Morgunblaðið - 18.04.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1915, Blaðsíða 2
2 ;morgunblaðið Erl. símfregnir. frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Grundvallarlagabreyting í Danmörku. Kaupmannahöfn, 17. apríl. Samkomulag komst á í gærkvöld um frumvarp til grundvallarlaga- breytingar og kosningarlaga. Kosn- ingar fara fram í maímánuði án kosningarbaráttu. Símskeyti frá Central News. London 17. apríl. London: Þýzkar flugvélar vörp- uðu í gær sprengikúlum á Sitting- bourne, Faversham og fleiri bæi í Kent (Englandi). Enn hafa orustur staðið hjá Euphrat. 15000 Tyrkjum var stökt til Makhailah. Paris: Öllum áhlaupum Þjóð- verja hrundið. Frakkneskir flug- menn köstuðu sprengikúlum á raf- magnsstöð nálægt Metz og á púður- búr hjá Rothwell. Petrograd: Austurríkismenn hafa verið hraktir úr Cerzkowinshéraðinu í Karpatafjöllum. Heillaósk að norðan. Svolátandi símskeyti barst stjórn H. f. Eimskipafélag íslands að kveldi hins 16. april: Eimskipafélag íslands, Reykjavík. Veikominn Gullfoss til íslands. Heill *og blessun fylgi þessu fyrir- tæki, sem er fyrsta spor siglinga okkar íslendinga. Sauðárkróki 16. apríl, 1915. Kristján Gíslason. Baldvin Jónsson Tómas Gíslason. Jón S. Pálmason. Jónas Kristjánsson. Kr. P. Briem. I. Frank Michelsen. Pétur Sighvatss. Jón Þ. Björnsson. E. Kristjánsson. J. Guðmundsson. Ólafur Briem. Arni Daníelsson M. Guðmundsson. Sig. A. Björnsson. Kristján Blöndal. Sigurgeir Daníelsson. Pálmi Péturss. Steindór Jónsson Ólafur Jónsson. Benedikt Jóhannsson. Magnús Guðmundsson. Þá barst félagsstjórninni og sím- skeyti frá nokkrum mönnum á Ak- ureyri. Fyrsta skip h.f. Eimskipafélags Islands: Gullfoss. Blaðamenn heimsækja „Gulifoss“. I gær kl. 1 hafði stjórn Eimskipa- félags íslands boð inni fyrir alla blaðamenn bæjarins. Voru þar sam- an komnir um 20 manns. í byrjun máltíðar bauð formaður Eimskipafélagsins, Sveinn Björnsson, blaðamennina velkomna og flutti til þeirra ræðu með þakklæti fyrir þá ágætu aðstoð, sem blöð landsins hefðu veitt Eimskipafélaginu, fyrir þann mikla þátt, sem þau hefðu átt að þvi, að Eimskipafélagsfyrirtækið hefði hepnast. Lauk hann máli sínu með þeim orðum, að hann vænti þess, að er blaðamenn skoðuðu skipið á eftir, mundi Gullfoss sjálfur sýna það, að fulltingi blaðanna hefði eigi verið óverðskuldað. Elzti blaðamaðurinn, Skúli Thor- oddsen ritstjóri þakkaði ræðu for- manns, benti á, að blöðin hefðu eigi átt svo miklar þakkir skyldar. Hitt væri það, að ef blöðin hefðu eigi stutt Eimskipafélagsfyrirtækið af öll- um mætti, hefðu þau brugðist skyldu sinni. Bað menn svo drekka fyrir minni félagsins, stjórnarinnar og fyrsta skipsins, Gulljoss. Þá las Þorsteinn ritstj. Gislason dýrt kveðið ljóð eftir sig fyrir minni Gullfoss. Eftir máltíð settust menn að kaffi- drykkju í hinum stórsnotra reykinga- sal Gullfoss. Mælti Guðm. Þinn• hogason dr. phil. þar afarsnjalt fyrir minni skipstjórans, Sigurðar Péturs- sonar, og sneri til skipstjórans í ræðulok þessari vísu í kvæði M. J. til Otto Walhne: Sigldu’ í oss sækónga huginn, sigldu’ í oss feðranna móð: sigldu’ í oss sálina og duginn, sigldu’ i oss víkingablóð! Skipstjóri þakkaði og kvaðst hafa vilja til þess og von um það að geta stjórnað Gullfossi svo yfir höfin, að stjórninni mætti vel líka, þakkaði henni traust það, er hún hefði sýnt sér með því að kveðja sig ungan og lítt reyndan til skipstjórastöðu. Loks mælti Olajur Björnsson ritstj. nokkur orð fyrir minni Nielsens framkvæmdarstjóra, þess manns, er eigi ætti hvað minstan þáttinn í þvi, að fyrirtæki þetta væri komið svona langt, þess manns, er i framtíðinni mund: verða að bera mesta erfiðið og þungan af starfi Eimskipafélags- ins, þess manns, sem líka ætti breið- astar herðarnar, sem kostur væri á nú vor á meðal til að bera þá þungu byrði. Síðan skoðuðu blaðamenn skipjð stafna milli. Mun eigi ofmælt, að engum þeirra hafi getist öðtuvisi en ágætlega að fyrirkomulagi öllu og útbúnaði. Eipkum vakti það athygli hversu þægilegt annað farrými er, miklu betra en á öðrum skipum, sem vér höfum haft til ferða. Annars hefir nákvæm lýsing á Gullfossi staðið í Morgunbl. áður. Dieselskip og eimskip. Stórkostlegur sparnaður. Eins og menn muna tók skip- smíðastöð Burmeister & Wain’s í Kaupmannhöfn fyrir nokkrum árum að smíða stór hafskip, sem rekin eru með Diesel-mótorum i stað eimvéla. Skip þessi hafa nú verið í förum svo lengi, að reynslan hefir sjálf sýnt kosti þeirra um fram önnur skip. Á síðasta ársfundi »Östasiatisk Kompagni« var gerður heyrin kunn- ur samanburður á reksturskostnaði tveggja skipa félagsins, eimskipsins »Kina« og Diesel-skipsins »Siam«, sem bæði hafa verið í förum sömu leiðina, milli Austurasíu og Dan- merkur. »Kina« er 'í alla staði nýtizkuskip, smíðað 1911. Lengd skipsins er 585 fet, breidd 33 fet og ristudýpt 27 fet. Skipið ber 8720 ton og að auki 770 ton af eimkolum. »Siam« er 410 fet á lend, breidd- in er 55 fet og ristu dýpt 30^/2 fe£- Það ber 9700 ton og auk þess 1250 ton af brensluoliu. Vélamenn og kyndarar eru 19 4 »Kina« en á »Siam« að eins 13. í nákvæmlega sömu ferð í fyrrí hafði »Kina« 7675 tonna flutning en »Siam« 8670 ton. »Kina« eyddi 4858 tonnum af kolum, en »Siam< ii2oafolíu. Kolaeyðsla á 1000 tonna flutning, með 11 fjórðungsmílna ferð á klukkustund var á »Kina« 22.8 kg- fyrir hverja sjómílu, en á »Siam‘ 4.65 kg. af oliu. Kolaverið var 22 shillings á ton, en tonnið af olí*1 kostaði 35 shillings. Reksturskostnaður Diesel-skipsinS varð 67 % ódýrari en eimskipsins og hreinn ágóði 4022 pund sterling- Samanburður á »Siam« og öðru góðu eimskipi sem fer sömu leið, léiddi í ljós að »Siam« sparaði hlnt- fallslega ennþá meira eldsneyti. Nokkrir telja það Dieselskipunum til ógildis, að vélarnar séu ekki einS öruggar í gangi og eimvélar. En mótorarnir í »Siam« hafa gengið 4° sólarhringa án þess að stanza. Og kostur er það líka hve sjaldan DieS' elskipin þurfa að koma í höfn til að taka eldsneyti. Á ferð frá Dan' mörku til Austur-Asíu og til baka aftur tók »Siam« aðeins tvisvar sinn- um olíu en »Kina« 10 sinnum kol- Trúin á þessi nýju skip er líka altaf að aukast. Burmeister & Wain hafa ekki við að smíða og þó hafa þeir stofnað nýja skipasmíðastöð * Skotlandi með þessar smíðar fyrlf augum. T- H.f. ,Nyja lðunn“ kaupir, ull og allskonar tuskui fyrir hæsta verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.