Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						^riðjudagr
27.
apríl 1915
MORGUNBLADID
2. árgangr
172.
tölublað
Ritstjórnarsími  nr. 500
Ritstjóri:  Vilhjálmnr Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
Afgreiðslusími nr.  499
o:ft|    Reykjavlknr    |DJn
DIU I   TíioBTftnh-Theater   IDIU
Biograph-Theater
Tals. 475.
Svörtu 13.
Afbragðs leynilögreglusjónleik-
ur í 3 þáttum um hin leyndar-
dómstullu afrek lögregluspæjar-
ans, Brown, og ekkju miljóna-
mæringsins, Ellen Sandow, leik-
inn af hinum frægu leikurum
»Vitaskop«s i Berlín.
Jafn spennandí og skemtileg
mynd hefir ekki sést lengi.
Conditori & Café
Sk jaldbr eiö
íegursta kaffihús bæjarins.
Samkomustaður allra bajarmanna.
Hljómleikar  á virkum dögum kl.
9—iiVa> sunnudögum kl. 5—6.
A.V. Mikið úrval aý áqœtis kokum.
Ludvig Bruun.
Hér með tilkynnist vinum og vanda-
mönnum að Guðný Stefánsdóttir frá
Eskifirði dó á Landakotsspitala sunnu-
daginn 18. þ. mán. Jarðarför hennar
er ákveðin frá Þjððkirkjunni mið-
vikudaginn 28. þ. m, kl. 12 á hád.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hlut-
tekningu við jarðarför okkar hjart-
kaeru móður og tengdamóður, Dorí-
theu Maríu Heilmann.
Sophie Kr. Heilmann. Eyv. Árnason.
Guðrún Þorsteinsson. Jón Þorsteinss.
Innilegt þakklœti færum við öllum
þelm, sem sýndu hiuttekningu við frá-
fall og jarðarfðr Lofts sál. Ólafs-
sonar. Sérstaklega viljum við þakka
hr. framkvæmdarstjðra Magnúsi Th.
S. BlSndahl og fiskiveiðafél. »Ægir«.
Reykjavfk 24. apríl 1915.
Aðstandendur hins látna.
„Umbrella" og
„Crescent"
Flag
fintterfly
viðurkendu þvottasápur fara bezt
með tau og hörund. Notkunar-
leiðarvísir á umbúðunum.
Góðu en
ódýru
sápur og
ylm-vötn
fást  hjá
kaup-
mönnum
um alt
land.
heildsölu fyrir kaupmenn, hjá
G. Eiríkss, Reykjavik.
DiYinia
Raksápan íræga No. 711
Bruninn mikli.
Aðalumtalsefnið í bænum í gær
var auðvitað hið feiknamikla bál, sem
lá við að eyddi öllum miðbænum.
Fjöldi fólks var á ferli allan daginn
í kringum rústirnar. Hingað og þang-
að rauk og logaði í þeim ennþá, en
brunamenn voru ætíð til taks með
vatnsslöngur og kæfðu eldinn aftur
um stund. Austurstræti, frá Lands-
bankanum og vestur fyrir ísafold,
vai lokað fyrir umferð allan daginn,
en verkamenn grófu i rústunum og
óku burtu einhverju af ruslinu.
— Það sem mönnum ennfremur
var tíðrætt um, var upptök eldsins.
En það var í Hótel Reykjavík, eins
og menn vita.
Viðtal við Helga Zoega.
Vér fórum á fund Helga kaupm.
Zoéga í gær, og báðum hann að
segja oss hvernig umhorfs hafi verið
i Hótel Reykjavík, um það leyti er
eldsins fyrst varð vart. En, eins og
menn muna, stóð brúðkaupsveizla í
hótelinu, þar sem Helgi Zoéga var
veitandi.
Klukkan um 3 um nóttina fóru
síðustu boðsgestirnir. Við hjónin
stóðum í yfirhöfnum á tröppunum
og vorum að bíða eftir bifreið, sem
við ætluðum að aka i heim. Uppi
á Iofti voru þau frú Margrét| Zoéga
og Guðjón vinnumaður hennar.
Skyndilega kemur Eggert bóndi
Briem hlaupandi, stekkur upp stig-
ann og hrópar: »Húsið brennur,
húsið brennun. Eg tók orð hans
í gamni í fyrstu, því eg var nýkom-
inn ofan af lofti og hafði þá ekki
orðið var við neinn  reyk  eða  eld.
En Briem hljóp alla leið upp á
loft og kallaði á frú Zoéga. Þegar
þau opnuðu herbergi nr. 28, gaus
gegn þeim reykjarmökkur svo svart-
ur og þykkur, að ekkert sást annað
í herberginu.
Það er því enginn efi á því, að
eldurinn hefir einmitt komið upp í
þessu herbergi, nr. 28. Herbergi
þetta notaði frú Zoega sjálf og eng-
inn af veizlugestunum kom þangað
inn. Lampi stóð á borðinu alt
kvöldið og er ekki óhugsandi, að
kviknað hafi á einhvern hátt út frá
honum. Er við vorum nýkomin
út á götuna, heyrðust hvellir miklir
sem við hugðum vera gassprengingu,
og öll efri hæð hússins stóð í
björtu báli.
Viðtal við Eggert Briem.
Vér höfum átt tal við hr. Eggert
Briem frá Viðey, sem fyrstur varð
til að gera aðvart um eldinn. Hann
segir svo frá:
Gestir höfðu verið heima hjá mér
um kvöldið. Um kl. 3 um nóttina
fóru þeir og fylgdi eg þeim heim.
En þegar eg var á heimleið aftur
og kom að Austurvelli, sá eg gegn
um glugga á Hótel Reykjavík að
eldur var inni fyrir. Eg hljóp þeg-
ar þangað til þess að gera fólkinu
aðvart. Var þá flestalt af veizlufólk-
inu farið, en þeir sem eftir voru
trúðu mér ekki er eg sagði frá þvi,
að eldur væri í húsinu. Hljóp eg
þá þegar upp á loft þangað, er eg
hugði eldinn vera, og hljóp Helgi
Zoega með mér þangað upp. Er
við opnuðum þar hurð á einu af
herbergjunum, sló blossanum út á
móti okkur. Eg hljóp þá strax út
til að gera brunaliðinu viðvart, og
er eg kom aftur að Hótel Reykja-
vík, var loginn kominn út i gegn
um þakið og húsið stóð alt í björtu
báli.
Bifdælan.
Þess var getið í gær, að einn af
kaupmönnum þessa bæjar hafi átt
bifdælu þá, er beztan þáttinn átti í
því, að eldurinn breiddist eigi meira
út en raun varð á. Þetta er að vísu
ekki alveg rétt. Bifdæluna átti sænskt
firma, og hefir hún legið hér til
sölu langalengi. Umboðsmaður eig-
andans hér i bæ er kaptain Carl
Trolle, og mun hann hafa fengið
dæluna hingað einmitt í þeim til-
gangi, að bjóða hana bænum svo að
hún yrði notuð ef eld bæri að hönd-
um. Það mun hafa verið í tið
borgarstjóra Páls Einarssonar, sem
bænum var boðin þessi dæla til
kaups, en ekki er oss kunnugt um
af hverjum ástæðum ekki varð af
kaupunum.
Hinsvegar er enginn vafi á því,
eftir þeirri reynslu, sem menn höfðu
af dælunni í þetta sinn, að miklu
meira hefði mátt stemma stigu fyrir
eldinum, enn gert var, ef bærinn
hefði átt 2—3 slikar dælur sem
þessa.
Gömlu dælurnar reyndust alt of
kraftlausar, og hefði verið meira
gagn að einni bifdælu en 3—4 af
þeim gömlu.
Þess skal getið, að það var fyrir
tilviljun eina, að ekki var búið að
senda bifdæluna af landi burt, þar
sem eigandinn hafði beðið um, að
hún yrði sér send bráðlega, en því
var þó frestað vegna prófs í sjó-
mannaskólanum.
Vér teljum nú vist, að bærinn
muni festa kaup á dælunni, þar sem
óefað má telja það henni að þakka,
að ekki varð enn miklu meira tjón
af eldinum en varð.
Hitt og þetta.
Um Landsbankann er það að segja,
að hann misti eigi neitt af skjölum
sinum né fé. Menn voru fyrst
hræddir um að landssjóðskassinn, sem
stóð uppi á lofti,  mundi  eigi  haía
NYJA BIO
Spæjarinn.
Sjónleikur  í 3 þáttum, leikinn
af þýzkum leikurum.  Aðalhlut-
verkið leikur hin stórfræga og
fagra leikkona
Susanne Grandais.
Þetta er ein af allra beztu
njósnarmyndum sem sést hafa.
K. F. U. M.
Biblíulestnr í kvöld kl. 8»/2
Alhr karlmenn velkomnir.
Theodor Johnson
Kondítori og Kafé
stærsta og fullkomnasta kaffihiis
í höfuðstaðnum.
— Bezta dag- og kvöldkaffé. —
Hljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—na/a
staðist bálið, en er hann var opnað-
ur í gærmorgun kom það í ljós að
ekkert var skemt í faonum.
Það sem bankanum kom nú verst
var húsnæðisleysið. En úr því hefir
verið bætt. Urskurðaði ráðherra í
gær að hann skyldi fyrst um sinn,
eða þangað til hans eigið húsnæði
væri komið í lag, hafa bækistöð sina
í pósthúsinu nýja, á miðlofti. Þang-
að er einnig Samábyrgðin flutt.
í Ingólfshvoli brann litið á mið-
lofti og ekkert á neðstu hæð. En
skemdir hafa orðið þar miklar af
vatni. Uppi á efsta lofti er alt brunn-
ið. Þó hangir þakið uppi að mestu
leyti.
Eimskipafélag íslands misti öll sín
skjöl. Skápurinn, sem þau voru
geymd í, var þýzkur og reyndist
eigi svo vel sem skyldi, því þegar
hann var opnaður í gær var alt
orðið að ösku í honum. Nokkr-
ir málmpeningar höfðu þó stað-
ist hitann. Nielsen framkvæmdar-
stjóri átti þar mikið af skjölum og
ennfremur sex 100 króna seðla. Af
þeim var þó svo mikið óbrunnið að
númerin voru læsileg og fær hann
þá því að likindum endurgreidda hjá
banka þeim, sem þá hefir út gefið.
Egill Jacobsen misti alt sitt, verzl-
unarbækur og annað. Hið sama er
að segja um Nathan og Olsen. Var
eigi unt að bjarga neinu þaðan vegna
hita, því eigi varð um Austutstræti
gengið þar meðan Hotel Reykjavik
var að brenna, enda læsti eldurinn
sig í hiisið fyr en nokkurn varði.
Hafa þeir þvi hvorir tveggju beðiö
þar mikið tjón og tilfinnaniegt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4