Morgunblaðið - 26.09.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1916, Blaðsíða 1
l»riðiudag 26, sept. 1916 H0R6DRBLADID 3. krsranfj. 323. tðJu’blafi Ritstj ómarslmi nr. 500 Fitnjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 500 l> Gamla Bio <H Hin fræga mynd Gamla Bio’s Ofjarl kvennaránsmanna verður, vegna fjölda áskorana, sýticf afíur i kvöíd. Ath.I Þetta er áreiðanlega síðasta tækifærið sem gefst að sjá hina aðdáanlegu krafta kappans JTl a c i s f e. Tölusett sæti kosta i. kr., alm. o 6o og barnasæti 0.25. Tölusett sæti má panta í síma 475. Verzíunin Björn Jirisijánsson hefir með „Botníu" og „Hólum“ fengið mikið urval af allskonar Vefnaöarvöru. Tvistfau Jijóíatau Tafafau Xéreft bl. og óbl. Lakaiérejf. Verkmannaskijrfufau. Tlserfafnad karla og kvenna. Jiegnkápur. Vanctaðar vörur. írá Ódýrar vörur. V. B. Ji. Mjilkurfélag Reykjavlkur heldur fund í Bárubúð föstudaginn 29. sept. kl. 4 síðdegis. S t j ó r n i n. Mikið veggfóður kom í verzlun Sveins Jónssonar & Co. síðast með Hólum. Kirkjuhljómleikur. Hann var ver sóttur en skyldi, kirkjuhljómleikurinn, sem Páll ísólfs- son efndi til í kveðjuskyni i dóm- kirkjunni í fyrrakvöld. Er það því ver, sem það er áreiðanlegt, að Páli hefir sjaldan eða aldrei tek- lst betur. Mörgum mun minnis- *tætt, hvernig hann spilaði Adagio ^ftir Mendelsohn og Bach’slögin. Svo *kórónaði« hann alt með snildarlegri ^teðferð á »FinaIe« Mendelsohn, sem eitthvert hið mikilfenglegasta af þvi er vér höfum heyrt Pál fara með, að ólöstuðum Fugunum hans Bachs. Leitt er til til þess að vita, að ekki skuli vera kostur á betra hjóð- færi i höfuðstaðnum, þegar jafn efni- legt listamannsefni heimsældr okkur og vill gera sitt til að sjóndeildar- hringur okkar víkki og smekkur okk- ar í músíkkinni batni, en honum er þó 'enn mjög ábótavant. Allir hinir ungu listamenn vorir, sem hafa horfið hingað heim i sumar- leyfi sínu hafa þó þegar fengið miklu áorkað í þeim efnum, og er það ólíkt nú, því sem áður var, hvað bjóða má íslenzkum eyrum; fyrir ekki ýkjamörgum árum var ekki til neins að bera þyngri músik á borð fyrir höfuðstaðarbúa, — þá þoldu eyrun ekki nema hæglátar og viðkvæmar tónsmlðar — en nú er þessi veggurinn, sem skilnings- leysið hafði reist upp á rnilli lista- manns og áheyrenda, að hrynja, og töluvert hrynur nú á hverju ári við heimsókn þeirra Haraldar Sigurðsson- ar, Jóns Norðmann, Páls Isólfsson- ar, Péturs Jónssonar og Eggets Stefánssonar. Hafi þeir allir beztu þakkir fyrir starf sitt hér heima, og veri þeir aftur hjartanlega velkomn- ir, þegar þeim aftur gefst færi á að vitja átthaganna; við samlandar þeirra gleðjumst við góðar fregnir af þeim úr öðrum löndum, en mestur verð- ur fögnuðurinn þegar við sjáum þá næst og heyrum framfarir þeirra hvers i sinni grein. Bæjarbruni. Nýlega brann bærinn Forsæti í Landeyjum til kaldra kola. Er mönn um ókunnugt um hvernig eldur- inn hefir komið upp. Meztum hluta innanstokksmuna kvað hafa verið bjargað. Flöskuskeyti. „Ingólfur“ fer að leita manna í Þormóðsskeri. Fyrir fáum dögum fanst á Rauða- sandi í Barðastrandarsýslu rekið flöskuskeyti. Var það á þessa leið: »Staddir i Þormóðsskeri, bátlausir og bjargarlausir.« Það var þegar farið með skeytið á fund Guðmundar sýslumanns Björnssonar á Patreksfirði, til þess að hann mætti ráða fram úr þvi hvað gera ætti. Þormóðssker er hér framundan Straumfirði. Er það hátt sker, sem sjór gengur aldrei yfir. Skerjótt er i kring og blindboðar og ilt að kom- ast upp í það. Guðmundi sýslumanni kom þegar til hugar, að i þessu skeri mundu skeytasendendur vera. Reyndi hann að ni sambandi i síma við sýslu- mann Borgfirðinga, Sigurð Eggerz, en tókst það ekki, vegna þess að að eitthvert ólag var i simanum. Simaði hann þá til Magnúsar Torfa- NÝJA BÍÓ Æyíí prógram í EvqIó! IJarðarf. Jéns Guðmundssonar, Bræð- raborgarstig 19, fer fram á fimtudag- inn. Hefst með húskveðju á heimiti | hans kl. 12 á hádegi. Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að jarðarför minnar elsku- legu konu, Hansínu Guðmundsdóttur Nýlendugötu 15, fer fram frá Landa- kotsspitalanum miðvikudaginn 27. þ. m. og hefst kl. I e. h. Reykjavik 25. sept. 1916. Sig. Sveinsson og börn. Stulka. Þrifin stúlka óskast fyrri hluta dags. Uppl. hjá M. Levi, Snðurgötu 14. Barnaskóíinn sjá götuauglýsingar). sonar sýslumanns á ísafirði og bað hann að skýra sýslumanni Borgfirð- inga frá þessu. Gerði Magnús það. Sig. Eggerz fékk þá flóabátinn »Ingólf«, sem lá i Borgarnesi á sunnudaginn, til þess að fara vestur að Þormóðsskeri og grenslast eftir, hvort hann sæi þess þar nokkur vegsummerki, að menn hefðu verið þar teptir. Fór svo Ingólfur þangað og vegna þess að veður var gott, skaut hann út báti og gat lent við skerið. Fóru menn um alt skerið, en urðu einkis vísari. — Varð eigi annar árangur fararinnar en sá, að Ingólfur tafðist við þetta um nokkrar klukkustundir. Mestar líkur eru til þess, að skeyti þetta hafi einhver sent af prakkara- sk«p. Bendir tvent til þess. Fyrst og fremst það að skeytið er undir- skriftarlaust og engin dagsetning á þvi. Ef það hefði verið frá einhverj- um nauðstöddum mönnum er ólík- legt að þeir hefðu eigi getið nafns síns og hvenær þeir hefðu gripið til þess óyndisúrræðis að senda flðskuskeyti. Því að það gera menn ekki nema í lífsnauðsyn að leita sér hjálpar á þann hátt. — Það er því grátt gaman, þegar menn leika sér að þvi að senda slik skeyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.