Vísir - 16.06.1958, Blaðsíða 7

Vísir - 16.06.1958, Blaðsíða 7
Mánudaginn 16. júní 1958 VlSIE verndar tennur ýðar í 8 klst. — Þetta heimsþekkta svissneska tannkrem er nú komið á íslenzka mark- aðinn. BINACA, sem ryður sér æ meira til rúms í Evrópu og víðar, er fyrsta tannkremið með varan- legum áhrifum, sem hreinsar tennurnar með 100% árangri og heldur hinum bakteríueyðandi áhrifum sínum í 8 klst, eftir burstun tannanna. — Efna- formúla fyrir BINACA tannkrem er frá hinni heims- frægu lyfjarannsóknarstofnun CIBA S. A. i Sviss. — Reynið BINACA strax í dag og sannfærist. Einkaumboð: FOSSAR H. F. BOX 762. — SÍMI 16105. Dagskrá HátíSahaldanna 17. júní 1958 m sölu eru 3 fólksbifreiðar, 2 vörubifreiðar, 1 sendibifreið, stál- pallur með sturtum og trépallur, ef viðunandi boð fæst. Til sýnis við bifreiðaverkstæði Rafmagnsveitunnar v/Elliðaár miðvikudaginn 18. júní eftir kl. 1 e.h. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 11 f.h. á fimmtudag. Rafmagnsveita Reykjavíkur. LOFTNETASTANGIR fyrir bifreiðar. Ennfremur: Beru bifreiðakerti með útvarps- þéttir, útvarps'þéttir, margar gerðir. SMYRILL, Húsi Sameinaða — Sími 1-22-60. UPPBOD Opinbert uppboð verður haldið í vörugeymslu Eimskipa- félags íslands í Haga, hér í bænum, fimmtudaginn 19. júní n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða ýmsar gamlar vörur eftir kröfu Eimskipa- félagsins til lúkningar geymslukostnaði o. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Tvær starlsstúfkur óskast Tvær starfsstúlkur, helzt vanar matreiðslu, óskast í eldhús Vífilsstaða um miðjan mánuðinn, til ao afleysa stúlkur í sumarfríum. Upplýsingar hjá matráðskonunni, sími 50332 kl. 2—4 og eftir kl. 8. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTLANNA. PRENTUN Á: PAPPiR . PAPPA . TAIf . GLEÍL* VIÐ • ^ I Imjfi fflt, fctr. fBifr 1 i» i ImB S yI't'jg—( iS«* MÁLMA • SHIRtINÓ • PAPPll^rArrÁ • TAw * GLtR SKIPMOLT5 S(M! 1-9S09 I. SKRÚÐGONGUR: Kl. 13.15 — Skrúðgöngur að Austurvelli hefj- ast frá þremur stöðum í bænum. Frá Melaskólanum verður gengið um Furu- mel, Hringbraut, Skothúsveg, Tjarnargötu og Kirkjustræti. Lúðrasveit Reykjavíkur og' lúðrasveit barnaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnandi: Paul Pampichler. Frá Skólavörðutorgi verður gengið um Njarð- argötu, Laufásveg, Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og Skólabrú. Lúðrasveitin Svan- ur og lúðrasveit barnaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnandi: Karl O. Runólfsson. Frá Hlemmi verður gengið um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Pósthússtræti. Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi: Jón S. Jónsson. Lúðrasveitir og fánaberar ganga inn á Aust- urvöll kl. 13.50. II. HÁTÍÐAHÖLDIN VIÐ AUSTURVÖLL: Kl. 13.55 — Hátíðin sett af formanni Þjóð- hátíðarnefndar, Eiríki Ásgeirssyni. Gengið í kirkju. Kl. 14.00 — Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prédikun: Séra Gunnar Árnason. Einsöngur: Frú Þuríður Pálsdóttir. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson, tónskáld. Dómkórinn syngur. Þess- ir sálmar verða sungnir: Nr. 11, Guð hæst í hæð, rir. 671, Beyg kné þín, fólk vors föður- lands, nr. 201, Verði ljós. Kl. 14.30 — Forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, leggur blómsveig frá íslenzku þjóð- inni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. — All- ir viðstaddir syngja þjóðsöngin með undirleik lúðrasveitanna. Stjórnandi: Karl O. RunóJfs- son. Kl. 14.40 — Forsætisráðherra, Hermann Jón- asson, flytur ræðu af svölum Alþingishússins. „ísland ögrum skorið“ súngið og leikið. Stjórn- andi: Paul Pampichler. KI. 14.55 — Ávarp fjallkonunnar af svÖIum Alþingishússins. „Yfir voru ættarlandi“ sung- ið og leikið. Kl. 15.00 — Lagt af stað frá Alþingishúsinu suður á íþróttavöll. Staðnæmst við leiði Jóns Sigurðssonar. Forseti bæjarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvíkingum. Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður syngja: „Sjá, roðann á hnjúkunum háu“. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir göngurini. Stjórnandi: Paul Pampichler. III. Á IÞRÓTTAVELLINUM: Kl. 15.30 — Ávarp: Gísli Halldórsson, formað- ur Í.B.R. Skrúðganga íþróttamanna og skáta. — Stúlkur úr Ármanni sýna fimleika. Stjórn- andi: Frú Guðrún Nielsen. Undirleikari: Carl Billich. — Piltar úr Í.R. sýna fimleika. Stjórn- andi: Valdimar Örnólfsson. — Sýningar- og bændaglíma. Stjói’nandi: Lárus Salómonsson. — Keppni í frjálsum íþróttum: 110 m grinda- hlaup, kúluvarp, stangarstökk.— 100 m hlaup. — 800 m hlaup. — 5000 m hlaup, kringlu- kast, þrístökk. — 1000 m boðhlaup. Keppt verður um bikar þann, sem forseti íslands gaf 17. júní 1954. — Skemmtiatriði: Poka- hlaup, eggjahlaup. — Keppni og sýningar fara fram samtímis. Leikstjóri: Jens Guðbjörnsson. — Helgi Hrafn Traustason og Bragi Friðriks- son kynna dagskráratriðin. IV. BARN ASKEMMTUN A ARNARHÓLI. Stjómandi og kynnir: Gestur Þorgrímsson. Kl. 16.00 — Lúðrasveitir barnaskóla Reykja- vikur leika. Stjórnendur: Karl O. Runólfsson og Paul Pampichler. — Ávarp: Franch Michel- sen, skátaforingi. — Leikþáttur: „Þegar ljón- ið fór til tannlæknis“. — Einsöngur: Sigríður Élla Magnúsdóttir, 13 ára. Undirleikari: Guð- rún Sveinsdóttir. — Baldur og Konni. — Ein- leikur á harmonikku, Emil Theódór Guðjóns- son, 12 ára. — Gamanvísur: Silja Aðalsteins- dóttir, 14 ára. V. KÓRSÖNGUR Á ARNARHÓLI: Kl. 17.15 — Karlakórinn Fóstbræður. Stjórn- andi: Jón Þórarinsson. Einsöngvarar: Árni Jónsson og Kristinn Hallsson. Undirleikari: Carl Billich. — Söngkór kvenndeildar S.V.F.f. í Reykjavík. Stjórnandi: Herbert Hribei> scheck. Undirleikari: Selma Gunnarsdóttir. — Karlakór Reykjavíkur. Stjórnandi: Sigurður Þórðarson. Einsöngvari: Guðmundur Jónsson. Undirleikari: F. Weisshappel. — Aalesunds Mandssangforening. Stjórnandi: Edvin Solem, organleikari. VI. í TÍVOLÍ: * • Kl. 15.00 — Skemmtigarðurinn opnaður. ■— Aðgangur ókeypis. Kl. 17.15 — Leikþáttur. —- Einleikur á har- monikku: Emil Theodór Guðjónsson, 12 ára. VII. KVÖLDVAKA Á ARNARHÓLI: Kl. 20.00 — Lúðrasveit Reykjavíkur. Stjóm- andi: Paul Pampichler. Kl. 20.20 — Kvöldvakan sett: Ólafur Jóns- son, ritari Þjóðhátíðarnefndar. — Lúðrasveitin leikur: „Hvað er svo glatt“. Kl. 20.25 — Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunn- ar Thoroddsen, flytur ræðu. — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Reykjavíkurmarz eftir Karl O. Runólfsson. Höfundurinn stjórnar. Kl. 20.40 — Þjóðkórinn syngur. Stjórnandi: Dr. Páll ísólfsson. Einsöngvari: Kristinn Halls- son. Þessi lög verða sungin: Þú, vorgyðja, svíf- ur .. Þú nafnkunna landið .. Vormenn ís- lands .. Þú ert móðir vor kær .. Ólafur reið með björgum fram .. Hver á sér fegra föðurland? Kl. 21.00 — Leikfélag Reykjavíkur: Skemmti- þættir. Kl. 21.25 •— Nokkrir söngvarar úr Félagi isl. einsöngvara, ásamt hljómsveit Björns R. Ein- arssonar. Kl. 21.45 — Brynjólfur Jóhannesson, leikari: Gamanvísur. — Undirleikari: F. WeisshappeL VIII. DANS til kl. 2 eftir miðnætti: Að kvöldvökunni lokinni verður dansað á eft- irtöldum stöðum, kynnir Guðmundur Jónsson óperusöngvari: Á Lœkjartorgi: Hljómsveit Kristjáns Kristj- ánssonar. Einsöngvarar: Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms. í Aðalstrœti: Hljómsveit Svavars Gests. Ein- söngvari: Didda Jóns. Á Lœkjargötu: J.H. kvintettinn. Einsöngvari: Sigurður Ólafsson. Hljómsveit Björns R. Einarsson leikur til skiptis á öllum dansstöðunum. KI. 02.00 — Dagskrárlok. Hátiðahöldunum slitið frá Lækjartorgi. ATKS. Þjóðhátíðamefndin áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá, ef nauðsynlegt er, vegna veðurs. Börn, scm lenda í cskilum, verða „geymd“ að „Hótel Heklu“ við Lækjartorg (afgreiðsla S.V.R.), unz þeirra verður vitjað af aðstánd- endum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.