Morgunblaðið - 30.09.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Erf. símfregnir frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn, 28. sept. — Verzlunarkafbátarinn „Bremen“ er kominn til Ameríku. Bandamönnam heíir orð- ið mikið ágengt á vestur- vígstöðvunum síðuntu dag- ana. I»eir hafa tekið Com- bles og Morval og náð 3000 föngum. Zeppelins-loftför hafa enn á ný gert árás á Bret- land. Tjónið lítið. Þjóðverjar hafa kallað alla menn að 50 ára aldri undir vopn, einnig þá, sem áður voru áiitnir ófærir til herþjónustu. — Austurríkismönnum miðar áfram hjá Herman- stadt. — Rúmenar sækja fram í Vulkan-skarðinu. Belgaher. Það er nú svo langt síðan að nokkuð hefir frézt af her Belga, að mönnum hefir nær gleymst, að hann sé til. »En hann gerir enn skyldu sína«, segir »GIasgov Herald* hinn 20. þ. mán. »og heldur óvinunum í skefjum á einhverjum hinum þýð- ingarmestu stöðvum vesturvígvallar- ins. Hann hjálpar til þess að verja Calais, norðvesturhluta Frakklands og þá sneið af Belgíu, sem enn er óháð. Þar eru oft háðar stórskota- liðsorustur, en hvorugur herinn gerir áhlaup. Óvinirnir geta ekki sótt feti framar, og viglínan er hin sama og hún var ef|ir orustuna hjá Yser, og stöðvar Belga eru óvinnandi. Þegar hin mikla orustu var háð hjá Yser, var Belgaher illa útbúinn. Hann skorti rifla, og skotfæri hafði hann sama sem engin. — Nú hefir herinn aukist um helming, og út- búnaður hans er þrisvar sinnum betri en hann var þá. Hermennirnir klæðast nú brezkum »Khaki« og hafa franska stálhjálma. Þeir fá nóg að borða og hafa ágætan aðbúnað. í engum öðrum her eru tiltölulega jafn margir fyrirliðar. Allir Belgar, sem eru á herskyldualdri og vinna eigi í hergagnaverksmiðjum Frakka, eru nú i hernum. Herinn hefir því aldrei verið jafn öflugur og nú, sið- an ófriðurinn hófst. Auk þess sem Belgaher heldur Þjóðverjum í skefjum á löngu ófrið- arsvæði, veitir hann bandamönnum á ýmsan annan hátt. Til dæmis eru eigi hugaðri flugmenn til en hinir belgisku. Þeir hafa skotið niður margar flugvélar fyrir óvinun- um, og sérstaklega hafa þeir verið snjallir í því að taka myndir í loft- inu af stöðvum óvinanna. Mynd- irnar af herstöðvum Þjóðverja þarna sýna það, að skotgrafaraðir þeirra eru marga mílna breiðar og ekkert sparað til að gera þær sem öflug- astar. Þar sjást líka járnbrautir um þvert og endilangt svæðið. Sum- staðar liggja járnbrautir þessar neðan- jarðar á löngum köflum. Og þessi mannvirki verða eigi óuýtt með öðru en gríðarlegri stórskotahríð. „Bertha Liza“. Eitt hið helsta starf flugmannanna er að komast eftir því hvar hinar stóru fallbyssur óvinanna séu, og síðan skjóta bandamenn á þær. En flugmennimir voru í marga mánuði að komast eftir því hvar hin stóra fallbyssa, er þeir nefndu »Bertha Liza«, var falin. Það var hún, sem gerði mestan óskundann i Flandern í fyrra, og með henni skutu Þjóð- verjar á Dunkirk á 20 mílna færi. En þegar þeir hefðu fundið felustað hennar, leið eigi á löngu áður en flugmenn bandamanna höfðu ónýtt hana með sprengikúlum.---------- Belgar eiga loftskeytastöð, sem er í skotfæri frá landi þvi, er óvinirnir hafa á sínu valdi, en þó geta Þjóð- verjar ekki ónýtt hana. Hún er í Hollandi. Belgar eiga dálítið land í Hol- landi. Aðalþorpið þar heitir Bar-le- Duce, en það er fleiri en einn blett- ur, sem Belgar eiga í Hollandi. En þessir blettir eru svo litlir, að Þjóð- verjar eiga það á hættu, að kúlur þeirra lentu á Hollendingum, ef þeir ætluðu að skjóta á þessar belgisku jarðeignir. í Bar-le-Duce eru 400 íbúar. Þjóðveijar skoruðu á þá að gefast upp, en borgarstjórinn neitaði þvi og skoraði á Þjóðverja að taka þorpið herskildi. En það gátu Þjóð- verjar eigi nema með því móti að ráðast inn á Holland, og belgiski fáninn blaktir því enu yfir Bat-le- Duce, og loftskeytastöðin þar heldur stððugt uppi starfi sínu. Rúmenfa og Svíþjóð Örlagastund Svíþjóðar Sænska »Aftonbladet« flytur langa grein um friðrof Rúmena og að segir niðurlagi: Að lokum skulum vér fara nokkr- um orðum um afstöðu vora eftir þessi nýju friðrof. Hin vötmu og sterku vináttubönd, sem vér erum bundnir Miðveldunum fytir hina dáðríku og göfugu baráttu þeirra, sérstaklega gegn hinum ægilega rússneska »barbarisma«, hljóta að eins að styrkjast eftir því sem leik- urinn verður ójafnari. Barátta sú, sem háð var í tíu ár áður en ófrið- urinn hófst, til þess að slá hring um þær þjóðir, sem framtiðargengi vort og þjóðarvelferð er aðallega undir komin, hefir unnið nýan sigur: Hringurinn er sieginn svo vel, sem framast er hægt. Og að því sleptu, að Machensen rauf hringinn á ein- um stað í vetur, er það einn hlekk- ur enn sem vantar — að norðan. Vér erum þessi hlekkur. Og það er sennilegt að við okkur verði nú beitt harðarí kúgun en nokkru sinni fyr. Það sem byrjaði sem hæglátt »diplómatiskt« starf, en hefir verið rekið með ófögrnm getsökum — það, sem þegar hefir verið rekið með þvi kappi, er oss var flestum óskiljanlegt, og með ávirðingum, sem hafa þó að minnsta kosti rumsk- að við okkur, getur haldið áfram, þangað til vér verðum neyddir tii þess af öðrum að láta skeika að sköpuðu, þótt vér höfum kynokað oss við því meðan vér vorum sjálf- ráðir. Þann dag, sem þetta verður, rennur upp örlagastund Sviþjóðar, og guð hjálpi oss þá. Ef vér gæt- um þess þá eigi, hvers fortíð og framtið krefjast af oss i sameiningu, þá getur dómur sögunnar um breytni vora eigi orðið nema á einn veg. ------— Hér er nokkuð talað á hnldu, en glögt er það þó hvað blaðið fer. Munið að bezt er að aug- lýsa í Morgunblaðinu. MORGU NBLAÐIÐ kostar i Reykjavik 70 aura 4 máuuÖi Einstök blöð 5 anra. Sunnudagsblöð 10 a. Úti um land kostar ársfjórðnngurmn kr. 2.70 burðargjaldsfritt. Utanáskrift blaösins *r: Morgunblaðiö Boz 'á. Rejnkjavik. Þeir sem vilja fá tilsögn í Harmoniumspili hjá mér gefi sig fram fyrir lok þessa mánaðar. — Heima kl. 11—12 og 7—8 á Smiðjustíg 11. Loffur Guómutidsson. Stúlka, 16 ára gömul, óskar eftir atvinnu við búðarstörf. Uppl. á Laugavegi 57, niðri. til skepnufóðnrs söltuð i steinolíufötum fæst í haust á 29 kr. fatið. Eiuar Jfeígason. garðyrkjum. c=» daoborin. es Veðrið í gær: Föstudaginn 29. september. Vm. n.n.a. kaldi, hiti 4.9 Rv. logn, hiti 5.6 ísafj. v. kul, þoka, hiti 5.5 Ak. logn, hiti 0.0 Gr. logn, frost 1.0 Sf. iogn, frost 0.1 Þórsh., F. a.n.a. kul, hiti 7.1 Messað á morgun í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hádegi síra Öl. Ól., og í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðdegis, síra Ól. Ól. Goðafoss var á Hofsós í gær. Hef- ir tafist vegna þoku. Ýmir kom til Kaupmannahafnar á Miðvikudaginn. Ingólfnr fór til Eyrarbakka í gær hlaðinn vörum hóðan. Nýgift eru Lúðvíg Ásgrímssou vél- stjóri á Norðurstíg 3, og Guðrún Elríksdóttir sama stað. 10 ára afmæli átti landssíminn í gær. Stjórnarráðið og landssímastöðin flögguðu. Skrifstofa Gunnars Eigifson er flutt í Veltusund 1 npPí Innllegt þakklæti til allra þeirra. sem auðsýnt hafa mér samuð og hluttekningu við fráfall og jarðar- för minnar elskulegu dóttur, Magn- eu Pálsdóttar. Reykjavfk, 30. sept. 1916 Margrét Marfsdóttir. Gasstöðin. Vór viljum vekja athygli húsmæðra á auglýsingu gasstöðvarinn* ar í blaðinu í dag. Framleiðsluofninn er dálítið bilaður, en til þess að hægt só að gera við hann, án þess að gas- stöðinni verði alveg lokað, biður gas* stöðvarstjórinn húsmæður um að not* ekki suðugasið í dag og á morgun. Ellistyrktarsjóðurinn. í kvöld ot útruuninn umsókuarfresturinn un» styrk úr sjóðnum. Eru því síðustu forvöð fyrir þá, sem ætla að sækja uö ' styrk, að gera það í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.