Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
COBRA
ágæta skósverta og skóáburður fæst hjá kaupmönn-
um.  1 heildsölu hjá
G.  EíríkSS,  ^™*-
Einkasali fyrir ísland.
Mötorbát vantar
til þess að flytja 500 poka af sementi úr skipi,
aí' Reykjavíknrhöfn til Hafnaifjarðar.
Tilboð nm flntninginn merkt
„500 pokar"
sendist skrifstofu Morgunblaðsins, sem fyrst.
Tfásefa vanfar
á saglsRipid „cfflin&rva",
sem liggur í Hafnarfirði.
Upplýsingar hjá
S. Bergmann,   Sími 10.
¦IS^* DOGMBNN
Sveinn Bjðrnsaon  yfird.lögm.
Friklrfcjuveg 19 (Staíastaí). Sími 202
*  Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6.
Sjálfnr  við  kl.  n—12  og  4—6
Eggert Claessen, yfirréttarmáh
flutDÍngsmaður  Pósthússtr. 17.
Vanjulaga heima 10—11 00 4—5.  Simi 16
Olafur  Lárusson  yfh-d.lögm.
Pósthússtr. 19.  Sími 215.
Venjulega heima  11 —12  og 4—\
Jón  Asbjörnsson  yfid.lögm.
Austurstr. 5.  Sími 435.
Venjulega heima kl. 4—s1/,.
Giiðm. Olafsson yfirdómslögm.
Miðstr. 8.     Sími 488.
________Heima kl. 6—8.________
Bjarni Þ. Johnson
yfirréttarmálaflutningsmaður,
Lækjarg. 4.
Heima 12—1 og 4—5.  Sími 263.
líllar-prjóna-
tuskur
keyptar hæzta verði gegn peningum
eða vörum
Vöruhúsinu.
Konur Hvítabandsins
fjölmenni í kálgarð félagsins fyrsta
góðveðursdag kl. 10 árd. eða 3 síðd.,
hittist við Bræðraborgarstíg 25 eða
3$, og hafi með sér áhöld.
VÁTÍJYGGINGAÍÍ ¦**&,
Vátryggið tafarlaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brithish
Dominion General Insurance Co. Ltd.
Aðalumboðsm.  G. Gíslason.
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunaböcafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance
Forening limit   Aðalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber
A. V. Tulinius
Miðstræti 6.  Talsími 254.
Brunatrygging — Sæábyrgð.
Stríðsvatrygging.
Skrifstofutimi 9—n og 12—3.
Det Ul octr. Brandassnrance Go,
Kaupmannahöfn
vátryggir: hus, húsgögn, alls-
konar vðruforða 0. s. frv. gegn
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen)
____________y. B. Xielsen.
Oarl Mnsen Austurstr. 1, (nppi)
Brunatryggingar.
Heima 6 l(t—7%.    Talsimi 331.
czzzt   n a g h ó t? i N.  esar
Afmæii í dag:
GuSbjörg Jónsdóttir, jungfrú.
Helgi Helgasou, bókhaldari.
Ingvar Þorsteinsaon, bókb.
Jósef Magnússon, trósm.
Tómas Petersen, verkstj.
f. ÞormóSur Torfason 1636.
6. vika sumars.
Þennan dag fyrir 169 árum voru
fyrst fyrirskipaðar húsvitjanir. Sá siS-
ur er nú mjög farinn aS leggjast niöur.
Þjóðmenjasafnið   opið
12—2.
kl.
Sólarupprás kl. 2.44 f. h.
Sólarlag      — 10.8 síðd.
HáflóS i dag  kl.  4.17
og í nótt  —  4.41
Veðrið í gser:
Vm. n.n.v. gola, hiti 7.1.
Rv. v. andvari, hiti 7.3.
Ísaf. s.v. stinningsgola hiti 8.4.
Ak. s. stinningsgola, hiti 10.0.
Gr. s. kul, hiti 10.5.
Sf. logn, hiti 7.7.
Þórsh., F. logn, hiti 9.0.
Leiðrétting. Prentast hafði í smá-
greininni um kríuna í gœr 25. fyrir
22. maí. Maður sem hefði farið eitt-
hvað út úr mesta rykinu, dagana áður,
segist hafa séð hana fyr (20. ]).  H. P.
Oddfellowreglan hefir keypt hús
Guðjóns heitins Sigurðssonar úrsmiðs,
Ingólfshvol, fyrir 95.500 kr. Tjón það,
sem varð á húsinu við brunann mikla
í lok fyrra mánaðar, er metið 17.760
kr. Það er þegar farið að gera við
húsið.
Ben. S. Þdrarinsson kaupm. er
kominn í mál við landsstjórnina út af
bannlógunum. Krefst hann skaðabóta
— að sögn um 50.000 kr., vegna þess
að hann varS að hætta vínsólu. Lárus
Fjeldsted lögmaður flytur málið fyrir
Benedikt, en Sveinn Björnsson fyrir
landsstjórnina.
FróSlegt verSur aS vita hvernig máli
þessu 1/kur. Vinni Benedikt máliS og
verði honum dæmdar skaSabætur, mun
landsstjórnin eiga von á mórgum
skaSabótamálum út af bannlógunum.
Gnllfoss ætti aS geta komiS hingað
á morgun — hafi ferðin frá New-York
gengið vel og ill veður eigi hamlað
för skipsins.
Nora kom af síldveiðum meS góS-
an afla.
Kirkjnklukkan lcikur sór nú að
því dag eftir dag að hætta gangi. Og
af því að svo óbeppilega vill til, aS
aldrei sá til sólar, þá ruglast alt tíma-
tal i bænum og dagarnir verSa ótrú-
lega langir. — Nú heita allir á
Magnús Benjamínsson að gera svo vel
viS klukkuna, að hún hrekki mann
ekki framar.
Brnnamenn þeir, sem eru í aSal-
liðinu, höfðu æfingu i fyrrakvöld suð-
ur viS bmnastöðina í Tjarnargótu.
Mannslát. í gærmorgun lózt hór i
bænum Gísli Hjálmarsson,. fyrverandi
kaupmaður, vanalega nefndur þing-
maður Bolvíkinga. Hann var hniginn
á efri ár og hoilsa líkama og sálar
hafði lengi verið slæm. — Gíslí var
einn af auðnuleysingjum þessa lands.
Stanrarnir í Tjörninui. Borgar-
stjóri gaf oss þær upplysingai í gær,
að þrásinnis hefði Skautafólaginu verið
skipað að taka burtu staurana. Síðast
á föstudaginn hefði því verið tilkynt,
að staurarnir yrðu teknir upp á þess
kostnað, og átti að gera það á laugar-
daginn, en þá fekst enginn bátur til
þess. — Sennilega verður þess þó eigi
langt að bíða að þeir hverfi úr Tjorn-
inni.
Svartbaksegg voru seld hér í bæn-
um í gær á 15 aura hvert.
Jansen skipstjóri á Floru, sem mörg
undanfarin ár hefir verið í íslandsferð-
um á skipum Björgvinjarfólagsins,
hættir nú því ferðalagi. Lætur hann
af stjórn skipsins, er það kemur
til Bergen, og mun ætla að dvelja þar
framvegis sem umsjónarmaður í öðru
skipafélagi. Jansen hefir boðið af sér
hinn bezta þokka fyrir kurteisi og
prúðmensku og á hór marga vini, sem
árna honum alls hins bezta.
í gær átti Geir kaupm. Zoöga —
einn af þektustu og merkustu borg-
urum þessa bæjar, 85. afmælisdag sinn.
Flögg voru í því tilefni dreginástöng
víðast hvar í bænum og á skipum hór
á hófninni. Kl. 10 í gærmorgun gekk
hljóðfærasveit K. F. TJ. M. að húsi
hans og lék nokkur lög á Iúðra til
heiðurs honum. Var það gert fyrir
tilstilli bæjarstjórnar. Er sveitin hafði
leikið nokkur lög, gengu fólagarnir í
hás Zoé'ga kaupmanns, til þess að óska
honum til hamingju. En í þakklætis
skyni afhenti hann sveitarforingjanum
100 kr. sem gjöf til lúSraflokksins.
Fjöldi bæjarmar.na heimsótti afmæl-
isbarnið og mörg voru heillaóskaskeyt-
in sem honum bárust.
Þorsteinn Jónsson jámsmiður og
frú hans Guðrún Bjarnadóttir, héldu
silfurbrúðkaup sitt á þriðjudagskvöld-
iS. Sátu þau heiSurshjón kvöldverS
í ISnó það kvöld, ásamt börnnm sín-
um og nokkrum nánustu vinum.
Maðnr bráðkvaddnr. í gær varð
Sigurður Bjarnason, kaupfólagsstjóri
í HafnarfirSi, bráSkvaddur. Hann var
aS klæða aig, en datt þá um og dó af
hjartaslagi. Hann var liðlega 40 ára
og dugnaðarmaður mikill og af hon-
um hin mesta eftirsjá.
Chxistianssund kom til Leith í
fyrradag.
1 fyrradag lóat hór í bænum frú
Christiane Krabbe, tengdamóðir Th.
Krabbe verkfræðings. Hefir hún dval-
ið hjá honum nokkur ár. Hún var 77
ára görmil.
Kiew fór frá Khöfn að kvöldi hins
24. þ. m. beina leið til Reykjavíkur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4