Morgunblaðið - 22.07.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Litía btaðið. 1. ár. Útg.: Litla búðin 20. tbl. Ferðasögur. Litla búðin hefir ákveðið að veita verðlaun fyrir bezta ferðasögu sem birzt getur í Litla blaðinu, en það skilyrði er sett, að keppendur hafi haft með sér í ferðina: Niður- soðna ávexti, súkkulaði, vindla, cigarettur, caramell- ur, cacao, handsápu, brjóst- sykur, niðursoðna mjólk og fyrir 5 aura neftóbak, alt saman úr L.tlu búð- inni. Verðlaunin verða 50 au. eða ein dós af niðursoð- inni mjólk. austar en á Siglufjörð, og svo mikið er vist, að ef nú er kominn meiri en nógur mannafli þangað norður, þá gæti Austurland veitt farþegunum á Flóru næga vinnu í sumar. Eflaust athugar stjórnin þessa málavöxtu og ræður fram lir öllu á heppilegan hátt. CSS3 Ð A0 Böf[ I N. CSSS' Afmæli í dag: Kristín Teitsdóttir, jungfrú. Bagnh. Eyólfsdóttir, húsfrú. Bjarni Sighvatsson, bankaritari. Bogi Brynjólfsson, lögm. Jónas Þorsteinsson, steinsm. Sólarupprás kl. 3.5 S ó 1 a r 1 a g — 10.0 Háflóð í dag kl. 10.32 f. h. og kl. 11.7 e. h. Veörið f gær: Föstudaginn, 21. júlí. Vm. sa. andvari, regn, hiti 10,0 Ev. s. kul. hiti 13,0 Íf. a. kul, hiti 11,2 Ak. logn, hiti 12,0 Gr. s. kul, hiti 16,0 Sf. logn, hiti 11,7 Þh. F. logn, hiti 12,3 Ökumenn í bænum hafa farið þess á leit að fá ódýrari hagbeit fyrir hesta sína en alment gerist. Hefir bæjar- stjórn samþ. að þeir skuli greiða 3 kr. á mánuði fyrir hvern hest; sem hafður er í Fossvogi. Annars er hagagjaldið 4 krónur á mánuði. Fasteignanefndin hefir nú tekið rögg á sig og ætlar að semja nýtt frumvarp til erfðafestuskilmála. Verða að 8jálfsögðu engin lönd látin á erfða- festu fyr en bæjarstjórnin hefir sam- þykt einhverja nýja erfðafestuskilmála. En óþægilegt ýmsum ef það drægist mjög lengi. Þess vegna vonandi að því verði flýtt svo sem kostur er. Erfðalestuland hafa þau Þórunn Jónassen og Eggert Claessen fengið í Vatnsmýrinni nú á síðasta fundi bæj- arstjórnarinnar. Er það tæpar tvær vallardagsláttur að stærð. Land þetta liggur milli annara erfðafestulanda, sem þau höfðu fengið þar áður og hyggur bærinn að hann geti ekki haft þess nein not fyrir sjálfan sig. Það vill brenna við að bæjarfull- trúarnir komi annaðhvort of seint á fundi eða þá alls eigi. Er það oft með herkjubrögðum að fundarfært get- ur orðið. Síðasti fundur var þó ekki mikið ver sóttur en vanalega. Þó voru tekin þar út af dagskrá þrjú mál — að ósk flytjenda — vegua þess hve fáir voru á fundi. Þessi mál voru: Tillaga frá bæjarfulltrúunum Jör- undi Brynjólfssyni, Þorv. Þorvarðssyni og Ágúst Jósefssyni um kosningu nefna- ar til að semja frumvarp um einkasölu fyrir bæjarfólög. Fyrirspurn til fisksölunefndar bæjar- ins frá sömu fulltrúum. Fyrirspurn frá sömu fulltrúum út af gajólkursölunni I bænum. Lögregluþjónar bæjarins hafa farið fram á það að fá launahækkun og frí- an klæðnað. Segja þeir, sem satt er, að nú só orðið mikið dýrara að lifa heldur en þá er þeim var veitt dýr- tíðaruppbótin. Auk þess urðu þeir í vor að skifta um einkennisbúninga og leggja þá niður tvenna einkennisklæðn- aði er þeir áttu. Nú eiga þeir ekki til skiftanna og verða því að fá sér nýjan klæðnað og auk þess vetrarfatn- að í haust. En laun þeirra eru svo lítil að einhleypir menn þættust gera vel, ef þeir kæmust af með svo lítið. — Oss þykir líklegt að bæjarstjórnin bregðist vel við þessari málaleitun. T. d. gæti hún, sór að meinalausu, hætt við að kaupa erfðafestulandið af Ósk- ari Halldórsayni og skift fyrirhuguðu andvirði þess, 2500 krónum, milli lög- regluþjónanna. Og þótt hún bætti ef til vill einhverju við, þá væri það ekki svo áhættumikið. Það sjá flestir hús- bændur s i n n h a g í því að launa þjónum sínum vel starf þeirra. Firda kom í fyrrakvöld með kol til H.f. Kol og Spdt. Gullfoss kom frá Vestfjörðum í gær með marga farþega. Skipið lagðist við hafnargarðinn. Ól. Ó. Láruggon læknir á Brekku hefir dvalið hér sunnanlands um hríð Kom hann til bæjarins í fyrradag aust- an úr sveitum og fer hóðan austur með Gullfossi í dag. Nýr vélbátur, Jackson, kom hingað í gær. Er hann eign Odds Jónssonar í Ráðagerði o. fi. »Næturkaupmenskan« svonefnda er nú á förum héðan úr bænum. Hafa kaupmenn tekið saman höndum um það að hafa ákveðinn lokunartíma, sbr. auglýsingu hór í blaðinu. Megna grútarlykt lagði hingað inn í bæinn í gærdag frá grútarstöðinni hérna á Melunum — og er það ekki í fyrsta skifti. Með Gullfossi fara í kvöld: Til útlanda: próf. Jón Helgason, Tómas Jónsson kaupm., Unnur Ólafsdóttir, Sigr. Þorsteinsdóttir, Guðrún Snæ- björnsdóttir, Sophy Bjarnason, Jón Hermannsson úrsm., Jón Jóhannesson cand. med. og Halldór Kristinsson cand. med. Til Austfjarða fara m. a.: Konráð Hjálmarsson kaupm., Smith símastjóri, Halldór bóndi Stefánsson, Sigurjón Jó- hannsson, Halldór Jónasson, Sighvatur Bjarnason bankastj. og frú, Einar E. Kvaran, Ól. Ó. Lárusson með frú og margir fleiri. Bernburg og Emil Thoroddsen voru fengnir til þess að leika á hljóðfæri við útför frú E. Nielsen á Eyrarbakka. Loftskeytastöðin. Landsímastjórinn hefir farið þess á leit við bæjarstjórn, að hún léti land af hendi ókeypis, undir loft- skeytastöðina, sem nú á að fara að reisa hér. Segist hann hafa ráðgast um það við sérfróða menn erlendis hvar hentugast mundi að hafa stöð- ina, og hefði þeim öllum borið sam- an um það, að yrði hún reist í Reykjavík, þá væri sjálfsagt að hún stæði á Melunum. Segir landsíma- stjórinn að sín skoðun sé einnig sú, að þar mundi stöðin bezt komin, eftir atvikum. Landið, sem hann tel- ur þurfa undir hana, er 250X80 metrar áð stærð. Þessi stöð á aðallega að vera til þess að hafa samband við skip í hafi, en þó á hún að vera svo öflug að hún geti náð til útlanda, ef sæ- síminn skyldi bila, og jafnframt orð- ið millistöð skeytasendinga. í ráði er þó að stækka hana eftir nokkur ár og verður hún því bygð þannig að það veitist auðvelt. í sambandi við hana á líka að vera firðritunarskóli. Landsímastjórinn vill eigi að svo stöddu gera neinar uppástungur um það, hvar stöðin skuli standa á Mel- unum, en vill rágðast betur um það við borgarstjóra og bæjarstjórn. Málið er nú Ihöndum fjárhags- nefndar. Oss þykir líklegt að bærinn láti landið ókeypis undir stöðina, efhano sér það fært með nokkru fflóö' Reykjavíkurbæ hlýtur að verða sv° mikill hagur að því að fá stöðinai að hann ætti fúslega að vinna mik$ til þess. En á hitt ber einnig líta, að það er ekki sama hvar hán stendur, þótt það verði einhvers- staðar á Melunum. Melarnir erU stórir og enn er eigi að vita hvert gagn bærinn getur af þeim haft 1 framtíðinni. Um það hefir víst UÓ® verið hugsað, en tími er nú koffl' inn til þess. Salernamálið. í fyrra höfðaði Sveinn Jón JóoS' son i Bráðræði mál gegn borgaf' stjóra fyrir hönd bæjarsjóðs Reykia' vikur, og krafðist þess að fá sér greiddar úr bæjarsjóði kr. 955 fyrlf auka-salernahreicsanir árin 1912-^ 1914. Borgarstjóri krafðist þess ^ vera sýknaður af þessu máli, ett gagnstefndi Sveini og krafðist þeSS að hann endurgreiddi bænum 258.^ anra, sem honum hefði verið ofgreí£t fyrir salernahreinsun árið 1913- I undirdómi voru báðir málssð' iljar sýknaðir, hvor af annars kröf' um. í aðalmálinu var málskostP' aður látinn falla niður, en í gag°' sókninni var Sveinn dæmdur í 10 króna sekt fyrir óþarfa þrætugi1"111 og 20 króna málskostnað. Þessum dómi áfrýjaði Sveinn ^ yfirréttar 28. febr. i vetur og kra$' ist þess að fá kr. 953 með 5% ^rS' vöxtum frá sáttakærudegi. Borgaf' stjóri gagnáfrýjaði dómnum 14. apr^’ krafðist þess að fá aðaldóminn staö' festan, en í gagnmálinu heiffltað1 hann Svein dæmdan til að greiða bæjarsjóði kr. 258.18 ásamt 5% ^rS vöxtum frá sáttakærudegi og kostnað fyrir báðum réttum. ^ Nú nýlega er dómur fallÍBD þessu máli. Er bæjarsjóður dæm^ til þess að greiða Sveini kr. 5Ó.U ásamt 5% vöxtum frá sáttakærudeg1 til borgunardags. ^ í málskostnað fyrir undirrétti Sveinn að greiða bæjarsjóði 20 kr' . svo og 4 króna sekt í landssjóð fyr óþarfa þrætu. Að öðru leyti íe^tt málskostnaður niður. **>+<»---------- Frá Kína. í dönsku blaði frá 3. Þ- 111 ^au, þess getið að stjórnskipunarlög r sem sett voru þegar Kína vaf % ^ að líðveldi, hafi nú aftur verið te upp óbreytt. Allar þær breyri° ^ sem Yuan-Shí-Kaí gerði ú afnumdar, en þeir samniugari ^ { gerðir hafa verið við önnur r.} hans stjórnartíð, verða l^tin framvegis. Þingið á að koma saman 1 • næstkomandi. Stjórnarforma u verið kosinn Tuan-Chi-Jul-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.