Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Föstudagur."' .7.-  márz   1958
& I b f 8 n h I a 8 18
¦1»!
Minningarorð
i BRYNLEIFUR TOBIASSON
áfengisvarnarráðunautur and-
aðist að heimili sínu hér í borg
hinn 28. febrúar síðast liðinn.
Kona hans, Guðrún Guðnadótt-
ir, hafði fyrir nokkrum dögum.
verið flutt á sjúkrahús bungt
haldin. Klukkan 4 um nóttina
hinn 28. febrúar var Brynleifi
-tilkynnt, frá sjúkrahúsinu, lát
konu sinnar. Hann brá skjótt
við, og klæddist í skyndi, en
hneig bá niður og var begar
örendur. Mun nær einsdæmi,
að hi'ón andist með svo svipleg-
um hætti, á einni og sömu
stundu. En enginn má sköpum
renna. Dauðann fær enginn um
flúið. Hann mátar alla jafnt,
fyrr eða síðar.
En þrátt fyrir vissuna um
mátleik Dauðans, kemur hann
samferðamönnunum ætíð á ó-
vart, ekki hvað sízt, er hann
ber að með iafnmikilli. skynd-
ingu og hér varð.
Ekki mun þá, og þar á með-
ál þann er betta ritar, sem tal
áttu við Brynleif Tobíasson,
nokkrum klukkustundum áður
en hann lézt, hafa grunað að
það yrði síðasta samtalið. Við
höfðum vissulega talið það
nokkurn veginn öruggt, að hin-
ir miklu og góðu starfskraftar
Brynleifs Tobíassonar, ættu
enn.eftir að njóta sín um ára-
bil. Okkur fannst, að sízt mætt
um við missa hann, en nú er
hann fyrirvaralaust kallaður
burt frá miklu starfi, eftir mik
íð og gott dagsverk.
. Heimur hverfleikans — það
er heimur vor.
Brynleifur Tobíasson var
Skagfirðingur að ætt, fæddur
í Geldingaholti hinn 20. apríl
1890, því tæpra 68 ára, er hann
lézt.
Trúr uppruna sínum og af
tryggð við fornar venjur, lagði
hann á unga aldri leið sína
„heim að Hólum" og nam bú-
fræði, því þá var önnur fræðsla
á þeim fornhelga stað undir lok
liðin. Aðeins tveim árum síðar,
eða 1909 lauk hann'kennara-
prófi í Reykiavík og var svo
foarna- og unglingakennari bæði
í Skagafirði og í Reykjavík um
árabil. Árið 1918 tók hann stúd
entspróf og-settist sama árið að
á Akureyri, og gerðist bar kenn
ari við gagnfræðaskólann og
síðar menntaskólann. Kennslu
stundaði hann við :SkóIa þann
allt til ársins 1954, að hann var
skipaður : áfengisvarnarráðu-
nautur, af faáverandi dómsmála
ráðherra Biarna Benediktssyni.
Árig 1922—23-dvaldist Bryn-
leifur við framhaldsnám í sögu
m.a. við háskólana í Kaup-
mannahöfn. og Leipzig. Hann
var mikill aðdáandi þýzkrar
turgu og memiingar
Á Akureyri hlóðust brátt á
Brvnleif margvísleg oninber
'storf, enda starfs- og hæfileika-
maður mikiH um fé!ag*sleg mál
. efni. Hann átti sæti í bæjar-
stió:n um árabil og var m.a.
um skeið forseti hennar. Amts-
bókavö^nr var hann á árun-
um 1918—20 og formaður
stiórnarnefndar safnsins frá
1931 og um áratngi, einnig átti
hann |í?ti í stiórn Ræktunar-
félags Norðurlands. Má segia
að béssi stnrf bsp»ði, væru tákn-
xæn fyrir Brynleif, svo mikínn
áhuga sem hann iafnan hafði
á ræktun lands og lýðs.
Um skeið fékkst hann við
blaðamennsku og var ritstióri
og eígandi blaðsins „íslending-
ur" um tíma, einnig var hann
ritstjóri „Templarans" á árun-
1924—27. Þá var hann í fram-
boði til Alþingis í nokkur skipti
bæði í Skagafirði og víðar.
Meðal rita Brynleifs Tobías-


Brynleifur Tobiasson.
sonar er „Bindindishreyfingin
á íslandi", hið ágætasta heim-
ildarrit um sögu bindindishreyf
ingarinnar hérlendis, bað kom
út á 50 ára afmæli Stórstúuku
íslands árið 1956. Þá kom frá
ha.ns hendi mikið rit í tveim
bindum, „Hver er maðurinn?".
Er þetta grundvallarrit í ís-
lenzkri mannfræði og ómetan-
leg handfoók og fróðleiksnáma.
Á þessu sviði bókmennta vorra
vísaði Brynleifur Tobíasson
veginn. Auk þess hefur hann
ritað f.iölda greina og flutt sæg
erinda, sögulegs eðlis og um
bindindismál og önnur efni.
Nokkur þessara erinda eru
prentuð svo sem Jón Ögmunds-
son, Vísi-Gísli, Góðtemplara-
reglan, Horft um öxl og framá
leið (nokkur .útvarpserindi) o.
fl.
Eins og marka má af þessari
stuttu upptalningu, er það lióst
að Brynleifur Tobíasson hefur
í starfi, ræðu og riti víða kom-
ið . við. Af bví sem.. hann hefur
sagt og ritað, er það l.ióst, að
hann unni hollum erfðavenium
og hverjum þeim iífsháttum,
sem líklegir .v.aru. til, að.varðr,
veita þá. Hann var og manna
i'róðastur í sögu þjóðar sinnar
og hann unni íslenzkri tungu
og, bókmenntum. „Málið fræga
söngs og sögu" lét honum iafn-
vel, hvort heldur var í ræðu
eða riti. Brynleifur var fæddur
fræðimaður og afbragðs kenn-
ai. Rit hans og prentaðar ræð-
ur munu án efa lengi halda
nafni hans á lofti. En meðal ís-
lenzku bióðarinnar í heild mun
forysta hans í bindindisbaráttu
hennar og starf hans í Góð-
templarareglunni vara lengst
cg eftirminnilegast komandi
kynslóðum. Þar var hann ára-
tugum saman ókvikull í fylk-
ingarbrjósti. í þágu þessa mál-
efnis ;var starf hans mikið og
gptt. I honum sameinaðist heil-
brygð lífsskoðun, þrennandi á-
hugi, einstök skyldurækni og
ástundun,     framúrskarandi
þekking, góðar gáfur og göfug-
lyndi, sem hvarvetna ávann sér
virðingu og traust.
—o—
Brynleifur Tobíasson gerðist
félagi Góðtemplarareglunnar
13. febrúar árið 1912 á Sauðár-
króki. Hann var því búinn að
vera templar í rúm 46 ár, er
hann lézt. Hann gegndi fjölda
trúnaðarstarfa innan Reglunn-
ar, var meðal annars stórtempl
ar' tvívegís, fyrst á. árunum
1924—27 og síðar 1955—57.
Umboðsmaður Hátemplars var
hann 1935—38. Hann mætti
sem fulltrúi íslands á mörgum
alþióðaþingum bindindismanna,
bæði Hástúkubingum og öðr-
um. Hann var í miðstjórn nor-
rænu bindindisþinganna fyrir
íslands hönd, frá því 1926 og
iafnan fulltrúi á þeim þingum.
Á Akureyri starfaði hann ó-
sleitilega bæði í framkvæmda-
nefnd Umdæmisstúkunnar bar
og í sinni eigin stúku, en hann
var lengst af félagi st. ísafold-
F.iallkonan nr. 1, en hún er elst
góðtemplarastúkna hér á landi,
stofnuð 10. ianúar 1884.
Eins og fyrr segir var hann
skipaður    áfengisvarnaráðu-
nautur ríkisst.iórnarinnar árið
1954 samkvæmt hinum nýiu
áfengislögum, sem þá tóku
gildi. I því embætti vann hann
mikið og gott skipulagsstarf og
lagði faann grundyöll, sem þeim
er við taka ætti að vera auð-
velt að halda við, auka og efla.
Heppilegri maður en Brynleif-
ur var vandfundinn til að móta
og grundvalla þetta nýja starf,
sem þarna var til stofnað. Hann
hlífði sér heldur hvergi. Hann
ferðaðist um landið þvert og
endilangt, rumskaði við hálf-
sofandi áfengisvarnanefndum
og stofnaði nýiar þar sem þær
voru ekki fyrir, beitti sér síð-
an fyrir sambandi þeirra á milli
á vissum svæðum og sá um það
að hvergi væri sofnað á verð-
inum.  Skipulagsgáfa  hans  og
árvekni var ótvíræð.
¦—o—¦
Brynleifur Tobíasson var tví-
kvæntur, ¦ fyrri kona hans var
Sigurlaug Hallgrímsdóttir frá
Akureyri, hún lézt eftir
skamma sambúð. Þau áttu einn
son, Sigurlaug, sem nú er Amts
bókavörður á Akureyri. Er hon-
um og f.iölskyldu hans sendar
innilegar samúðarkveð.iur. —
Seinni kona hans var, eins og
áður segir, Guðrún Guðnadótt-
ir. bau.höfðu.verið gift i fimm
ár.
—o—
Brynleifur Tobíasson var
glaðvær alvörumaður. Heillynd
ur og biartsýnn drengskapar-
maður. Góðtemplarareglan og
íslenzka bindindishreyfingin í
heild hefiu* mikið misst, og hún
hefur lika mikið að þakka, um
leið og hún blessar minningu
þessa mikilhæfa og ágæta fé-
laga.
Einar Björsisson.
ynning
tií gialdenda skatts á
stóreignir.
Samkvæint reglugerð nr. 21, 4. marz 1958, fram-
Iengist áður auglýstur kærufrestur út af álagniiigu
skatts á stóreignir til 27. marz n.k. í Reykjavík, en ann-
ars staðar á landinu til 6. anríl næstk.    ."
Reykjavík, 5. marz 1958.
Skattstjórinn í Reykjavík.
Bréfakassirsn
D
MANUDAGSBLAÐIÐ 3/3'58
skýrir frá því, að þj.ófur hitti
þjðf".
Það er nú sennilega gaman fyr-
ir þá skinnin, að finnast á með-
an á annað borð er eitthvað til
af þeim: En eiginlega finnst
manni að tegundin ætti að vera
gengin til þurrðar engu minna
en stóðin hjá bændunum.
Sauðaþjófar fyrirfinnast eng
ir nú orðið og betta var bó að-
all stéttarinnar. En beim'hefur
vísast fækkað mest, bæði þykir
nú ekki víðeigandi lengur að
eta feitt két nema af svíni sé,
hitt er svo sveitó og púkalegt
og svo hafa stórfækkaðir sveita
menn ekki tíma til að hrifsa, —
ég tala nú ekki um að fela. —
Þeir verða að heyja og hagtæra
fóðri ofan í það flest fé, sem
verið hefur á landi hér, og eru
þetta fæstir til þess, sem þeir
bafa nokkurn tíma verið, þar á
ofan verða þeir að sinna um
stærri kúabú en forfeður þeirra
gat órað fyrir að til , niyndu
verða, og er þá lítill léttir þótt
þeir séu að verða hrossafáir
eins og þeir raunar eru orðnir
flestir. Kaupstaðirnir hafa að
vísu svo sem kunnugt er dá-
litla framleiðslu af fólki til
nefndrar starfsgreinar, en það
er svo illa að þeirri viðkomu
búið, að engu tali tekur. Ðyr.i-
endurnir eru reknir varla hálf-
lærðir burtu frá beztu æfingar
stöðunum og upp í sveit, bar
sem varla liggur nokkur verð-
mætur hlutur frammi. Aílir s.iá
¦að niðurgrafnir heimilistankar
eða stórar, ryðgaðar sláttuvél-
ar eru ekki álifleg æfingartæki
f-y-r-i-r-pasturslitla- unglinga, sem.
auk þess yrðu að stunda áhuga
mál sitt að mestu á svefntíma,
iúnir eftir langan dag.
Samt segir Mánudagsblaðið
enn þann dag í dag, að þiófur
hitti þjóf.
Hvar spretta þeir þá upp all-
ir þessir þiófar, sem nú vinna
svo náið að saman ber fundum
þeirra? .
¦ Jú, viti nienn! Þetta eru þá
vel  uppfærðir  verzlunarmenn
vegna jarðarfarar.
Áfengisvarnarráð.
með mjúkt skinn og hreinaP
hendur, sem Mánudagsblaðið
titlar svona næsta kynslóð á
eftir ungu mönnunum, sem Jón
heitinn Þorláksson taldi hafa
svo hreinar hugsanir. Það eru
frændur og sálufélagar pilt-
anna, sem stálu leiðslunni að.
vitanum á Oskjuhíðinni þegar
hann var lengst óstarfhæfur.
Og þeir þurftu verðmætisins
ekki meira en svo sem s.iá má
á því að þeir áttu nægilega mik
ilsmegandi aðstandendur til
þess að vera biargað úr klóm '•*
lögreglunnar allt að bví sam-
stundis. Aumingia drengirnir
skyldu ekki eymsl á hnútun,-
um nóttina þá af óvörðuðum
tugthúsbálkum. Ef þeir kæm-
ust heim tímanlega nætur
kynnu þeir líka að geta falið
annað þýfi, ef til skyldi vera,
eða samið og samræmt væntan.
legan framburð fyrir rétti o,g
verið svo undirbúnir áður en
lævísir lagasnápar færu að
leggia fyrir þá gildrur óg veiða
upp úr beim fleira og meira en.
þeir voru staðnir að verki við.
„Algert athafnafrelsi ein-
staklingsins", hrópar Mánudags
blaðið og ætlar að lækna með
því alla þá bölvun, sem þ\S
jfannst stafa af Eysteini Jóns-
syni. Nú þjóðin er svo sem ekki
öllum heillum horfin. Kristián
Ágústsson er líka ögn að hugsa
um okkur þótt burt sé hann
fluttur. Mánudagsblaðið getur
hans í sama tölublaði og þvi,
sem segir frá „þiófunum" og
má kalla, að því yilji til með
atburði. Þarna sendir maðurinn
inn rúman tug af hálfsams'ett-
um bífam—og- tekur— varahluti
vegna hagstæðari tolla en að,
lögum eru á bílum.
Þetta var nú meiri blessun,-
in. Þarna átti ekki að láta hindr
ast af tollalögg.iöf. Furðulegt
samt að Mánudagsblaðið virð-
ist helzt draga dár að öllum til-
burðum innflyt.ienda bílanna,
þar sem þó segir sem aðalboð-
skapur rammagreinar í sama
tölublaði: „Aðeins alg.iört at-
hafnafrelsi einstaklingsins get-
ur bjargað þjóðinni úr bví
svaði, sem fiárrnálastiórn Ey- -*
steins Jónssonar hefur leitt yfir
hana".
Klausa þessi er öll hið merki
legasta athugunarefni. Annar
eins boðskapur og krafa þessí
um svona framsett athafna-
frelsi, hlyti fram á síðustu tíma
að hafa talizt einkaeign hinna
fullkomnustu tugthússkandí-
data og þjóðfélaginu næg rétt-
Framhald á 4. síð'u.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12