Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						'Fimtudag
24.
ágúst 1916
60NBLA
3. árganfr
290.
töiuMftð
Kitstjómarbim)  nr. ðOO
Ritstjór1 •  Vilhjáltnur rnnse
[sjitoK'imiientsm'Pia
Afgreiftslasimi nr.  500
Reykjavíknr
Biograph-Theater
Talðlmi 475.
Capt.
Alvarez.
Heimsfræg  og  afarspennandi
argantinsk æfintýri í 5 þáttum,
leikin af Vitagraphs frægu leik-
urum í New York.
Meira spennandi og skemti-
legri mynd er varla hæ°t að
útvega, því að hún er erlendis
reiknuð ein af þeim allra beztu
sem sýnd hefir verið.
Allir ættu að sjá Capt, Alvarez
á fjöruga hestinum sínum
»Mephisto«.
Aðg.m. kosta 60, 40 og 10 an.
Kaupamann
og kaupakonu
vantar  nú  þegar  það  sem eftir er
'heyskapartímans.  Hátt kaup.
R. v. á.
:. f. u. Bi.
Vinnan í kvölð.
Aríðandi að allir mæti.
Hér með tilkynnist að okkar hjart-
kæra móðir og tengdamóðir, Guðný
Helgadóttir, andaðist 17. ágúst. Jarð-
arförin er ákveðin laugardaginn 26.
þ. m. Húskveðjan byrjar kl. Il1/, f. h.
frá heimili hennar, Hverfisgötu 62.
Börn og tengdabörn hinnar látnu.
Innilegt hjartans þakklæti vottum
v<ð öllum sem heiðruðu útför Önnu
Jönsdóttur frá Bollagörðum með nær-
veru sinni.
Börn og tengdabörn.
Herbergi,
snoturt, með sérinngangi, nálægt
Miðbænum, óskar stúlka eftir frá 1.
október.               R. v. á.
H Leverpostei j
55   • V* og % pd. dósum er   mh
Heimtið það
Slysið við höfnina.
Stúlkubarnið, sem varð undir járn-
brautinni í fyrradag fyrir framan
Sláturfélagshúsin, andaðist á spítalan-
um snemma í gærmorgun.
— Hafði barnið orðið fyrir miklu
meiri áverka, en menn hugðu í
fyrstu. Það misti ekki a:5 eins ann-
an fótinn, heldur urðu læknarnir að
taka þá báða af, annan skamt fyrir
neðan knéð en hinn um miðjan
fótlegg. — Þar að auki lærbrotnaði
barnið á tveim stöðum og hlaut
ýms önnur meiðsl.
Það var nær óhugsandi, að það
gæti lifað, enda andaðist það nokkru
eftir að læknarnir höfðu bundið um
það.
Síys þetta er eitthvert hryllilegasta
og sorglegasta, sem hér hefir borið
við um langt skeið. Það hlýtur að
fylla menn meðaumkun við foreldr-
ana, sem mist hafa bsrnið sitt svo
sviplega. — En það hlýtur líka að
vekja menn til umhugsunar um hvort
hér sé farið nm of óvarlega t. d.
við hafnargerðina.
Því verðut ekki neitað, að slysin
þar eru farin að verða nokkuð tíð,
hverju sem um er að kenna.
Það hafa oft heyrst raddir um
það, að t. d. járnbrautin fari nokkuð
hratt meðfram höfninni, þar sem
umferð er mikil.
Er það alveg ótækt ef svo er,
ekki sízt þegar svo stendur á, að
sjálf eimreiðin rekur marga vagna
á undan sér. Þá er erfiðara fyrir
formanninn að stöðva lestina í
skyndi, ef eitthvað ber út af, og þá
er ekki víst, að allir hafi gefið nægi-
legan gaum að gufupípunni og merk-
inu, sem gefið er.
Slys geta ætið borið að, og þau
bera ætið að, en það verður ekki
nógsamlega brýnt fyrir mönnum að
gæta sem mestrar varúðar, bæði
þeim sem fara eiga með verkfærin
og eins hinum, sem af einhverri til-
viljun eru þar í nánd.
Engum mun hægt að kenna þetta
sorglega slys, sem leiddi barnið til
bana. — En það má til að verða
hvatning öllum að gera sitt ítrasta
til þess að fyrirbyggja að slíkt komi
fyrir aftur.

Utan af landi.
Prá Stokkseyri.
Stöðugir óþurkar fram til hins 15.
þ. m. Þá létti upp og hefir verið
himinbliða siðan. Voru komnar
stórskemdir  á  heyjum,  þvi  fæstir
Nýja Bíó
Latneska
Leyniskjalið,
Stórfenglegur sjónleikur í 6 þáttum,  105 atriðum.  Leikinn af
hollenzkum leikendum.
1.  þáttur: Latneska skjalið.     4. þáttur: Hvernig hefna skal.
2.   —   Hjá borgarrústunum.  5.   —   Til hins nýja heims.
3.   —   I leit eftir glæpakvendi. 6.   —   Sigur réttvísinnar.
Ef  menn  vilja  sjá mynd sem er reglulega spennandi, þá
gefst þeim hér alveg einstakt tækitæri til þess.
Látið það ekki ónotað!
Myndin  stendur  yfir  hálfa  aðra klukkustund.  Aðgöngu-
miðar kosta:  kr. 0.60, 0.50 og 10 aura fyrir börn.
»9
flvance moíorinn
a
tilbúinn af A/B. B. A. Hjorth & Co. Stockholm, stærstu mótorverksmiðju
á Norðurlöndum sem veitir 500 manns árlega vinnu, hefir neðantalda kosti:
Einföld gerð. Auðvelt að setja á stað. Auðvelt að passa. Auðvelt
að setja niður. Engir ventilar i sprengiholinu. Þarf ekki að nota lampa
eftir að vélin er sett á stað. Engin eldhætta. Úrvals efni og vönduð
vinna. Léttur. Tekur lítið pláss. Abyggilegur og hefir vissan og jsfnan
gang. Varahlutir fyrirliggjandi hjá umboðsmanni. Er allra mötorvéla
oíiusparastur. Eins árs ábyrgð. Af mótorverksmiBjum er verksmiðjan
sú eina3ta sem nú getur afgreitt meB mánaBar fyrirvara. Umboðsmenn
um alt land — Allar frekari upplýsingar gefur umboðsmaðurinn hér:
Herra skipasmiður Eyólfur Gíslason, Veáturgöm 34, og eru menn beðnir
að snúa sér til hans með pantanir sinar.
Aðalumboðsm. fyrir Island: S. .lóhannesson, Laugavegi n.
höfðu náð nokkrum bagga í garð i
hinum neðri sveitum i Arnessýslu
og Rangárvallasýslu. I efri sveitun-
um var kominn einhver heyskapur.
Menn hamast nú í að ná inn heyj-
unum, því enginn þorir að treysta
tiðinni. Mislingar eru nú að læðast
hér um nágrennið; ekki hafa þeir
þó drepið neinn enn þá.
Frikirkjupresturinn í Gaulverjabæ,
síra Runólfur Runólfsson, er að bda
sig af stað til Vesturheims, alfarinn.
Mun fríkirkjusöfnuðurinn þá leysast
upp, að því er kunnugir segja.
Söfnuðurinn var stofnaður fyrir
6—7 árum og síra Runólfur Run-
ólfsson jafnan verið presturinn.
Sigl ng nokkur hérna í kauptún-
inu undanfarna daga.
Fiskilaust síðast er róið var.
Á spítala Jósefs helga.
Þjáður maður verður feginn, þeg-
ar degi tekur að halla, ef hann væntir
hvildar og veit, að eigi bætist and-
vaka nótt ofan á svefnlausan dag.
Klukkanídómkirkjuturninumslær 9.
Kvöldið er blítt og yndislegt.
Mildum  húmfölva slær á hálfskýjað
suðurloftið, og mjúkur blærinn hopp-
ar inn um opinn gluggann og strýk-
ur svalandi um andlit og hendur
sjúklinganna, sem liggja í rúminu
og geta ekki komið út til hans.
Einstaka syngjandi fugl, sem áður
flögraði um iðgræn túnin, er nú
þagnaður, og nittúran býður góða
nótt. —
En mannlífsiðan ólgar úti fyrir
eins og straumþung elfur í fjarska.
Og niðurinn berst að hvílu sjúkl-
ingsins og bægir svefninum frá.
Þeir, sem létt eru haldnir, leggja
eyrað við og hlusta á niðinn. Þarna
er starfið og lifið, og leiðin opin og
vegurinn frjáls hverjum manni. En
sjúklingnum eru sundin lokuð og
leiðin byrgð. Eins og bergnumið
barn mænir hann og hlustar og þráir
það, sem hann hafði átt, en hefir
nú mist. Hann minnist horfinna
æskustunda, þegar heilbrigðin svall i
æðum' hans og hugurinn brann af
löngun til starfa, — af löngun til
þess að fást við grettistökin og ryðja
þeim úr vegi, — af löngun til að
vinna gagn og sæmdir landi og þjóð.
En nú er stafurinn brotinn, og sjálf-
ur liggur hann sem máttvana flak
og öðrum til byrði. Hvers vegna
hefir hönd örlaganna snert hann og
lostið hann til jarðar, — hvers vegna
hefir hann beðið ósigur meðan aðrir
vinna ný vonalönd og velta steinum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4