Morgunblaðið - 30.06.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1915, Blaðsíða 1
^iðvlkud, 30. júní 1915 HOBfiDHBLADID 2. árgangr 235. tölublað Ritstjórnars.ími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen. Isafoldarprentsmið j a Afgreiðsluslmi nr. 499 Reykjavíkur Biograph-Thcater Talslmi 475. á glugganum. Cryldendals-Film. Ahrifamikill sjónl. í 3 þáttum Aðalhlutv. leika: Holger Reenberg og Poul Reumert! Yoghurt (súrmjólk) fa2st daglega á kaffihúsinu Uppsölum. °8 Gerlarannsóknarstöðinni í Lækj- ^götu 14 B kl. 11- -1. ^heodor Johnson Konditori og Kafé stersta og fullkomnasta kaffihús i höfuðstaðnum. kvöldkaffé. — °g 9—11 Va jTTr Rezta dag- og kvöli hljóðfjerasláttur frá 5—7 - Conditori & Café Skjaldbreið * fegursta kaffihús bæjarins. 'Qntkomustaður allra bœjarmanna. ^ljómleikar á virkum dögum kl. 2, sunnudögum kl. 5:—6. Mikið úrval af áqœtis kðkum. w Ludvig Bruun.___________ % Gerdt Meyer Brunn, Bergen býr til síldarnet, troll-tvinna, Manilla, fiskilínur, öngultauma °g allskonar veiðarfæri. Stærsta ýerksmiðja Noregs í sinni röð. Arleg framleiðsla af öngultaum- um 40 miljón stykki. Verð °S gæði alment viðurkend. teljÍDÍ S ítalska hamp netjagarn, f)ór- ogfimm-þætt,meðgrænum miða við hvert búnt, reynist ar eftir ár langbezt þess netja- garns er flyzt hingað. 1 heildsö ölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eirikss, Reykjavík. símfregnir r^tarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn ^ÍöÖverj'artf h stööum ' hafa farið yfir fiá LerÝ.1 yzhl fierinn ^ueska6? °g hygst aí ka herinn i Galizí Thorvaldsensfélagið. Fundur verður haldinn fimtudag 1. júlí næstk. i Iðnaðarmannahúsinu kl. 9 e. h. Aríðandi mál á dagskrá. Félagskonur beðnar að fjölmenna. Stjórnin. cftl. cZ «& og Æ. c£ cJéunn. Samfundur i kvöld (miðvikudag) kl. 9 i Bárubúð. Fjölbreytt dagskrá. (Um Þrastaskóg, Sumarför, Fáninn, Skinfaxi, Nefndaskipun o. m. fl.). Mætið stundvíslega. (Að samfundi afloknum verður sérstakur fundur i U. M F. Iðunn). ■ Islenzkur snillingur Einar Jónsson myndhöggvari ryður-nýjar brautir. Hugsjón listamannsins. Hann er meðal hinna fremstu mynd- höggvara Norðurlanda. (Grein þessi er tekin eftir skan- dinaviskum blöðum, sem gefin eru út i New York.) Verður ísland vagga hins nýjasta sniðs norrænnar listar? Hinn ungi, islenzki myndhöggvari Einar Jóns- son er einhver hinn frumlegasti listamaður á Norðurlöndum. Dr. H. G. Leach, sem er i stjórn »The American-Skandinavian Foundation*, hélt nýlega fyrirlestur um hann í Brevoort-hóteli og sagði að hann væri hinn mesti listamaður, sem nú væri uppi á Norðurlöndum, og hjá honum endurfæddist söguöldin í nýrri mynd. Stjórnin á íslandi hefir gert ráð- stafanir til þess að flytja öll lista- verk Einars til íslands frá Kaup- mannahöfn, þar sem þau eru nú geymd, og lætur reisa hús til að geyma þau i. Auðvitað hefir lista- safn það ómetanlega þýðingu fyrir íslendinga, en samtimis finst mörg- um af þeim, sem dázt að listaverk- um Einars, að það sé ekki rétt að fela þannig listaverk hins mikla lista- manns fyrir umheiminum. Þess vegna hafa þeir gert ráðstafanir til þess að smækkaðar broncemyndir verði gerðar af nokkrum listaverk- um hans áður en þau fara frá Kaup- mannahöfn, og flytja þær hingað til New York og annara amerikskra borga. Nefnd hefir verið valin til þess að efna til skemtunar að kvöldi hins 29. maí þessu til stuðnings og er Stanley T. Ólafsson forgöngumaður þess. Nefndin tekur einnig á móti gjöfum til þessa fyrirtækis og mik- ilsmetinn Amerikumaður í Phila- delphia hefir þegar sent 100 dollara að gjöf. Einar Jónsson hefir ritað dr. Leach sendibréf þar sem hann minnist á hugsjóíiir sinar sem listamaður. Meðal annars kemst hann svo að orði: »Æðsta hugsjón mín var það, að list mín gæti orðið einhverjum að gagni. Ef eg gæti það, er aðaltak- marki mínu náð. Þá veittíst mér léltara að bera mótlæti lifsins *— fátækt og alt þess háttar — því eg vil heldur gefa öðrum þær gjafir, sem mér eru gefnar, og vera fátæk- ur, heldur en þræða gamlar brautir og verða ríkur. En eg hefði gjarna viljað dvelja og vinna að list minni í einhverri miðstöð menningarinnar þar sem maður hefir frið fyrir göml- um hleypidómum og margra alda gömlum reglum. Það álit eg vera eina hina mestu ógæfu fyrir lista- menn í Evrópu að þeir eru, eins og margir aðrir, aldir upp í gömlum skólum og hleypidómum og nota gáfur sínar til þess að leita aftur í tímann, en það leiðir aftur oft til allskonar falfe. Hvað mig sjálfan snertir hygg eg að það hefði verið gott fyrir mig ef eg hefði farið til Ameríku fyrir nokkrum árum. Þvi það land hefir hin beztu skilyrði — að eg hygg — til- þess að taka á*móti þvi sem, maður sjálfur vill sýna. En hér austan hafs er það sumstaðar svo ilt, að maður er blátt áfram for- dæmdur ef maður leyfir sér að hafa sjálfstæða skoðun. Hér í föðurlandi minu er þvi þó ekki þann veg far- ið. Landar mínir eru einmitt mjög frjálslyndir og hafa sýnt það fyrst og fremst i nýjum og gömlum bók- mentum sínum. Að eðli til hefir ísland einnig ætið verið sjálfstætt og börn þess hafa frá alda öðli haft af óþrjótandi mentabrunni að ausa. Eg vildi óska þess að landar minir kæmust í nánara menningarsamband við hina flngu og lifsfrjóvu Ameríku. Þeir mundu hafa mikið gagn af því. Sögur okkar herma það, að ísiend- ingar hafi fyrstir manna fundið Ame- Aukafundur í ,Hringnum‘ kl. 5 i dag á venjulegum stað. Áriðandi að allir mæti I Stjórnin. riku og það væri gott ef þeir gætu fundið hana aftur — i menningar- legu tilliti. Eg er yður mjög þakklátur, kæri dr. Leach, fyrir það að þér gerið það sem þér getið til þess að gera ísland kunnugt þama handað við hafið. Vonandi verða nútiðar bók- mentir okkar kunnar þar von bfáðar, eins og t. d. skáldskapur þeirra Jóns Trausta, Einars Hjörieifssonar, Jóhanns Sigurjónssonar, Guðmundar Kambans og Gunnars Gunnarssonar. Hinir þrir síðastnefndu eru ungir rit- höfundar en hafa vakið á sér mikið álit í Danmörku og viðar i Evróput, Auðvitað er það dr. Leach, sem ritar þessa grein og hann getur ekki betur lýst Einari en með þessum orðum hans sjálfs. Yfirlætisleysið og sannleiksástin skin þar í gegn um hverja linu, en jafnframt verður maður var við þunga undiröldu — viðbjóðinn á hleypidómum, smásálar- skap og þröngsýni heimsins. Grein- inni fylgir mynd af likneski Ingólfs Arnarsonar og þá rifjaðist upp fyrir mér þröngsýni Reykvikinga þegar þeir ætluðu að kenna listamanninum hvernig hann ætti að gera listaverk- ið. En Einar er ekki að hafa orð á því þegar hann minnist á hleypi- dómana. Honum þykir of vænt um þjóð sina til þess. Og hann segir að landar sínir séu manna frjálslynd- astir — enda þótt þeir hafi ef til vill sært hann manna mest með þröngsýni sinni. En" sleppum því. I öðru blaði sem gefið er út i New-York er grein um Einar eftir Axel Hellrung og er hún svo: Samkoma verður haldin á laugar- daginn fyrir islenzka myndhöggvar- ann Einar Jónsson, og eg leyfi mér að hvetja landa mina til þess að fjðlmenna þangað. Tilgangur þeirr- ar samkomu er sá, að afla fjár til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.