Morgunblaðið - 31.03.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÍDrsMié: „£anifas“ íjúffenga Sifrón og Æampavin. Simi 190. TMatarverzlun ómasar Jónssonar þarf varla að minna háttvirta bæjarbúa á hvar bezt er að kaupa Páska-matinn. Hér skal þó að eins talið fátt at mörgu: Nautakjöt nýtt. Kindakjöt, frosið. Hangikjöt, sveitareykt, það bezta í bænum. Danskar gæsir, ágætar á i krónu pundið. Svínslæri reykt. Síðuflesk, reykt og salt. Rjúpur. Ostar og pylsur, ótal tegundir. Rjómabússmjör. Egg. Svínafeiti. Smjörlíki, ekki færri en io teg. Plöntufeiti »Kokkepige« ódýr. Sultutau, óviðjafnanlega gott. Niðursoðnir ávextir í smáum og stórum dósum, beztir og ódýrastir. Niðursoðið fiskmeti. Kálmeti og kjötmeti, mest og bezt úrval í bænum, og fleira og fleira. Einungis góðar vörur með sanngjörnu verði. Bankastræti 10. Sími 212. Svar Breta við hafnbanninu. Asquith talar. Asquith forsætisráðherra Breta hélt ræðu i neðri deild enska þingsins i. maírz. Bað hann um 37 milj. sterl. punda viðbótarfjárveitingu til her- kostnaðar, og taldi hann það mundi endast út fjárhagstímabilið 1914—15 eða til 31. marz. Útgjöld til hers og flota kvað hann nú vera il/g sterlings punda á dag. Á næsta fjár- lagafumvarpi ætlar stjórnin að biðja um 250 milj. sterlings punda fjár- veitingu til herkostnaðar og telur hún að það fé muni endast til júlí- mánaðarloka og verða þá beðið um meira ef þörf er á. Asquith mintist og á hið svo- kallaða »hafnbann« Þjóðverja. Sagði hann, að það hefði ekki komið þeim á óvart, því að Þjóðverjar hefðu haf- ið ófriðinn með því að brjóta helg- an samning og síðan hefðu þeir af ásettu ráði brotið alla samninga og reglur, sem settar væru i þjóðarétt- inum og lúta að því að draga úr hörmungum styrjalda. Hann kvað Þjóðverja nú hafa gengið eitt skref enn á þessari braut með því að stofna til sjórána og gripdeilda með neðansjávarbátum. »Eigum við — eða getum við — og sný eg máli mínu til hlautlausra þjóða, setið auðum höndum? Eg held ekki. Skal eg nú lesa upp yfir- lýsingu, sem stjórnin hefir samþykt og birt verður á morgun. Væntir mig að í yfirlýsingu þessari sé skýrt tekið fram, ekki eingöngu hvað stjórnin telur sig eiga rétt til að gera, heldur einnig hvað hún telur sér skylt að gera. Þjóðverjar hafa lýst yfir þvi, að Ermarsund, norður- og vestur-strönd Frakklands og hafið kringum Bret- landseyjar sé ófriðarsvæði og hafa tilkynt það opinherlega að öllum óvinaskipum, sem þar finnast, verði sökt og að bættulegt sé fyrir skip hlutlausra þjóða að sigla þar um. Með þessu segja þeir i raun og veru, að þeir ælti sér áð skjóta á hvert skip sem þeir sjá, hverrar þjóðar sem er og ætli ekki að hirða um að bjarga skipshöfn eða farþeg- um. Þjóðverjar eru ekki þess megnugir að hafa ofansjávarskip á þessu svæði og þvi hljóta þeir að gera þessar árásir með kafbátum. í þjóðaréttunum hefir það jafnvel verið talin skylda þess, sem hertek- ur kaupför, að flytja þau til hafnar svo að skipatökuréttur geti dæmt um tökuna og þegnar hlutlausra landa náð farmi ef þeir eiga. Það er vafamál hvort rétt sé að sökkva herteknum skipum og það á ekki að gera nema sérstaklega standi á og ekki fyr en skipshöfninni hefir verið bjargað og farþegunum ef nokkrir eru. Það er auðsætt, að það skip, sem atlöguna greiðir á að greina á milli hlutlausra skipa og óvinaskipa og það er skylda þess að komast að raun um hverrar þjóðar skipið er og kanna farm þess og bjarga skipsskjölunum áður því er sökt. Sú mannúðarskylda hvílir og á herðum allra þjóða, sem í ófriði eiga, að sjá skipshöfnum af kaup- förum farborða, hvort heldur þau eru óvinaskip eða eign hlutlausra þjóða. Á þessum grundvelii hafa allar regl- ur um sjóhernað verið bygðar hing- að til. Kafbátar Þjóðverja geta ekki rækt neinar af þessum skyldum. Þeir drotna ekki yfir því svæði sem þeir hafast við á. Þeir flytja ekki her- tekin skip fyrir skipatökurétt. Þeir hafa ekki með sér menn til að senda út í skip, sem þeir handsama. Þeir geta ekki með vissu greint á milli óvinaskipa og skipa hlutlausra þjóða. Þeir geta ekki tekið á móti skips- höfnum af þeim skipum er þeir sökkva. Bardagaaðferð þeirra á því ekkert skylt við alþjóðareglur þær, sem settar hafa verið um meðferð á kaupförum á ófriðartímum. Yfirlýs- ing Þjóðverja setur handahófs eyði- leggingu í stað reglubundnar hertöku. Þýzkaland hefir gripið til þessara ráða gegn friðsömum kaupmönnum og skipshöfnum í því skyni að varna þess að nokkrar vörur, þar á meðal matvæli, komist til eða frá Bretlands- eyjum eða Norður-Frakklandi. Andstæðingar Þjóðverja hafa því neyðst til að taka til sinna ráða í móti og varna því að nokkurskonar vörur komist til eða frá Þýzkalandi. Stjórn Breta og Frakka mun þó framfylgja þessum ráðstöfunum án þess að af stafi hætta fyrir hlutlaus skip og án þess að lífi skipshafnanna sé stofnað í voða og ennfremur sýna mannúð í hvívetna. Brezka og franska stjórnin telja sér þvi heimilt að hefta kaupför og flytja til hafnar þau skip, sem grunur leikur á um að flytji varning, sem fara eigi til óvinanna, eða þeir eiga, eða frá þeim er kominn. Þær ætla sér ekki að gera slík skip eða farma upptæka nema þau hafi unnið til þess fyrir aðrar sakir. Skipum, sem lagt hafa upp i ferðir áður en yfir- lýsing þessi er birt, verður lofað að sigla í friði«. Kvef og hæsi. Bezta meðalið er Menthol-sykrið þjóðfræga úr verksmiðjunni i Lækjar- götu 6 B. Fæst hjá flestum kaupmönnum borgarinnar. Alt sem að greftrun lýtur: Líkkistur og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthíassyni. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497. Matatleiliii í MarsW selur beztu matvælin Nýtt nautakjöt, fryst sauðakjöt, hið bezta í bænum. Hangið kjöt, Saxað kjöt, Saltkjöt, ísl. smjör, Kæfa. Rjúpur, Vínarpylsa, Buliupylsa. Niðursoðnu matvælin frá Sláturfélaginu eru allri annari niður- suðu betri. Sláturfélag Suðurl. Hafnarstræti. Sími 211. caa DA6Bóf[IN. C=S3 Afmæli í dag: Gróa Jónsdóttir húsfrú. Sigríður Jónsdóttir húsfrú. Hólmfríður Eyjólfsdóttir húsfrú 70 ára Magnús S. Magnússon prentari. f. Bjarni konf. Þorsteinsson 1781. Afmæliskort selur Friðfinnur Guð- jónsson, Laugaveg 43 B. Sólarupprás kl. 5.56 f. h. Sólarlag — 7.11 síðd. Háflóð er í dag kl. 5.19 e. h. og — 5.39 í nótt. Fult tungl kl. 4.38 f. h. q , Augnlækning ókeypis kl. 2- Lækjargötu 2 uppi. Póstar í dag: Ingólfur frá Borgarnesi. Norðanpóstur kemur. Vestanpóstur kemur. Veðrið í gær: Vm. logn, frost 0.9. Rv. a. gola, hiti 0.0. ísf. n.a. kaldi, frost 3.7. Ak. a. kaldi, snjór, frost 5.0. Gr. n.a. gola, frost 9.5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.