Morgunblaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 1
^ai,gar<iag l iúlí 1916 HOBfiDHBlADID 3. krg-angr 236, tðlublaft J^tstjórnarsimi nr. 500 Ritstjóri: Vilhiálmur Finsen. Isafoidarprentsmiðja Afgreiðslusimi o«. 500 Reykjavlkur Biograph-Theater Talslmi 475. |BIO Jlijff prógram í kvöíd! "'eð tilkynnist vinum og vanda- I -Ufn að jarðarför okkar elsku- f6Ju '•óttur, Kristínar Jóhannesdóttur, ^ ,r*m mánudaginn 3. júli kl. II ár- há heimili okkar, Nýlendug. 18. jj, 29. júni 1916. ai">es Þórðars. Sigr. Þórðardóttir. ^Udór Hansen ^iið, læknir 'Strí)eti io. Heima kl. 1—2. Ka íipið Morgunblaðið. Phöni botnfarfi fyrir járn- og tré-skip, ver skipin bezt fyrir ormi og riði. IX þakpappinn er endingar- beztur og þó ódýrastur Slriaðnr fyrir ísland G. Eirikss, Reykjavík. Erl. .« (frá símfregnir ^haritara fsaf. 0g Morgunbl.). í. ^at>pm.höfn, 29. júni. taUh u , UgUj. , unnið mikinn a -^usturríkismönn- ^alda óðfluga U a»ri herlínunni. ^ hafa haflð sókn st8ðum á vestur- ^itu Vuuum, og hefir °rðið töluvert á- Friðslit milli Bandaríkj- anna og Mexiko væntanleg á hverri stundu. Liehknecht, jafnaðar- mannatoringi, hefir verið dæmdur í 2Va árs fangelsi. Prestaskipunarlögin — (Kollatslögin) nýju í Dan- mörku voru feld í Lands- þinginu. Þessi prestaskipunarlög eru þess efnis, að prestar í þjóðkirkju Dana gætu orðið undanskildir beinu eftir- liti biskups, en kæmu í þess stað undir beina umsjón kirkjuráðuneytis- ins. En ástæðan til þess, að ráðu- neytið bar fram lögin, var sú, að biskupinn á Falstri hafði neitað að láta Atboe-Rasmussen fá skipunarbréf (Kollats). Út úr þessum málalokum má bú- ast við harðsóttri kirkjubaráttu í Danmörku. Hingað til hafa farið mestar sög- ur af loftárásum Þjóðverja á enskar og franskar borgir, því að þeir hafa Zeppelins-loftförin sem hinar þjóð- irnar hafa ekki. — Hinar þjóðirnar verða mest að nota flugvélar, sem ekki eru eins nothæfar til langferða og geta ekki borið neitt líkt því eins mikið af hergögnum og fólki eins og Zeppelins-loftförin. — En að Frakkar geta þó gert loftárásir sem ekki svo litið munar um, sýn- ir árásin á Karlsruhe, sem lauslega hefir verið getið hér áður. Er sagt frá henni á þessa leið: Flugvélarnar leggja af stað. Þær eru margar saman og misstórar. Þær stærri bera mest af sprengi- kúlunum, en hinar smærri eru mest til fylgdar og varnar. í dögun leggja vélarnar af stað frá hæðunum í Lótringen, og klukk- an er ekki meira en tæplega 6 að morgni þegar göturnar og bygging- arnar í Karlsruhe sjást langt niðri eins og dregnar upp á landabréf. — Fólk er þar flest í fastasvefni enn þá og á sér einskis íls von, fyr en dýnamit-sprengikúla springur á aðal- torginu með svo miklum hvell að allnr bærinn skelfur. Þá vakna menn og vita hvað á seyði er, að nú er von á samskonar góðgerðum eins og Zeppelins-loftförin höfðu framið við París, Lundúnir og Antwerpen á sinni tið. Flugvélarnar smálækka í loftinu til þess að geta betur hitt og nú rignir í heilan klukkutíma samfleytt sprengikúlum og springa að meðal- tali um 12 á hverri mínútu. Á göt- unum myndast djúpar grafir eftir kúlurnar og 5-lyft hús hrynja eins og spilaborgir. A nær 50 stöðum kom upp eld- ur og slökkviliðið vissi ekki hvert það átti að snúa sér. — Fallbyss- urnar niðri fóru nú að svara kveðj- unni en hittu ekki þessa voðafugla sem sveimuðu og undu sér í ótal bugðum og snúningum í 1—2 kíló- metra hæð. Jafnskjótt og flugvélarnar höfðu losað sig við byrði sína, sneru þær heimleiðis. En ekki voru þær úr allri hættu fyrir það, því að sím- skeyti og loftskeyti voru búin að tilkynna komu þeirra i ailar áttir og nú voru sendar upp flugvélar, sem sátu fyrir á leiðinni; en loftfall- byssur kváðu við niðri og reyndu að skjóta niður aðkomuflugvélarnar. Nú gerðu smærri flugvélarnar aðal- gagn sitt. Þær flugu neðar, beindu athyglinni að sér og réðust á þýzku flugvélarnar, en stóru flugvélarnar frönsku, sem aðal-spellvirkin höfðu unnið, flugu óáreitt heim hátt í lofti. Eftir að hættan var yfirstaðin í Karlsruhe voru þjóðvegirnir i kring fullir flóttamanna, sem með hálfum huga voru að snúa aftur. En i hvert skifti sem borgarar í Karlsruhe lesa um Zeppelins-árás á England eða annars staðar, þá rennur þeim kalt vatn milli skinns og hörunds, þvi að nú hafa þeir sjálfir fengið af því smekkinn. Kúabú bæjarins. ViOl.al við Eggert Briem frá ViBey. Svo sem kunnugt er, hefir borgar- stjóri undanfarið verið að undirbúa það, að bærinn stofnaði kúabú ein- hversstaðar hér i grend við bæinn, til þess að bæjarstjórnin að einhverju leyti gæti lagt undir sig mjólkur- söluna, eða að minsta kosti fram- leiddi svo mikið, að bærinn gæti ákveðið mjólkurverðið. í sambandi við þetta fréttum vér i gær, að Eggert Briem frá Viðey hefði skrifað borgarstjóra og boðist til þess að selja bænum kúabú sitt hér i bæn- við sanngjörnu verði. Vér fórum á fund hans til þess að fá nánari upplýsingar, einkum til þess að vita hvað hann áliti »sann- gjarnt verð«. Briem tjáði oss, að hann væri fús til þess að selja bænum fjós sitt við Laufásveg fyrir það, sem það hefði kostað hann og hverja fullræktaða N Ý J A BÍÓ Barnfóstran hjá leynilögreglamanBinnm. Sjónleikur í 3 þáttum um við- ureign Borkers leynilögregluþj. og glæpahjúanna Davidoff og Kate Blond. Aðalhl.v. leika: Else Frölich og Robert Schyberg. dagsláttu í túni í nánd við fjósið fyrir 480 krónur. Kýrnar kvaðst hann vilja selja venjulegu gangverði. Tilboð þetta er fullkomlega þess vert, að því sé gaumur gefinn. Allir munu vera sammála um það, að það væri mjög svo heppilegt að bærinn eignaðist kúabú og á þann hátt gæti ákveðið verðið á mjólk. Eftirlit með heilbrigði kúnna mundi verða betra, og eftirlit með mjólkur- sölunni, sem nú er í hæsta máta ábótavant, mundi batna stórlega. Allir munu þvi vera borgarstjóra þakklátir fyrir þann undirbúning, sem hann þegar hefir gert til þess að koma hér á, á sínum tíma, stóru og góðu kúabúi. En við tilboð það, sem nú er komið fram frá Briem í Viðey, virðist svo sem mál þetta sé töluvert nær því að komast í framkvæmd en áður, þvi vitanlega mundu nokkur ár líða þangað til kúabúið væri komið á, ef bærinn ætti sjálfur að byggja fjós og rækta land. En nú stendur bænum til boða kaup á fyrirtaks-búi »við sann- gjörnu verði« — og málið getur þvi komist í framkvæmd þegar á næsta ári. Þegar tilboð þetta er athugað, þá kemur i ljós að það er mjög gott og hagfelt fyrir bæinn. Briem býð- ur fjósbygginguna fyrir það sem hún kostaði, þegar hann lét reisa hana. En þar sem nú mun vera 30—40 °/0 dýrara að reisa hús, en þegar fjósið var bygt, þá er sá gróði auðsær. En um landið er það að segja, að dagsláttan í túni gengur hér — eða hefir gert það til skams tíma — kaupum og sölum fyrir alt að 1000 kr. Ennfremur er á það að lita, að tún hér i Vatnsmýrinni er að sjálfsögðu seljanlegra, en tún í Fossvogi, þar sem bærinn að lík- indum mundi rækta landið. En það getur verið þýðingarmikið atriði, ef bærinn síðar einhverra hluta vegna vildi selja landið aftur. Sama er og um fjósið við Laufásveg, að það hlýtur að vera verðmætara en fjós inn i Fossvogi, ýmsra orsakavegna. Þess utan þyrfti í sambandi við fjós inn í Fossvogi að byggja ibúðarhús fyrir starfsfólkið og allir aðdrættir væru þar miklu erfiðari — meiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.