Morgunblaðið - 29.08.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1916, Blaðsíða 1
JÞriðjudag 29, ágúst 1916 HOBfiDHBLABI 3. árgang'. 295. tfilu'blað Ritstjóraar&imi nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmnr irinsen Isatoldarprentsmifilí aiiíií' •'t'lnslmi n> 500 Til leigu í húsi undiiritaðs á Laugavegi 13. Búðin með öllu tilheyrandi. Siggeir Torfason. JTlófor-veiðiskip 30 tons í ágætu standi, með öllu tilheyrandi, er til sölu í dag með sér stöku tækifærisverði. Eiías Jioím, Landsstjörnunni. Segldúkur. Bezta tegund af amerískum segldúk á mótorbáta, 12—40 tons, sem til íslands hefir komið, fæst hjá seglasaumara Guðjóni Olafssyni, Bröttugðtu 3 B. Vottorð. Við, sem höfum unnið úr þessum segldúk frá Guðjóni Ólafssyni, vottum hérmeð að hann reynist ágætlega. Runóltur Ólafsson, Guðmundur Stefánsson, seglasaumari. seglasaumari. Rlfii Reykjavíkur Rlfi ö I U| BioRraph-Theater | OIU ----- Talsimi 475. ------ %3/lýíí program í fivoló! Hér með tilkynnist að Soffía Snorra- dóttir frá Brekkukoti i Skagafirði, andaðist að Vifilsstaðaheilsuhæli 23. ágúst. Jarðarför hennar fer fram frá dómkirkjunni i Reykjavik fimtu- daginn 31. águst kl. II fyrir hádegi. Reykjavik 28. ágúst 1916. Fyrir hönd fjarlægra ættingja. Þuríður Sígurjónsdöttir, Skólavörðustíg 14. 1 Innilegt hjartans þakklæti vottum við öllum sem heiðruðu útför okkar elskuðu mðður og tengdamóður Guð- nýjar Helgadóttur, með nærveru sinni. Börn og tengdabörn. Landar erlendis. í fyrra mánuði var haldinn islenzkur hljómleikur í Kaupmannahöfn. — Gengust þær fyrir því jungfrúrnar Bjarnason úr Hjálpræðishernum og fengu til þess aðstoð þeirra Lofts Guðmundssonar og Theodórs Arna- sonar. Auk þeirra aðstoðuðu þau Kapt. Hanna Bojsen og Stabskapt. Edelbo. Fór skemtunin hið bezta fram og var vel sótt. Varð tekjuafgangur 400 kr., og renna þær til byggingar hins nýja kastala Hjálpræðishersins hér i Reykjavik. Þjóðverjar og Sviar Frá 1. ágúst breyttu Þjóðverjar reglunum fyrir kafbáta og sjóhernaði sínum og settu einhverjar ákvarðanir um það, að ýmsar vörutegundir, sem hingað til hefir mátt verzla með, yrðu nú taldar bannvörur. Þykjast þeir hafa til þess fullkominn rétt, þar sem Bretar hafi á eigin eindæmi numið Lundúnasamþyktina úr gildi. Ein af þeim vörum, sem Þjóð- verjar telja nú banni háðar, ertimb- ur. Sökkva þeir nú eður taka her- fangi hvert það skip, sem timbur- farm flytur fyrir bandamenn. Hefir þetta komið harðast niður á Svíum, svo sem auðskilið er, því að Svíar selja þjóða mest af timbri, en Þjóð- verjar hafa bæði tögl og hagldir í Eystrasalti. — Kom það Svíum líka alveg óvart, að Þjóðverjar teldu timbur bannvöru. Voru þvi mörg sænsk skip á leið til Frakklands eða Englands með timburfarm um mán- aðamótin. Söktu Þjóðverjar fjölda þeirra. Svíar áttu um þetta leyti í þrátti við Rússa út af því, að þeir höfðu lítilsvirt sænsku landhelgina. — En nú sneru blöðin við blaðinu og veittust að Þjóðverjum. Jafnvel þau blöðin, sem Þjóðverjum eru hollust, víttu þá nú mjög fyrir það, hvað þeir voru ónærgætnir við Svía og sögðu, að það væri óskiljanlegt, að þeir skyldu gera leik til þess að reyna að brjóta af sér hylli vina sinna, eins og Svía mætti kalla. En svo kom fyrir einkennilegt atvik. Þýzkir tundurbátar hertóku brezkt skip í Kyrjálabotni. •— Hét það »Themis«. En þegar til kom hafði það svo lítil, kol að eigi gátu Þjóð- verjar siglt þvi heim til Þýzkalands. Fóru þeir þá með það til hafnarinnar Slite á Gotlandi og ætluðu að fá þar kol en gátu engin fengið. Lá nú skipið þarna um hríð og voru vopnaðir þýzkir menn nm borð í þvi. Sviar héldu þvi nú fram, að Þjóðverjar hefðu mist rétt sinn til herfangsins með því að hafa skipið svona lengi í sænskri höfn, ogyrðu þeir að taka það aftur úti í rúmsjó, ef þeir vildu flytja það til Þýzka- lands. Gaf sænzka stjórnin út skip- un um það, að eigi mættu þeir flytja skipið frá Slite, og voru send þang- að herskip til þess að hafa auga með því að þessu væri hlýtt. En jafn- framt sendu Þjóðverjar þangað her- skip til þess að taka í móti »Themis« um leið og það kæmi út úr höfn- inni. Það var enn fremur sagt, að Þjóðverjar þeir, er um borð voru í skipinu, hefðu þar sprengiefni til þess að sprengja skipið i loft upp, ef Svíar ætluðu að taka það af þeim. Þetta mál var nú orðið svo alvar- legt, að stjórnir beggja rikja tóku að ræða það með sér, hvort þær gætu eigi jafnað það i bróðerni. — En lengra var eigi komið þá er sið- ast fréttist. NÝJA BÍÓ Sveftiganga. Ljómandi fallegur sjónleikur í þrem þáttum, leikinn af leik- endum Nordisk Films Co. Það er flest sem gerir þessa mynd skemtilega en þó öðru fremur hin aðdáanlega náttúru- fegúrð, sem þar er sýnd. Er það liklegt að menn muni hafa gaman af að sjá hina miklu skíða- og sleðabraut úti i skóg- inum. Nýr steypusteinn til byggingar. Finskur maður að nafni Grönross, hefir fundið upp steypustein, sem sagður er liklegur til að ryðja sér til rúms við byggingar íbúðarhúsa. Steinninn er steyptur úr sements- blöndu og er holsteinn eins og aðrir steypusteinar, nema að hol- rúmin verða fleiri og fullkomnari. Steinninn er samsettur af tveim- ur hliðarsteinum sem samtengdir eru með tveimur höftum eins og sézt á teikning- _ _____| __ unni. Þessir hlið- arsteinar byggja upp samtímis _____ ytri- og innri- vegg hússins. A | milli haftanna á hverjum steini og beggja megin við þau eru tenings- mynduð op sem standast á þegar búið er að hlaða úr steinunum og myndast við það lóðréttir gangar i miðjum veggnum sem fyltir eru með járnvírssteypu um leið og hlaðið er. Hvort allir þessir gangar eru fyltir með steypu sézt ekki með vissu af lýsingunni. Ef til vill væri nóg að fylla annanhvorn gang. En svo kemur aðalatriðið í upp- fyndingunni og það eru loftgang- arnir. Bæði útveggurinn og bnveggur- inn verða holir innan og myndast holrúmin við það, að hliðarsteinarn- ir sem. fyrst voru nefndir eru báðir tvöfaldir, eða rúm innan i hverjum sem kemur til að standast á við * rúmið í næstu steinum — ekki ein- ungis í steinunum fyrir ofan og neðan, heldur líka i steinunum til beggja enda í sama vegglaginu. í Finnlandi hafa verið bygð all- mörg hús úr þessum steinum og virðast þau ætla að reynast vel. Þau

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.