Morgunblaðið - 16.04.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1914, Blaðsíða 2
762 MORGUNBLAÐIÐ Roosevelts. Félagar hans þeir er lífs komust af, eru einnig hræddir um að honum muni hafa hlekst á. Síðustu fregnir af honum komu frá Iquitos i Peru og eru nú margar vikur síðan. Danir dæma. í Kristianssted á Vesturheimseyjum bjó þjófóttur svert- ingi, Nicolas að nafni. 2. nóvem- ber fyrra ár var hann dæmdur fyrir smáþjófnað í fleiri ára hegningarhús- vinnu. Skömmu síðar strauk hann þaðan og lifði nú á eignum náung- ans um hríð. En hann náðist aftur og var nú dæmdur í æfilangt fang- elsi. Yfirrétturinn í K.höfn — því þangað var máhnu áfrýjað — stað- festi dón.inn, og nú verður Nicolas að sita í fangelsi alla æfi. Hann er 30 ára að aldri og hafði stolið fyrir 76 franka og 70 centimes, frá því hann strauk úr fangelsinu til þess tíma að hann náðist aptur. Alberti stal 15 miljónum króna og var dæmdur í 8 ára betrunarhúsvinnu I Frá Konstantinopel. Nýlega geys- aði mikið óveður með þrumum og eldingum yfir Konstantinopel. Eyði- lagðist mest allur bæjarsíminn og manntjón varð af því að rafmagns- þræðir sporvagnanna féllu niður og lentu á fólki, sem um göturnar gekk, en rafmagnsstraumurinn drap og meiddi fólkið mikið. Hneyksli mikið hefir það vakið, að 28 járnbrautarþjónar frá Luttich voru nýlega kallaðir fyrir rétt, fyrir þjófn- að og svik, sem þeir höfðu framið síðustu árin. Stóð málið yfir margar vikur og voru allir dæmdir í fang- elsisvist, frá 2 mánuðum til fjögra ára, nema einn, sem var sýknaður. Járnbrautir á Rússlandi. Sam- göngumálaráðuneytið hefir farið þess á leit við stjórnina, að mega á þessu ári kaupa járnbrautir og járnbrautar- teina fyrir 59V2 milj. rúblur. Flugslys. Á flugvellinum í Míln- chen hrapaði flugvél til jarðar snemma í þessum mánuði. í henni voru tveir fyrirliðar úr hernum. Annar þeirra misti lífið en hinn meiddist mikið. Gjaldþrot. Verzlunarhúsið W. Wertheim í Berlín, sem á mörg vöruhús víðsvegar, hefir nýlega orð- ið að stöðva útborganir sínar. Skuld- irnar eru 18 miljónir marka en eign- ir 3 miljónir. Flóðin miklu i Bandaríkjunum austanverðu, sem áður var getið um í Morgunblaðinu, hafa gert feikna tjón. í Mohawkdalnum er tjónið metið 100 miljónir kr. og hefir al- drei orðið jafnmikið tjón þar í landi af flóði. Fjöldi húsa — nær 200 að tölu — í Binghampton eru að miklu leyti eyðilögð og margar brýr hafa skolast burt. Frá Mexikó. Bardaginn um Torreon milli stjórnarliðsins og nppreistarmanna, stóð 4 daga. Upp- reistarmenn urðu frá að hverfa þris- var sinnum áður en þeir loks náðu borginni á sitt vald. Vatn höfðu þeir ekkert, og með eyðimörkina að baki sér og óvinina fyrir framan sig, börðust þeir sem hetjur. Fleiri þús- undir féllu eða særðust. Villa yfir- liðsforingi gekk sjálfur í broddi fylkingar móti stjórnarliðinu, klæði hans voru rifin, höfuðfatslaus var hann og með rauðan klút um háls- inn. Mat hafði hann ei bragðað í 36 stundir. Telja erlend blöð hann hafa sýnt meiri hetjumóð, en flestir aðrir herforingjar vorra daga. Velasco, yfirliðsforingi stjórnar- liðsins, skaut sig með skammbyssu sinni þegar hann eigi lengur gat varið Torreon fyrir óvinunum. Loftskip Zeppelins greifa, sem hann hefir smiðað fyrir þýzka her- inn, hafa verið endurbætt mikið ný- lega. Þótti það galli áður, að háv- aða gerðu mótorarnir svo mikinn, að eigi var unt að komast í færi við óvinina án þess þeir löngu áður yrðu loftfarsins varir. Nú hefir ver- ið úr þessu bætt og fóru nýlega fram æfingar með loftför og heyrð- ist þá enginn hávaði frá mótornum. En uppgötvun þessi er mjög þýð- ingarmikil ef ófrið skyldi bera að höndum. Danir hafa nýlega gert samninga við Svía um að flytja rafmagnsstraum frá Lagan í Hallandi til norðurhluta Sjálands. íbúar Helsingjaborgar fá rafmagn sitt úr fossum í nánd við Lagan, en hafa svo mikinn straum, að þeir sjá sér fært að miðla Dön- um dálitlu. Verður nú lagður sími yfir þvert Eyrarsund og innan skams skín sænskt ljós úr þúsundum raf- magnslampa yfir Norður-Sjálandi, verksmiðjur og iðnaður rís upp og hundruð véla snúast með afli úr sænskum fossum — þó í öðru landi sé. Járnbrautir í Serbíu. Á ráðherra- stefnu í Serbiu var það ákveðið að leggja sem allra fyrst 5 nýjar járn- brautarlínur og á nokkuð af þeim að liggja í löndum þeim, er Serbar unnu í ófriðnum síðasta. Kostnað- ur er áætlaður 300 miljónir Dínara. Herflotar stórveldanna 1914. í byrjun þessa árs er hlutfallið milli helztu herflota Evrópu þetta: England á sem stendur 57 bryn- dreka (Dreadnoughts) af ýmsri gerð, og eru þeir til samans 1 miljón smá- lestir. Frakkland á 20^bryndreka, til sam- ans 300 þús. smál. Rússland á í Svartahafi og Eystra- salti 8 bryndreka, alls 100 þús. smá- lestir. Þessi þrjú riki hafa þvi á að skipa alls 85 bryndrekum, alls 1 miljón og 400 þús. smál. Þýzkaland hefir 33 bryndreka, sem allir eru yngri en 20 ára, og eru til samans 540 þús. smál. Austurríki á 14 bryndreka, 160 þús. smál. Italía á 11 bryndreka, 160 þús. smál. Alls ræður því þríríkjasambandið yfir 58 bryndrekum, samtals 860 þús. smál., og hafa því mun minna á að skipa, ef til ófriðar kæmi, en hin 3 fyrtöldu ríki; en enn betur kemur í ljós hve ójafnt þau standa að vígi, ef aðgætt er tala vígskipa annars flokks. Af þeirri skipagerð eiga Englendingar 43, sem öll eru yngri en 20 ára og eru alls 620 þús. smál. Frakkland 19, alls 200 þús. smál. og Rússland 6, alls 65 þús. smál. Þetta eru alls 68 víg- færir drekar, samtals 885 þús. smál. Þýzkaland á 13 samskonar skip, 180 þús. smálestir. Austurríki 2, 14 þús. smál. og Ítalía 9, 80 þús. smál. Þriríkjasambandið hefir því að eins á að skipa 24 2. flokks drekum, samtals 280 þús. smál., eða einungis rúmum þriðjung gegn hin- um fyrtöldu. Nú hafa hinir fyrtöldu í smíðum 30 bryndreka af stærstu og nýjustu gerð, alls 765 þús. smál., en þri- rikjasambandið að eins 11, eða 260 þús. smál. Hlutfallið verður því hérumbil 3 á móti 1. Þetta er þá yfirlit yfir sjóher rikja þessara, eins og nú stendur, en auð- vitað er ekki með þessu hægt að segja neitt ákveðið hvernig fara mundi, ef til ófriðar kæmi. Þar verður fyrst að athuga hvar væntan- legur ófriður mundi byrja, og eins hve mikið tundurbátar og tundur- spillar geta gjört, og jafnvel loft- skipin, sem nú er allstaðar verið að smiða. --------------------- Líkrænlngjar í París. Snemma í Desembermánuði urðu umsjónarmenn Pére-Lachaise kirkju- garðsins varir þess, að þá um nótt- ina höfðu líkræningjar brotist inn í líkkapeliu og rænt þaðan öllu verð- mætu. Á hurðina voru gerð dul- merki með kritarstrykum. Næstu tvær nætur fór á sömu leið. Þá var settur vörður um kirkjugarðinn en samt sem áður var kapella rænd á hverri nóttu og altaf stóðu sömu merkin á hurðunum, lögreglunni til sárrar skapraunar. Fjölda dýrgripa, svo sem silfurskjöldum, krossmörk- um, skrautgripum o. fl., var stolið. Og þannig hélt þjófurinn áfram, unz hann hafði rænt rúmlega 70 kap- ellur. Lögreglan fekk enn enga vit- neskju um ódæðismennina. Tók hún fasta nokkra slæpinga, sem voru á rölti um kirkjugarðinn á daginn, en það reyndist þýðingarlaust. Þá datt einhverjum það í hug að rannsaka allar verzlanir borgarinnar, sem verzluðu með gamla muni. Fundu þá lögregluþjónarnir líkneski af Maiíu mey, sem stolið hafði ver- ið úr einni kapellunni. Og eftir *2Tinna ¥ JDugfleg og áreiðanleg stúlka getur fengið vist frá Jónsmessu sumarlangt. Hátt kaup í boði. — Uppl. hjá Morgunbl. cTapaé * Lyklakippa tapaðist í bænum. Skilist á afgr. Mbl. Vestur- dunéió M Silkisvunta svört fundin í Frikirkjunni. Vitjist á afgr. Mbl. þeirri lýsingu er þeir fengu af selj- andanum, auðnaðist þeim að ná í piltinn og lagsmey hans. Litlu síð- ar náðu þeir einnig tveim mönnum öðrum, sem voru félagar þeirra. Þegar stúlkan var handsömuð, var hún með hálsmen, sem tveim dög- um áður hafði legið í einni graf- hvelfingunni. Aðalþjófurinn var steinhöggvari, sem um langt skeið hafði unnið í kirkjugarðinum og var því nákunn- ugur öllu þar. (Sjá mynd í glugga Morgunblaðsins.) ----................ ------ Smávegis. Á ð u r en bögglapóstur komst á í Englandi og burðargjald fyrir bréf og bækur var mjög hátt, sendi fá- tæk ekkja syni sínum einar brækur,. sem »prentað mál«. Böggullinn komst til ákvörðunarstaðar, en heimtuð var há sekt fyrir lagabrotið. Ekkjan kærði fyiir hönd sonar síns og stóð á því fastara en fótunum, að hún hefði á réttu að standa, enda hefði hún gáð að þessu í póstreglu- bók og þar stæði, að hvern þann hlut, sem væri opinn í báða enda, mætti senda sem »prentað mál«. —o— E f maður léti hár, skegg og neglur sínar vaxa án þess að láta skera þær og þær varðar sliti og þvilíku þá mundi hann á sjötugs aldri hafa skegg, sem væri fjórum sinnum hæð hans, hár sem hann drægi 12—13 stikur á eftir sér og neglur sem stæðu 4—5 stikur fram af fingurgómum hans. Þetta væri gróðavegur, því þá væri vel auðið að sýna sig fyrir peninga. —o— Talsímatæki í Kaupmanna- höfn eru um 75000, og fjölgaði um 6000 siðastliðið ár. Samtölin voru 142 milj. og er það 14 milj. meira en 1912. —o— S í m i var opnaður til almennra afnota milli Berlinarborgar og Mil- ano þ. 1. þ. m. En það eru frekar 1350 rastir. Kostar 3 mínútna sam- tal 4 mörk — og þykir ódyrt mjög, 1 *... ............

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.