Morgunblaðið - 09.02.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sæsiminn slitinn. % Ekkert samband við útlönd í rúma viku? Það hefir kveðið mikið að síma- slitum núna að undanförnu. Land- síminn hefir altaf öðru hvoru verið í ólagi og er það enn — ekkert samband við Vestfirði í marga daga. Og svo bætist það ofan á, þegar símalínan er komin í lag milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar, að þá slitnar sæsiminn — og allar likur til þess, að ekkert samband fáist við útlönd í io daga. Síminn er slitinn rétt fyrir norð- an Færeyjar — ef til vill á höfninni í Þórshöfn — eftir því sem menn komast næst. Færeyingar geta ekki gert við hann og verður þvi að senda skip frá Kaupmannahöfn til þess. En það tekur tíma. Síðast þegar sæsíminn slitnaði tók viðgerðin 8 daga. Mörg af þeim simskeytum, sem kaupmenn ætluðu að senda i gær, voru send með íslandi til Færeyja og þaðan á svo að koma þeim sim- leiðis. En nokkur skeyti voru þeg- ar send til Seyðisfjarðar og liggja nú þar þangað til síminn er kominn í lag aftur. Það er með öllu ókunnugt af hvaða völdum símslitin eru. Óhætt mun að fullyrða það, að símasamband við útlönd hefir orðið íslendingum til ómetaniegs hagnaðar, eigi sizt síðan styrjöldin mikla hófst. Eivernig halda menn að ástandið hefði verið hér nú, ef simans hefði eigi notið við? — En eins og það er vist, að siminn hefir leyst okkur úr mörgum vandræðum, þá er og hitt jafnvíst, að okkur eru búin vand- ræði i hvert sinn og eitthvert ólag er á honum — þó ekki kveði svo ramt að sem nú, að við séum ein- angraðir dögum saman. Hvenær kemur loftskeytastöðin ? Ef hún hefði verið komin nú, hefð- um við ekki þurft að kviða því svo mjög, þótt sæsíminn slitnaði og lægi i lamasessi um hrið. En geta ekki þessi símaslit ýtt undir málsaðilja, svo að þeir hraði því að fá loft- skeytastöðina, sem hefði átt að vera komin hingað fyrir löngu? Mótmæli Bandaríkjanna Svar Sir E. Grey. Bandaríkin hafa sent Bretum svo- látandi mótmæli gegn pósttökum þeirra: Stjórninni í Bandaríkjunum hefir verið skýrt frá þvi, að yfirvöld hans hátignar Breta konungs hafi tekið 734 póstbögla úr danska gufuskipinu »Oscar 11«, sem var á leið frá Bandarikjunum til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, og einnig að hin sömu yfirvöld hafi tekið 58 póst- bögla úr sænska skipinu »Stockholm«, sem var á leið frá Gautaborg til New York; að 5000 böglar af vör- um, sem voru eign Bandaríkjamanna, hafi verið teknir úr danska skipinu »United States« í síðustu för þess til Bandaríkjanna, og að yfirvöldin í Kirkwall hafi þ. 18. desember tekið 597 póstbögla úr gufuskipinu »Fre- derik VIII«, sem var á leið til Norður- landa. Onnur fleiri samskonar dæmi mætti og nefna, eins og t. d. það, þá er pósturinn var tekin úr »Hellig Olav*. Um skoðun og töku af vörum, sem sendar eru i böglapósti, álítur Bandaríkjastjórn að eigi að gilda sömu reglur og þær sem gilda um vörur fluttar með hraðlest; en á hinn bóg- inn álítur Bandaríkjastjórn að bögla- póstur falli undir hina venjulegu vernd sem veita á verzlun hlutlausra þjóða; og að hin fyrri mótmæli hennar viðvíkjandi ýmsum atirðnm í sambandi við afskifti hlutlausrar verzlúnar gildi einnig um öll afskifti af böglapósti. Bandaríkjastjórn hefir enn fremur fengið vitneskju um það, að Bretar tóku ameríkskan póst frá Bandarikj- unum, sem fara átti til Rotterdam, úr hollenska gufuskipinu »Noorder- dyke« þ. 20. desember og að sá póstur muni enn geymdur hjá ensku yfirvöldinum. Og ennfremur hafa Bretar tekið allan póst úr gufuskipinu »New Amsterdam«, sem var á leið frá Bandaríkjunum til Hollands. Með því skipi voru send bréf, sem snertu stjórnmálaviðskifti Banda- ríkjanna og Hollands og það er sennilegt að þessi opinberi póstur hafi einnig verið tekinn og þannig tafið fyrir honum. Þá mætti og einnig nefna afskifti Breta af skipun- um »Rolterdam« og »Eiihrok«. Bandarikjastjórn fær eigi viður- kent að Bretar hafi neinn rétt til þess að taka með valdi hlutlaus skip, sem eru á leið frá Ameriku til hlutlausra landa í Evropu og eiga ekki að komá við í brezkum höfn- um, flytja þau til hafnar og taka þar úr þeim póstinn eða skoða hann. Reglur þær, sem gi!t hafa eru þær, að póst megi eigi taka á höfum úti og rannsaka, gera upptækan eða ónýta hann, jafnvel þótt hann sé fluttur með skipi óvinaþjóðar. Það virðist því eigi vera alþjóðalögum samkvæmt, að Bretar skuli taka skip og flytja þau inn fyrir endamörk ríkis sins og þykjast með þvi hafa fengið vald til þess að rannsaka póst þeirra. * A skipum, sem aðeins koma við í brezkri höfn, hafa Bretar engan rétt til þess, alþjóðalögunum sam- kvæmt, að taka hinn innsiglaða póst eða skoða hann, vegna þess að sá póstur kemur aldrei réttilega undir hendur brezku póststjórnarinnar, sem ekki hefir heldur neina ábyrgð á honum. Afleiðingin af þessum afskiftum Breta er sú að dýrmæt og áríðandi bréf hafa glatast og eru Bandaríkja- menn þeim mjög gramir. Erlendir bankar hafa og neitað að kaupa am- eriskar ávísanir, vegna þess að þeir hafa enga tryggingu fyrir því að þær komist með póstinum. Þá er það og hart að opinber stjórnarpóstur skuli geta orðið fyrir töfum af þeim athöfnum, sem Bandarikjamenn álíta algerlega óþarfar og geti alls eigi gert Bretum neitt hernaðarlegt gagn. Bandarikjastjórn kiefst þess alvar- lega að þessu verði kipt í lag á þann hátt sem dugar. Svar Greys. Bréf það, sem yðar hágöfgi var svo góður að senda oss þann 10. f. m. viðvikjandi pósttöku úr .hlutlausum skipum vekur míkilsvarðandi athug- unarefni um það »pincip«, sem stjórnir bandamanna hafa komið sér saman um að vel yfirlögðu ráði. Brezka stjórnin er þvi nauðbeygð til þess að ráðgast fyrst við banda- stjórnir sinar áður en hún getur gefið yður fullnaðarsvar. Hún hefir þegar tekið að ráðgast um við frönsku stjórnina og eg býst við því að geta gefið svar áður en langt um líður. Athugasemd utanríkis- stjórnarinnar. Utanrikisstjórnin brezka hefir lát- ið birta svolátandi athugasemd um leið og þessi skjöl: Til þess að koma i veg fyrir allan misskiliýng um þetta efni, skal þess getið að enginn póstur hefir verið skoðaður eða tekinn úr hlutlausum skipum, sem flutt hafa verið með valdi í brezka höfn til rannsóknar. Bandarfkin. Umraæli Wilsons. Þess er skemst að minnast, að hingað kom skeyti um það að Wil- son Bandarikjaforseti hefði látið i ljós, að vel gæti verið að Banda- rikin yrðu að gripa til vopna. Þetta er bygt á því, sem forSetinn hefir nýlega látið sér um munn fara í ræðum sem hann hefir haldið. Meðal annars sagði hann þetta: Eg get ekki sagt yður hvernig vér stöndum á morgum. En eg get ekki orða bundist og látið þjóð- ina vera í þeirri trú að það sé á- reiðanlegt víst að dagurinn á morg- um verði eins bjartur og dagurinn í dag. Siðar sagði hann það að nauðsyn- legt væri fyrir Bandaríkin að vera hernaðarlega við öllu búin, »vegna þess að heimurinn stendur í ljósum loga og neistarnir geta hrokkið um alt.« Enn fremur sagði hann: Eg skal segja það hreinskilnislega að vér getum ekki dregið þetta. Eg veit ekki hvað næsti dagur kann að bera í skauti sinu. Þó vil eg ekki að þér álitið það að eg óttist ein- hverja sérstaka hættu. Mig langár aðeins til að gera yður það ljóst, að hætturnar umkringja oss daglega. Þær hættur höfum vér ekki steypt oss i sjálfir og vér höfum enga stjórn á þeim. Eg held að engin® maður í Bandarikjunum geti v*w hvað gerast kann á einni viku, el° um degi og jafnvel ekki á ein111 stundu. Þér hafið lagt mér á herðar þessa tvöföldu skyldu: »Vér treystum y® ur til þess, forseti, að láta ófriðinn ekki ná til vor, en vér treystat11 yður einnig til þess að gæta þesS> a0 heiðri landsins verði ekki misboðið.* Getið þér nú ekki sjálfir séð, að Þel1 tímar geta komið að ómöglegt er a gera þetta hvort tveggja. Sumir fréttaritarar segja að þ63®1 ummæli forsetans séu bending l1^ Bernstoifls greifa sendiherra Þjðð' verja. Því að enn er eigi Lusitaniá' málið útkljáð og eigi heldur Ancona- málið eða Persíumálið. Aðrir fréttaritarar segja það Englandi standi meiri hætta af Bandí' ríkjunum heldur en Þýzkalandi. CZSS3 DAÖBÓFflN. Afuiæli f dag: Áugsta Svendsen, húsfrú. Guðbjörg Árnadóttir, húsfrú. Málfríður Ásbjörnsdóttir, jungfrú. Ragnheiður Þorsjteinsdóttir, jungfrú.- Ragnheiður Árnadóttir, húsfrú. Björn Þórhallsson, bústjóri. Ingimundur Jónsson, verkstjóri. Diðrik Knudsen, prestnr, Bergst. Tryggvi Þórhallsson, prestur, Hesti.- Sólarupprás kl. 8.50 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 4.55 e. h- Háflóð í dag kl. 9.5 f. h. og kl. 9.26 e. h- Veðrið í gær. Þriðjudaginn 8. fabr. Vm. n. kaldi, hiti 1.6. Rv. n.v. kaldi, hiti 1.5. ísaf. Ák. n.n.a. gola, hiti 0.0. Gr. n.a. stinningsgola frost 4.0. Sf. logn, hiti 1.6. Þórsh., F. Augnlækning ókeypis kl. 2—3 * Lækjargötu 2 (uppi). Kjósarpóstnr kemur í dag. Ingólfur á að fara til Borgarness 3 morgun. Hermann Jónasson heldur fyrir lestur um þegnskylduvinnuna fiBíll:U daginn þann 10. þ. m., eins og aU^ lýst er á öðrum stað hór í blaðinu- Mál þetta er eitt af stærstu 10 um er þjóðin hefir nú með höndulU^ Og sökum þess að það verður undir þjóðar atkvæði, á næsta baUS er það skylda allra kjósenda a: sér það sem bezt. Ættu þelr Þv^’ nota vel tækifærið og sækja fyri^® urinn. Þá meiga og atkvseðisb® 1 . . , ,,6 B 1 •„ að ssekja konur eigi heldur vanrækja ^ ,itt hann. Nú eiga þær að syna _ var unnið fyrir gíg, er þeim var kjörgengi og kosningarróttur þingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.