Morgunblaðið - 02.09.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1914, Blaðsíða 1
Miðv.dag 1. argangr 2. sept. 1914 298. tölublad Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr.140 Biol IBio Reykjavlknr. Tals. 475 Undrið. Sjónleikur i þrem þáttum. Aðalhlutverkin leikur: Frú Edith Psilander. Aftnrhvarf eiginmannsins. Amerískur eamanleikur. Bio-Rafé er bezt. Slmi 349. Hartvig Nielsen. Hið margeftirspnrða Zephyr hálstau er nú komið aftur í Vöruhúsið. Skrifstofa Eimshipaféíags íslartds Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Hjðrtur Hjartarsou yfirdóms lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 1272—2 og 4—^1/^. Eríendar stmfregnir London 31. ág. kl. 6 siðd. Samkvæmt skýrslu stjórnarinnar um Helgolands- orustuna, er það iullsannað aö Bretar hafa betra púður og sterkari tundurbátaspilla. Skipshafnir á þeim 5 þýzku skipum, sem sukku, voru samtals tólf hundruð manns, þar af fórust 870. Skýrsla Kitcheners um fjðgra daga bardagann sýnir að Bretum tókst að hindra tilraun Þjóðverja að umhringja þá. Skýrsla Kitcheners heflr og eytt tröllasögum um aðstöðu (heranna) á Frakklaudi. Bandamenn hafa uú góða aðstöðu. Ennfremur eru Þjóðverjar neyddir til að senda talsverðan her- afla irá vestur-landamærunum austur á hóginn til þess að verjast árás Rnssa. Menn eru nú enn þá öruggari en áður um það, að bandamenn muni sigra að lokum. I»jóðverjar á Samoa-eyjum hafa geflst upp (tyrir Ástraliuflota). Reuter. Samoa-eyjar eða Skipstjóra-eyjar heyra til Astralíu-eyjanna i Kyrra- hafinu, í norðaustur frá Fidji-eyjum. Eyjarnar eru margar, en flestar smáar mjög. Eru þar um 40 þús. íbúar. Árið 1899 var þeim skift milli Bandarikjamanna og Þjóðverja, en áður höfðu orðið töluverðar skærur þar i landi rnilli íbúanna og Þjóðverja. Khöfn 31. ág. kl. 9 síðd. Kðningsberg er umkringd. I»jóðverjar hafa sent töluvert at liði sínu frá Belgíu til Austur-Prússlaods gegn Rússum. Bretar hafa mist 5000 manns síðustu viku. Jón Kristjánsson iæknir Amtmannsstíg 2. Talsími 171, Massage, sjúkraleikfimi, rafmagn. böð. — Heima kl. 10—12. Notið sendisvein frá Sendisveinastöðinni (Söluturninum). Sími 444. Kaupið Morgunblaðið. Þjöðverjar í Brússel Ibúarnir flýja orustulaust. »Það er litil frægð, að taka óvarða borg í óvina landi«, sagði Napoleon einhverntíma. Því fer svo fjarri, að Þjóðverjum sé frægð í því, að taka Brussel, að það er nokkurs konar yfirlýsing frá þeirra hendi um, að þeir séu vonlausir um að komast nokkurntíma til Parísar. Löven er ekki nema 16 enskar mílur suður af Briissel, og þegar hin iyrnefnda borg hafði veríð yfirgefin, þá var þess engin von að Briissel slyppi. Breta- stjórn fekk tilkynnitig um, hvers vænta mætti. í sömu tilkynning kom það fram, hve ágæta vörn Belgar höfðu sýnt. En nú höfðu belgisku nersveitirnar hörfað undan fyrir ofurefli óvinanna. Hersveitir Belga hafa gegnt svo vel skyldu sinni, að undrun sætir. Þeir hafa dvalið innrás óvinanna og gert sambandsliði Frakka og Eng- lendinga unt að draga saman lið sitt og búast um án allra hindrana. En undanhald þeirra, sem var fyrirsjá- anlegt nokkra daga, var óumflýjan- legt vegna aðstöðu þeirra. Frá þessu var skýrt i skeyti frá París, þar sem þess er getið, að Belgar hafi hörfað undan til víggirð- inganna miklu í Antwerpen. Meðan vinum Belgíu um allan heim bárust þessi tíðindi, þeim til mikillar sorgar, þá höfðu margir sorglegir atburðir orðið meðfram öllum leiðum, sem lágu til Brussel. Endalaus lest gamalmenna, kvenna, barna og særðra hermanna, drógst um vegina þreytulega og með harm- kvælum. Ótti og skelfing vofði yf- ir öllum, því að vel mátti svo fara, að þeir felli í hendur hinum grimmu óvinum. Það var engu likara en að hvert þorp hefði verið yfirgefið, allar stéttir virtust saman komnar í flóttaliðinu. Fjölmennastir voru þó bændur með konum sínum og börnum, og sumt þetta fátæka fólk, sem veigr- aði sér við að láta eftir allar eigur sínar, rak þarna á undan sér fénað sinn og nautgripi. Hræðilegar sagn- ir gengu mann frá manni, milli þessa friðsama sveitafólks um grimd- arverk Þjóðverja. Enginn var sá, er tryði því, að hlíft yrði lífi hans NÝJA BÍÓ ÆTTJÖRfHN i VOÐA. 1870’ Mikilfen, ksjónleiknr úr þýzk franska ófriðnnm 1870--71. Aðalhlutv., hug- prúðu frönsku konnna, leikur: Henny Porten. 1914 Sömu viðbnrðimir, sem nú gorast vafalaust (lags daglega. Þessi óviðjafnanlega mynd, sem er i þrem þáttum, stendur yfir hálfan annan klukkutima. Aðgöngnmiðar kosta: kr. 0.50 (beztu sæti), 0.40 og 0.30. eða þeirra, sem honum unni, ef þorpin félli i hendur hersveitum keisarans. Og jafnhræddir voru menn um eignir sinar. Fréttaritari Daily Express lýsir flóttanum á þessa leið: »Því verður ekki með orðum lýst, sem fyrir augu bar; það hlaut að ganga hverjum manni til hjartans. Allur þessi fjöldi bugaðra manna gekk þögull áfram, margir voru grit- andij fáir mæltu orð frá vörum. Þeir höfðu smávegis með sér af eig- um sínum, óskaplega sundurleitt, eins og begar menn hrifsa með sér í dauðans ofboði alt sem hönd fest- ir á í húsbruna. Innanum mann- grúann voru uxavagnar, smá böglar á hundavögnum, hjól klifjuð eldhús- gögnum, en sumir báru poka á bakinu, Þarna mátti sjá saumavélar, rúm- stæði, rúmföt, matvæli, en hingað og þangað voru börn, sem héldu á einhverjum leikföngum í óþvegnum höndum; þau vissu líka að háskinn vofði yfir, og þau urðu að bjarga því, sem þeim þótti vænst um. En jafnvel í þessum ógæfu flokki, voru menn misjafnlega hamingjusamir, því að sumir stóðu uppi gersamlega allslausir, og sum börn höfðu eng- in leikföng. Lausir hnakkhestar þýzk- ir og belgiskir, fóru um veginn. Vegfarendur náðu þeim og stigu á bak; þeim þótti bera vel í veiði að fá eitthvað, sem gæti borið þá fljót- ar undan en fæturnir. Margar undramyndir báru fyrir augu; þar sá svipi ófriðar og ótta. Undan einu varnarskýlinu sást belgisk kona koma hlaupandi i ryk- mekkiuum, sem lá eins og þoka yfir veginum. Hún hljóp eftir miðj- um veginum undan Þjóðverjum. Á eftir henni komu hersveitir Belga á flótta, daprari en frá megi segja, en hraustar þó og samt úrvinda af þreytu. Konan, sem þarna kom sorgbúin og utan við sig út úr ryk- mekkinuru, var ímvnd Belgíu-þjóðar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.