Morgunblaðið - 09.12.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ eigi heíir minni þýðingu. Það er nauðsynin á því fyrir Rússa að aíia fjár til iðnaðareksturs. Rússar hafa verið einangraðir frá heims- markaðinum, síðan landamærum Þýzkalands var lokað og Þjóð- verjar tóku Libau. Archangel er ekki opin nema tæpa sex mánuði ársins, en allar suðurhafnirnar eru lokaðar vegna þess að Miðríkin hafa vald á Hellusundi. Þá er að eins Vladivostock eftir, en hún er svo langt í burtu að lítið gagn er að henni. Aður en ófriðurinn hófst var iðnaður Rússa á bernsku- stigi, og þeir urðu að hafa háa verndartolla tií þess að hann færi eigi út um þúfur. En auk þeirra verksmiðja, sem unnu að klæða- gjörð og skófatnaðar, urðu Rússar að setja á fót margar nýjar verk- smiðjur vegna ófriðarins, vegna þess að innflutningur frá banda- mönnum var eigi nægilega mikill til þess að fullnægja kröfum hins mikla ófriðar. Og það er eigi nema örskamt síðan, að Rússar pöntuðu fyrst einkennisbúninga í Englandi, handa hermönnum sín- um. — Fjárhagsþrek Rússa liggur í því, að þeir eiga ótæmandi auðsupp- sprettur, jafn vel þótt á ófriðar- tímum sé. Þjóðverjar tóku af þeim einhverja mestu vefiðnaðar- borg þeirra, Lodz, og hinar miklu kolanámur í Dombrova í Póllandi. Kolanámur Rússa hjá Don hefir eigi verið mikið hægt að vinna sæmilega vegna þess að skortur hefir verið á mönnum, sem kunnu til námuvinnu. Þrátt fyrir þetta hafa Rússar þó aukið járnbrautir sínar meira en nokkru sinni fyr og næstum þrefaldað stálfram- leiðslu sína. Víni heit niður. Greifaynja nokkur í Englandi lét nýlega hella niður um 1000 flöskum af víni, sem hún átti. Hefir þetta vakið mikið umtal jt Englandi og eru það flestir sem fordæma þetta athæfi. Einn ritar svo: »Hvernig sem litið er á þær ástæður, sem greiíaynjan hefir haft til þess að hella niður vín- inu, þá er eigi annað hægt að segja, en að slík sóun verði tæp- lega réttlætt, sérstaklega eins og nú er ástatt. Ætli það hefði ekki verið betra að selja vínið til ágóða fyrir »Rauða krossinn« eða gefa það til sjúkrahúsa til hjálp- þeim, sem þurfa víns sem læknis- lyf8?« Annar maður ritar svo: »Það ér held eg ekkert orð til, sem er jafn hrapallega misskilið eins og orðið »hófsemi«. Hófsemi er ekki bindindi, hefii aldrei ver- ið og mun aldrei verða og eg bið greifaynjuna að gera sér þetta Jjóst. Það hefði verið betra, ef í. S. í. í. S. í. Iþróttafélag Reykjavikur. Stofnað verðar tii víðavangshlaups fyrsta sumardag 191'’. Félagið hefir fengið leyfi í. S. í. að skólainir megi taka þátt i hlaupi þessu, og er því hérmeð skorað á alia skóla að senda minst fimm manna flokk til hlaups þessa. Sömuleiðis er skorað á öll íþróttafélög að taka þátt í hlaupinu. Kept verður í 5 manna flokkum. Umsóknir sendist til stjórnar íþ óttafélags Reykjavíkur 10 dögum fyrir hlaupið. Stjórnin. vínið hefði verið geflð til sjúkra- húsa, til gagns fyrir þær þúsund- ir hermanna, sem hafa særst í baráttunni fyrir frelsi og öryggi þeirra, sem eru líkar greifaynj- unnar«. Þriðji maður ritar: »Með fullri virðingu fyrir hóf- semis-skoðunum greifaynjunuar, munu margir líta svo á, að þetta athæfi hennar sé algerlega rang- látt á slíkum tímum, sem nú eru. Hvers vegna sendi hún ekki vín- ið til einhvers sjúkrahússins, þar sem slíkri gjöf hefði verið fagn- að af hinum særðu hermönn- um?« — — Það er einkennilegt, að allir tala um það að betra hefði verið að gefa vínin sárum mönnum og sjúkum, heldur en hella því nið- ur. Og það er umhyggjan fyrir særðu mönnunum, sem vekur mestu gremjuna út af atferli greifaynjunnar. Hér var líka helt niður víni í sumar, og fann engi maður að því. En yfirvöldin gerðu þó rétt í þvi, ef þeim skyldi áskotnast eitthvað af áfengi aftur, að muna eftir því, að hér eru sjúkrahús og sjúkingar, sem hefðu gott af því að fá vínið. Eða spyrjið lækn- ana hvað þeim sýnist. Og spyrjið sjálfa yður hvort réttara sé, að hella víninu niður, eða nota það til þess að rétta við heilsu þeirra, sem sjúkir eru. cas3 DAðaOfjiN. ssssa Afmæli í dag : Jóhanna H. Lárusdóttir. Vald. Hansen, gjaldkeri. f. Gustav Adolf 1594. Jóla- og nýárskortin sem F r i S- finnur L. Guðjónsson gefur út, eru hverjum manni kærkomin sending; á þeim eru íslenzk erindi og heilia- óskir svo fjölbreytilegt að hver og einn getur þar fundið það sem hann er ánægður með. Veðrið í gær: Föstudaginn 8. des. Vm. n.a. stinnings kaldi, frost 0.4 Rv. a.n.a. snarpur vindur, frost 2 5 ísafj. n.a. stormur, frost 3.0 Ak. n.a. andvari, frost 5.0 Gr. logn, snjór, frost 9.5 Sf. n.a. gola, snjór, frost 3.2 Þórsh., F. logn, hiti 0.4 Sólarupprás ki 10 9 Sólarlag — 2 31 Háf lóð í dag kl. 5.18 og í nótl kí. 5.39 Tungl fult kl. 11.44 f. h. 8. vika vetrar hefst. S ra Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur kvað eiga að flytja ræðuna í dómkirkjunni þingsetningardaginn. Er það í fyrsta sinni um langan tíma, sem utanþingsprestur flytur þing- setningarræðuna. Messað á morgun í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hád. síra Ól. Ól. og í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 8Íðdegis síra Ól. Ól. Þorsteinn I ngólfssou fór frá Kaup- mannahöfn á miðvikudaginn áleiðis hingað. Skrásetning varaslökkviliðsins fer fram í brunastöðinni í dag. Varlegra er fyrir menn að láta skrásetja sig, því það liggur sekt ^við að vanrækja það. Bæjarskrá Reykjavíkur ætiar Ólafur Björnsson ritstjóri að gefa út að nýju í vetur. Hefir sú bók ekki verið gefin út síðan árið 1913. Bæjarsjóður styrk- ir útgáfuna með 300 kr. Kótter Haraldnr kom hingað í fyrramorgunfráBretlandi. Þangað flutti hann vörur hóðan. Brnnabótafélag íslands er nú f þann veginn að taka til starfa. Skrif- stofan er í Austurstræti í hinu nýja húsi Gunnars kaupmanns Gunnars- sonar. Nýja land. Bjarni Þ. Magnússon eigandi kaffihússins »Nýja Land«, er að láta gera breytingar á og stækka veitingasalinn. Verður nýr salur gerð- ur í húsi, sem verið er að steypa í portinu. Hygst eigandinn að gera sal- inn mun vjstlegri en hann er nú og er það vel farið. Ceres fer hóðan liklega ekki fyr en á sunnudag. Goðafoss. Nokkur hluti skipverja af Goðafos8Í voru skildir eftir á ísa- flrði um daginn, þegar Geir kom þang- að frá strandstaðnum, en mestur hluti þeirra er enn á Geir til þess að aðstoða við björgunina. Botnia fór frá Leith í fyrradag áleiðis til Færeyja, Seyðisfjatðar og Reykjavíkur. ísland kom til Leith sama dag. Goðfoss. Kl. 7 í gærkvöldi voru engar á- byggilegar fregnir komnar um það, hvemig gengi með björgun Goða- foss. Sá eini vélbátur af ísafirði, sem eftir var fyrir norðan, kom til ísafjarðar i gærmorgun, en hann haíði, einhverra otsaka vegna, ekki haft tal ú björgunarskipinu Geir síðan í fyrradag. Þá var Geir ný- byijaður að dæla Goðafoss. Samkvæmt lausaíregn, sem barst hingað í gærkvöld, er sagt að Geir hafi verið búinn að dæla allan sjó úr Goðafossi slðdegis í gær. En fregn þessi er mjög svo óábyggi- ler, -— Auk botnvörpuskipsins Apríl, er i>' jiður nú einnig kominn ástrand- staðinn til þess að aðstoða við björg- unina. Einhver örlítil von virðist því vera um að það takisr, að bjarga skipinu, því annars mundi Unger- skov sk pstjóii varlaj^halda báðum botnvörpungunum við Straumnes. ----- ----------— --- Leynileg skjöl. I Aþenuborg hafa bandamenn ný- lega komist yfir mjög þýðingarmikil skjöl, sem virðast sanna það að bæðt Skouloudis og Gaunaris-sjórnirnar hafi ætlað að hjálpa Miðríkjunum, ef Grikkland yrði dregið út í ófrið- inn. Þykir bandamönnum fengur mikill í skjölum þessum og þau hafa verið birt öll í grízka blaðinu. »Patris«, Skýrsla. Nýlega er kominn út skýrsla, sem nær til i. nóv. þ, á. yfir þá brezku þegna sem beðið hafa beðið bana, af völdum óvina Bretlands, án þess að þeir hafi verið hermenn. Sam- kvæmt skýrslunni hafa 589 þegnar týnt lífi á landi, en 3410 druknað. Tæp 1700 manns hafa hlotið meiðsl. A þessu sér maður að það eru tiltölulega fáir, sem týna lifi vegna loftskipanna. -------- Fallnir menn. Eins og menn geta gert sér í hugarlund, eru mörg lík þeirra manna, er falla á vígvellinum, svo ilia til reika, að eigi er hægt að þekkja þau. Til þess að bæta úr þessu hafa Þjóðverjar fundið upp á þvi að gefa út sérstaka mannfalls- lista með myndum af þessum mönn- um og þeim hlutum, er fundist hafa á þeim. Eru listar þeir sendir út um alt land, til þess að ættingjar hinna framliðnu geti þekkt hina,>- föllnu menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.