Morgunblaðið - 26.03.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1915, Blaðsíða 1
í'ðstudag 26. °*arz 1915 MOBfiDNBLADIÐ 2. argangr 142. tölublað Ritstjóraarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. | Isafoldarprentsmiðja | Afgreiðslusimi nr. 499 Binl Keykjavtknr |D|n ^ Biograph-Theater | P’U kl. 9-10. Æskusynd Sjónleikur í 4 þáttum. Aðalhlutverkin leika systurnai Emilie og Ragnhild Sannom. í*etta er óefað einn af þeim aUra beztu myndum, sem hér Eafa sést — komið því áður etl það er orðið of seint. — ^erð þó að eins ro, 23 og 40 a. Vakningarsamkomur Vfirða haldnar í samkomusal Hjálp- ^ðishersins frá 21.—28. marz, tvert kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Guðsþjónustur Har. próf. Níelssonar. j ^lstar liggja frammi til 30. þ. m. k bókverzlunum ísafoldar og Sigf. ^undssonar og hjá prentsmiðju- ^auda Halldóri Þórðarsyni, og eru , 'r sem styrkja vilja fyrirtækið, , ölr að skrifa nöfn sín á einhvern P6ssata lista. Reykjavík 24. marz 1915. Nefndin. ^pinn fundur. ^ »Bifröst“ og „VíkiDgnr" halda opinn íund í kvöld kl. 9 1 Goodtemplarahúsinu, niðri. flnibrella11 og Crescent“ viðurkendu þvottasápur farabezt ^ð tau og hörund. Notkunar- eiðarvísir á umbúðunum. ' Góðu en ódýru My sápur og i»a ans (inia kaup- jkr mönnum ^Pan fræga No. 711J u”ndalt súlu fyrjr kaupmenn, hjá Q. Eiríkss, Reykjavík. Erl. simfregnir. frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Khöfn 24. marz. Austurríkismemi hafa dregið saman mikið lið á landamærum Ítalíu og Austurrikis. ítalir hafa bannað alla útflutninga á vörum til Þýzkalands gegnum Sviss- land. Japanskt lið er á leið frá Mandshuri til Rúss- lands. ------^-------- t Islenzkur gráðaostur. Eins og menn muna kom hingað í fyrra dálítið af íslenzkmn gráðaosti, sem Jón Guðmundsson frá Þorfinns- stöðum f Onundarfirði hafði gert með frakkneskri gráðamyglu. Fekk sá ost- ur lof allra þeirra er reyndu og þótti ekki standa að baki þeim gráðaosti út- lendum, er hingað hefir fluzt. Þessi tilraun með gráðaostagerð hór, hepnað- ist því þegar svo vel, að mönnum vöknuðu vonir um það, að ostagerð gæti orðið framtíðargróðavegur fyrir íslenzka sveitabændur. í sumar sem leið reyndi Jón aftur að gera osta, en sú tilraun hepnaðist ekki jafnvel og sumarið áður, og var það mest því að kenna, að gráðamygl- an hafði úrkynjast við geymsluna. En það er hægt að laga. Þó er annað meira um vert, að það hefir verið sann- að með tilraunum, að vór íslendingar getum gert gráðaosta úr íslenzkri gráða- myglu og jafnast þeir fyllilega á við osta þá, er J. G. gerði í fyrra. í 2. heftinu af Búnaðarritinu þ. á. ritar Gísli Guðmundsson gerlafræðing- ur um ostagerð. Er sú grein fróðleg mjög, og ættu sem flestir bændur að kynna sér hana. En einn kaflann úr henni skulum vór birta hór, lesendum til fróðleiks : »Um veturinn 1913 sótti egbænda- námsskeið á Hvanneyri; gerði eg þá nokkrar loftrannsóknir f Borgarfirði og veiddi meðal annars gráðasveppi. Sfðar um veturinn ræktaði eg þessa sveppi, og sendi Halldóri skólastjóra á Hvann- eyri dálftið af þeim og bað hann reyna að gera gráðaost. Um sumarið gerði skólastjórinn nokkra gráðaosta bæði úr sauðamjólk og kúamjólk. Ostagerðin hepnaðist vel, og sauðamjólkurosturinn var að mínu áliti engu lakari en frakk- neskir gráðaostar, nema að því leyti, að myglugróðurinn var ekki nóg á víð og dreif um ostinn. í kúamjólkurost- inum var myglugróðurinn vel dreifður, en osturinn var bragðverri en úr sauða- mjólkinni og líktist mjög dönskum gráðaosti, sem gerður er mestmegnis úr kúamjólk. Tilraunir skólastjórans sanna þvf, hð gráðaost má gera úr sauðamjólk með íslenzkri gráðamyglu, jafnvel engu síður en frakkneskri. í rannsóknarstofu minni hefi eg gert nokkra gráðaosta með frakkneskri og íslenzkri gráðamyglu, og virðist mór íslenzk gráðamygla jafnhæf til osta- gerðar og sú frakkneska«. Hörmungar Serbíu. Bréf frá Sir Thomas Lipton. Eins og Morgunblaðið hefir fyr frá skýrt sigldi Sir Thomas Lipton snekkju sinni, sem Erin heitir, suður til Balkanskaga, með hjúkrunargögn handa Serbum. í bréfi sem hann hefir ritað heim til Englands, lýsir hann svo ástandinu þar i landi: Það er ómögulegt að lýsa þeim hræðilegu hörmungum. sem land þetta þjá. Öll sjúkrahús eru full af taugaveikissjúklingum. Ryan læknir sem er fyrir hjúkrunarfélagi Ameriku- manna, hér, hefir 2900 sjúklinga að gæta. Hann sagði mér að yrði ekk- ert aðhafst og það þegar í stað, til að stöðva útbreiðslu taugaveikinnar, mundi hún útrýma helming þjóðar- innar að minsta kosti. Fyrsta sjúkrahúsið, sem eg kom í á leiðinni til Nish, er í Ghevgheli. Það sjúkrahús er amerikskt. Lækn- irinn, dr. Donnelly, sýndi mér það hátt og lágt. Þar voru 1400 sjúkl- ingar flestir taugaveikir. Mér var sagt að hús þetta hefði áður verið tóbaks- og silkiverksmiðja. Margir sjúklingarnir höfðu ekkert að sér, hvorki sængur né teppi — þeir lágu bara í fötunum. Eg sá að einn þeirra var dauður og allir voru hin- ir sárveikir. Eg hitti þar ameríkskar hjúkrunar- konur. Þær höfðu upphaflega verið tólf, en sjö þeirra lágu nú í tauga- veiki. Læknarnir höfðu upphaflega verið sex, en þrír þeirra höfðu tek- ið veikina og lágu. Dr. Donelly kom á járnbrautar- stöðina til| þess að kveðja mig um leið 1 og egftfór. Hann var þá enn eins stálhraustur og fjörugur og nokkur maður getur verið. Tvær hjúkrunarkonur komu einnig lil járn- brautarstöðvanna til þess að kveðja mig. .Eg kom aftur til Ghevgheli eftir nokkra daga. Ædaði eg þegar að fara á fund dr. Donelly, en frétti þá að hann hefði dáið daginn áður úr taugaveiki. Hjúkrunarkonurnar, sem fylgdu mér til járnbrautarstöðv- anna, lágu báðar í sömu veiki mjög þungt haldnar. Þegar eg kom til Nish voru þar öll sjúkrahús full og meira en það Veikindin voru hræðilega mikil — mest taugaveiki. Frá Nish fór eg til Belgrad. Þar var mikið um taugaveiki, þótt eigi væri ástandið jafn slæmt og i Nish. Á leiðinni frá Belgrad kom eg við NÝJA BÍÓ I loftfari yfir Atlantshafið. Þýzkur sjónleikur í 4 þáttum og 75 atriðum. Leikin af fræg- um leikurum. Þessi ágæta mynd, sem er einstök í sinni röð, sýnir ferð með Zeppelinsloftfari á milli New-York, Berlín og Péturs- borgar og fer leikurinn fram á öllum þeim stöðum. Mynd þessi, sem líkist mjög hinni frægu mynd »Atlantis« í þvi hvað hún er efnismikil og viðburðarík, verður efalaust kær- komin hér, enda hefir hún hlot- ið einróma lof hvarvetna þar sqm hún hefir verið sýnd. Myndin stendur yfir 1 */2 tíma. Aðgöngumiða má panta í sima 344 og 107 og kosta 0,60, 0,50, 0,40 og 0,10 fyrir börn. Leikfélag ReykjaYíkur ímyndunarveikin eftir Moliére. Sunnud. 28. marz kl. 81/*. Aðgöngumiða má panta í Bók- verzlun ísafoldar í dag. IPantaða aðg.m. verður að sækja fyrir kl. 3, daginn sem leikið er. K. F. D. K. Fundur í kvöld kl. 8 og hálf. Inntaka nýrra félaga. Allar stúlkur og konur vel- komnar. á aðalherstöðvum Serba i Kragujewatz. Þar var mögnuð taugaveiki. Frú Hankin-Hardy, sem hefir umsjón sjúkrahúss þar í borginni, sagði að hjá sér væru 600 sjúklingar, flestir taugaveikir. Hún sagði að enginn læknir eða hjúkrunarkona væri þar sér til hjálpar. Einu mennirnir, sem hún hafði sér til aðstoðar, voru austurríkskir fangar. Hana skorti algerlega öll þau hjúkrunargögn, sem nauðsynleg eru talin á sjúkrahúsum, hversu auðvirðileg sem þau eru. Þetta er að eins eitt dæmi af óteljandi og f mörgum sjúkrahúsum er ástandið enn verra en í þessu sjúkrahúsi, og eg er viss um það að veikindi eru sums staðar meiri heldur en á þeim slóðum þar sem leið mín lá. Það er svo mikill skortur á sjúkra-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.