Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Cashemere Sjöl
(svört)  eru  nú
ioksins komin til
Th. Th.
Þegar hann sá að við böfðum
uppgötvað felustaðinn, reis hann á
fætur og gafst upp sjálfviljugt. Við
vissum það ekki þá að þetta var
hinn frægi Garros, því hann leyndi
nafni sínu. Sagðist hann vera Hðs-
foringi í flugsveit Frakka, en meira
fengum við ekki að vita þá.
BE3   DAGBÓFflN.
Afmæli í dag:
Asta Sigurðsson, liúsfrú.
Halldóra Halldórsdóttir, húsfrú.
Valgerður Árnadóttir, húsfrú.
Árraann Jónsson, bátasmiður.
Sigfús Guðmundsson, Amtm.st. 1.
Sigurður GuSmundsson, járnsm.
Matt. Eggertsson, pr. Grímsey 50 ára.
SigurSur Jensson pr. FJatey.
Sólarupprás kl. 2.5 f. h.
S ó 1 a r 1 a g      — 10.51 síSd.
Háflóð í dag kl.   7.13
og í nótt  —   7.32
Veðrið í gær:
Vm. logn, regn, hiti 8.0.
Bv. s. gola, hiti 11.3.
ísaf. s. kaldi, hiti 11.5.
Ak. b. kaldi, hiti 15.0.
Gr. logn, hiti 14.5.
Sf. logn, hiti 15,7.
Þórsh., F. v. gola, hiti 8.7.
Póstar í dag:
Póstvagn til Ægisíðu.
A m or g u n :
Ingólfur  til  Borgarness  og  kemur
þaðan afur.
Þjóðmenjasafnið   opið   kl.
12—2.
Pollnx kom frá, Vestfjörðum f fyrra-
kvöld. Meðal farþega var Pótur A.
Ólafsson konúll frá Patreksfirði.
Snnnndagskvöldið — seint, var
brunaliðið kallað úr brunas/manum við
Alþingishusið. Brunastjóri og aðrir
mættu þegar, en þá kom í Ijós, að
einhver hafði kallað liðið að gamni
sínu eða af strákskap. Við slíku ætti
að vera ströng hegning fyrir þann,
sem sekur er.
Knattspyrnn-March hefir Arreboe
Clausen samið og gefið út. Fæst hann
nú í bókaverzlunum.
Aðalstræti. Lengi ætlar Aðalstræti
að vera ófært vegna þeirra breytinga,
sem þar eru gerðar. Er það bagalegt
þegar ein fjölfarnasta gata borgarinn-
ar er í svo hörmulegu ástandi vikum
saman.
Með Pollux komu:
Flónelin góðu,
hvít og mislit.
Morgunkjólatau.
Tvisttau,
tvíbreið.
Dömukamgarn,
svart og mislitt.
Lakaléreft
o. fl. til
Th. Th.
Hafnarstræti 4.
Austurvöllnr. Hvernig stendur á
því, að eigi eru öll hlið Austurvallar
opin fyrst eitt þeirra er það f Viljum
vér skjóta því til réttra hlutaðeigenda
að það er skemtilegra, fyrst mönnum
er leyft að vera inni á vellinum, að
þeir þurfi ekki að ganga hringinn í
kringum hann tll þess aS komast inn.
Og til hvers eru hombliðin ef eigi til
þess að um þau só gengið? Þá er og
annað. Austurvöllur er einasta prýði
bæjarins og því er það Ieiðinlegt að
sjá hve gangstígarnir eru illa hirtir.
Sumir eru grasi og arfa grónir og alls
konar rusl er víðsvegar á vellinum.
Það kostar ek-ki mikið að hreinsa vóll-
inn og gangs'tígana, en þaS er trassa-
skapur aS gera þaS ekki.
Leikvöllnr fyrir börn er uppi hjá
Grettisgötu, á mjóg óhentugum stað þó.
Nú er verið að girða hann með stein-
steypugarði aS- sunnan og síSan á
að laga hann eitthvað til. Væri vel ef
hægt væri aS gera hann svo að krakk-
ar gætu hafst þar við í stað þess að
vera að flækjast á götunum.
Þdrður Jónsson heldur áfram aS
byggja í Aðalstræti og hefir nú birgt
uti alla sól hjá B. H. Bjarnason
kaupmanni. Er eigi nema örmjótt sund
milli húsanna. B. H. Bjarnason hefir
skotiS máli sínu til StjórnarráSsins
vegna þess aS menn þeir, sem kvaddir
voru til þess aS meía tjón þaS er
honum stafaSi af þessari nýju hús-
byggingu, þóttust eigi geta það fyr
en húsið væri fullsmíðað.
Jón Zoéga kaupmaður hefir látið
gera trog all-mikil niðri á fisktorginu
og hefir í þelm fisk þann er hann
selur.  Þangað er lagt vatn og skolp-
ræsi, svo eigi þarf að kvarta um
óþrifnað. Er þetta framför frá þv/,
88m verið hefir.
Maðnr keypti fisk í gær og fól
dreng nokkrum að bera hann heim
fyrir sig. Síðan hefir hann hvorki séð
fiskinn né drenginn. Er þetta sagt
mönnum til viðvörunar um það, að
trúa ekki ofvel drengjum þeim, sem
standa á hverjum degi niðri á físktorg-
inu og bjóSast til þess aS bera fisk
fyrir menn.
Nú er sem óSast veriS aS gera viS
Ingólfshvol. Hefir verið rifiS af hon-
um þakiS og eins turninn, sem hvort-
tveggja ónýttist i brunanum. Er hús-
ib æriS kollhúfulegt á að sjá viS það
sem áSur var.
Polinx fór til AustfjarSa og Noregs
í gær. MeS skipinu tóku sér fari
frú Frederiksen og börn hennar, Poul
Smith símafræSingur o. fl. Fjöldi fólks
fór meS skipinu til AustfjarSa.
Jan Mayen-förin.
í vetur var stofnað hlutafélag hér
í bænum til þess að gera út skip til
eyjarinnar }an Mayen og sækja þang-
að timbur og dún. Eyja þessi ligg-
ur norður i Ishafi, er óbygð og
engra eign. Þar er reki mikill, mik-
ið meiri en nokkurs staðar hér á
landi og æðarvarp nokkurt er víðs-
vegar á eynni og margt er þar ann-
ara fugla. Talsvert er þar af refum
og hvítabirnir koma þangað á vetr-
um með hafis. Virðist því í fljótu
bragði eigi svo óbjörgulegt þarna og
furða að menn skuli eigi hafa tekið
sér þar bólfestu. En til þess liggja
þær orsakir að þar má telja óiíft á
vetrum og hafa þeir menn fengið
að kenna á því sem þar hafa tekið
sér vetrarsetu.
Á sumrin er tíðarfar þar líkt og
hér og er þvi vonandi að þessi leið-
angur, sem nú á að gera þangað,
hepnist vel.
í fyrstu var svo ráð fyrir gert að
fá skip hér til fararinnar, en er það
var eigi unt, fór framkvæmdastjóri
hlutafélagsins, hr. Emil Strand, til
Noregs að leita sér fyrir um skip
þar. Hefir honum tekist að fá skip-
ið leigt og lagði hann af stað frá
Haugesund í Noregi um miðja fyrri
viku. Fer hann fyrst hingað og
teknr hér verkamenn til fararinnar,
vistir o. s. frv. Er hans von hing-
að á morgun eða hinn daginn.  -
Eigi mun það enn ráðið hvenær
verður farið héðan áleiðis til eyjar-
innar, en sennilegt að það verði um
mánaðamótin.
Læknir.
11.
í grein minni siðast var þess getið,
að orðið læknir kynni að vera af-
bakað úr leiknir, sá sem leikinn er
eða æfður, eða lagnir, sá sem er
laginn. En réttara þykir mér að
bæta því við, að verið getur að'
orðið sé alls ekki íslenzkt (norrænt)
að uppruna, heldur grískt, eins og
nafnið á Hlinik kóngssyni líklega er,
(Hellenikf ævintýrið kynni að hafa
komið hingað með íslendingum sem
verið höfðu Væringjar í Miklagarði),
af lachanon, (jurt). Til er á grísku
orðið lachaneros, sem gæti þytt: sá
sem þekkir grös, og kann að nota
þau til lækninga; á latínu er orðið
lachanizore haft um að vera sjúkur;
líkl.: eta grös við veikindum.
Það kynni að styðja þessa tilgátu,
að á einhverri fornþýzku kvað læknir
vera lachanara. Að orðin prestur
og biskup eru útlend að uppruna,
eins og fleiri sem kristindómnum,
fylgdu, er alkunnugt.
Að fá menn til að hugsa um orð
er nytsamlegt, og æfir skilninginn.
Og sumt er auðvelt að sjá um upp-
runa orða, eins og t. a. m. að skjóttur
er orðið til úr skýjóttur og fjós úr
féhús. En sumt er aftur mjög vanda-
samt.
5. júni.
Helqi Pjeturss.
Þjóðverjar mótmæla.
Nýlega gekk nefnd merkra kaup-
manna í iðnaðarborginni miklu, Brad-
ford á Englandi, fram fyrir borgar-
stjórann og flutti honum mótmæla-
skjal gegn atferli þýzku stjórnarinnar
og kafbátaárásinni á hlutlaus skip.
Nefndin var send af kaupmönnum
þeim, sem þýzkir eru að ætt, en
orðið hafa brezkir borgarar áður en
ófriðurinn hófst.

Æsingar í Suður-Afríku.
í Johannesburg i Suður-Afriku búa
margir Þjóðverjar — einkpm kaup-
menn. Þegar fregnin um að Þjóð-
verjar hefðu sökt Lusitaniu og myrt
á þann hátt fjölda hlntlausra og sak-
lausra manna, varð lýðurinn óðnr og
uppvægur af gremju yfir þvi. Fund-
ir voru haldnir víðsvegar um borg-
ina og atferli Þjóðverja mjög vitt.
Um kvöldið safnaðis saman miigur
og margmenni á einu torgi bæjar-
ins og þaðan var gengið i aðalverzl-
unargötuna og búðir allra Þjóðverja
eyðilagðar. Sumstaðar kveikti lýð-
urinn í húsum, sem þýzkir menn
byggi3 °g °"i tjooi sem nam um
^/a miljón sterlingspunda.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4