Morgunblaðið - 30.08.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1916, Blaðsíða 1
Miðv.dag 30. ágúst 1916 10 Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmar Finsen. |Ísafoidarprentsmigj a j Afgrciðslasimi nr. 500 3. árjranjr. 296. D|nl Reykjayíknr |d I ölUj Biograph-TIieater jp|Q Talslmi 475. Kven-stúdentarnir. Skemtilegur og áhrifamikill sjón- leikur í 3 þáttum, leikinn af hinum ágætu dönsku leikurum: Frú Ellen Rassow, — Alfi Zangenberg, Hr. Anton de Verdier. Hér með tilkynnist að jarðarför minn- ar hjartkæru dðttur, Guðlaugar Ei- riksdóttur, fer fram frá heimili okkar, Bjarnaborg, kl. II miðvikudag 30. ágúst. Óiína Guðmundsdóttir. k. f. u. n. Segldúkur. Bezta tegund af amerískum seglddk á mótorbáta, 12—40 tons, sem til Islands hefir komið, fæst hjá seglasaumara Guðjóni Olafssyni, Bröttugötu 3 B. V ottorð. Við, sem höfum unnið úr fiessum segldók frá Guðjóni Ólafssyni, vottum hérmeð að hann revnist ágætlega. Bunólíur Ólafsson, Guðmundur Stefánsson, seglasaumari. seglasaumari. Tilkynning’. Veiziunin Nýhötn biður alla viðskiftavini sem hafa kaupbætis- miöa undir höndum, að koma með þá dagana 30. og 31. ágúst og fá vörur út á þá. Kaupbætismiðar, sem eftir þann tima verður framvísað, verða ekki innleystir. — Miðar sem nema minni upphæð en kr. 20.00 samtals verða ekki teknir til greina. Knattspyrnufél. Valur. Æf- ing í kvöld kl. S Mætið stundvíslega! Erl. símfregnir (frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, 29. ágúst. ítalir hafa sagt Þjóðver- jum stríð á hendur. Rumenar hafa sagt Aust- urríki- og Ungverjalandi stríð á hendur. Grikkir á báðum áttum. Búlgarar hafa tekið Ka- valla. Þá er nú svo komið, sem marga óraði fyrir, að Rúmenía mundi ekki þo!a að sitja hlutlaus hjá í óriðnum. Og það kemur mönnum alls eigi á ávart á hverja sveifina hún snýst. Stjórnin hefir að vísu altaf verið þögul, og ekkert látið uppi um það, hverra taum hún mundi draga, en margir af atkvæðamestu mönnum þjóðarinnar, þar á meðal þeir Filipe- scu og Jonescu, hafa barist ósleiti- lega fyrir þvi, að Rúmenía gengi í lið við bandamenn. En ekkert bar á því að neinar æsingar væru þar i landi til þess að taka málstað Mið- veldanna. Og Þjóðverjar óttuðust það altaf að svo mundi fara, að Rúmenar snerust til liðs við banda- menn. Hafa þeir þó reynt að tefja svo fyrir því, sem nnt var og kapp- kostað að draga svp mjög úr bol- magni Rúmena, sem unt var. Hefir 1 þvi áður verið lýst hér í blaðinu, hvernig þeir fóru að þvi. Hefir ræðismaður Rússa lýst því all-gjörla og segir þar berum orðum að ekk- ert lið muni að Rúmenum framar, á hverja sveifina sem þeir hallist. Það er nú ef til vill nokkuð djdpt tekið í árinni, því að allmikinn her hafa Rúmenar. Er talið að þeir geti skipað 700,000 manns framftil víga. En nokkuð er það dregið í efa, að sá her sé vel búinn að vopn- um og klæðum. Stórskotaliðið hefir Ferdinand Rúmenakonungur. að vísu verið endurbætt fyrir þrem árum, en fallbyssurnar eru gamlar og gengnar úr móð. Nýjustu og beztu fallbyssur þeirra eru frá Krupp, en þá tegund hafa Þjóðvðrjar lagt niður fyrir nokkrum árum, vegna þess að hún var orðin á eftir tím- anum. Og iýsingarnar á klæðnaði fótgönguliðsins eru hörmuíegar, hvað svo sem satt er í þeim. Rúmenum hefir nú þótt heppileg- ur timi til þess að kásta hlutleysinu og ráðast að Austurríkismönnum, sem eru án efa litt við þvi búnir að mæta nýjum óvinum þar sem svo mjög kreppir nu að þeim bæði í Galiziu og hjá Isonzo. — Verður þeim vörnin eflaust erfið vegna þess að nú lengist orustuvöllur þeirra að miklum mun, en eitthvað hafa þeir þó búið sig undir það að verjast Rúmenum með því að grafa skot- grafir og gera vírgirðingar meðfram landamærunum. En ólíklegt er það, að Rúmenar geti beitt öilu bolmagni sínu gegn Austurríkismönnum, því að Búlgatar munu sennilega segja þeim stríð á hendur undir eins. Bratiani, forsætisráöherra Rúmena. Ætlun Rúmena er sú að reyna að ná undir sig löndum þeim frá Aust- urríki er Rúmenar byggja mest megnis svo sem hluta af Búkovínu og Transylvaníu. Er sagt að þessi héruð byggi rúmar 3 miljónir Rúm- ena :em gjarnan vilji ná sambandi við Rúmeniu. Um afstöðu Grikkja verður engu spáð með vissu. En liklegt er að eftir því sem Miðveldin lamast því áræðnari reynist þeir að leggja út í ófriðinn líkt og Rúmenar. Grikkir hafa nú lengi horft á það með súrum svip, að aðalfjandmenn NÝJA BÍÓ Ljómandi fallegur sjónleikur í þrem þáttum, leikinn af leik- endum Nordisk Films Co. Það er flest sem gerir þessa mynd skemtilega en þó öðru fremur hin aðdáanlega náttúru- fegurð, sem þar er sýnd. Er það líklegt að menn muni hafa gaman af að sjá hina miklu skíða- og sleðabraut úti i skóg- inurn. þeirra Búlgarar herjuðu landamæri þeirra. En þegar þeir hafa nú tekið griska hafnarbæitin Kavalla, eins og skeytið í blaðinu í dag hermir, þá er þó að minsta kosti það víst, að Venizelos mun tefla út því sem til er til þess að fá Grikki af stað. — Og víst mnnu Bandaveldin ekki láta sitt eftir liggja að ýta á eftir þeim með illu og góðu, hótunum og fögrum lof- orðum. Allar horfur benda því til þess, að ekki liði á löngu áður en Grikkir hafa sogast inn i iðuna. Um hin friðslitin, mílli Italiu og Þýzkalands er það að segja, að þau Take Jonesou. koma vonum seinna. — Var hinn grímuklæddi ófriður milli þeirra orð- inn óþolandi fyrir löngu og því ein- faldast að slíta öllum ríkjaviðskiftum öðrum en opinberum fjandskap. — Sepda nú Italir herlið til vesturvíg- stöðvanna og Þjóðverjar til suður- vígstöðvanna. Hverjir koma nú næst? verður manni á að spyrja í hvert skifti sem einhver ný þjóð sogast inn í hring- uðu styrjaldarinnar. Og nú verður manni helzt litið til Norðurlanda. Sennilega koma þau næst. Má það mikið heita, ef nokkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.