Morgunblaðið - 02.11.1913, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1913, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ „Sjáðu JTlcmgi", sagði strákurinn, sem mætti vini sínum, er gekk haltur af skóþrengslum, »mér er ekkert ilt í löppunum, því eg er á stigvélum frá Lárusi*. Það er líka áreiðanlegt að hvergi fæst'skófatnaður, sem fer eins vel á fæti, og það sem betra er, hvergi eins haldgóður, og það sem bezt er, hvergi eins afar-ódýr, sem í Skóverztun Lárusar G. Lúðvígssonar, t>ingt)oíísstræti 2. Arni Eirlksson Austurstræti 6. Bezta vefnaðarvöruverzlunin í borginni! CV. B. K. selur ávalt beztar fnaðarvörur Prjónavörur Smávörur. Výkomið mikið af Ullarflauilum. t. Björn Tiristjánsson. T I Bankastræti 7 fást bezt sniðnir, saumaðir og uppsettir Porterar og Gartlinur. Þar er líka bezt verð á Porterataui og Steng- um, Gardinutaui og Stengum, einnig á Divanteppum, Borðdúkum, Voxdúkum, Veggfóðri og Gólfdúkum. Þetta er margviðurkent af öllum sem reynt hafa. Prjónafot =-3! Stúfasirts tm Uilarband Peysur 5 œ Álnasirts =s Bródergarn Sokkar -I Tvistdúkar o» 5? e .22 Silkitvinni Vetlingar g- =• Lóreft !| Tvinni Bolir 3 ®. Sængurdúkar 03 4= > ^ Hnappar Sjöl =5'S. Kjóladúkar >.« Bendlar Sjalklútar Svuntudukar O) u Blúndur SlæOur tsr co ® <. Flauel bz os Milliverk Treflar ii’ Flúnel C3)-SÍ CD JX Nálar Hanskar -* co Dömuklæði 03 © Fingurbjargir Millipils 0. fl. • ® Kápuefni o.fl. «g „Reynslan er ólygnust“. Skæri 0. fl, KarlmanDa- og unglinga-föt, 300 sett, nýkomin í Austurstræti 1 Ágætir litir — gott snið — afsláttur gefinn um tíma. Ásg. 6. Gunnlaugsson & Go. Þorv. Sigurösson & Kr. Sveinsson. Matvörurnar í matarverzlun Tómasar Jónssonar mæla með sér sjálfar. Þær eru beztar, Ijölbreyttastar og ódýrastar i bænum. Nýjar kjötbirgðir hvern dag! Nýtt kálmeti með hverri skipsferð! Hvers óska menn frekar? Bankastræti ÍO._____________Sími 212. Regnkápur, Glanskápur, allar stærðir, kr. y.25 til kr. 11.50. Olíuföt, Stakkar enskir. Slitfötin þektu. Yfir höfuð öll hlífðarföt til útivinnu. Nýkomin í Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Go. Kvánríki. Þau höfðu ekki verið trúlofuð íhálf- an mánuð þegar Anny benti honum á það, að hann væri aftur farinn að nota þverslaufu í stað þess að nota knýti, og þar að auki rauða slaufu. »Þú verður að gera það fyrir mig, að láta mig aldrei sjá þetta framar. Allir sem nokkuð eru »móðins« nota að eins knýti. Þar að auki eru það þessir fínu og daufu litir, sem nú eru »hæztmóðins«, hárauður litur er svo hversdagslegur«. »En mér þykir það samt sem áð- ur fallegt, og þessir daufu litir, sem í raun og veru eru engir litir, hafa mér ætíð þótt ljótir. Auk þess mundi það æra mig að þurfa til lengdar að binda knýtið á hverjum degi. »Það verður óðar að vana þegar þú ert farinn til þess. Nú skal eg koma með þér á morgun og kaupa handa þér fallegt knýti«. Þau höfðu verið trúlofuð í þrjár vikur. Þá þóttist Anny verða þess vör, að hann reykti of mikið. »Eg get ekki þolað það að sjá menn reykja. Mamma vandi pabba strax af þeim ósið. Það er auk þess ekki svo lítið fé sem fer fyrir tóbakið, og væri þarfara að verja því til ein- hvers annars. Þar að auki hefi eg lesið um það einhversstaðar að tó- bakið sé óholt fyrir hjartað og nýrun. Þú veizt ekki hvað mér þætti vænt um ef þú vildir hætta að reykja. Þú gerir það fyrir mig, góði minn. Er ekki svo?« »En eg reyki svo dæmalaust lítið, elskan mín! Að eins á kvöldin og einstaka sinnum á daginn, þegar eg er þreyttur, því það hressir mig svo fjarska vel. Þú mátt ekki krefjast þess af mér að eg hætti að reykja«. Hún stappaði með litla fætinum sínum í gólfið og augun fyltust tár- um. Og svo endaði það með því, að hann gaf kunningja sínum alla vindlana sína, morguninn eftir. Ösku- bakkana faldi hann í horninu í klæða- skápnum og úr fallegu vindlinga- silfurveski sem hann átti, lét hann smíða nafnspjaldaöskju handa Anny. Það var liðinn mánuður frá trú- lofuninni. Þá náði Anny í flugrit sem hét »Óhamingja Þjóðverja«. Það hafði þau áhrif, að hún hélt yfir honum langa ræðu og lýsti fyrir hon- um með átakanlegum orðum, öllum þeim banvænu áhrifum sem áfengi hefði á sál og likama. Allir glæpir væru áhrifum þess að kenna, og það væri orsök allrar ógæfu í heiminum! Og til þess að sannfæra hann um það að hún hefði rétt fyrir sér, þá las hún fyrir hann kafla, þar sem frá því var skýrt, að meir en þriðjung- ur ræningja og morðingja hefðu fram- ið glæpi sína í ölæði. »Ertu mér svo ekki sammála í þvi, elskan mín«, sagði hún að lokum, »að innfyrir »okkar« dyr ætti aldrei neinn áfengisdropi að koma. Við kærum okkur ekki um að eyðileggja bæði sál og líkama á því eitri*. »Eg hefi nú ekki enn þá orðið þess var, að »toddýið« sem eg fæ mér á hverju kvöldi hafi eyðilagt mig, hvorki á sál né líkama«, sagði hann og hló við. »Og mér finst sjálfum að eg sé ekki á leiðinni til þess að verða glæpamaður og þorpari, þó að eg hafni ekki góðu vínstaupi«. »Já, enn ertu ekki svo langt leidd- nr«, svaraði hún með ákafa. »En áfergisdjöfullinn kemur eins og þjóf- ur á nóttu, og áður en þú veizt af, ert þú á valdi hans«. Henni ætlaði að ganga illa að sannfæra hann um hvilíkur voði hon- um væri búinn, ef hann héldi áfram uppteknum hætti. Og það var ekki fyr en að því rak, að hann átti að velja um hana eða áfengið, að hann vann þess eið, að hann skyldi aldrei framar smakka einn dropa. Nú leið og beið. Hún lét hann hlýðnast öllum sínum keipum. Hann varð að hætta að tefla skák, og hann varð að segja sig úr »klúbbnum« og þar fram eftir götunum. En svo hafði hann í þess stað jmátt ganga í söngfélag nokkurt. Það var nokkrum vikum áður en brúðkaupið skyldi standa. Þá bar svo til að hún sá auglýstan fyrirlest- ur, sem átti að vera um það, hvernig maður gæti orðið sjálfstæður. Henni fanst nauðsynlegt að fræðast um það efni, og svo fóru þau bæði á fyrir- lesturinn. Hún sat við hliðina á honum, brennandi af áhuga, og kink- aði við og við kolli, þegar henni líkaði sem allra bezt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.