Morgunblaðið - 11.01.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1917, Blaðsíða 2
2 O H G U NB L A ÐIÐ Sjómentií Við höfum Færeyjapeysur, Trollbuxur, Slitföt, Ullarteppi þykk, hlý. Slitfatatau. Amerísk uærfðt á 4.80 settið. Areiðanlega ódýrast í bænum og fleira nauðsynlegt á sjóinn. TJusíursíræfi f 7fsg. G. Gunníougssoii, & Co. Barnaball Rvíkarklúbbs verður haldið í Iðnaðarmannahúsinu fimtudaginn 18. janúar, að öliu forfallalausu. Nánara á lista þeim, sem borinn verður til meðlimanna næstu daga. Sljórnin. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). K.höfn 9. jan. Lloyd George, Briand og Boselli forsætisráðherrar bandamanna, sitja nú á ráðstefnu í Rémaborg. I»jóðverjar hafa tekið Focsani í Rúmeníu og handtekið þar 4000 her- menn. Dönsku gufuskipunum Dannevirke, Ebro, Viking og^ Næsborg befir verið sökt. Frá alþingi. Dýrtíðaruppbótin. Viðaukatill. þessa bera fram Jón Jónsson og Þorsteinn fónsson þing- menn Norðmýlinga. A eftir málsgreininni »Frá upp- bót þessari . . . hafa fengið eftir þeim lögum* komi: Landsstjórnin veitir þó engum dýrtíðaruppbót samkvæmt tillögu þessari fyr en hún hefir leitað um- sagnar hlutaðeigandi bæjarstjórnar og sveitarstjórnar um uppbótarþörfina. Þeim, sem þær telja ástæðu til að veita dýrtiðaruppbót, skal veitt upp- bótin. En hliðri bæjarstjórn eða sveitarstjórn sér hjá að láta í ljós álit sitt um þörf einhverra á upp- bót, skal leitað umsagnar þeirra sjálfra um tekjur sinar og fjárhags- ástæður. Sker stjórnin þá úr, hvort þessum mönnum skuli veitt upp- bót eða ekki. Þá hafa komið fram tvær breyt- ingartillögur önnur frá Bjarna frá Vogi um að þeir sem njóta styrks á fjárlögum skuli einnig fá dýrtíðar- uppbót — og önnur frá Magnúsi Guðmundss., Þorl, fónss., Stef. Stefánss. og Þór. Jónss.) á þessa leið: Einhleypum mönnum veitist að eins 3/5 dýrtíðaruppbótar þeirrar er um getur. Sfminn og Stóra Norræna. Svo sem kunnugt er, fór lands- 8ímastjórinn utan í síðastliðnum nóvembermánuði, aðallega í þeim tilgangi að semja við Stóra Nor- rænafélagið um sæsímagjöldin. En í lögunum um síma og samn- ingum við það félag er það tek- ið fram, að sæsímagjöldunum má breyta — lækka þau — eftir sam- komulagi milli málsaðilja. Kora ist samkomulag ekki á milli lands- símans og Stóra Norræna, er samgöngumálaráðherra Dana ætl- að að dæma í málinu — og verða þá báðir að sætta sig við úrskurð hans. Forberg landssímastjóri kom heim aftur úr utanförinni á að- fangadag og tilkynti þá sköromu síðar árangur ferðarinnar. Stóra Norræna hafði gengið inn átölu- verða lækkun á sæsímagjöldun- um til Evrópu, svo mikla, að gjaldið má nú heita vel viðun- andi. Hvert orð til Danmerkur t. d. kostar nú 35 a., en áður kostaði það 45 aura, en 70 a. í byrjun. Oss þótti fróðlegt að heyra nánar um samkomulag það, sem orðið hefir miili landsstjórnarinnar og Stóra Norræna, og báðum þvi landssímastjórann gefa oss upp- lýsingar. Þegar eftir komu landssíma- stjórans til Khafnar, fór hann ásamt Jóni Krabbe skrifstofu- stjóra á fund samgöngumálaráð- herrans, hr. Hassings Jörgensens. Virtist hann vera málinu mjög kunnugur og bað landsímastjórann um fram alt að komast að ein- hverju samkomulagi svo eigi þyrfti hann að dæma í málinu. Ráðherran virtist vera mjög hlyntur skoðun okkar á raálinu. Landssímastjórinn og Krabbe sátu nokkrum sinnum 4 fundum með forstjórum Stóra Norræna. Var félagið í fyrstu mjög fráhverft þvi, að sæsímagjaldið yrðij lækk- að nokkuð að svo stöddu, vegna hinna óvissu tíma, og að beðið yrði með allar breytingar þangað til ófriðurinn væri á enda. Fél- agið hélt fram að hinar miklu tekjur símans síðustu árin hefðu eingöngu orðið vegna ófriðarins, og að tekjurnar mundu minka mjög að ófriðnum loknum. Lands- símastjórinn var hér og á öðru máli. Ennfremur var mikill skoðanamunur milli félagsstjórn- arinnar og landssímastjórans um það, á hvern hátt bæri að haga reikningsfærzlunni yfir sæsímann, svo hún væri nákvæm og skýr. Félagið vildi bæta miklum út- gjöldum á reikninginn og gera ýmsar breytingar, sem verða mundu til þess, að útkoman sýndi minni tekjur af sæsímanum, en þær samkv. skoðun landssíma- stjórans eru. Landssímastjórinn mótmælti öilu þessu og hélt fast fram, aðgjöld- in væru lækkuð töluvert. Eftir miklar bollaleggingar gekk Stóra Norræna inn á kröfur landssíma- stjórans um lækkun á sæsíma- gjöldunum. Var ákveðið að sæ- símagjöldin lækkuðu úr 40 ctm. niður í 25 ctm. milli íslands og Shetlajidseyja, og úr 25 til 15 ctm. milli Islands og Færeyja. Lækkun þessi sparar sæsímanot- endum ^á íslandi 40—50 þús. Tcr. á ári á skeytum, sem frá Islandi fara, án þess að tekjur landsím- ans minki nokkuð við það. Stjórn- arskeyti verða afgreidd fyrir hálfvirði, svo sem blaðaskeyti, og sparast nokkrar þúsundir króna á því. Ennfremur var ákveðið að reist skyldi sterk loftskeytastöð í Fær- eyjum og samband komið á milli hennar og 'landloftskeytastöðvar- innar í Rvík. Stöðina á Færeyj- um skal reisa eins fljótt og kring- umstæður leyfa. Loks kom landssímastjórinn þvi til leiðar, að Danir lækki síma- gjöldin til íslands niður i 30 aura, þegar ísland krefst þess og síma- gjöldin héðan til Danmerkur og Englands eru komin niður í 30 aura. Ákveðið var og að þegar eftir að loftskeytastöðin er kominn hér á, skuli tilraunir gerðar með sam- band við litla stöð, sem Stóra Norræna er að láta reisa í Þórs- höfn í Færeyjum. Náist viðunan- legt samband á sú stöð að taka við loftskeytum héðan ef sæsím- inn skyldi bila. Kemur þá fram það, sem áður hefir verið haldið fram, að loftskeytastöðin er nokk- urskonar varastöð fyrir sæsímann og ætti þá aldrei að þurfa að vera sambandslaust við útlönd þó sæsíminn bili. Ungiir maður vanur ritstörfum óskar eítir skrifstofuvinnu nokkra tíma á dag. Ritstj. visar á. Húseigo min á Akranesi (Hoffmannshús) er tii ■ öiu eða leiga frá 14. maí n. k. Semjið sem fyrst. Yiihjálmur þorvaldsson. Smjör og Rjúpur kaupir hæsta verði V. Þorvalílsson, á Akranesi. Vel þroskaðar Hyacinfer til sölu á Laufásv. 44. Alt bendir til þess að sam- komulag það, sem hefir komist á með landssímanum og Stóra Nor- ræna, sé að öllu gott fyrir oss Islendinga. Það eina, sem ef til vill mætti sitja út á samninginn er, að ísland hefir gefið frá sér réttinn til þess að fá sæsímagjald- ið lækkað enn á ný, einhvern tíma á næstu 9l/a árum. En að- gætandi er það, að eigi má lækka gjaldið svo mikið, að sæsíminn ekki beri góðan arð styrk- laust, ef alþingi á sínum tíma ákveður að taka við rekstri sím- ans — kaupa hann af Stóra Nor- ræna. Og það mun alþingi áreiðan- lega gera, ef loftskeytin hafa þá eigi verið beett svo mjög hvað hraða snertir, að þau útrými sæ- símum roeð öllu. Það verður ekki annað sagt, en að árangur af samningum landssímastjórans við Stóra Nor- ræna sé oss mjög hagstæður. Landinu og landsmönnum sparast afarmikið fé árlega á lækkun gjaldanna, án þess þó að tekjur simans minki við það. Það er Stóra Norræna, sem lækkunin lendir á. Eftirtektarvert er það, að gjöld- in milli Færeyja og útl. hafa og verið lækkuð, án þess að Fær* eyingar sjálfir hafi nokkuð gert til þess. Meiga Færeyingar vera Forberg landssímastjóra þakklátir fyrir, engu síður en vér íslend- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.