muni taka ! 4—5 ár að ganga frá þeim til íullnustu. I ! Þa telur forsetinn nauðsyn- jlegt að tryggja framtíð gagn- j kvæmra viðskipta, svo að unnt. ■ sé að sig'rast á þeirri hættu, sem hinum frjálsa heimi stafar, af hólmgönguáskorun kommún ista á hinum efnahagslega vettvangi. Geta Sovétríkjanna til útflutnings sé mikil og þeir hafi samtímis getu og vilja til innflutnings, en til þess að Bandaríkin geti up.nið sitt hlutverk, að vernda og efla hið frjálsa efnahagskerfi gegn hinni sovézku kæúu, verði aö fá heimildina samþykkta. í lok bcðskapar sins leggur hann áherzlu á mikilvægi framlengingarinnar með tilliti til bandarískra þióðarhags- muna og öryggis. sr og kommar? Ástæða er til að ælla, að nokkur fótur sé fyrir því, að unnið sé nú að því á bak við tjöldin af ýmsum álirifa- mönnum Alþýðuílokksins, að kratar og kommúnistar saineinist í einum flokki. Sagt er, að sumir forráða- menn Alþýðufl. lialdi þ.ví fram, að flokkurinn Siorfi nú fram á vonlausa baráttu og þess vegna sé ekkert annað að gera en aö sameina „vinstri“ öflin, eða „verka- lýðsflokkana“ í einn flokk. Alþýðublaðið skrifar í leiðara í fyrradag: „Enginn hugsandi maður efast um, að vinstri hreyfingin eigi mikla framtíð í Reykjavík, ef sundrungin heldur ekki áfram að lama hana og verða vatn á myllu íhaldsins." -----„Nú er liins vegar ástæða til að ætla, að úrslit bæjarstjórnarkosninganna ljúki unp augum allra raun- verulegra vinstri manna fyrir nauSsyn þess að láta slíkan draum rætast“(vinstri samviimu). Æðsta ráð Ál- þýðuflokksins mun hafa haldið fund í gær og liefir mál þetta vafalaust verið til umræðu. Ef sameining flokk anna nær fram að ganga, þá hefir loksins ræzt sá draum- ur kommúnista, að gleypa !það sem eftir er af krata- flokknum og að líkindum breytir nú rauði úlfurinn enn einu sinni um nafn og velur sér í þetta skipti nafn fórnarlambsins. Skúíar ti iíttatSinu t*nt 304 itt isins. * # I iii 700 tsleiidíiigar wtunda ii.siit erlendisí. Samkvæmt upplýsingiun írá fræðsliunálaskrifstofunni í Reykjaiik lætur nærri að 35 þúsund niaiins stundi nú riám í skölnm landsins og um 700 fs- lendingar munu stunda nám við erlenda skóla. I yfirliti, sem Visir hefur feng ið hjá fræðslumálskrifstofunni, segir að 20 410 nemendur séu í barnaskólum landsins, en barna skólarnir eru 227 talsins og kennarar við þá 903 að tölu, þar með taldir stundakénnarar. Skipting barnaskólanna í landinu er þannig að í kaupstöð- um eru 30 skólar, fastir heiman- gönguskólar utan kaupstaða 75, heimavistarskólar 45 og farskól- ar 77. Um barnafræðsluna skal þess þó getið að nemendatalan, sem getið er að framan, er frá skóla- árinu 1956—57 og því sennilegt að nemendatalan sé eitthvað hærri nú. Stef 10 ára. Stef átti 10 ára afniæli í gær. Verður þess nánara getið síðar hér í blaðinu. 1 barnaskólunum voru þá 339 börn, sem voru innan við skóla- skyldualdur eða yngri en 7 ára. Einkabarnaskólar eru 5 alls með 828 nemendum og eru þeir taldir með hér að framan. Og af 760 föstum barnakennurum eru 20 þeirra við einkaskóla. Tala stundakennara við barnaskplana var 143 á s.l. skólaári. Framhaldsskólar eru 137 að tölu, en heildartala allra skóla landsins, þ. e. að meðtöldum barnaskólunum er 364. Kennar- ar við framhaldsskólana eru 1261 talsins, og þar af meir en helmingur eða 782 stundakenn- arra. Skólar gagnfræðastigsins eru 65 að tölu. Þar af 31 unglinga- skóli með 676 nemendum, 6 mið- skólar með 339 nemendurn, S héraðsskólar með 777 nemend- um, skólar gagnfræðastigsins í Reykjavik 11 talsins með 3111 nemendum og loks 9 gagnfræða- skólar utan Reykjavíkur með 1811 nemendum. Aðrir framhaldsskólar á land- inu eru 72, en það eru 4 náms- flokkar með 1320 nemendum, 11 húsnæðisskólar með 347 nemend um, 3 bænda- og garðyrkjuskól- Frh. á 6. síðu. Ágætar skemmtan- ir D-listans. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík efndi í gærkvöldi tij skemmtana fyrir þá er störfuðu f.vrir flokkinn á k. ördag. Voru skemmtanir þessar i fjórum samkomuhúsum en komust þó færri að en vildu. Fluttai’ voru ræður í upphafi hverrar skemmtunar og auk þess ílutti Gunnar Thoroddsen ávarp í hverju húsi og bæjar-| fulltrúar flokksins voru hylltir.l I Auk ræðna og ávarpa skemmtu Guðrún Á. Símonar, Kristinn Hallsson og Baldur Hólmgeirs-I son. Að lokum var svo stiginn| dans og skemmtu menn sér hið beeta. Fer Hermann nú að svara Búlganin? Kommar sagðir leggja hart ab honum. Þrálátur orðrómur gengur nú um það í bænum, að kommúmstar leggi liart að forsætisráðherra að svara bréfinu frá Búlganin hinum gerzka. Telja þeir, að nú sé rétti tíminn til að „koma vitinu fyrir“ forsætisráðherrann, því að framsókn sé senniíega fús til samruna eða a. m. k. mjög náinnar samvinnu við konunúnista eftir bæjarstjórnarkosningarnar og skipbrof vinstri stcfnunnar. Einnig þurfi að bæta fyrir það, sem forsætisráðherrann braut af sér, þegar hann fór til Parísar- fundarins fyrir jólin, og tók undir með Bandaríkjamönn- um, er sögðu, að fundurinn hefði verið spor í friðarátt, og samþykkti jafnframt, að herinn mundi ekki látinn fara „að svo stöddu“. Eitt það fyrsta, sem nauðsynlegt er að gera, að dómi kommúnista, er að svara Buiganin svo, að' hann sjái. að kommúiiistar eigi hér enn vini, eins og Molotov komst að orði, þegar hann fréíti um álykt- .unina frá 28. marz 1956. Þess vegna segir sagan, að kommúnisiar liggi í Hermanni og bíðji hann að svara sem iýrst, svo að Ísíand fái uppreisn seru austan járntjalds.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.