Morgunblaðið - 31.08.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ aði þvi, að víxlabækurnar kæmu sér við, sér kæmi alt við í bankanum; sýndi hann og með atferli sínu, að hann hefði í hyggju að hafa fyrir- skipanirnar að engu. Við þetta féll talið niður og bankastjórinn gekk burtu. Rétt á eftir kom bankastjórinn aftur inn í herbergi bókara; er Sig- riður Brynjólfsdóttir þar komin, en hún var áður inni í skjaiaherberginu við vélritun, (en ekki í sæti féhirðis eins og hann skýrir frá). Þá stóð féhirðir á bak við hana, og horfði á það sem hún var að rita. Banka- stjórinn segir honum enn, að hann eigi ekki að vera að hnýsast í þetta; hvorki þessi bók né aðrar bækur, er hann hafi verið að skoða, snerti starf hans. Féhirðir sinti þessu ekki; sagði bankastjórinn þá Sigríði að loka bókinni, og skýrði henni frá fyrir- skipun þeirri, sem hann hafði gefið féhirði. Bankastjórinn gekk síðan inn í herbergi sitt. Rétt á eftir varð bankastjóra Bimi Kristjánssyni gengið inn f skjala- herbergið, stóð þá féhirðir yfir starfs- manni þeim, Brynjólfi Þorsteinssyni, sem færir gerðabók bankastjórnar- innar, og virtist vera að lesa það, sem hann var að skrifa. Bankastjór- inn sagði féhirði, að þessi bók kæmi bankastjórninni einni við, og bað hann að hætta að hnýsast i hana, en féhirðir skeytti því ekki. Sagði bankastjórinn piltinum þá að láta bókina aftur, en varð fyrri til að leggja hana aftur sjálfur. Ekki breiddi Brynjólfur neitt yfir bókina eins og féhirðir segir frá. Siðar um daginn varð bankastjór- anum gengið inn i skjalaherbergið; er féhirðir þar þá, og er hann að blaða í þunnri bók, sem liktist bók- um þeim, sem notaðar eru við upp- talningu víxla. Bankastjórinn spurði hann, hvort þessi bók væri viðkom- andi féhirðisstarfinu. Féhirðir svar- aði því ekki beint, en mun hafa sagt á þá leið, sem segir í kæru hans, að það væri bók tilheyrandi bank- anum, sem hann þyrfti að athuga. Bankastjórinn tók þá bókina til að gæta að, hvort hún tilheyrði féhirði, og gekk með hana i herbergi bók- ara, og athugaði hana þar ásamt bók- aranum. Þegar það kom i ljós, að bókin tilheyrði féhirðisstarfinu, af- henti bankastjórinn féhirði bókina á fullkomlega kurteisan hátt. Gekk féhirðir þá burtu með bókina. Þannig skýrir bankastjórinn frá þvi, sem gerðist milli hans og féhirðis 7. þ. m., en mótmælir öllu því í frásögn féhirðis, sem brýtur í bág við það, sem að framan greinir, enn- fremur mótmælir haun þeim orðum sérstaklega, er féhirðir hetír eftir honum, en ekki eru tilfærð hér, svo og því, að hann hafi verið í æstu skapi, og að hann hafi brugðið hend- inni fyrir augu féhirðis, er hann var að horfa i gjörðabók bankastjómar- innar hjá Br. Þ. Ef srjórnarráðið véfengir skýrslu þessi, leyfum vér oss að æskja þess að fá tækifæri tii þess að leiða vitni í málinu, og þá helxt um hegðun gjildkerans yfir- leitt. Frh. Slysför. (Símfregn.) Maður nokkur, }óh. Guðmunds- son að nafni, féll út af bryggju Edin- borgar á ísafirði i gær. Náðist hann von bráðar, en var þá með litlu lifs- marki og dó skömmu síðar. Gasverðið. Það hefir nú um langt skeið verið höfð á því allströng regla hvernig stærri bæir og borgir byggjast í öll- um siðuðum löndum. Um minni bæi hefir oft verið minna skeytt og viða hafa vaxið upp smá bæir einkum meðfram járnbraut- um í algerðu eftirlitsleysi og stjórn- leysi. Þannig hafa orðið tilallstórir bæir sumstaðar sem aldrei ætluðu að geta beðið þess bætur hvað óreglu- lega og dýrt þeir voru bygðir í upp- hafi. Þjóðverjar, Englendingar og Ame- ríkumenn hafa séð hvað fyrirsjónar- leysið getur orðið dýrt í þessu efni og hafa varið allmiklu erviði til að finna upp hentugt byggingarfyrir- komulag einnig fyrir smábæi hvað litlir sem þeir eru. Danir eru nú einnig farnir að sjá að sér i þessu efni og hafa stofnað félag til þess að stuðla að því að smábæir með brautum fram byggist ekki upp þannig að tilviljun ein ráði lagi þeirra og gerð. Þörf væri á því að gera eitthvað líkt hér á landi, verja til þess um- hug;un og viðleitni að búa í haginn fyrir framtíð bæja vorra umhverfis landið. Það væru mörg lög ónyt- samari en þau sem samin væru í þeim tilgangi að koma reglu á þorpin sem vaxa nú upp óðum í sjávarplássunum út um landið. Og tækifærið er aldrei betra en nú, er byggingarefnið er að verða steinn í stað timburs og velmegun fer vax- andi. Það er alveg hörmulegt að sjá hvernig flest sjávarþorp vor eru bygð. Gisin og köld smáhýsi á víð Og dreif, auðsjáanlega bygð án þess að láta sér detta í hug að reyna að skapa nokkur sameiginleg þægindi. Það er varla að hægt sé að vona að á þessum stöðum vaxi upp mensk kynslóð. Bústaðir vorir eru í miklu fyllra skilningi partar af oss sjálfum en flesta grunar og óhætt mun að segja- að eitt af aðal menningarskilyrðum þjóðarinnar sé það að koma bústöð-- um sinum í sæmilegt horf. CS23 DAQBOFflN. Afmæli í dag: Oddn/ Þorsteinsdóttir, húsfrú. Böðvar Kristjánsson, kennari. Þorl. 0. Johnsen, kaupm. f. Jón konf. Eiríksson 1728. 20. vika sumars hefst. S ó 1 a r u p p r á s kl. 5.8 S ó 1 a r 1 a g — 7.46 Háflóð í dag kl. 6.41 f. h. og kl. 6.57 e. h. (eftir íslenzkum meðaltíma.; Veðrið í gær: Miðvikudaginn 30. ágúst. Vm. logn, hiti 6.3 Rv. logn, hiti 6.0 ísafj. n.a. hvassviðri, regn, hiti 5.2' Ak. n.n.v. kul, regn, hiti 4.0 Gr. v.n.v. kul, regn, hiti 2.0 Sf. n.a. kul, hiti 7.3 Þórsh., F. v. andvari, hiti 8.4 Ingólfur kom aftur frá Borgarnesl í fyrrakvöld. Með honum komu K. Zimsen borgarstjóri, N. P. Kirk verk* fræðingur og fröken Ingunn Bergmann. Frá Austur-Afrfku. Það dregur nú óðum að því, að hin síðasta nýlenda Þjóðverja v.erði af þeim tekin. En lengi mun minst hinnar frækilegu varnar hennar. Á þriðja ár hefir hún nú reist rönd við ofurefli óvina, sem sótt hafa að henni öllum megin. Hún hefir verið einangruð, og ekki getað náð sér í neinar birgðir neins staðar að. Þessi nýlenda, sem enn er tiltölulega ung, hefir þó getað framleitt a!t til sinna þarfa, bæði matvæli, klæði og skot- vopn, jifnframt því, sem hún hefir átt í vök að verjast fyrir óvinum hvaðanæfa. Barátta hennar var frá öndverðu vonlítil, og langt er nú síðan að auðséð var, að hverju mundi fara. En þeim mun ágætaii er vörnin, svo ágæt, að Búar geta ekki annað en dást að henni. Smuts hershöfðingi hrekur nú meginher nýlendunnar á undan sér og verður þess sennilega ekki langt að bíða, að hann neyði herinn til úrslitaorustu, ef hann leysist þá ekki upp og heldur ófiiðnum uppi með þvi að berjast í smáhópum, svo sem títt er í nýlendustyrjöldum. Botha hershöfðingi hefir nýlega verið á ferð í Austur-Afriku til þess að líta eftir því, hvernig herförin gengi. Hefir hann dvalið um hrið í herbúðum Smuts og síðan skýit fiá áliti sínu um heiförina. Segir hann þar, að árásarherinn hafi átt við mikla ör'ugleika að stríða, sér- staklega vegna frumskóganna, sem eru svo miklir, að naumast er hægt að brjótast í gegn um þá. í þess- um skógum er loftslag óheilnæmt og sýktust hermennirnir hrönnum saman. En óvinirnir lágu heldur eigi á liði sinu. Hersveitir hinna innfæddu Askara, segir Botha, að hafi verið ákaflega hraustar, barist snildarvel og þeim verið ágætlega stjórnað. Vélskyttur Þjóðverja hafi og getið sér ágætan orðstír og yfir- leitt hafi óvinirnir verið snillingar í því, að víggirða stöðvar sínar. En nú segir Botha, að mikið sé farið að draga af þeim, sérstaklega séu Ask- arar eigi jafn ótrauðir nú, sem þeir hafi verið áður. Fyrst í stað var gasverðið her í Reykjavík svo sem hér segir: Ljósagas . . . 20 a. ten.m. Suðu- & vélagas 15 - — Sjálfsalagas . . 25 - — Siðan hefir gasverðið verið hækk- að tvisvar sinnum, fyrst um 5 aura á hverjum teningsmetra á öllu gasi, og nú um síðustu mánaðamót gekk hin síðari hækkun í gildi. Kostar gasið nú samkvæmt samþykt bæjar stjórnar: Ljósagas . . . 40 a. ten.m. Suðu- & vélagas 30 - — Sjálfsalagas . . 35 - — Hækkunin á sjálfsalagasi er því alls 10 aurar á hverjum tenings- metra, eða 40 %• Fyrir hvern 23 eyring, sem er í sjálfsölunurn núna um mánaðamótin, eiga gasnotendur að greiða að auki 10 aura, eða 40 aura fyrir hverja krónu, sem í sjálf- sala er. Nú er oss sagt af skilríkum mönn- um, að „gasstöð n heimti meira — nærri þvi helmingi meira. Oss er sagt, að þess sé krafi .t af gasnot- endum, að þeir greiði 75 aura fyrir hverja krónu, sem í sjálfsala er. Sé nú miðað við það, að sjálfsalarnir skili einum teningsmetra af gasi fyiir hvern 25 eyring, sem í þá er látinn — og til þess mun ætlast — þá kostar hver teningsmetri eftir reikn- ingi gasstöðvarinnar 438/é eyri. Verð- ur það þá dýrasta gasið, því að ljósagas kostar þó eigi meira en 40 aura og suðugas 30 aura. Nú er það kunnugr, að flestir þeir, sem sjálfsala hafa, nota gasið mest til suðu. Og það veit gas- nefnd ofurvel og bæjarstjórn lika. Þess vegna lagði gasnefnd það til, og bæjarstjórn samþykti, að menn mættu hafa alt að fjórum lömpum i sambandi við sjálfsala. Var það til miðlunar gert. Þess vegna kemur það nú all-flatt upp á menn, að gasstöðin skuli heimta svona mikið fyrir hvern ten- ingsmetra af sjálfsalagasi. Væri gott að fá upplýsingar um það, hverja heimild hún hefir til þess að taka nærri því 9 aurum meira fyrir hvern teningsmetra gass, heldur en bæjar- stjórn hefir ákveðið. Regla í byggingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.