Morgunblaðið - 21.09.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1914, Blaðsíða 1
Mánudag 1. argaugr 21 sept. 1914 MORGUNBLADIB 317. tðlublad Ritstjórnarsími nr. 500| Ritstjóri: VilhjAlmur Finsen. |Isafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusimi nr. 140 < bíó BROSTIN GÆFA Snildarlegur sjónleikur í 4 þáttum eftir góðskáldið Sven Lange. Aðalhlutverkið leikur hin heims- fræga leikkona, Betty Nansen, sem aldrei áður hefir sést hér í lifandi myndum. A A Leikurinn stendur yfir 1 ^/a klukkustund. > < Ertendar símfregnir London 19. sept. kl. 6 síðd. Engin úrslit hafa enn orðið í orustunni við Aisnefljótið. Bandamenn hafa þó haldið áfram að sækja fram á vinstra fylkingararm óvinanna og hafa rekið af höndum sér mörg áköf mót-áhlaup. Miðfylking óvinanna, frá Rheims til Argonne, hefir búið um sig ramlega þar sem góð er aðstaða 0g gerir eigi annað en verja sig. — Einnig gerir hægri fylkingararmur Þjóðverja eigi annað en verjast, nálægt landamærunum. Rússar tilkynna að framsókn Þjóðverja á framfylking Rússa í Austur-Prússlandi, hafi verið algerlega stöðvuð á fimtudaginn af Rennenkampf yfirliðsforingja. Þjóðverjar hörfa undan á ýmsum stöðum. Rússar veita enn Austurríkismönnum í Galiciu eftirför, og hafa tekið margar fallbyssur og 5000 fanga i nánd við Jaworow. Brezkur blaðamaður tilkynnir að óhugur mikill 8é í mönnum . Vínarborg, en fjöldi sé þó ennþá, sem trúi því fastlega að Þjóð- verjar muni að lokum koma Austurríkismönnum til hjálpar. Símskeyti frá Rómaborg segir að uppþot mikið hafi orðið í Vínarborg. Grjóti var kastað á glugga hermála- og utanríkisráðu- neytisins. R e u t e r. Jawórow er bær í vestanverðri Galiciu og hefir 11 þús. íbúa. WÞ || M V Nyja Tals. 475 Mirzi. (vonda stjúpan) leikrit í 3 þáttum Stór, fögur og áhrifamikil mynd. Leikin af alþektum dönsknm leiknrnm, þar á meðal: Systrunum Sannom. [ Bio-Rafé er bezt ] [ Slmi 349. Hartvig Nielsen. ] Skrifsfofa Eimshipafélags íslands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima i2J/a—2 og 4—5x/a- Notið sendisvein frá Sendisveinastöðimii (Söluturninum). Sími 444. Hið margeftirspnrða Zephyr hálstau er nú komið aftnr í Vöruhúsið. Nýja verzlunin — Hverfisgötu 34 (áðnr 4B) — Flestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. GóBar vörur! — Odýrar vörurl Kjólasaumastofa byrjaði 1. sept. Fastar »Bíl«-ferðir milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur hefjast þ. 18. þ. m. Frá Reykjavík: kl. 10, 1, 3, 6 og 9. — Burtfararstaður í Rvík: Hafnarstr. 8. Reykjavík 17. sept. 1914. Gunnar Gunnarsson. Biðjið ætið nm hina heimsfrægu Muslad öngla. irO Búnir til al 0. Mustad & Sön. Kristjaníu. Oína, eldavélar og alt sem þar til heyrir selur enginn ódýrar og vandaðra en Kristján Þorgrímsson. Maubeuge fellur. Þjóðverjar taka 40 þúsund Frakka til fanga. Það var auðvitað mál, að Þjóð- verjar myndu eigi hætta fyr en þeir hefðu náð öllum viggirðingum á landamærum Belgíu og Frakklands á sitt vald. Gæfan fylgdi vopnum þeirra í Belgíu og á Norður-Frakk- landi — og það reið á miklu fyrir þá að nota tímann vel og vinna á á sem flestutn stöðum. Það var þann 8. þ. m. Fregnir höfðu borist hvaðanæfa frá ófriðar- stöðvunum um það, að bandamenn hefðu hætt undanhaldi sinu og berð- ust nú á öllu orustusvæðinu við Þjóðverjaherinn. Og fregnunum fylgdi að bandamönnum veitti held- ur betur. Einmitt þá kom fregnin um fall Maubeuge, hins siðasta virkis, sem enn var eigi fallið í hendur Þjóðverja. Fregnin kom úr aðalher- stöð Þjóðverja og segir þar að þeir hafi tekið 40 þús. manns til fanga, þ. á. m. 4 yfirliðsforingja, 400 fall- byssur og ógrynni af öðru herfangi. Frakknesk blöð, sem oss hafa bor- ist, segja að setuliðið hafi gert alt, sem i þess va'di stóð til þess að hindra það, að Þjóðverjar næðu virk- inu. En þeir urðu að gefast upp, því hinar feiknastóru og hraðskeytu þýzku fallbyssur tættu viggirðingarn- ar í mola. Þjóðverjar sátu um Maubeuge i 14 daga og biðu voðalegt mannfall. Svo dýrkeypt hefir virkið verið. En fyrir Frakka er það mjög tilfinnan- legt að missa 40 þús. manna nú þegar mest riður á fyrir þeim. Gaskatlar, tvær stærðir, járn- pottar emaileraðir, krystal- og græn- sápa m. fl., nýkomið í verzlunina á Vesturgötu 39. Jón Árnason. Símfregnir. Ólafsvik í gær. Islands Falk handsamar botnvörpung. Fálkinn kom í morgun að brezk- um botnvörpung við ólöglegar veið- ar í langhelgi. Heitir sá Valetton og er frá Hull. Tók Fálkinn hann á Ólafsvikurmiðum. Var hann flutt- k ur til Stykkishólms og verður dæmd- ur þar á morgun (mánudag). Landsimastjórinn meiðist. Fyrir hálfsmánaðar tima fór For- berg landsímastjóri héðan áleiðis til Austfjarða í eftirlitsferð. Ætlaði hann aðallega að lita eftir hinum nýju simalínum, sem unnið hefir verið að á Austurlandi í sumar. — Ferð hans hefir í alla staði gengið vel þangað til siðastliðinn miðvikudag. Var hann þá staddur í Jökulsárhlíð í Fljótsdal. Vildi þá það slys til, að hestur sló hann í fótlegginn, skamt fyrir neðan héð. Hlaut landsímastjórinn svo mikinn áverka af þessu, að hann eigi gat stigið í fótinn, en varð að leggjast rúmfastur að Ketilsdölum. Læknir var þegar sóttur og degi síðar kom Ingólfur héraðsl. Gíslason frá Vopnafirði. Fótleggurinn var ekki brotinn, en Iæknirinn býzt við að landsímastjórinn muni liggja rúm- fastur í 3—4 vikur. Hr. Forberg ætlaði að koma hing- að með Floru næst, en að öllum likindum veiður hann eigi ferðafær til þess tima er Flora fer frá Vopna- firði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.