Morgunblaðið - 23.01.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1917, Blaðsíða 1
Þriðjudag 23, jan. 1917 4. argangr 80, tðlublað -- - --- ■■■■ . " .......----------o. ' . — i-- ■—■—i ■ .... * .'-"i -.!~n Ritstjórnarsíini nr. 500 j Ritstjóri: VilhjAlrmir Finsen. |Isafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusími nr. 500 BlOl Reykjavíknr IgjQ lu| Biograph-Theater 1^"^ Taiðími 475 / t3*rógram samRv. gotuauglýsingum. Hjartans þakklæti vottum við öllum þeim er sýndu okkur samúð við frá- fall okkar elsku litlu dóttur, Sigríðar ióhönnu. Grettisgötu 56. Auðbjörg' Magnúsdóttir. Sigurjón Jóhannsson. Mjólkurfólags Reykjavíkur verður haldinn í Bárubúð 25. jan. kl. 2. Aríðandi að félagsmenn sæki fundinn. Stjórnin. DANSKENSLA. Fleiri geta komist að í almennum dönsum, og sömuleiðis geta fleiri herrar komist að í að iæra nýtízku dansa. Stefanía Guðmundsdóttir Heima kl. 3—5. nýjn bíó Jlýtt prógram í kvötdí Jarðarfararsiðir. Þau beztu meðmæli er Netav. Sigurj. Pjeturssonar hefir nokkm sixmi fengið, er fiessi sannleiknr sem allir eiga að læra: K F. U. M. Biblíulestur i kvöld kl. 8x/a Allir ungir menn velkomnir. E. F. 0. K. Saumafundur kl. 5 og 8. Þröngt í búi hjá Itöium ítalska stjórnin er nii sem óðast að taka undir sína umsjá neyzlu ýmsra :matvæla og eyðslu annara vöruteg- unda. Hefir hún bannað rnönnum að eta kjöt tvo daga í viku, og alls konar sætindi og sykur þrjá daga í viku. í öllum matsölustöðum og Veitingahúsum er mönnum nú skarot- að sem sparast. Smjör fæst ekki einu sinui með morgunverði og menn fá að eins einn sykurmola með kaffinu. Hftirlit hefir verið haft með bökun brauða, síðan í maí 1913, en síðan um jól hefir alveg verið bannað að baka Qema eina tegund af brauði, og eigi öiá selja brauðin fyr en þau eru sól- arhrings gömul. Tilraun var lika gerð til þess að banna alveg brauð- sölu nema litla stund úr degi, en í>að kom svo illa niður á fátækling- htn, að horfið var aftur frá því ráði. Htm fremur hefir stjórnin tekið að sér eftirlit með öllum kolabirgðum í land- idu. Og hún hefir nýlega gefið út ^lkynningu um það, að komið geti fyrir að herstjórnin geri upptækar ?iUr nauðsynjavörur, sem hætta er * að gangi til þurðar, enda þótt verk- Sroiðjur verði með því móti sviftar Þeim vörum, sem þær þurfa til fram- leiðslu sinnar. e»»'ga -- »Heyrið morgunsöng á sænum«, sjáið hlaðast fley, öll aí þorski voðavænum - veiðist smátt nú ei. Net og vörpur veiði halda venju betur í ár. Rausnarlega rekkar gjalda að reynast netin skár. 0nglunum þarí ekki að lýsa eða taum og streng. Langa, skata, lúða og ýsa lýsa bezt þeim íeng. Fiski er ausið upp á Fróni, engin grið hann fær. Sjömenn þakka Sigurjóni svona veiðiklær. 1 samanburði við það sem tíðkast í öðrum siðuðum löndumr eru jarðarfararsiðir hér heima orðnir ærið umsvifamiklir og ó- þægilegir í vöfum, án þess að vera þó nokkuð hátíðlegri fyrir það. — Sá misskilningur er sem sé ríkjandi, að allir sem ætla að heiðra útförina, þurfi endilega að þyrpast að heimili hins látna á meðan húskveðjan er haldin, fylla þar allar stofur og ganga eða hýma úti á götu undir hús- veggnum þegar ekki er lengur rúm inni. — Það liggur nú fyrir augum uppi, að til þess að kunn- ingjar og samverkamenn látins manns geti heiðrað útför hans, þá er Jcirkjuathöfnin gerð, en ekki húskveðjan. — Þegar hinn látni kveður heimili sitt, þá kem- ur það ekki öðrum við en heimilisfólki hans og nánustu ættingjum — og svo þeim sem sérstaklega kunna að vera beðnir urn að vera þar viðstaddir. — Allir aðrir sem meiri eða minni kynni hafa haft af hinum látna, verða að láta sér nægja að koma i kirkjuna og fylgja honum til grafar. Minningarskjöld er og líka einlægt hægt að senda, ef menn vilja það. — Húskveðjan er með öðrum orðum alger einka- athöfn, en kirkjuathöfnin hin opinbera athöfn, sem öllum er frjálst að vera viðstaddir. — Það er auðvitað gert af kurteisi og góðum hug við aðstandendur að koma til húskveðju, en flestir mundu þó heldur kjósa að verða fyrir sem minstu ónæði við slík tækifæri, enda er það leiðinlegt bæði fyrir heimafólk og aðkom- endur er húsrúmið verður ekki nóg. Það væri gaman að heyra álit klerkastéttarinnar í þessu efni og þá helzt biskups landsins. —r. ----- ------------------------- Tiásefaféíagsmaður. Bifreiðin R. E. 21 fæst ávalt um bæinn frá kl. 10 á morgnana til n á kvöldin, á kaffihús- inu >Eden« við Klapparstíg, sími 649. Fastar ferðir til Hafnarfjarðar kl. 10, 1 og 6 þegar fært er. Magnús Skaítíjeld. bifreiðarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.