Morgunblaðið - 03.12.1916, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.1916, Blaðsíða 3
3. desbr. 33. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 1 Búnaðarskýrsíur um árið 1915 hefir Hagstofan sent út þessa dagana. Mega þœr skýrslur heita glænýjar, samanborið við það sem áður hefir verið. Skulum vér hér drepa á sitt hvað, er í þeim stendur: Býli og bændur. Síðustu 5 árin hefir býlatalan I .landinu verið um 6500—6600 og mun því mega telja áreiðan- legt, að bændur, sem eingöngu, eða aðallega stunda landbúskap, séu rúm 6000. En framteljendur voru alls 11070 árið 1915. Búpeningur. Samkv. búnaðarskýrslum hefir tala sauðfjár verið alls 556 þús. i fardögum 1915. En reynslan hefir sýnt það undanfarið, að fjár- talan í búnaðarskýrslum er æfin- lega töluvert of lág. T. d. kom það í ljós við fjárskoðunina vet- urinn 1906—07 að sauðféð var um 109 þús. fleira en talið var fram i búnaðarskýrslum vorið eftir. í fardögum 1915 var sauðféð alls 5% færra heldur en árið áð- ur. Mest varð fækkunin á Vest- urlandi 9%> en á Austurlandi stóð það í stað. En ef fækkunin er tekin eftir sýslum, þá er hún mest i Gullbringu-, Kjósar- og Mýra- sýslu 14%, í Borgarfjarðarsýslu, Dalasýslu og Austur-Skaftafells- sýslu um 13%. í 5 sýslum, V.- Skaftafellssýslu, Múlasýslum, S.- Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu hefir fénu fjölgað lítilsháttar. Nautgripir voru taldir 24,732 í fardögum 1915, en árið áður 25,380. Hefir þeim þvi fækkað um nær 3%. Mest varð fækk- unin á veturgömlum nautpeningi, 22%, en kálfum fjölgaði aftur um 8%. Á Suðurlandi fjölgaði naut- peningi um 2%, en í öllum öðrum landshlutum varð fækkun. Mest hefir fækkunin orðið í Húnavatns- og ísafjarðarsýslum, 9%, en fjölg- un mest i V.-Skaftafellssýslu, 5%. Hross voru í fardögum talin 46,618 og var það næstum jafn margt og árið á undan. Fullorðn- um hrossum og tryppum hafði fækkað nokkuð, en folöldum fjölg- að um 31%. Fækkunin varð mest á Suðurlandi, 5%, en á Norður- landi fjölgaði hrossum um 4% og á Austurlandi um 3%. Mest varð fjölgunin í Eyjafjarðarsýslu 8%, og mest fækkun í Borgarfj.s. 8%. Geitfé er að fjölga. í fardögum 1915 var það talið 1127, eða um 10% fleira en næsta ár á undan. Á síðari árum hefir skepnueign landsmanna verið þessi (á 100 manns): Sauðfé. Naut. Hross. 1901 614 33 55 1911 671 31 51 ; 1912 695 30 53 1913 727 31 54 1914 664 29 53 1915 625 28 52 Sauðfjártalan hefir aldrei verið eins mikil eins og 1913 (634,964), nautgripatalan var hæst árið 1904, rúm 30 þús. (á fyrri hluta 18. aldar var hún þó nokkru hærri), en hrossatalan 1905 og 1906, 49 þúsund. Heyskapur. Töðufengur varð nokkru minni 1915 heldur en næstu áráundan og heldur rýrári en meðaltöðu- fengur undanfarandi ára. En út- heyskapur varð i bezta lagi, miklu meiri heldur en meðalfeng- ur útheys næsta ár á undan. Uppskera úr görðum. Af jarðeplum fengust 24 þús. tunnur árið 1915. Er það miklu meira en næsta ár á undan, en þó fyrir neðan meðaluppskeru næstu 5 ára á undan (26 þús. tn.) Uppskera af rófum og næpum varð með mesta móti, 19 þús. tn., en meðaluppskera undanfarinna 5 ára var að eins 19 þús. tn. Eldsneyti. Árin 1910—1914 var mótekja að meðaltali 261 þús. hestar, en var 313 þús. hestar 1915. Hrís- rif var að meðaltali 1910—1914 Í2 þús. hestar, en varð 15 þús. hestar 1915. Danskar nýlendur. Islenzki landnám á Grænlandi? Deilan um sölu Vesturheims- eyjanna dönsku hefir komið nýju lífi í dönsk nýlendumál. Þó Danir séu dugleg þjóð og miklar fram- farir orðið í þeirra eigin landi á síðustu áratugum, hafa þeir sjald- an gert mikið fyrir þau lönd, sem undir þá hafa heyrt. Þeir hafa verið mjög fáfróðir um alla hagi þeirra og þær fáu tilraunir, sem þeir hafa gert til að bæta um hngi þessara landa, hafa því oft- ast komið að litlu haldi. Engir ættu að þekkja það betur en ís- lendingar. Fyrst eftir að við fengum stjórnina sjálfir í hendur, fór okkur að miða áfram, og nú sjá Danir fyrst, að landið er alls ekki lítils virði, heldur er land, sem mikla framtíð á fyrir hönd- um, og nú sárnar þeim, að hafa svo að segja mist það frá sér.— En nú hefir deilan um Vestur- heimseyjarnar mjög vakið áhuga þeirra fyrir nýlendunum og margir Danir finna nú til þess, að þeim beri að gefa þeim meiri gaum en áður, kynna sér vel alla hagi þeirra og reyna að gera þær að arðberandi löndum. Að vísu deila andstæðingar og meðmælendur eyjasölunnar um, hvort eyjarnar geti nokkurn tíma orðið eign, sem borgi sig fyrir Dani að eiga, en hjá báðum pörtum er nú vakn- 1 andi áhugi fyrir Grænlandi sem | landi, er töluverða framtíðarmögu- leika hafi og Dönum beri nú að snúa athygli sinni að. — Og nú hafa nýlega komið fram tvær tillögur um, hvað bezt verðigert fyrir Grænland. Fyrri tillögan er frá aðstoðar- manni við Grænlandsstjórnina, Harald Olrik. í 3. hefti af »Det grönlandske Selskabs Skrifter« skýrir hann frá þessum fyrirætl- unum sínum. Tillaga hans er í stuttu máli sú að flytja 10 sel- veiðafjölskyldur frá norðvestur- strönd Grænland, þar sem hann álitur nú ofhlaðið fólki, til hér- aðsins við Scoresby Sund á aust- urströndinni, þar sem nóg og gott landrými sé og stofna þar með þessu fólki grænlenzka nýlendu. Hann viH með þessu varðveita þetta landsvæði fyrir innflutningi frá öðrum þjóðum og láta Græn- lendinga njóta þess sjálf. Þessi ritgerð H. O. um þessar fyrirætl- anir hans hefir fengið einróma lof fyrir, hve nákvæm hún væri í öllum atriðum, skrifuð að mik- illi þekkingu á öllum högum landsins. Hin tillagan mun að sjálfsögðu vekja athygli íslendinga. Hún er sem sé þess efnis, að Islend- ingar flytji til Grænlands og stofni þar nýlendu, sem brautryðjendur fyrir frekari innflutningi frá Norð- urlöndum. Tillagan er frá stud. polit. Jóni Dúasyna. Ritar hann alllangt mál um þetta í oktober- hefti »Atlantens« (tímarit Atlant- hafseyjafélagsins). — J. D. getur þar fyrst um, þegar íslendingar í fornöld stofnuðu nýlendu á Grænlandi, og þessa nýlendu vill hann nu endurreisa, ekki að eins fyrir Islendinga, heldur alla Norð- urlandabúa, en Islendingar eiga að ríða á vaðið. ' Hann lýsir rajög girnilega græn- lenzkum landsháttum. Á land- námsöldinni, þegar íslendingar fyrst komu þangað, hafi það ver- ið gott land og sé að mörgu enn hið sama. Með góðri stjórn megi hagnýta sér hinar ýmsu auðsupp- sprettur þess. — Þar megi hafa kvikfénað (úr því gerir höf. að vísu ekki mikið), en þó einkum hugsar hann sér loðskinnatekju, fiskiveiðar, iðnað og jafnvel námu- gröft sem framtíðaratvinnuvegi landsins. J. D. álítur því sjálf- sagt, að íslendingar mundu una sér vel á Grænlandi. Atvinnu- vegir íslands séu að mestu sniðnir eftir sömu nátturuskilyrðum og séu á Grænlandi. íslenzk húsdýr — en þau ættu menn að hafa með sér frá íslandi — séu vön hörðum lífskjörum. Sjálfir séu íslendingar og aðrir Norðurlanda- búar harðfengnir og kulda vanir, enda sé ekki óliklegt, að mörg bygð héruð á íslandi séu ekki betri frá náttúrunnar hendi en sumar sveitir á Grænlandi. Höf. bendir lika á, að siðan útflutn- ingur frá íslandi til Ameríku byrjaði fyrir alvöru um 1880‘ hafi 30—40 þús. danskir þegnar flutt frá íslandi til Ameríku, og þessir menn hefðu eins vel getað flutt til Grænlands og hjálpað til að reisa landið við. — J. D. fær heldur ekki annað séð, en að á Grænlandi sé nóg landrými. Sér- staklega hefir hann augastað á héraði því, sem íslendingar bygðu í fornöld, í Austurbygð, innst við Igaliho og Amitsuarhuk-fjörðinn, þar sem Grænlendingar sjálfir aldrei komi. Mörg dönsku blaðanna hafa skýrt f rá þessum tillögum og sum þeirra gert þær að frekari um- talsefni. Um till. J. D. skrifar »Politi- ken* í leiðandi grein nýlega með- al annars: »Fyrirætluninni er ekki lýst í einstökum atriðum, og raargar upplýsingar vanta. — Fyrst og4 fremst er engin vissa fyrir, að Islendingar kæri sig um at flytja til Grænland og heldur ekki fyrir því, að Grænlendingar kæri sig um, að íslendingar komi og setjist að í beztu sveitum þeirra. Því maður getur skilið, að það séu ekki verstu héruðin, sem J. D. ætlar löndum sinum«. Blaðið bætir þó við, að tillaga J. D. sé gleðilegur vottur vaxandi áhuga fyrir Grænlandi og ánægju- legt að sjá, að ungur íslendingur, sem mikið hefir lesið, skuli fylla flokk þeirra, sem álíti að stofna eigi grænlenzka nýlendu. »Berlingske Tidende« skrifa líka alllangan leiðara um græn- lenzku tillögunnar, einkum þó um till. J. D. Blaðið segir m. a.: »Tillaga J. D. virðist vera sprott- in af áhrifum »skandinavismans«. Þetta kemur meðal annars fram i orðum tillögumanns um, »að Danmark stjórni nú engu betur Grænlandi en á sínum tíma Suð- ur-jótlandi o. fl. löndum, sem eru töpuð, eingöngu danskt land, en þó líka hluti af hinu sameigin- lega norræna föðurlandi og fram- tíð Norðurlanda«. — Þetta getur að vísu hljómað mjög fallega, en um þessa hlið málsins er alt svo alment og óákveðið, að ekki er mögulegt að sjá, hvað tillögumað- urinn á hér við, eða sjá, hvort honum sjálfum hefir verið hugs- unin ljós«. — Hvað framkvæmd þessar tillögu snertir, telur blaðið marga örðugleika i veginum. — Fyrst og fremst hvað sjálfa ís- lendinga snerti geti maður ekki líkt því saman að flytja til Græn- lands til að nema land og að flytja til Ameríku, til að láta sér líða betur og það væri of léttúð- ugt að hugsa sér, að Íslendingar hefðu ekki við erfiðari kjör að búa í Grænlandi en heimafyrir, og að þeir ekki jafnframt þyrftu hjálpar með, ef þeir flyttu til Grænlands. En einmitt hjálpin til innflytjenda gæti komið rugl- ingr á núv erandi fyrirkomulag og vakið óánægju Grænlendinga, % /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.