Morgunblaðið - 27.10.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Filipescu látiun. Hinn nafnkunni atjórnmála- maður Rúmena, Filipeacu, fyrver- andi hermálaráðherra, er nýlega látinn. Hann var einn af þeim mönnum, er barðist allra ötulast fyrir því að Rúmenar gengju i lið með bandamönnum. Skipatjón Breta. í ræðu, sem Mr. Runciman, viðskiftaráðherra Breta hélt ný- lega í þinginu til þess að verja gerðir stjórnarinnar í viðskifta- málum, sagði hann að verðhækk- un nauðsynjavöru væri ekki svo mjög að kenna háum farmgjöld- um, þvi að flest skip tækju nú þau farmgjöld, sem stjórnin hefði ákveðið. En skipaskortur væri ein af aðalástæðunum fyrir því hvað vörur væru í háu verði. Hann sagði að af völdum óvina sinna hefðu Bretar mist skip, sem báru samtals 2.000.000 smálesta, síðan ófriðurinn hófst og væri það meira heldur en sameinaðir verzl- unarflotar Frakka, Spánverja og ítala hefðu verið fyrir stríðið. Bretar ættu nú 10.000 skip í sigl- ingum. Hann sagði að stjórnin ætlaði að slá eign sinni á öll þau kaupför, sem aðrar þjóðir ættu nú í smíðum í Englandi, og gera þau út á kostnað stjórnar- innar. DAGBOBflN. Afmæli f dag: Ásta Zoéga, jungfrú Guðríður Jónsdóttir, húafrú Vigdís Á. Jónsdóttir, húsfrú Sigurður Jónsson, járnsm. Friðfinnur L. Guðjónsson Laugavegi 43 B, selur tækifæriskort með íslenzkum erindum. Áilir ættu að kaupa þau til að senda vinum og kunn- Ingjum. Sólarupprás ki. 7.57 S ó 1 a r 1 a g — 4.26 H á f 1 ó ð í dag kl. 5.33 og í nótt kl. 5.54 Veðrið í gær: Fimtudaginn, 26. okt. Vm. a. hva-’Bviðri, regn, hiti 7.7 Rv. a. kaldi, hiti 8.4 íf. sa. stormur, hiti 8.8 Ak. ssa. gola, hiti 8.0 Gr. sa. gola, hiti 4.0 Sf. na. hvassviðri, regn, hiti 5.1 Þh. F. sa. st. gola, hiti 9.1 Ungmennafélögin hér í bæ eiga í samlögum bókasafna um 600 bindi góðra bóka. Er það hverjum fólags- manni frjálst til afnota hvern virkan dag hjá Arsæli Árnasyni bóksala Lauga- veg 14. Á hverju hausti kaupa þau IÍYÖldskemtiin og bögglauppboð (innanfélags), til ágóða fyrir bókasafn ungmennafélaganna verður haldið laugardag 28. okt. kl. 9 að kvöldi í Bárunni uppi. Á dagskrá verður: Kímnissögur, einsöngur, gamanvísur o. fl. Margir ágaetir bögglar boðnir upp. — Frjálsar skemtanir á eftir. Þangað verður nú komandi! — Þar verður verandi! Bókasafnsnefndin. allar helztu n/útkomnar bækur og efna þá um leið til einhverrar skemtunar innan sinna vóbanda til þess að afla bókasafninu fjár. Ein slík samkoma er ákveðin næsta laugardagskvöld, sbr. auglysingu hór á öðrum stað í blaðinu. Er þar gott og nytsamt mál að styrkja og því sjálfsngt fyrir alla hórstadda uugmennafélaga að fjolmenna þar bæði sín vegna og bókasafnsins. Fyrirlestrar Háskólans. í dag: Bjarni Jónsson frá Vogi: Grísk málmyndalýsing og lesnir lóttir kaflar úr Austurför Kyrosar eftir Xenofon kl. 8—9 f. h. Holger Wiehe mag. art.: En- durfæðiug danskra bókmentu á 19. öld, kl. 6—7 síðd. — Æfingar í forn- dönsku kl. 5—6 síðd. Alexander Jóhannesson br. phil.: Um Goethe, kl. 7—8 síðd. Gullfoss fór héðan í gær. — Hafði tafist hór. Ingólfnr Arnason kom frá Fleet- wood [ fyrradag. Botnía var i Vestmannaeyjum í gær. Mjólkin. Nóg mjólk var á boðstól- um í bænum í gær. Prentviila var í blaðinu í gær, þar sem sagt var frá kosningunum í Gull- bringu og Kjósarsýslu. Einar Þorgils- son kaupm. fókk 337 atkvæði (í blað- inu stóð 237). Njáll vólbátur og vöruflutningaskip Örum & Wulffs-verzlana kom hingað í fyrrakvöld frá Húsavík. --------------- Hrakningar. Mánuð trá Akureyri til Reykjavíkur. Þess var getið í Morgunbl. nylega að Bretar tóku Motorkútterinn Stella fyrir sunnan Langanes og fluttu skipið til Kirkwall. Var það þá á leið frá Eyjafirði til Gautaborgar hlaðið síld, en hafði á þilfari 50 tunnur af stein- olíu, sem afferma átti á Norðfirði. Brezkur botnvörpungur stöðvaði skipið, þótti eitthvað grunsamlegt með ólíu- tunnurnar og skipaði skipstjóra að halda beina leið til Kirkwall. Farþegi á Stellu var Björn Guð- mundsson kaupm. hér í Reykjavík. Var hann á skipinu alla leik til Kirk- wall, en kom hingað síðastliðinn sunnu- dag á dönsku seglskipi, sem Nils heitir. Hafði hann þá verið mánuð á leiðinui frá Akureyri tii Reykjavíkur og lent í miklum hrakningum, svo sem ekki er ótítt á slíku ferðalagi. Stella var 9 daga frá Langanesi til Kirkwall. Þar fekk enginn Ieyfi til þess að fara í land nema skipstjórinn. Vildi Björn fá danska ræðismanninn þar til þess að finna sig á skipsfjöl til þess að fá vitneskju um skipakost til Islands — en konsúllinn kom ekki. Þá skrifaði Björn honum bróf, en hinn sami heiðurs- maður svaraði því aldrei. Verður varla annað sagt, en að við Islendingar höf- um mikið gagn af ræðismönnum Dana erlendis. Það sama er, að ókurteisari stirðari og ógreiðviknari menn en þessa dönsku konsúla er erfitt að finna er- lendis. Talar sá, sem þetta ritar, þar af eigin reynslu og ráðleggur öllum Islendingum að forðast þá herra — hvar sem þeir koma. Af tilviljun einni lá danskt seglskip í Kirkwall og var á leið'til Reykjavík- ur. Fekk Björn far með því skipi heim, en 18 daga voru þeir á leiðinni og hreptu illviðri mikil. Lá við að skipið ræki á land á Mýrunum og 3 daga voru þeir inn Faxaflóa. Ekki voru tiltök að fara úr fötum alla leiöina. Stella er motorkútter um 40 smálestir og hefir auðvitað lítil þægindi fyrir skipverja en engin fyrir farþega. Þar gat Björn legið í rúmum skipstjóra og stýrimanns til skiftis, en enski fyrirliðinn og tveir hermenn, sem með honum voru, höfðu engin rúm. Mun þeim hafa þótt vistin slæm, enda voru 2 þeirra sjóveikir(I) nær alla leið. Á Niels fór betur um Björn, þar lá hann á sófa með stól undir fótum. Yfirvöldin í Kirkwall sleptu Stellu þegar í stað. Sögðu þau, að óþarft hefði verið að taka skipið, því öll skjöl þess voru í bezta lagi. Er óskiljanlegt að Bretar skuli halda áfram að taka skip, sem eru í strand- ferðum hór vlð land, þar sem aldrei er neitt athugavert við skjöl skipanna. Að minsta kosti mætti búast við því, að Bretar lofuðu farþegum að komast á land áður en þeir flytja skipin til Eng- lands. En því þverneituðu þeir Birni um og vildu eigi heldur lofa honum að senda bróf á land til konu sinnar, en því hefði hann getað komið á róðrar- báta, sem skipið sigldi fram hjá undan Norðfirði. Bankaseðlar týndir. Nýlega hefir það orðið kunnugt, að i undanhaldinu frá Mons, töpuðu bandamenn stórum kassa, fullum af frönskum bankaseðlum. En allar likureru til þess, að seðlarmr hafi fallið í hendur Þjóðverja, en eigi hefir verið hægt að óoýta þá vegna þess að mönnum var eigi kunnugt um númerin á þeim. Brunatr jggingar, O Johnson & Kaaber Deí kgi. ocir. Brandassmmics Katipnmnrisehðfft v-itryggir: hus, húsg’Ög’n, alU- konar TÖruíorða o. s. frv. gega eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. tíeimakl, 8—12 f. h. og 2—8 e h í Aus turstr. 1 (Búð L. Nieisenl, V. B. o Gunnar Egilson skipamiðlari. Tals. 479. Veltusundi I (uppi)- Sjó- Stríðs- Brunatryggingar Skrifstofan opin kl. 10—4. Br una try gg in gar Halldór Eiríksson bókari Eimskipafélagsins. Hittist: Hotel Island nr. 3 (61/,—8) Simi 585. U Leverpostei 1 'U 09 V. pd. dósum er LrOGMKNN Sveinn Björnsson yfird.Iögtn. Friklrkjuveg 19 (StaðastaA). 2C2 Skrilsofntlmi kl. 10—2 og 4 —6. Sjilfur við kl. 11 —12 cig 4—6. Etffferr, Olaessaa, yárréttarmála- 3utningsmaður, Pósthtsstr. 17. tfenjulega heima 10—11 og 4—6. Sfmi 18 Alt sem að greftrun lýtur: Likkistnr og Likklæði bezt hjá Matthiasi Matthíassyni. Þiir, sem kaupa hjá honum kistuna ,' fá skrautábreiða lánaða ókeypis. áími 497.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.