Morgunblaðið - 25.05.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ JL DE 3IL==3L=3E Nýkomið: RYen-skinnhanzkar i Nýtízka kragar j Nýtizkn slæðnr | Cachemirsjöl H. P. Duus. Á-deild. MiMð af Dýjum yörnm kom með Vestn. % Meðal anDars: stórt úrval af kjólaefnum kveDkápam, — regnkápum. nr=nnanr=nr l F. DUUS A-deild. IIHII hjá Stry, en úrslit hennar eru enn ókunn. Fyrir norðan Bolechow tókum vér aftur nokkrar skotgryfjur, sem vér höfðum mist deginum áður. Loftför óvinanna flugu yfir Prze- mysl og vörpuðu niður sprengikúl- um, en þeir hafa ekki gert frekari árás á vígið. Kjósendafundir á Eskifirði. Sigurður Eggerz, fyrverandi ráð- herra, hefir átt tvo fundi með kjós- endum á Eskifirði. A fyrri fundin- um var samþykt tillaga frá Birni Stefánssyni um það að fundurinn »lýsti ánægju yfir björgunartilraun- um við stjórnarskrána, vildi eigi dómleggja fyrirliggjandi skilmála óséða, lýsti trausti á ráðherra Einari Arnórssyni, aðhyltist enga skerðing á landsréttindum né þrenging sér- málasviðsins*. (Samþ. með 31:4). Þetta gerðist á fimtudaginn. A laugardaginn var aftur haldinn kjós- endafundur og þá samþykt tillaga frá Sig. Eggerz um það að haldið yrði fast við fysirvarann og stjórnarskráin ekki samþykt, nema honum yrði fullnægt. Fundurinn skoraði á ráð- herra að birta leyniboðin og vítti framkomu þremenninganna. Þetta var samþykt með 48 atkvæðum á móti 20. Þeir eru gamansamir þarna úti á Eskifirði. íþróttamenn. iii. Enn þi eimir að vísu eftir af þessari iþróttahreyfingu, sem um landið fór, en flest af þvi, sem þá þaut upp, er nú að hjaðna niður. Um það leyti ruddu Ungmenna- félögin sér hér til rúms. Ailir góðir menn bera virðingu fyrir stefnu þess félagsskapar, en því verður ekki neitað, að hér virðist hann ekki vera á réttum bás. Flest alt sem Ungmennafélagarnir hér í Reykjavík hafa tekið að sér, hefir farið í mola í höndum þeirra. Aðalliðurinn á stefnuskrá þeirra er efling iþrótta. Þeir stofnuðu einu sinni leikfim- isflokk. Hann leystist upp von bráð- ar. Einu sinni ætluðu þeir að ryðja skiðabraut á stórgrýttri hæð, sem hver heilvita maður gat séð, að ekki var hægt að nota fyrir slíka braut. Þeir unnu að henni mörg sumur og loksins var hægt að nota hana fyrir kartðflugarð. A svona hyggindalausum þrótt- raunum lamaðist félagið hér. Hvernig er það nú ? Þekkist svip- urinn sem enn er af félaginu? Nú er það málfundafélag. »Hvað finnur þá óeðlilegt við það«. sagði einn félagsmaður. »Orðin liggja til alls fyrst*. Svo er það. Nú er fé- lagið ef til vill að byrja að hugsa. Það má segja félaginu til lofs, að það gefur út blað, sem ræðir að miklu leyti um íþróttir. 1 fyrstu var ritnefnd úr félaginu sem sá um efni þess og kvað þá heldur litið að því. Nú hefir það fengið nýtan rit- stjóra og verður því vonandi mál- efninu til styrktar í framtíðinni. Sem betur fer, er ekki eins farið með öll Ungmennafélcg á landinu og félagið hér í Reykjavík, sem átti að vera hinum til fyrirmyndar. IV. Víðar er pottur brotinn en i Ung- mennafélögunum. Fyrir nokkrum árum var »Ar- mann« aðalglímufélagið i bænum. Þá hafði það fjölda af áhugasömum og röskum félögum. A siðari árum hefir dregið svo mjög af því, að nú er það ekki nema skugginn af því, sem það var áður. Hin árlega kapp- glima um »Ármannsskjöldinn* hefir borið þess ljósast merki, hversu mik- ill þróttur er nú í félaginu. í vetur, til dæmis, keptu um skjöldinn hálf- vaxnir drengir, sem glímdu svo, að ætla mátti, að þeir hefðu aldrei glimu- tökum fyrr tekið. Það eru svona opinberar sýningar, sem drepa íþróttina. Hér i bæ stendur mönnum ímu- gustur af islenzku glímunni. I vetur hefir »Ármann« starfað litið sem ekkert. Er það furða hvað líf leynist lengi með honum. Til dæmis um í hvaða horf glimuiþrótt- in er komin hér, ætla eg að skýra frá því, að »Armann* og Ungmenna- félagið, sem eru einu glímufélögin í bænum, ætluðu að hafa sameiginleg- ar æfingar í vetur, til þess að geta með þvi móti dregið saman nógu marga menn til að glíma. En þetta fór eins og búast mátti við. I allan vetur komu aldrei svo margir menn úr báðum félögum, að hægt væri að halda æfingu. Mest mun hafa komið sjö eða átta menn. Oftast komu þrír og fjórir. Stundum kom ekki nema einn. Hvað veldur? n.unu menn spyrja. III sköp og óvættir, mundu sumir segja. En þvi er ekki þann veg farið. Meðlimir félaganna eru að vísu tómlátir, eins og i öllum öðr- um félögum, en forgöngumennirnir bera að miklu leyti sökina. Eg veit það, að í vetur sá enginn ákveðinn maður um æfingarnar, svo að stund- um bar það við, að enginn kom til að stjórna þeim. Þeir menn, sem komu, sáu að ekki var til neins að sækja æfingarnar, þegar forvígis- mennirnir komu ekki alt af. Þetta er ekki heilbrigður félags- skapur. Það á ekki að vera að eyða kröft- um í það, að fá svona við til að grænka. Það er heimska að ætla sér að byggja ofan á svona ormét- inn félagsskap. Þessi tvö félög, sem minst hefir verið á, áttu að hafa forgöngu i iþróttum hér í bænum, en þau hafa unnið þeim skaða. Þau áttu að reisa við íþróttalífið, en þau hafa dregið það niður i aurinn. Margir hafa sömu tilfinningu fyrir iþróttunum nú orðið, eins og vörum, sem þeim eru boðnar af kaupmanni, sem hefir svikið þá á varningi sínum áður. Frh. B—n—O. Sjálfsmorð. í dönsku blaði frá 25. f. mán. Nykomið: KveDSokkar BarDasokkar SvuDtnr Borðdúkar Ateikaaðir dúkar Strágólí'dúkar. H. P. DUUS A-daíld. IIHI er þess getið, að íslendingur, Móses Jóhannesson að nafni, hafi framið' sjálfsmorð i Kaupmannahöfn nokk-- urum dögum áður. Hann bjó í Vævergötu 8 og var daglaunamaður,- 40 ára að aldri. Hann hafði verið atvinnulaus um hrið og verið í' miklum peningavandræðum. Lonsdale. Mikið hefir verið rætt í brezkum blöðum um mann þann, er Lonsdale heitir. Þjóðverjar handtóku hann i haust og hefir hann verið í varð- haldi siðan. I vetur henti hann sú slysni að leggja hendur á varðmann- inn, sem átti að gæta hans og fyrir það var honum stefnt fyrir herrétt. Vissu menn þá þegar — eða þótt- ust vita — að hann mundi eigi eiga griða að vænta. Ameríski sendi- herrann i Berlin reyndi hvað hann gat til þess að fá manninn sýknaðan, en svo fór það samt, að hann var dæmdur til lifláts. Dómnum var þó eigi fullnægt þegar siðast fréttist. í tilefni af þessu segir þýzka blaðið »Frankfurter Zeitung«: Vér álítum að það væri vel gert, ef keisarinn breytti dauðadómnum 'l fangelsisvist. Þjóðverjar mundu ekk- ert græða á þvi að lífláta manninn, og væri dauðadóminum eigi fullnæg1, mætti eigi liggja Þjóðverjurn á báU fyrir það, að þeir létu hefndarfýsn* ina hlaupa með sig í gönur. Þegaf þessari styrjöld lýkur, eiga þjóðirnaf aftur friðsamleg viðskifti. Þjóðverjaf munu þá halda sína beinu braut, en það yrði þeim eigi neinn hagnaðaf' auki að vekja þá gremju í Englandb sem yrði ófriðnum langlífari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.