Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Utan af landi.
Jón Pálmi,
er verið hefir í gæzluvarðhaldi á
Sauðárkróki út af seðlafölsuninni al-
kunnu, er nú sagt að sé sloppinn,
og vita menn ekki hvar hann er
niðurkominn, en talið liklegt að hann
hafi komist í skip og sé strokinn
til útlanda.
Fundin mannabein.
Á Auðbrekku í Hörgárdal hafa
fundist mannabein, er verið var að
grafa fyrir heyhlöðu, sem þar á að
byggja. Eftir tilmælum Matthiasar
Þórðarsonar fornmenjavarðar fór sr.
Jónas fónasson þangað vestur í fyrra-
dag til þess að athuga beinin.
Segir hann þarna vera gamlan
grafreit.
Flutningabifreið
æt!a Þingeyingar að hafa í sumar á
akbrautinni milli Húsavíkurog Breiðu-
mýrar. Bifreiðarstjóri verður Kári
Arngrimsson frá Ljósavatni.
íslendingur.
Afinæli í dag:
Asta Arnadóttir málari.
GuSný Helgadóttir húsfrú.
M. A, Bendsen húsfrú,
Asg. Eyþórsson kaupm.
Björn Bjarnason dr.
Hallbj. Halldórason prentari.
Ófeigur Vigfússon pr. Fellsmúla.
Þorst. Briem pr. Grund.
f. KonráS Gíslason 1808.
Sólarupprás kl. 2.11 f. h.
S ó 1 a r 1 a g     —  5.44 síSd.
HáflóS í dag kl.  9,39
og í nótt  —  10.2
Veðrið í gær:
Vm. a. st. gola, hiti 8.0.
Rv. a. gola, hiti 10.2.
íf. a. gola, hiti 10,1.
Ak. logn, hiti 9.8.
Gr. logn, hiti 10.0.
Sf. logn, hiti 7.3.
Þh. F. s.a. kul, hiti 10.0.
P, Hein forstjóri vélaverksmiðjunnar
dönsku, sem býr til Hein-motorana,
kom hingað á Flóru í fyrrakvöld.
Hestur fælist. í gær fældist hest-
ur fyrir mjólkurvagai frá Lágafelli.
Var það fyrir ofan Elliðaár í Artúns-
brekku. Vagninn brotnaði og spiltist
mjólk en ókudrengur meiddist.
Síðastliðinn sunnudag fóru þeir
Theodor Árnason, Emil Thoroddsen og
Loftur Guðmundsson inn á Vífílstaða-
hseli og léku þar á fiðlu, piano og
orgel fyrir sjúkliugana. Það var fallega
gert.
Helgi Jónsson grasafræðingur er
nýfarinn til Vesturlands 1 rannsókn-
arferð.
Margir þingmenn komu hingað á
Floru / fyrrakvöld, þeir Stefán Stefáns-
son, Þórarinn Benediktsson, Steingrím-
ur Jónsson, Bjorn Hallsson og Bjórn
Þorláksson.
Nýtt embætti var stofnaS á bæjar-
stjórnarfundi hinum síðasta. Er það
umsjónarmannsstaða viS höfnina og eru
árslaun ákveSin 2000 kr. fyrsta áriS,
en 3000 kr. upp frá því.
Ökumaður ÖlgerSarinnar Egill
Skallagrímsson biSur oss geta þess, aS
ekki hafi þaS veriS hans vagnhestur
sem fældist í SuSurgötu í fyrradag.
Kvað hann það venju sína ætíð aS
binda hestinn, þegar hann gengi frá
honum, og slíkt hiS sama ættu allir
ökumenn að gera.
25 ára stúdentar. í blaðinu í gær
voru þessir vantaldir í 25 ára stúdenta-
talinu: Síra Sigurður Jónsson prestur
á Lundi, síra Gísh Jónsson á Mosfelli,
Kjartan Kjartansson prestur á Stað í
Grunnavík og Aage Schierbeck læknir
í. Danmörku. Tveir eru dánir: Bigurð-
ur læknir Pálsson og síra Filippus
Magnússon.
Heimilisiðnaður.
Messað á morgun í fríkirkjunni í
Reykjavík kl. 12 (01. Ól.) engin síð-
degismessa.
Matsnefnd hafði verið skipuð til að
meta tjón það, er Frederiksen kola-
kaupmanni stafaði af uppfyllingunni í
fjörunni þar fyrir framan. Hann hefir
landið og fjóruna leigt af landstjórn-
inni, en eigi bæjarstjórninni.
Matsnefndin dæmdi honum 4000 kr.
skaðabætur — en af því eru 1200 kr.
skaðabætur fyrir tjón á dráttarbraut,
sem timbur- og kolavarzlunin hefir lát-
ið gera. En nú hefir hafnarnefnd
stefnt verzluninnni fyrir það, aB hafa
bygt þá dráttarbraut í leyfisleysi, svo
eigi er að vita hvernig fer. — Yfir-
matsnefnd 'fjögra manna hefir verið
skipuS og uppfyllingunni er haldiS
áfram.
Nýja Bíó bauS oss á s/ningu til
sín 1 gær og gat þess jafnframt aS nú
væri meira á seiSi en venjulega. Nú
væru þaS ekki neinar loddara- eSa
leikara-myndir heldur sannar myndir
frá ófríðnum.
Það vis8um vór fljótt, að ef svo vseri,
þá ætti kvikmyndahúsið þakkir fyrir
það skiIiS, aS hafa flutt slíkar myndir.
Því nú er svo komið að heiminum er
ekki nóg aS h e y r a , hann verður
einnig aS s j á. Nú er svo vel að við
íslendingar erum að eins h e y r n a r-
vottar, en okkur þykir þó gaman
að því að vera einnig sjónarvott-
a r — auðvitað ábyrgðarlaust. Og hve-
nær gefst okkur betra tækifæri til
þess heldur en þegar okkur eru boðn-
ar sannar kvikmyndir af undirbúningi
hernaðarþjóðanna og framkvæmdum
þeirra. Það er að minsta kosti góður
leiðarvísir fyrir þá sem hafa lesiS
fregnir Morgunblaðsins af ófriðnum —
og það eru flestir. Vór viljum ráða
óllum  til þess  að sjá  þessar myndir.
Knattspyrnukappleikur stendur til
að fram fari á morgun hór á íþrótta-
vellinum, ef veður leyfir. Eru þaS
knattspyrnufólögin »Fram« og »Valur«
sem þar reyna sig.

í gær var haldin sýning í Barna-
skólanum á handavinnu þeirri, sem
gerð hefir verið á heimilisiðnaðar-
námskeiðinu. Sýningin var ekki stór,
en þó furðu stór, þegar þess er gætt
hve timinn var stuttur og nemend-
urnir fáir. En hún var ágætt sýnis-
horr? þess hvað gera má á hverju
heimili Iandsins með cáralitlum til-
kostnaði en ákaflega miklum sparn-
aði.
Þarna var sýndur allskonar vefn-
aður — glitofnir dúkar, gólfdiikar,
handklæðadúkar, kjólaefni, borðdúkar
o. s. frv. Smíðisgripir: burstar,
sóflar, blómpottastólar og alls-
konar körfur úr strái og basti. Allir
voru gripir þessir verðlagðir eftir
því sem efni hefir i þá kostað. Er
það gert til þess að sýna mönnum
fram á hve efnið i slíka gripi kostar
ákaflega lítið í samanburði við grip-
ina fullsmiðaða. Mismunurinn hlýt-
þvi að liggja í vinnunni sem til smíð-
arinnar gengur. Við skulum taka
dæmi. Efnið í fatabursta, sem kost-
ar hérum bil i krónu í búðum hér,
kostar eigi nema 40 aura eða tæp-
lega það. Alt það bast, sem keypt
var til iðnaðarnámsskeiðsins, kostaði
eigi nema 5 krónur. En úr þvi voru
gerða ótal körfur og verð þeirra
mun hafa numið mörgum tugum
króna. Neméndur vorn látnir sitja
fyrir að kaupa smiðisgripi sina og
urðu flestir til þess, en þó var
nokkuð selt öðrum, einkum vefnað-
arvörurnar.
Sú er tilætlun Heimilisiðnaðar-
félagsins, að kenna mönnum að gera
nytsama hluti, sem fá áhöld þarf
til að gera eða engin, önnur en
hendurnar. Fjölda mikið af þeim
iðnaðarvörum, sem keyptar eru fyrir
ógrynni fjár hér á ári hverju mætti
gera á hvers manns heimili. Og
þegar þess er gætt, að menn greiða
meira fyrir vinnuna en efnið í hlut-
inn, þá hlýtur hverjum manni að
verða það ljóst hvílíkur sparnaður
það yrði landinu, ef mönnum lærð-
ist að nota frístundir sínar til þess
að vinna heima fyrir sjáfan sig eða
aðra. Græddur er geymdur eyrir, og
gróði landsins eykst við það ef
landsmenn læra að spara, læra að
nota tímann betur en áður.
Heimilisiðnaðarfélagið er hið þarf-
asta fyrirtæki og á það skilið að allir
góðir menn styrki það með ráðum
um og dáð. Það er ungt enn þá og
á auðvitað við lítil efni að búa og
viljum vér hvetja alla, sem efni hafa
á því — og það hafa flestir — að
styrkja félagið með því að ganga
í það. Iðgjaldið er eigi nema 2
krónur á ári og utn það munar fáa,
en fyrirtækið munar um hverjar
tvær krónur, enn sem komið er.
Þingið  veitti félaginu 500 króna
styrk i fyrra. Því fé hefir eigi verið
kastað í sjóinn. Vonandi sér þingi*
í sumar sér fært að veita félaginu
hærri styrk. Það verður landinu
þdsundfaldur hagur.
1. júli '15.
Grútarbræðslan.
Mikið var um það mál rætt á
fundi bæjarstjórnar 1. jiiní hvaf
grútarbræðsla skyidi framvegis vera
i bænum. Risu þær umræður ut
af því að Þorsteinn Jónsson á Seyð-
isfirði hafði sótt um leyfi til þess
að hafa lifrarbræðslu í Austurkoti,
sem stendur fram við Skerjafjörð.
Fasteignanefnd hafði haft mál-
ið til meðferðar, en leizt ekki ráð
að leyfa grútarbræðslu þar. Þótti
henni, sem satt er, tími til þess koni'
inn að fara að ákveða hvar grútaf-
bræðslustöðvar skyldu vera í frarn-
tiðinni. Nú sem stendur eru þær alt
umh^erfis bæinn — í Örfirisey, á Þof'
móðsstöðum og inni í Vatnagörðurfl.
Að vísu gat borgarstjóri þess, að
gnitarbræðsluna í Örfirisey ætti að
flytja þaðan hvenær sem bærinO
heimtaði það. (En hvenær verðitf
það ?) Hann sagði ennfremur, að að
sínu áliti væri það heppilegast að hafa
grútarbræðsluna innan við bæinn eða
þarígrend, því vindur stæði sjaldfl"
ast af þeirri átt og því minst hætta
á þvi að gnítarþefinn Iegði inn '
bæinn. Benedikt Sveinsson var því
ekkert mótfallinn að Þorsteini yrði
leyfð grútarbræðsla þarna fram í^'
Gerði það minst til fyrst lifrarbræðsla
væri á Þormóðsstöðum og svo stseði
vindur sjaldan af þeirri átt. Tryggv'
stakk upp á því að hafa griitaf-
bræðslustöðvarnar fyrir vestan b*»'
t. d. á Eiði, því hann væri sjaldao
á vestan hér í Reykjavík, en Hann-
es Hafliðason gaf þær upplýsing»r>
eftir reynslu sinni sem gamall skiP"
stjóri, að hér í bænum kæmi «áttin«
úr öllum áttum. Það væri þvi n01
að gera að safna öllum bræðslf'
stöðvunum saman á einn stað, sV°
bæjarmenn hefðu ekki grútarþefin°
í nösunum nema úr einni att;
Borgarstjóri vildi að málinu yfðl
vísað til heilbrigðisnefndar til v&'
sagnar. Það vildi Tryggvi ekki &e
neinu móti, því það væri áreiða0]
lega einhver vitlausasta nefndin
bæjarstjórninni. Auk þess kvað ha°
ekki geta komið til mála að þetta
heyrði undir hennar verkahring, r
grdtarlyktin væri holl. Það s^
bezt á því að mönnum, sem ne ,
verið við grútarbræðslu allasíoa* ,
hefði aldrei orðið misdægurt. v
því nær að fresta málinu og
því aftur til fasteignanefndaf
kæmi hún svo með tillög°r s! t
um það hvar hún áliti heppí^,;.
að hafa  grútarbræðslustöðvar   *\
vegis. Var sú tillaga sampy1*^. •
önnur  tillaga um það að vis   ^-
inu til beggja nefndanna 1 s''
ngu fékk með þvi engan byr-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4