Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						78
MORGUNBLAÐIÐ
Helga lýsir honum þannig, að hann
hafi verið hversdagsgæfur maður og
hófsamur. Hafi hann lítið skeytt
um búning sinn, en verið sistarfandi
og samhaldssamur með afbrigðum,
jafnvel sjálfsvesalingur.
Að kvöldi hins 4. þ. m. heimsótti
hann þau hjónin og var þá venju
fremur fálátur. Hiisfreyja brá á
gaman við hann og sagði honum
að nú skyldi hann fá sér ný föt,
svo hann þyrfti ekki að ganga leng-
ur í þeim görmum sem hann klædd-
ist. En hann kvað nægan tíma til
þess að hugsa um fatakaupin, enda
væru þau góð er hann ætti fyrir.
Helga setti nú fyrir hann mat og
bað hann eta, en þá þótti henni
kynlega við bregða, er hann hafnaði
því boði. Eyólfur var matmaður
mikill og tók ósleytilega til matar
síns jafnan, enda sagði húsfreyja
oss að hún vissi ekki til þess að
honum hefði nokkru sinni orðið
misdægurt.
Frétti hún hann nú eftir hverju
þetta gengdi, en hann kvaðst vera
veikur. Hún spyr hverju það sætti
og seqir hann henni pd að sér hafi
verið byrlað eitur. Hún biður hann
að mæla ekki þvílika fásinnu, en
hann sat fast við sinn keip; þó
vildi hann ekki segja hver valdur
væri að ódæðinu.
Áður en hann fór, lofaði hann
Helgu að koma þar aftur daginn
eftir og hreinsa fyrir hana ösku-
kassa o. s. frv. En svo leið sá dag-
ur og annar og þriðji, að ekki kom
Eyólfur. A laugardaginn (9. þ. m.)
fór Helga heim að Dúkskoti til
þess að vita hverju þetta sætti um
fjarveru Eyólfs. Lá hann þá í iúm-
inu og mátti sig hvergi hræra. Þó
var hann þjáningalítill.
Hún spurði nii enn hverju sætti
krankleika þessi er hann hafði tekið,
en hann kvað orsökina vera eitur-
byrlun, eins og fyr. Grenslaðist
hún nii eftir hver verksins væri
valdur, en hann fór fyrst undan í
flæmingi; þó kom að því að hann
sagði henni alt af létta, og er sú
saga þegar birt í Morgunblaðinu.
Ræddu þau nú margt saman og
kom þar orðum þeirra, að rætt var
um eigur hans og mælti hún á þá
leið að ekki skyldi hann arfleiða þá
systur sína sem hefði leikið hann
svo grátt. Enda var það á vitorði
hennar og fleiri manna, að Eyólfur
sál. fóstraði upp fátækt stúlkubarn,
sem nii er vestur á Barðaströnd og
mun hafa ætlað því barni allar eig-
ur sínar eftir sinn dag.
Eyólfur svaraði henni og sagði að
hann mundi reyna þegar er hann
kæmist á fætur, að skjóta loku fyrir
að nokkuð af eigum sínum rynni
í vasa Júlíönu systur sinnar.
»En ertu nú viss um það að þú
komist nokkurn tíma á fætur aftur?«,
spurði Helga.
»Já, það er eg viss um«, mælti
hann, »það þarf meira til þess að
drepa mig en þetta«.
Það voru síðustu orðin sem fóru
þeirra á milli. Hún fór til síns
heima og sá hann ekki síðan.
Huqmaður.
Símfréttir.
Akureyri í %œr.
Dáin er hér Guðríður Jónsdótt-
ir, ekkja Jónasar læknis Jónssonar frá
Tunguhálsi, en móðir síra }ónasar
frá Hrafnagili.
Slys: Maður nokkur, Benedikt frá
Árgerði í Eyjafirði, gekk á rjiipna-
veiðar í fyrradag ok kom eigi aftur.
Var síðan farið að leita hans og
fanst hann þá örendur. Hafði fallið
á hann snjóflóð mikið og var líkið
mjög skaddað, er það fanst.
Skarlatssótt: Valdemar læknir Stef-
fenssen hefir fundið skarlatssótt í
manni frá Glerá, sem hann var sótt-
ur til. Veikin væg og ráðstafanir
þegar gerðar til að einangra heimilið.
Glerá er í Kræklingahlíð, skamt frá
Akureyri.
Fjárskurður. Sigurður dýralæknir
Einarsson hefir skoðað alls 24260
kindarskrokka í haust. Er það meira
en nokkru sinni áður.
Framboð: Björn R. Stefánsson í
Breiðdalsvik býður sig fram til þing-
mensku í Suður-Múlasýslu. Hann
er bróðir Jóns Filippseyjakappa.
Ólafsvík í %œr.
Afli er hér dágóður.  Menn réru
i dag og fengu 43 í hlut.  Tíðinda-
laust að öðru leyti.
Hljómleikar.
Frii Finsen, norska söngkonan,
syngur í kvöld í Bárubúð. Frúin
hefir stundað söngnám mörg ár í
Noregi, Danmörku og Þýzkalandi
og sungið opinberlega i Kristjaníu,
Khöfn og Hamborg.
Söngskráin er einkar vel valin.
Lögin falleg og ýms þeirra aldrei
heyrst hér áður. Þrjii lög eru þar
eftir Grieg, Stándchen eftir Strauss
o. m. fl.
Um sönglist frúarinnar verður eigi
dæmt að svo stöddu, því hún hefir
aldrei sungið hér opinberlega. En
lagavalið á söngskránni ber vott um
áreiðanlegan smekk — og eiga
Reykvíkingar vafalaust i vændum
ánægjulega söngskemtun í kvöld.
Ó. B.
I
Hvernig á eiginmaður-
inn að vera?
¦—¦»¦«
Svar nr. 9.
Eiginmaðurinn á að vera:
1.  Svipfríður, snotur á vöxt og lið-
legur í hreyfingum.
2.  Vinnusamur og reglusamur í hví-
vetna.
3.  Jafnlyndur og umgengnisgóður
við alla.
4.  Umhyggjusamur  og  nærgætinn.
5.  Helzt siungur í anda, þ. e. fylg-
jast með í andlegum og líkam-
legum framförum.
Svar nr. 10.
Spurningunni um hvernig eigin-
maðurinn á að vera, mundi eg svara
á þessa leið;
Eg vil fríðan eiga mann,
ungan, blíðan, hraustan,
glaðan, þýðan, gáfaðan,
guði hlýðinn dygðugan.
1885 -- 17. nóvbr. - 1913.
Þennan dag var stúkan Giningin stofnuð fyrir 28 árum.
Þessa verður minst á fundi hennar annað kvöld. Allir félagar hennar
eru beðnir að mæta á fundinum.
Nýjir innsækjendur velkomnir.
Sandgræðsla
á Meðallandi.
Eins og kunnugt er, hefir hér tvö
undanfarin vor verið unnið að sand-
græðslu undir umsjón skógræktar-
stjórans, K. Hansen. Vinna þessi
hefir nú þegar borið talsverðan árang-
ur, þó mikið vanti á að fullnægjandi
sé.
í fyrra var byrjað á að hlaða í
svonefnda Lyngkvísl; um hana rann
áður alt vatn úr Langholtsskurði
norðvestur í Beraflóð og lónaði þar
uppi. En nú, síðan hlaðið var upp
í kvislina, rennur vatnið austur og
suður á sandana og dreyfir sér þar.
Heldur það sandinum blautum, svo
hann nær síður að fjúka þó storm-
ar gangi. Sást það bezt síðastliðið
vor. Þá gerði austanveður, en fyrir
það að vatn var á söndunum gerði
það engum skaða, en að undanförnu
hafa slík veður gert stórtjón, feykt
sandinum yfir meiri og minni gras-
flæmi, eins og sýnir sig. Ef það
tekst að halda vatninu á söndunum
vetur og vor, þá mun takast að
vernda graslendið fyrir sandfokinu,
og svo munu sandflákarnir sjálfir
gróa upp og verða graslendi áður
en langt um líður.
»Suðurland*.
C=   DAGBÓIflN.   B
Afmælf 18. nóv.
Hjörtur Hjartarson trésm. 56 ára
H. S. Hanson kaupmaður 47  —
Kolheinn Þorsteinsson skipstj. 33 ára
Guðjón  Egilsson  bakari  32 ára
Helgi Gnðmnndsson trésm. 33  —
Misprentað. Það er á morgun en ekki
í dag, sem Gnnnar Gnnnarsson verður sex-
tngnr.
Veðrið. Snjór nm land alt i gssr, nema
á Aknreyri. Þar h&lfheiðskýrt. Frost
afariuikið a Grímsstöðnm 12 stig. Ann
ars litið froat, i Vestmannaeyjum -f-3,8
í Rvik 0,0, ísafirði -r-4,6, á Akureyri
4-0,5, Seyðisfirni +1,0. Nokknð snnnar
í Atlanzhafi i Þórshöfn var +10,8 stig.
Á Akureyri logn, i Vestmannaeyjnm
snarpnr autsanvindnr, kaldi i Rvik, gola
og stinníngsgola annarsstaðar.
H&flóÖ er i dag kl. 8,3 Biðd.
Sólaruppr&s kl. 9,8 ard. Sólarlag kl.
3,17 siðd.
í auglýsingu i Morgnnbiaðinn þ. 16. þ,
m. fra verzlnninni & Laugavegi 5, hefir
af vangá fallið bnrtu nafn verzlunareig-
andans M. Th. Easmus, sem nndir átti
að standa.
Óskast keypt hestur, erfiðis-
vágn, sleði og tilheyrandi kassar og
2000 pd. hey. Menn snúi sér til
Þórðar Jónssonar úrsmiðs, Aðalstr. 6.
Greinileg frásögn af eitnrmorðinn birtist'
fyrst i Morgunblaðinu i gœr. 1 sunnu-i
dagsblaðinu kom ekkert nm málið vegna
þess, að lögreglan mæltist til þess, að
eigi væri á það minst 1 þvíblaði.
Skemtanir i höfnðstaðnum vorn eigi eins
vel aóttar í gær og ella. Yafalanst hefir
það stafað af þvi, að hngir manna voru
svo gagnteknir af morðinn, að eigi höfðn
lyst eða löngnn til skemtana.
Ekki kemur svell & Ansturvöll og verð-
nr þess ef til vill langt að bloa. Nú
sitja skautamenn inni »alldaprir 4 kven-
palli« og biða þess að birti og frysti.
En hversn lengi á að biða þannig? Er
það nú alveg vistað forsjónin gefi
ykkur svell á völlinn? Það vseri, svei
mér, ekki hið ótrúlegasta, að snmariðf
kœmi áður en bið ykkar er a enda.
En því notið þið ekki það sem býðst i
svipinn, snjóinn — og skiðin? G-6&
iþrótt hefir skiðahlanp verið talið til
þessa, þó nú sé hún litt iðknð. Eða hefir
í. S. í., og aðrir íþróttamenn, gleymt að
»taka hana npp á prógram sitt«?
Gamla Bfð skifti nm myndir í gær og
sýndi þá:  »Fyrsta astin«.
Efnið er í fám orðum þetta:
Piltur og stúlka eru ástfangin hvort af
öðrn. Hann er rikur en hún er dóttir
leignliða á jó'rð föður hans. Poreldrar
hans mega ekki af samdrætti þeirra vita
og ern þau feðgin því rekin a brott úr
landareigninni. Vill þ& svo vel til, að
þau kynnast góðnm og göfugnm manni,
seaa veitir þeim alla þá hjálp er þau
þarfnast. En svo deyr hann og þá tekur
fátæktin aftur i taumana, hálfu nærgöng-
ulli en nokknru sinni fyr. Sultnr og
freistingar hefir löngnm verið s4 asteit-
ingarsteinn sem flestir hafa hrasað um.
Og svo fór hér. Unga stúlkan eekknr
niðnr í hyldýpi svívirOingar og lasta.
En þratt fyrir alt, lifir þó æsknástin í
brjósti hennar og það er hún sem mark-
ar lifi hennar skeið.
Frú Lilli Beck leiknr aðal-hlntverkið
með aðdáanlegri snild, og allur frágang-
nr mvndarinnar er hinn bezti.
Aukamynd 'var »B6norð Grissemanns*
og er hún svo atakanlega gamansöm að
maður verður að hlægja hvort hann vill
það eða ekki.
Sterling er væntanlegur. hingað í dag
8nemma. Með skipinu koma 60 Færey-
ingar að sækja þilskip þan, er Gnnnar
bankastjóri Hafstein keypti, er hann var
hér fyrir skömmu. Flest þilskipanna ern
i Hafnarfirði og flytnr Sterling mennina
þangað, áðnr en hann kemur hingað,
Hjúskapur. Skarphéðinn Arnason, Nj&ls-
götn og ym. ValgerOur Sigurðardóttir
Hverfisgötu 25.  Gift 16. nóv.
Snorri Sturluson fór til Grimsby i gær-
kvöld meO 1200 körfur af fiski.
Apríl fór til Hull i gterkvöld með 1000
körfur af fiski.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80