Morgunblaðið - 01.09.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1914, Blaðsíða 2
H90 MORGUNBLAÐIÐ Matvælakaup h'óðverja á Norðurlöndum. Fyrir skömmu komust Englend- ingar að því að þýzkir umboðs- menn fóru um öll Norðurlönd til matvælakaupa. Buðu þeir svo hátt verð fyrir vörurnar að öll samkeppni var úti lokuð frá Englendinga hálfu. Vörur þær, er þeir sóttust aðalega eftir voru flesk, smjör ostar og egg- Englendíngar eru þessu afarreiðir og þykja Þjóðverjar hafa snúið illa á sig. Ennfremur þykir þeim það sitja illa á Dönum að vera að selja þeim matvæli á þessum tímum. Þeim farast svo orð: — Þjóðverjar hafa gengið miklu lengra i innkaup- um á þessum vörum en nokkru sinni áður. Það eitt nægir til þess að spilla fyrir verzlun vorri og kem- ur í veg fyrir það að vér fáum keypt það af vörum þessum er vér höfum þörf fyrir. Vér stöndum enn vel að vígi vegna þess að vér gátum flutt að oss ærnar matbirgðir, þegar í byrj- un ófriðarins. En sé ekki þegar gripið í taumana er útlitið hið ískyggilegasta. Það ætti að benda Dönum á að það er skylda þeirra að selja fyrst og fremst föstum viðskiftamönnum sínum, þegar hart er í ári eins og nú. Það er Englendingum að þakka að Hollendingar og Danir hafa kom- ið á mjólkuriðnaði hjá sér, og þess vegna ættu Englendingar að sitja fyrir kaupum á mjólkurafurðum þeirra. Þjóðverjar ættu ekki að fá meiri vörur keyptar nú en endra- nær. Bréf úr ófriðnum. Þýzk, ensk og frönsk blöð birta mörg bréf frá hermönnunum, er þeir skrifa vinum og vandamönnum. Sérstaklega er svo að heyra á Þjóð- verjum að þeir séu hrifnir að »hand- verkinu« og líti smáum augum á eymdina sem verður eftir þar sem þeir hafa fárið um. Hér skal birt stutt þýðing á annarskonar bréfi. Það er frá ungri konu og er svo sem ekki mikið nýstárlegt við það reyndar. Það sem þar er talað um er efalaust daglegur viðburður nú í mörgum löndum. En þeir sem hafa dálítið ímyndunarafl geta lesið mikið — mikla sorg og mikla eymd — út úr þessum fáu línum. »Eg komst undan með mömmu og tveimur krökkunum mínum. Elsku gamla þorpið okkar er brunn- ið til kaldra kola og iíka kirkjan. Prússarnir ógnuðu okkur með skamm- byssunum sínum. Þeir komu þriðju- dagsmorgun eins margir og blöðin á skógunum. Við vorum að vinnu á ökrunum. Þegar við snerum heim voru Prússarnir komnir inn í þorp- ið. Þeir tóku prestinn og hann pabba höndum. Svo kveiktu þeir í nokkrum blutá þorpsins, og þegar við hin vorum farin í rúmin, kveyktu þeir í þeim húsum, er eftir voru. Við komumst með naumindum úr loganum, til allrar hamingju höfð- um við ekki farið úr fötum. Eg sá vesling, gamla húsið mitt brenna. Allar skepnurnar brunnu inni . . .« Stilsefni, Þetta var efni í latneskan stíl í þýzkum skóla þegar Englendingar höfðu sagt Þjóðverjum stríð á hend- ur: — Þess munu naumast dæmi að önnur eins tíðindi hafi gerst og þau, er nú eru fyrir dyrum. Föður- landi voru, sem lengi hefir notið friðar, er nú hvaðanæfa ógnað. Eftir það að bandamenn vorir, Austur- ríkismenn, gripu til vopna til þess að berja á Serbum fyrir hina sví- virðilegu framkomu þeirra gagnvart Austurríki siðustu 5 árin, hafa ná- búar vorir beggja megin einnig grip- ið til vopna, og í dag kemur fregn um það að Englendingar, sem allir héldu að mundu verða hlutlausir, hafa sagt Þjóðverjum stríð á hend- ur. Hvert einasta ríki í Evrópu býr sig til ófriðar. Það er svo að sjá sem allir muni berjast. Og nú verða þvi allir að neyta allra lífs og sálar krafta, nú ræður að eins einn vilji, ein von og ein ákvörðun. Og til þess að þér, hraustu ung- lingar, sem hér eru saman komnir, rækið siðustu skyldur yðar við skóla yðar, þá eigið þið i guðs nafni að berjast fyrir konung yðar og föður- land. En þeir, sem ekki ’nafa orku til að fara í striðið, eiga, hvenær sem færi gefst, að rétta föðurlandi sinu hjáldarhönd. Og hver yðar, sem þess er unt að fara i stríðið, á að ganga i opinn dauðann fyrir heill ættjarðar sinnar ef guði þóknast. Sækist ekki eftir fáfengilegri stöðu; ættjörðin yðar, helgasta eignin yðar, mun lá yður það. Og því megið þér aldrei gleyma að þér eruð synir Þýzkalands, sem er hið fremsta menningarland. Og er yður tekst að komast inn i land óvinanna, munu þeir verða að við- urkenna að þér eruð engir villimenn. En við, sem heima verðum að sitja, vonum að þér komið aftur heilir á húfi og hugur okkar mun alt af dvelja hjá yður. Hamingjan fylgi yður!• Nýja Bíó. »Ættjörðin í voða!« er vafalaust lang-bezta hernaðarmynd- in, sem sýnd hefir verið hér á landi. Hún er tekin úr ófriðnum mikla milli Þjóðverja og Frakka 1870—71, en gæti sjálfsagt eins átt við ófrið- inn, sem núna geysar milli sömu þjóða, því að engir viðburðir gerast i mynd þessari, sem ekki gætu eins hafa gerst í dag eða gær. Kostir þessarar tnyndar eru margir, en þó einkum þeir, að hún lýsir hernaði eins vel fyrir mönnum, eins og þeir væru sjónarvottar hinna sönnu við- burða, [og svo er hin unga franska kona, hetjan sem leggur lífið I söl- urnar fyrir föðurlandið, leikin af einni beztu Ieikkonu heimsins, Henny Porten. Það er óblandin ánægja að öllum leik hennar. Margur vottur er í myndinni góðra hvata og göf- ugra tilfinninga og fáir munu standa upp frá myndinni án þess að kom- ast við af leik litlu telpunnar, sem er að leitast við að bjarga lífi móð- ur sinnar. O. Ófriðarsmælki. Rússneskt ofboð. Ferðamenn, sem komu frá Finnlandi til Stokkhólms snemma í ágústmánuði, sögðu að Rússar hefðu sprengt í loft upp hafnarvirkin í Hangö og ýmsar opin- berar byggingar, af ótta við það að Þjóðverjar myndu ráðast á borgina. Skaði sá, er þeir unnu sjálfum sér á þennan hátt, nam 20 milj. rúblal Hinir »göfuglyndu< Frakkarl Fyrstu dagana eftir að ófriðurinn hófst milli Frakka og Þjóðverja, streymdu þús- undir þýzkra flóttamanna heim til ættlands sins frá Frakklandi. í Frakk- landi voru þá ótal margar þýzkar þjónustustúlkur og voru þær allar reknar úr vistunum. Kom stór flokk- ur þeirra til Mölhausen þ. 9. ágúst og höfðu frakkneskir hermenn mis- þyrmt þeim og svívirt þær á hinn viðbjóðlegasta hátt. Og þó áttu her- menn þessir að vera fylgdarmenn þeirra til landamæranna! Sjö þessara veslinga voru svo illa leiknar að þær urðu að leggjast á sjúkrahús í Miilhausen. Auk þessa höfðu frönsku hermennirnir rænt þær öllu þvi fé og verðmætum munum, er þær höfðu meðferðis! 5000 bankamenn í Berlinarborg hafa verið kallaðir i herþjónustu. Af þeirri ástæðu eru bankarnir opnir 4 stundum skemur en venjulega. Ovenjumikið hefir selst af dag- blöðum í Kaupmannahöfn síðan ófrið- urinn hófst. Blaðsölumenn græða sumir mikla peninga, en hingað til hafa karlmenn aðallega annast söl- una og kvenfólk útburð blaðanna. Nú aftur á móti hefir fjöldi vinnu- lausra kvenna hafið blaðsölu á stræt- unum og virðist þeim ganga ágæt- lega. Blaðsala er arðvænleg í stór- bæjunum, ef vel er haldið áfram. Spánverski sendiherrann í Berlín hefir tekið að sér að vernda frakk- neska og rússneska þegna í borg- inni meðan ófriðurinn varir. En Breta hefir ameríski sendiherrann tekið á sínar náðir. Misþyrmingar á þegnum óvinaríkjanna hafa orðið talsverðar í Þýzkalandi, eins og æfin- lega á ófriðartímum. Auðugur jarðeplakaupmaður í Char- lottenburg við Berlín, hefir gefið 60 miljónir punda af jarðeplum til ættfólks hermanna þeirra, sem I her- þjónustu hafa verið kallaðir. Skilyrð- in eru að eins þau að fólkið sjálft annist uppskeruna og flytji sinn skerf heim til sfn. í nánd við Næstved í Danmörku hafa Danir reist herbúðir og kallað þangað fjölda hermanna meðan á ó- friðnum stendur. Búa hermennirnir hjá bændum og bæjarfólki, en ekki í tjöldum. En fólkið hafði ekki al- staðar nógu mörgum rúmum af að sjá fyrir hermennina. í einu þorp- inu býr líkkistusmiður og átti hann fjölda likkista á verkstæði sínu. Bauð hann fólki að leigja kisturnar fyrir rúm handa setuliðinu — og var því boði tekið. — Nú sofa hermenn Dana á hverri nóttu i likkistum, en smiðurinn hefir auglýst i blöðunum: »Brúkaðar líkkistur verða til sölu er ófriðnum er lokið*. »Brúkaðar líkkistur*! --- . ---,--■-------------- E=3 DAGBÓBjlN. =3 Afmæli í dag: Katrín Norðmann, jungfrú. Sólarupprás kl. 5.10. S ó 1 a r I a g — 7.43. Háflóðkl. 3.15 og 3.38 Veðrið í gær: Vm. v.s.v., kul, hiti 7.5. Rv. s., kul, hiti 7,5. íf. s.v., kul, 6.4. Ak. s. kaldi, hiti 8.0. Gr. s.s.v., gola, hiti 7.0. Sf. v., kul, hiti 8.9. Þh. F. u.n.v., gola, hiti 9.5. Póstar í dag: Póstvagn til Ægissíðu. Austanpóstur fer. Á m o r g u n : Flora á að fara til Austfjarða og Noregs. Ceres á að koma frá Vesturlandi. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. F 1 ó r a var á ísafirði í gær. I n g ó 1 f u r kom frá Borgarnesi £ gær. Farþegar m. a. Ól. Björnsson ritstjóri og frú hans, Vilh. Bernhöft tannlæknir og frú frá ferðalagi um Borgarfjörðinn. Maí kom frá Englandi í gærmorg- un. Skipið hafði lítinn póstflutning meðferðis. C o 1 u m b u s, strandferðaskip Tuli- niusar, er væntanlegt hingað í dag. — Með skipinu búast menn við póstflutn- ingi. Ensk blöð frá 26. þ. mán. hafa Morgunblaðinu borist. Kveikt verður á götuljóskerum bæjarins í kvöld. Var verið að koma þeim í lag í gær. ------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.