Morgunblaðið - 15.09.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIt) 71. P. Duss J j[mréailó úCafnarsír. Jijóíaíau, Hegnkápur. Gardínutau, Prjónavörur, Siíki, Tvisííau, Léreft, Skúfasitki, TRorgunkjótaíau. E5E3 DAÖEOí[IN. Afmæli í dag: Cathinca Sigfússon, húsfrú Jón Halldórsson, húgagnasm. Jón Þorsteinsson skósm. Kristinn Brynjólfsson, skipstj. Vigfús D. Jósefsson skipstj. Veðrið í gær: Fimtudaginn 14. sept. Vm. logn, hiti 4,9 Rt. a. andv.. regn, hiti 6.0 Íf. v. stinn. gola, hiti 8.4 Ak. s. st. gola, hiti 8.1 Gr. ssv. kul, hiti 2.5 Sf. sv., kaldi, hiti 8.1 Þh- F. v. kul., hiti 3.5 Dr. Helgi Péturss er kominn til bæjarins úr sumardvöl austur í sveit- um. Ýmir kom af síldveiði í fyrradag. Pétur A. Ólafsson konsúll frá Patreksfirði er nú futtur í hið nýja hús sitt við Skothúsveg. Sr. Friðrik Jónasson á Útskálum og frú hans, dvelja hór í bænum þessa dagana. Þinglesin afsalsbréf. 7. september. 1. Bogi Brynjólfsson selur 3. þ. m. Leifi Kristjánssyni húseignina nr. 59. við Grettisgötu. 2. Landsbankinn selur 26. f. m. Jó- hannesi Magnússyni húseignina »Sílóam« við Grundarstíg. 3. Brynjólfur Jónsson selur 1. þ. m. Sigríði Rafnsdóttur húseignina nr. 1. B við Klapparstíg. 4. Tryggvi Gunnarsson og Asgeir Sigurðsson selja 31. f. m. Magn- úsi Tómassyni »Skothúsið« við Suðurgötu. 14. september: 1. Björn Gíslason sslur 24. nóv. 1915 Halldóri Jónssyni húseignina Eskihlíð við Hafnarfjarðarveg. 2. Halldór Jónsson selur 8. þ. m. Stefáni Runólfssyni sömu eign. 3. Geir Pálsson, selur 8. þ. m. Þor- steini Asbjörnssyni húseignina nr. 10 við Barónsstíg. 4. Kristján Magnússon selur 9. þ. m. Gísla Þorbjörnsyni og Jóni Sig- urðssyni í Kalastaðakoti húseign- ina nr. 8 A við Þingholtsstræti. Húsnæðisskrifstofan. Hún var opnuð í gær kl. 3. Var sífeldur straum- ur af húsnæðislausum mönnum þangað. Á þremur tímum voru 60 manns af- greiddir, það er að segja, nöfn þeirra skrifuð á lista, hve margt væri heim- ilisfólk þeirra og aðrar ástæður. En nálega annar eins hópur varð frá að hverfa, þegar skrifstofutíminn var úti. Sýnir þetta Ijósast hve afskaplegt er húsnæðisleysið í bænum. — Það eru því miður lítil iíkindi til þess, að unt só að útvega mörgum húsnæði. Mnnið að bezt er að aug- lýsa í Morgunblaðinu. Skipatjón Miðveldanna. Nákvæm skýrsla yfir tjón það, sem Miðveldin hafa beðið síðan ófriðurinn hófst, er ný komin út. Samkvæmt henni hafa Þjóðverjar mist 401 skip í hendur bandamanna, Austunákismenn 49 og Tyrkir 36. Samtals voru skip þessi 1,326.625 smálestir að stærð. En auk þessa hefir fjöldi þýzkra skipa verið seldur hlutlausum þjóðum, svo Þjóðverjar hafa mist mestan hluta flutninga- skipa sinna. Af skipum þessum hafa Bretar tekið 126, Frakkar 8, Japanar 4 og Rússar 41. Þar að auki hafa Portu- gals-menn lagt hald á 63 þýzk skip, sem lágu á höfnum þar, þá er frið- slit urðu með þeim þjóðum. Stærstu skipafélögin þýzku hafa vitanlega orðið verst úti. Hamburg- Ameríkalinan hefir mist 48 skip, átti áður 205, en nú að eins 157, Norddeutsche Lloyd hefir mist 28 skip og Woermann-línan 21 af 42, sem það félag átti fyrir ófriðinn. í Þýzkalandi búa menn sig af kappi undir að koma upp flutninga- skipaflota að ófriðnum loknum. — Hafa verið mynduð mörg ný félög til þess að smíða skip og verður tekið til óspiltra málanna undireins og friður er kominn á. — En það líður langur tími, þangað til þýzki verzlunarflotinn er orðinn jafnstór og hann var, á&ur en styrjöldin mikla hófst. ■ ■ ■■■■■ ■■ - ------ Sitt aí hverju. Dýrar kýr. í Noregi hafa kýr nú stigið í verði um 150—200 kiónur. Þær dýrustu, sem seldar hafa verið, hafa farið á 800 krónur, en 700 kr. kvað vera alment fyrir allgóðar kýr. Allra lélegustu kýr hafa þó farið á 400 kr. — en engar þar undir. Þetta sýnir að menn græða vel á mjólkinni í Noregi. Potturinn er seldur þar nú á 26 aura. Norðmenn bata úr húsnaðisskort inum. í Kristjaníu hefir verið svo mikill húsnæðisskortur að ýmsir hafa legið í tjöldum í sumar fyrir utan borgina og í næstu eyjunum úti á firðinum. Nú undir veturinn hefir bæjar- stjórnin tekið mikið af sumarbústöð- um nærri borginni og úti á þessum eyjum til þess að leigja þá húsnæð- islausu fólki. Eru þetta mest timb- urhús og köld til vetrarsetu sem vænta má. En þau eru nú tekin, fóðruð innan og settir í þau ofnar. Annars hefir bæjarstjórn Kristjaníu miklu stærra verk með hörrdum í sjálfri borginni. Eru það byggingar með smáum íbúðum sem eiga að taka alls um 800 fjölskyldur. Ferro. Myndin sem hér birtist er af Ferro utanborðsmotornum, eins og hann lítur út á bátnum. Ferro er smíðaður hjá The Ferro Machine and Foundry Co. í Bandaríkjunum, er hafa alls um 1600 mannsívinnu við mótorsmíði. Þessi litli motor hefir 2'/2 til 3 hestöfi. Flestir, sem eitthvað þekkja til bensinvéla, hsfa tekið eftir, að ef rafkveikjan eða karburatorinn er ekki í lagi, ganga vélarnar alls ekki. Ferro er vand- lega útbúinn, hvað þetta snertir, þar sem hann er útbúinn, með Kingston karburator og Boch Magneto, ná- kvæmlega sömu gerð og notuð er í bifreiðarnar, það hafa aðrir utanborðs- motorar ekki. Margir hafa keypt og farið með .vélar þessar, sem aldrei hafa áður farið með mótora, og sýnir það, hvað auðveldir þeir eru í meðferð. Sem stendur eru þeir til sýnis hjá undirrituðum, og ættu þeir, sem smábáta eiga, að llta á þá, þvi það kostar alls ekkert. Ef þér getið ekki komið og séð mótorinn, þá skrifið eítir upplýs- ingum. Aðalumboðsm. S. Kjartansson, Lindargötu 2, Reykjavík. -. ■ ■ Latakia -reyktóbak fæst aðeins í Litlu búðinni. Okeypis í nefið. Til þess að menn geti gengið úr skugga um hvar neftóbak er bezt í bænum, þá verður öllum tóbaks- mönnum gefið ókeypis í nefið þessa viku í Litlu búðinni. Æðardúnn til s ð 1 u á 14 krónur úa kíló' á Laufásvegí 37. Morg*unblaðið bezt. ,Lemon Curd‘ er búið til úr nýju smjöri, eggjum og citronum. Það er ágætt ofan á kex í staðinC'' fyrit marmelade, og fyrirtak á pönnu- kökur i staðinn fyrir sultutau eða ■ rjóma. Reynið Lemon Curd. Það fæst í Liverpool. Sími 43. Stærri eða minni íbúð óska barnlans hjón að fá 1. okt. R. y. á. Gott Piano fyrir 675 krónur frá Sören Jensen Khöín Tekið á móti pöntunum og gefn- ar upplýsingar í ^JoruRúsinu. Einkasala fyrir íslaud. gj Leverpostei p 1 Vi og */, pd. dósum er bezt. — Heimtið það! Bezt að auglýsa i Morgnnbl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.