Morgunblaðið - 28.09.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1916, Blaðsíða 1
Fimtudag 28, sept.'!1916 0B6DNBLADI 3. Hrgang. 325. Ritstj óraarsimi nr. 500 Rititjóri: Vilhjiimur t-insen íss "darprentsmiðja Afgresðslnsimi nr. 500 a i nl Reykjavíkur QIU | Biograph-Theater Talsimi 475. c^rogram scnnfiv. g o íua ug lýsing um Jarðarför minnar hjartkseru móður, sem andaðist 14. þ. m., er ákveðin föstudag 29. og hefst með húskveðju frá heimili hennar Vesturgötu 51, kl. 2. e. m. Sigrun Sigurðardðttir. Dóttir okkar, Torfhildur Hólm, andaðist 14. þ. m. Bolungarvík 22. sept. 1916 Fanny Þórarinsdóttir% Þorsteinn Guðmundsson Lýðskólinn og barnaskólinn i Bergstaðastræti 3, starfar með líku fyrirkomulaf’i og áður næsta skólaár. Barnaskólinn byrjar i. október, en Lýðskólinn i. vetrardig eins og áður. Nánari upplýsingar gefur ísleifur Jónsson, forstöðumaður skólans. Munið að bezt er að aug- lýsa í Morguublaðiuu. Fiskuí handa bænum. Ekkert hefir enn frézt um það, að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að útvega bæjarbúum iisk í haust og vetur. Væri þó kominn tími til þess, Nú eru botnvörpungarnir að búa ^ig undir það að veiða fisk í is og ■fiytja til Bretlands. Munu þeir lík- lega allir, nema tveir, fara á ísfiski •innan skams. Annar þessara tveggja er »Rán*. Vér erum vissir um það, að ef bæjarstjórnin vildi, gæti hún fengið Rán leigða til þess að afla fyrir bæ- inn. Áhættan er að vísu nokkur, en margfaldur gróði annarsvegar — fyrir borgara bæjarins. Og sá sem -þorir aldrei að eiga neitt i hættunni, á þess litla von að geta bjargast sæmilega. Þótt illa kynni að fara — að bærinn tapaði á útgerðinni vegna þess að eigi fiskaðist nóg — þá er það þó víst að borgarbúar mundu eigi telja eftirsér að greiða þann halla, vegna þess að þeir sæu, að bæjarstjórnin hefði þó vilja á því að greiða fram úr vandræðum þeim, sem nú steðja að öllum megin. Ættarnöfnin. Brögð eru að þá barnið finnur. — Ekki hafa Vestur íslendingar sýnt nöfnum sínum og feðra sinna slíka ræktarsemi, að maður hefði búist við þvi, að ættarnafnafarganið hér heima mundi hneyksla þá. En samt hefir sú raunin orðið á. í »Lögbergi» standa hinn 17. ágúst þessar klausur meðal frétta frá íslandi: Þorsteinn Sigurðsson verzlunar- maður í Reykjavik hefir tekið sér skripanafnið »Manberg«. Sigvaldi Stefánsson læknir hefir tekið sér skrípanafn, sem öllum af- skræmum tekur fram, það er »Kalda- lóns*. Eyólfur Olafsson bakari hefir tek- upp skrípanafnið »Asberg«. — — Lausu prestaköllin. Umsóknarfrestur er nú útrunninn um prestaköll þau, sem auglýst hafa verið laus. Um Mjóafjörð sækja þeir Helgi Arnason í Ólafsfirði og cand. Þorst. Kristjánsson. Um Sandfell, Útskála og Stykkis- hólm sækja hinir settu prestar og aðrir ekki. Frá Serbíu. Uppskeran í Serbiu hefir verið óvenjulega góð í sumar. Hafa Aust- urríkismenn lagt hald á alt það korn, sem bændurnir þurfa ekki sjálfir til lifsframfæris. Þjóðverjar hafa á sinu valdi hin- ar miklu koparnámur Serbiu, sem eru hinar auðugustu í Evrópu og vinna þær af hinu mesta kappi. Þessar námur eru í þeim hluta landsins, sem Búlgarar lögðu undir sig, en þeir létu Þjóðverjum þær eftir, þvi að þeir standa betur að vigi með að hagnýta þær sem bezt. I Nýja Bíó Úr greipum dauðans. Saga i þremur köflum. Aðalhlutverkin leika: V. Psilander, Carl Alstrup, Ebba Thomsen o. fl. Mynd þessi er eigi ósvipuð hinni ágætu mynd „Trú- boðinn% sem Nýja Bíó sýndi í sumar og eigi er leikur Psilanders síðri í þessari rnynd en hinni. Sagan, sem þessi kvikmynd er gerð eftir, er sönn. Og hún er lærdómsrík fyrir hvern og einn, því að hún sýnir hve valt er að treysta á auð- legð og vináttu. Aðgöngumiðar kosta: 60, 50 og 10 aura. —I t Jarðarfór okkar elskulegu móður og systur, Ástríðar Jóns- dóttur frá Dröngum i DýrafirBi, fer fram i dag kl. II. f. h. frá Laugavegi 23. Dóttir og systur hinnar látnu. 7f íaugardaginn er fækifœri að fá sér ódýrati skðfatnað þá verður skóverzlun Jóns Stefánssonar flutt og opnuð á Laugavegi 17 og verður allur skófatnaður seldur með miklum afslætti meðan fyrirliggj- andi birgðir endast. ,Svarti Iisti‘ Frakka Frakkar hafa nýlega birt skrá yfir þau útlend firmu, sem öllum frönsk- um þegnum er bannað að eiga skifti við. Meðal þessara firma eru 32 sænsk, 83 norsk og 27 dönsk. Tyrknest lierlið gegn Rúmennm. nokkrum hinna fyrri. Það er 240 metra langt, en hin stærstu loftför Þjóðverja áður voru 168 metra löng. Loftbelgurinn er 34,000 kubikmetra, en loftbelgur hinna stærstu var áður 20,000 kubikmetra. Loftfar þetta á að geta borið tvær smálestir af sprengiefni og er brynvarið. Vél- arnar hafa 3—4000 hestöfl, en vél- arnar í hinu fyrsta Zeppelínsloftfari höfðu aðeins 60 hestöfl. Þetta nýja loftfar kvað taka hin- um eldri fram i því, hvað betra sé að stýra því og að það sé miklu fljótara að hækka flugið heldur en hin eldri. »Evening News* flytur þá fregn hinn 20. þ. m að vikuna þá á und- an hafi Tyrkir sent 10 þús. her- manna frá Litlu-Asíu til Adrianópel og þaðan til Búlgaríu. Er sennileg- ast að herlið það sé sent gegn Rúmenum i Dobrudscha. Nýtt loftfar. »Götaborgs Tidningen* segir frá því að Þjóðverjar hafi nýlega hleypt nýju Zeppilín-loftfari af stokkunnm í Frjeðrichshafen, miklu stærra en Stjórnarbreyting í Austurríki. Siðustu ensk blöð sem Morgun- blaðinu hafa borist (20. þ. tn.j stað- hæfa það, að barón Burian, utan- rikisráðherraB Austurrikis, verði að fara frá vegna þess að hann hafi ekki séð fyrir hættu þá, sem búin var af hálfu Rúmena. Er nú talið í ráði að myndað verði þar í landi samsteypuráðuneyti. Tisza greifi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.